Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 51
f MORGUNBLAÐIÐ I DAG Arnað heilla Or|ÁRA afmæli. Á OU morgun, mánudag- inn 1. desember, verður átt- ræður Guðbergur Óskar Guðjónsson, fyrrv. versl- unarmaður, Blesugróf 25, Reykjavík. Eiginkona hans er Rósa Vilhjálmsdóttir. Þau hjónin taka á móti ætt- ingjum og vinum á Hótel Esju, frá kl. 15-18. BRIPS llmsjón GuAmundur I’áil Arnarson JAMES Bond er kominn af léttasta skeiði. Sú var tíðin að hann var besti spilarinn í þjónustu hennar hátignar, en áratuga Martini-þamb er farið að segja til sín. Hins vegar lítur M svo á að 007 sé ennþá hæfastur manna til að bjarga heimin- um. Og svo vill til, að heims- byggðin er í hættu, enn eina ferðina. í þetta sinn er skúrkurinn ekki aðeins valdasjúkur brjálæðingur, heldur eitursnjall bridsspil- ari líka. Bond hefur aðeins eina leið til að nálgast hann - í gervi Zia Mahmood! I örstuttu máli er þetta um- gjörðin í sögu feðganna Philips og Roberts King - Your Deal Mr. Bond, sem kom út hjá Batsfordforlag- inu fyrir skömmu. Þegar skúrkurinn og Bond hittast í fyrsta sinn, ber á góma eitt af afrekum Zia: Vestur gefur. Norður ♦ G52 ♦ G10943 ♦ -- ♦ KG853 Vestur ♦ K10943 V D8 ♦ K852 + 94 Austur 4 ÁD8 y á ♦ ÁDG43 * ÁD76 Suður ♦ 76 V K7652 ♦ 10976 Vestur Norður ♦ 102 Austur Suður Pass Pass ■2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 5 grönd Pass 6 tíglar Pass 7 spaðar Allir pass Zia var í norður og spil- aði út hjartagosa. Eins og sést, vinnst spilið auðveld- lega með því að taka þrisvar tromp og svína laufdrottn- ingu. Hjartað heima fer nið- ur í fimmta tígulinn. En sagnhafi sér ekki að laufsvíningin gengur og vill komast hjá henni ef hann getur. Sem er hægt, ef hann nær að trompa hjarta í borði. Hann kannar því fyrst trompleguna með því að spila spaðaás og spaða upp á kóng. Hann er að vonast til að gosinn falli, því þá getur hann stungið hjarta í borði með drottningu, farið heim á tígulkóng, tekið síð- asta trompið og lagt upp. En ef spaðagosinn lætur ekki sjá sig, veður að taka á trompdrottninguna og treysta á svíninguna í laufi. Sagnhafi virðist dæmdur til að vinna slemmuna, en Zia sneri á forlögin mcð því að láta spaðagosann detta undir kónginn!! BRUÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Dómkirkjunni af sr. Guð- mundi Þor- steinssyni Sig- urlaug Guð- mundsdóttir og Martin Sökjer. Heim- ili þeirra erí Noregi. Á myndinni með þeim er sonur þeirra Guð- mundur. Með morgunkaffinu MUNDU með mér að ég ætla aldrei að veðja við líkamsræktartröll. Ást er... GETUR þú aldrei gleymt því að þú ert tannlæknir? ... að læra að þekkja líkamstjáningu hennar. COSPER KÆRI læknir. Maðurinn minn er búinn að missa alla trú á þér og æfir sig nú allan daginn á hörpu. ORÐABOKIIM Að gem gildandi í MBL. 19. nóv. mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn: Hefur auðn- ast að gera okkur gild- andi. Þetta var haft eftir blaðamanni á ald- arafmæli Blaða- mannafélags íslands. Svo er þetta orðalag endurtekið nokkrum sinnum í frásögninni. Ég játa, að mér þykir lo. gildandi ekki nógu góð íslenzka, þótt því verði ekki neitað, að þetta heyrist anzi oft í mæltu máli og sést stundum á prenti. Þeg- ar ég var í skóla fyrir meira en hálfri öld, vöruðu móðurmáls- kennarar okkur við þessu orðasambandi. Hér er um hráa dönsku að ræða, at gore sig gældende, sem hefur smeygt sér inn í mál okkar. Þegar í Ný danskri orðabók 1896 er þetta orðalag íslenzkað: láta til s(n Slg taka, vilja ráða. Og Freysteinn Gunnars- son hefur tekið það orðrétt upp í útgáfu dönsku orðabókar sinnar 1926. í frá- sögninni segir einmitt frá því, að Blaða- mannafélagið hefur verið að láta æ meira til sín taka út á við „í umræðunni um þá þætti sem snerta fjölmiðlun með einum eða öðrum hætti,“ eins og það er orðað. Ég held menn finni vel, hve munur hér er á orðalagi, að gera sig gildandi í e-u og svo aftur að láta til sín taka í e-u, þegar þetta er borið saman. Til blaðamanna eins og annarra fjölmiðla- manna verður að gera þá kröfu, að þeir vandi málfar sitt sem bezt og ýti ekki undir erlent orðafar að þarflausu. J.A.J. STJÖRNUSPA cftir Franccs llrakc BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú ert sanngjarn og hefur skarpa hugsun. Þú ert gjarnan beðinn um að hafa forystu í málum. Hrútur (21. mars- 19. aprfl) Þú ættir að helga daginn fjölskyldunni og heimilinu. Notaðu kvöldið til að huga að verkefnum vikunnar. Naut (20. apríl - 20. maí) Einhveijar breytingar liggja í loftinu og ef þær hvíla á þér, ættirðu að ræða þær við nánasta ástvin þinn. Tvíburar (21. maí - 20.júní) Forðastu að blanda þér í fjölskyldudeilur eða taka afstöðu, hversu mjög sem þig langar til þess. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) Þú hefur enga ástæðu til að glíma við samvisku þína, því þú veist hvað er rétt og hvað rangt. Haltu þig við það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess fyrir alla muni, að bregðast ekki trausti vin- ar þíns. Hugsaðu áður en þú talar og láttu ekki fífla þig- Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú kemur heilmiklu í verk í dag, en þarft líka að gefa þér tíma til að' sinna yngri kynslóðinni. Slakaðu svo á. V°g A (23. sept. - 22. október) Þú ert skynsamur og veist hvernig best er að höndla mótstöðu. Það hjálpar þér að geta sett þig í annarra spor. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Það hjálpar lítið að þegja og sitja á honum stóra sín- um ef einhver er þér ósam- mála. Útskýrðu þitt mál. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú ert ýmist hörkuduglegur eða þrællatur í dag. Ef þú tekur verkefnin í skorpum og hvílir þig á milli, gengur allt upp. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Hver veit nema rómantíkin geti blómstrað, ef þú lest rétt út úr þeim skilaboðum sem þér eru send. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) Þú þarft að vera ákveðinn ef eitthvað á ekki að fara úr böndunum. Það stendur allt og fellur með þér í þessu máli. Fiskar (19. febrúar-20. mars) iS Þú ættir að láta mannleg samskipti ganga fyrir í dag og njóta þess að vera um- vafinn ástvinum þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Hún er ekki byggð á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 51 www.centrum.is/leidarljos Átlu við matarðreglu að strfða? Hafa allir megrunarkúrar brugðist? Haldið verður námskeið fyrir fólk með bulimiu, anorexiu og ofátsvandamál. Á námskeiðinu eru kenndar ábyrgar aðferðir til þess að ná valdi á þyngd sinni og lífstíðarprógrammi til bata. Upplýsingar í símum 561 9919, 552 3132, Inga Bjarnason. ~~ tr' * r • 4fc- /r_ _ % %. •M m, j Kynning í Apóteki Austurbæjar á morgun Mánudaginn l.deski. i3.30— i7.30 Glæsilegur Vichy penni fylgir kaupum jjjt áVichy vörum ef jm keypt er fyrir kr. 2.500.- jjjj eða meira* II f, MÍ t A: ÚC tt : ir. //'' í _ M * ¥rf) É? 9 VICHY LABORATOIRES f'VislX r -yyNvf-- : ' . . |g Þessar jóiagjafir færð T . þú hvergi annars staðar Könnur og glös með nafni á. Glæsilegar gjafir fyrir: Golfarann, körfuboltakallinn og fótboltamannin. jóiasveinahúfur raeð nafni Fæst í fleiri iitum. Glæsileg gjafaaskja fylgir. Gler-grýlukerti á jólatréð Sérmerkt handklæði Fæst í fleiri litum. Handunnin giergrýlukerti á jólatré og til skreytinga. 10 stk í pakka. Pantanasími: 557-1960 í dag sunnudag til kl. 18:00 virka daga 16:00 - 19:00 Síðastl pöntunardagur er 17. desember. Sendingarkostnaður bætist við vöruverð. Afhendlngartíml 7-14dagar. Vitta ehf • Pósthólf 8172 • 128 Rvk • Fax:557-7915 ÍSLENSKl POSTLISTINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.