Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 23 __________LISTIR_______ „Poulenc eins og hann gerist bestur“ TÓNLIST Hljómdiskar FANTAISIE. GUÐRÚN S. BIRGISDÓTTIR OG PET- ER MÁTÉ Guðrún S. Birgísdóttir flauta & Pet- er Máté pianó. Franz Schubert: Introduktion und Variationen op 160, Caraille Saint-Saens: Romance op. 37, Gabriel Fauré: Fantaisie op. 79, Francis Poulenc: Sonata í þrem þáttum, Henri Dutilleux: Sonatine, Maurice Ravel: Piece en forme de habanera. Hljóðritun: Tæknideild Rikisútvarpsins. Upptökur fóru fram 23.-27. júní 1997 í Fella- og Hóla- kirkju. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Sverrir Gíslason og Vigfús Ingvarsson. 1997 JAPIS. HÉR höfum við verk fyrir flautu og píanó eins og þau gerast best, og þá eru Frakkarnir auðvitað fremstir í flokki (sbr. yfirskrift). í fyrsta verkinu er Schubert „goldin þakkarskuld", því að á hans tímum var flautan nánast sniðgengin sem einleikshljóðfæri. Verkið samdi hann eftir beiðni þekkts flautuleik- ara í Vínarborg um tilbrigði við lagið „Trockne Blumen“ (Fölnuð blóm) úr ljóðaflokknum Malara- stúlkunni fögru. Schubert samdi eitt stykki meistaraverk með alvar- legum inngangi sem fylgt er eftir með stefinu úr sönglaginu. Annars ríkir hér kraftur og gleði, þó glitti í djúpan og elskulegan dapurleika a la Schubert. Verkið var samt (að sjálfsögðu!) ekki flutt fyrr en að tónskáldinu látnu. Frönsku tónskáldin fimm, Saint- Saens, Fauré, Poulenc, Ravel og Dutilleux, spanna tímabilið frá miðri 19. öld til „okkar tíma“. Dutilleux semur sitt verk sem pró- verkefni við Ecole Normale de Musique 1942, en seinna átti hann eftir að starfa sem tónsmíðakenn- ari og skólastjóri við þann sama skóla. Hann er trúlega minnst þekktur fimmmenninganna (tókst mér loks að skrifa orð með 5 emm- um í lotu), enda ennþá á lífi. Er þó enginn eftirbátur hinna í tón- smíðum, enda af mörgum talinn arftaki Debussys og Ravels, sem á hér geníalt lítið stykki, ljóð án orða í habanera-formi, upphl. fyrir sópr- an og píanó. Verk Dutilleux (þ.á m. tvær sinfóníur) eru sögð vera tæknilega erfið, en vandaðar, frum- legar og fínar tónsmíðar - einsog sónatínan vitnar um fagurlega. Varla þarf að fjölyrða um hina höfðingjana. Segja má að þessir heiðursmenn séu hver öðrum betri - ekki síst í svona músík, þar sem sumir eru jafnvel betri en aðrir, svo skírskotað sé í ögn gallískan húmor fyrirsagnarinnar (höfð eftir frönsk- um gagnrýnanda, sem var að skrifa um frumflutning þessarar framúr- skarandi fínu sónötu eftir Poulenc - 1957). Og þá er að hrósa flytjendum, Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara og Peter Máté píanóleikara. Þau eru nú orðin svo þekkt hér um slóð- ir að það jaðrar við móðgun að kynna þau nánar. Ég hef áður fjall- að um Guðrúnu, þar sem hún hefur leikið á hljómdiski ásamt eigin- manni sínum, Martial Nardeau, sem einnig er frábær flautuleikari. Peter Máté hefur töluvert verið í umræðunni að undanförnu, m.a. sem meðlimur í Tríói Reykjavíkur (ásamt Guðnýju Guðmundsd. og Gunnari Kvaran). Bæði starfa þau hér sem kennarar og einleikarar og hafa oft komið fram á tónleik- um, hér og erlendis. Flutningurinn er fullur af skiln- ingi og músík. Maður biður ekki um meira. Hljóðritun er mjög vönd- uð. Hljómdiskur sem mælt er með, alveg eindregið. Oddur Björnsson Bræðurnir Ormsson sjötíu og fimm ára 1. desember 1997 Dagana 1.-2. desember... ...bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum okkar Þér er boðið til veislu. Viðskiptavinum Bræðranna Ormsson, er boðið til veislu í tilefni 75 ára afrnælis að Lágmúla 8,1. desember, þar sem við bjóðum uppá tertu, kafifii, gos og ofl. Á boðstólum í desember verðaýmis afmœlis- ogjólatilboð, m.a. þvottavél, uppþvottavél, þurrkari, sjónvarp ofl. Allir vlðskiptavinijr fara í jólahappdrættispott. l>ú gcymir kaupnótuna og lendir í þcssum lctta jólalcik. Dregtö verður 30. desembcr Afinælishappdrætti í desember. Taktu þátt í afmælishappdrætti þar sem tólf heppnir viðskiptavinir geta unnið td. bíltæki, hleðsluborvél, skipuleggjara, myndbandstæki, geislaspilara, ryksugu ofl. ofl. Aðalvinningur er glæsifeg AEG uppþvottavél að andvirði 105.000 kr. r tan ® piomeer sharr LOEWE. ' sKO Luxor V17 ©BOSCH nema á sértilboösvörum CC24 veski fyrir CC60 veski fyrir 24 diska. 60 diska. Verð kr. 1.1 95 Verð kr. 1.895 DPC2 taska fyrir geislaspilara og 1 2 diska. CP1 taska fyrir vasadiskó og fjórar spólur. Verð kr. 1.995 Verð kr. 1.795 RDC50 standur RDA50 standur fyrir 50-1 OO fyrir 50-1 00 diska. diska. Verð kr. 1.995 Verð kr. 2.795 DP1 taska fyrir geislaspilara og geisladiska. CDT508 taska fyrir 50 geisladiska og 8 kassettur. vasaRNiR gaNga á miLLi Heima og feRöageymsLa Algjör nýjung í geisladiskageymslum. Tekur fjórum sinnum minna pláss og mjög auðvelt að finna diskana. Verð kr. 1.795 Verð kr. 2.995 ÁRMÖLA 38 SÍMI5531133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.