Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Líknarár hann enn þá gefur í hugvekju dagsins segir sr. Heimir Steinsson: Ævarandi Guð vill í syni sínum, Jesú Kristi, nema land í bijósti þínu og gjörast eitt með þér um tíma og um eilífð. TIMATAL er með ýmsum hætti. Almanaksár hefst fyrsta janúar, skólaár í ágústbyrjun, reiknings- ár kann að eiga sér upphaf í enn annan tíma. Kirkja Krists hefur sinn hátt á í þessu efni. Kirkjuár- ið gengur í garð á fyrsta sunnu- degi í aðventu, fjórum vikum fyrir jól. Þá verða þau tímamót, sem séra Valdimar Briem kveður um: „Líknarár hann enn þá gef- ur, ár, sem háð ei breyting er, ár, er sumar ávallt hefur, ávöxt lífs að færa þér“ sbr. Sálmabók íslenzku kirkjunnar nr. 57. Fyrri hluti hvers kirkjuárs nefnist „hátíðahlutinn". Þar er að finna þijár höfuðhátíðir kris- tinna manna, jól, páska og hvíta- sunnu. Nú er lokið hinni löngu röð „sunnudaga eftir Þrenning- arhátíð" og annartími runninn upp: Jól og nýár fara i hönd, því næst þrettándinn og sunnudagar eftir þrettánda, þá níuviknafasta, dymbilvika og páskar en að svo búnu gleðidagar eða sunnudagar eftir páska og loks hvítasunna og Þrenningarhátíð. Er hér þó aðeins stiklað á stóru. Á fyrsta degi nýs kirkjuárs samfögnum vér hvert öðru og biðjum sjálfum oss og samferða- mönnum vorum blessunar um allar ókomnar stundir. Megi árið verða þér „líknarár", lesandi minn góður, náðarár guðlegrar návistar. Sú náð er öllu ofar að sannreyna Guð við hjartarætur og son hans Jesúm Krist, hinn krossfesta og upprisna. Megi þér hlotnast sú gæfa í launkofa sálar þinnar. Aðventa Vikumar fjórar fyrir jól nefn- ast „aðventa", en það merkir „tilkoma", þ.e.a.s. tilkoma Krists. Fyrsta guðspjall dagsins í dag er að finna hjá guðspjalla- manninum Matteusi (Matt. 21:1-9). Þargreinirfráinnreið Jesú í Jerúsalem, en þeirri frá- sögn lýkur með því, að múgur- inn, sem á undan honum fór og eftir fylgdi, hrópaði: „Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drott- ins.“ „Blessaður sé sá, sem kemur." Þannig hljóðar grunntónn að- ventunnar. Vér væntum Krists hins komanda í dag og næstu Ðrottinsdaga. „Sjá ég stend við dymar og kný á“ segir hinn up- prisni í Opinberun Jóhannesar (Op. 3:20), en þau orð em meðal ritningarlestra fyrsta sunnudags í aðventu. Og áfram heldur frels- arinn i leyndardómi. „Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dymnum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.“ „Raust, dyr, kvöldverður", allt em þetta táknleg orð. Merking þeirra er sú, að ævarandi Guð vill í syni sínum, Jesú Kristi, nema land í bijósti þínu og gjörast eitt með þér um tíma og um eilífð. Aðventan er sá tími ársins, sem kirkjan hefur sérstaklega valið til að vekja athygli þína á þessu. Svo er reyndar um allar stundir „líkn- arársins" aðrar. Eitt af meistaraverkum ís- lenzkra bókmennta er sagan „Að- venta“ eftir Gunnar skáld Gunn- arsson. Aldrei rennur þessi tími ársins svo, að ég ekki hafí hönd á þeirri bók og lesi hana mér til uppbyggingar og sálubótar. Ég er ekki einn um þetta. Margir hafa sagt mér, að þeir gjöri hið sama. Minnisstæðar em mér morgunstundir á jólaföstu í Skál- holtsskóla, er við hjónin störfuð- um þar. Ámm saman las einn úr hópi kennaranna „Aðventu" Gunnars fyrir samverkamenn sína og nemendur um þetta leyti vetrar. Ég gleymi ekki þeirri at- hygli, sem jafnan skein úr augum ungmennanna undir lestrinum. I „Aðventu" segir höfundur frá fjallamanninum Benedikt. Hann gengur inn í sveitina sína á fyrsta sunnudag í aðventu áleiðis til heiða. Erindi hans á fjöll svo síðla hausts er það að leita uppi sauðkindur, sem orðið hafa eftir að loknum öllum leit- um, og koma þeim heim og á hús, áður en veturinn læsir klakaklóm sínum um öræfi og byggðir. Næstu vikur er Benedikt á fjöllum. Margt drífur á daga hans. Hann lendir í ýmsum mannraunum. Sagan er beinlínis „spennandi" og full ástæða til að mæla með henni á þeim for- sendum einnig við þá, er ekki hafa lesið hana. í sögulok kemur Benedikt fyrir góðra manna tilst- uðlan heim með það fé, sem hann hefur náð saman. Endirinn er þannig ánægjulegur og veldur engum vonbrigðum. Bent hefur verið á, að „Að- venta“ Gunnars Gunnarssonar sé útlegging á orðum Jesú um „góða hirðinn“ í 10. kapítula Jóhannesar guðspjalls. „Ég er góði hirðirinn," segir Jesús og bætir við: „Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina." Hið sama gjörir Benedikt í sögu Gunnars. Vér mannanna böm erum lík- ust þeirri hjörð, sem hér greinir frá. Kristur, góði hirðirinn, kem- ur til vor og leitar oss uppi, knýr dyra í sálum vorum og gengur inn þar sem upp er lokið. Eftir er að vita, hvort vér tökum und- ir með Jerúsalemsbúum forðum og segjum: „Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins." »í dag“ Þriðja guðspjall fyrsta sunnu- dags í aðventu er að finna hjá guðspjallamanninum Lúkasi, fjórða kapítula, versunum 14 tii 22. Þar segir frá því, að Jesús kom til Nazaret, gekk á hvíldar- degi inn í samkunduhúsið og stóð upp og las söfnuðinum eftirfar- andi orð úr bók Jesaja spá- manns: „Andi Drottins er yfír mér, af því að hann hefur smurt mig. Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boð- skap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins." Síðan lukti Jesús aftur bókinni ogtók að tala til þeirra: „í dag hefur rætzt þessi ritning í áheym yðar.“ Á þennan veg kynnir Jesús áheyrendum sínum, að með til- komu hans renni Guðs ríki upp meðal mannanna á jörðu. Þau tíðindi verða „í dag“ segir hann. Jafn skjótt og hann, sem er Messías, hinn smurði Drottins, frelsari mannanna, tók til við að predika, hljómaði hinn gleðilegi boðskapur um umskipti allra hluta. Það fagnaðarerindi kveður við upp frá því og til heimsslita. Sömu gleðitíðindi er mér boðið að heyra í dag - og þér. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags ÞESSIR kettlingar voru heppnir þvi þeir hafa allir eignast gott heimili en mamma þeirra bjó í Kattholti um hrið. Kattholt Mengunarkvóti OKKAR snjalli forsætis- ráðherra Davíð Oddsson setur fram frábæra hug- mynd á umhverfisráð- stefnu í Kyoto. Hann ætlar í krafti okkar hreinu orku- linda að krefiast sér meng- unarsamninga fyrir ísland. Og viti menn, mikill meng- unarkvóti skal knúður fram fyrir landið, svo að við getum sett niður í hvert krummaskuð olíuhreinsi- stöðvar, stóriðju og aðra álíka starfsemi. Og nú mun verða „kátt í höllinni", nýr kvóti búinn til á mengun og ekkert smá svæði sem hægt verður að versla við, öll heimsbyggðin iiggur fyrir fótum okkar hreinu orkulinda. Ef að líkum lætur verða okkar bráðsnjöllu „kvóta- greifar" fljótir að átta sig á „guðsgjöf* Davíðs og munu nú geta látið meng- unargullið renna í vasa sína með ógnarhraða. Heimsbyggðin mun verða að losa sig við óhreinindin og fallega „hreina“ ísland tekur bara við. Það munu þeir snjöllu hugmynda- smiðir Davíðs forsætisráð- herra, Halldór utanríkis- ráðherra, Guðmundur um- hverfisráðherra og Finnur iðnaðarráðherra, sjá um. Skítt með Golfstraum- inn, hvað kemur hann þeim við? Hildur. Tapað/fundið Poki tekinn í misgripum á Vesturgötu 7 PLASTPOKI með handa- vinnu í var tekinn í mis- gripum í félagsmiðstöðinni Vesturgötu 7 í byijun júní. Pokinn var merktur á horninu með bleiku um- slagi þar sem á stóð nafn og sími. Ef einhver kann- ast við þetta er hann beð- inn að hafa samband við Helgu í síma 566 8997. í KATTHOLTI hafa sjald- an verið fleiri skjólstæðing- ar en nú, en þar eru um 80 kettir í fóstri. Vantar þessa ketti sárlega eigend- ur því annars bíður þeirra sprautan. Kettir sem koma inn í Kattholt koma yfir- leitt frá lögreglu eða mein- dýraeyði. Allir kettir sem eru í Kattholti eru fyrrver- andi heimiliskettir og frá Kattholti hafa kettir verið settir í fóstur um allt land. HÖGNIHREKKVÍSI SVARTUR á leik og heldur jafntefli D87 24. Dxg7+ - Kxg7 25. Hxe6 STAÐAN kom upp á In- vestbanka stórmótinu í Belgrad, sem lauk nýlega. Indveijinn Vyswanathan Anand (2.765) var með hvítt, en Alexander Bejjavskí (2.710), Úkraínu, og hér var samið jafntefli. Hraðskákmót Kópavogs fer fram i dag í félagsheim- ili.TK, Hamraborg 5, 3. hæð og hefst kl. 14. Tefldar verða fimm mínútna skákir og eru góð verðlaun í boði. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson var með svart og átti leik. Anand hefur náð að stilla upp stórhættulegri sóknar- stöðu og virðist með unnið tafl. En Beljavskí fann lag- lega björgun: 16. - Rfxg4!! 17. fxg4 - g5 (Nú hótar svartur að leika 18. - f6 og 19. - Rf7 og vinna Tivítu drottninguna. Nú er það Anand sem má hafa sig allan við) 18. Rxe6 - fxe6 19. Hdfl - Hf8 20. Rdl - Hf7! 21. Bc4 - Hxfl 22. Hxfl - Rxc4 23. Hf6 - Víkveiji skrifar... IDAG er fyrsti sunnudagur í að- ventu, en hún spannar fjórar síðustu vikumar fyrir jólin. 1 hönd fer jólafastan, mikil verzlunarver- tíð, ekki sízt bóksöluvertíð, og krón- ur og krítarkort ganga handa á milli hraðar en auga á festi. Á morgun, mánudag, er á hinn bóginn 1. desember, fullveldisdagur íslenzku þjóðarinnar. Þann dag árið 1918 varð ísland fullvalda ríki. Konungssamband hélzt við Dani fram að hemámi Danmerkur á fimmta áratugnum. Því sambandi var formlega slitið með lýveldis- stofnun árið 1944. Los komst á samband íslands og Danmerkur á árum fyrri heims- styijaldar, 1914 til 1918. Hug- myndir um sjáifsákvörðunarrétt þjóða og þjóðabrota fengu byr í segl. Danir hugðu m.a. að mögu- leikum til að endurheimta Slésvík, sem þeir misstu til Þjóðveija 1864. Þeir töldu þeim málstað til tekna að sýna íslendingum samningslip- urð. Eitt leiddi af öðru og niðurstað- an varð fullvalda íslenzkt ríki. Dan- ir fóm þó um sinn áfram með utan- ríkismál íslands. Þeir sáu og um landhelgisgæzlu okkar. Ríkisborg- araréttur var aðskilinn en var þó gagnkvæmur. Fullveldisdagurinn er einn stærsti sigurdagur í sögu þjóðarinn- ar. Víkveiji ámar landsmönnum heilla á þessum merka degi, 1. des- ember, sem stúdentar hafa gert að sínum degi í seinni tíð. Það fer vel á því þar sem menntun - sívaxandi menntun og þekking - er lykillinn að farsæld og framtíðarfullveldi ís- lenzkrar þjóðar. xxx AÐ ER stundum haft á orði að engir vegir af mönnum gerðir hafi verið til í landi okkar fyrr en á 20. öldinni. Þá er að sjálf- sögðu átt við akvegi. Þegar á þjóð- veldisöld vom þjóðleiðir um landið, m.a. til Þingvalla, vöð fundin á ám, feijur settar [sæluskip], brýr reistar yfir ár og fljót og torfæmr mddar. Getið er um feijur þegar á land- námsöld, samanber Sandhólafeiju á Þjórsá. Ákvæði um almennings- feijur og feijumenn er að finna þegar í Grágás og Jónsbók. í tíund- arlögum frá 1096 segir að fé gefið til Guðs þakkar, þar á meðal til sæluskipa, sé tíundarfijálst, þ.e. skattfrjálst. Snemma hafa lands- feður kunnað þá list að að nýta skattafslátt til fijálsrar fjáröflunar, ef svo má að orði komast. Umsjón með feijum var að ein- hveiju leyti í höndum kirkjunnar. Hreppstjórar vom í öðmm tilfellum skyldir til að halda lögfeijur. Stund- um og máski að jafnaði var greidd- ur feijutollur. Ferðaþjónusta, sem margir segja vaxtarbroddinn í þjóðarbúskap nú um stundir, sem og ferðatollur á væntanlegum akvegi undir Hval- fjarðarbotn, em m.ö.o. ekki jafn ný af nál í þjóðarsögunni og sumir vilja vera láta! XXX ATVINNULEYSI náði hámarki hér á landi árið 1995. Síðan hefur það hjaðnað jafnt og þétt sem betur fer, enda rétturinn til vinnu og sjálfsbjargar hluti af almennum mannréttindum í flestra augum. í augu stingur samt sem áður hve atvinnuleysi kvenna er mikið, eink- um í sjálfri höfuðborginni, Reykja- vík. í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1998 segir að atvinnuleysi karla á fyrstu sjö mánuðum líðandi árs hafi verið 2,9% en 3,5% í fyrra. Á sama tíma var atvinnuleysi kvenna 5,9% en var 6% í fyrra. Það vekur ekki sízt athygli Vík- veija, hve atvinnuleysi meðal kvenna er mikið í Reykjavík, eða 5,3% samkvæmt yfirliti Vinnumála- stofnunar í septembermánuði sl., einkum og sér í lagi vegna þess að það er stundum talað um „kvenna- völd“ í borgarstjóm þetta kjörtíma- bilið. Á sama tíma sem meðaltalsat- vinnuleysi á landinu mælist 2,9% ganga 5,3% reykvískra kvenna á vinnualdri án atvinnu. Það þætti ekki góð latína ef „íhaldið“ væri við stýrið í höfuðborginni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.