Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÆÐURNIR OR/V Morgunblaðið/Kiistmn ANDRÉS og Skúli standa fyrir aftan Karl. Hann er forstjóri eg aðaleigandi fyrirtsekisins. Annað hlwtafé er í eigu bama hans. Ári eftir sendi klerkurinn Eiríki eftirfarandi stöku. Dvergsmíði er dvergurinn, Dags er hverfur röðullinn, ber hann geisla óður inn og endurlýsir bæinn minn. Eiríkur hefur væntan- leg glaðst við sendinguna því að Karl segir að köll- un Eiríks, föður síns, hafi verið að raflýsa sveitirn- ar. Eiríkur lét sig fleira varða og flutti t.a.m. eitt af fyrstu röntgenmynda- tækjunum hingað til lands. „Hann og Sigurður Sigurðarson, berklalækn- ir og síðar landlæknir, voru miklir mátar. Einu sinni var farið með röntgentækið á skipi um- hverfis landið til að mynda fólk. Gallinn var hins vegar sá að ekki var á öllum bæjum rafmagn til að knýja tækið. Faðir minn útbjó því reiðhjól svo hægt væri að fram- leiða rafmagn með því að hjóla á því meðan verið væri að mynda.“ Háhýsi á uppgangstimum Með örum vexti fyrir- tækisins í kjölfar stríðsloka varð að sam- komulagi að Karl tæki að sér framkvæmdastjórn í fyrirtækinu árið 1959. Fyrirtækið réðst í bygg- ingu háhýsis við Lágmúla 9 enda voru stór verkefni framundan. „Verktaka- starfsemin náði án efa há- marki með því að leggja allar raflagnir í álverinu í Straumsvík og Búrfells- virkjun á sama tíma. St- arfsmenn voru yfir 200 og þar af hátt í 150 rafvirkj- ar. Ég get nefnt í því sambandi að í hópi raf- virkja á sextugsaldri er hægt að ganga út frá því að 70 til 80% hafi lært eða starfað hjá Bræðrunum Ormsson," segir Karl. ,Að því loknu fækkaði verkefnum fyrir rafvirkja í fyrirtækinu verulega og áherslan færðist yfir í smásölu, heildsölu og þjónustu, t.d. fyrir Bosch og AEG.“ Fjölbreytt starfsemi hefur einmitt valdið því A FJORUM ÁRUM Fá gamalgróin fyrirtæki geta horft jafn björtum augum fram ó veginn og Bræðurnir Ormsson á 75 óra afmælinu hinn 1. desember. Anna 6. Olafsdóttir komst að því í samtali við forstjórann, framkvæmdastjórann og sölustjórann oð veltan stefnir í ríflega tvöföldun á fjórum árum. Ekkert ætti heldur að vera því til fyrirstöðu að uppsveiflan haldi áfram. verkamannabústaðina á Hring- brautinni árið 1932. Ein eldavél- anna komst í okkar eigu fyrir örfá- um árum. Ættingjar gamallar konu á Hringbrautinni ákváðu að færa henni nýja eldavél og komu hingað með hina. Gamla konan hafði alla tíð notað eldavélina og hugsað svo vel um hana að hún glansar enn af hreinlæti. Eldavélin stendur niðri í heimilistækjadeild- inni til sýnis. I skiptum fyrir hana fékk gamla konan nýja AEG þvottavél frá okkur,“ segir Karl og tekur fram að eldavélar hafi ekki orðið almennar fyrr en á árunum 1935 og 1936. Sveitimar raflýstar Hagur fyrirtækisins vænkaðist og veltan jókst frá árinu 1936 til 1937 um 60%. Nú var stefnt að því að endurvekja og auka nokkuð við iðnaðinn, þ.ám. með smíði ljósa- véla fyrir bátaflotann. Fyrir sveit- irnar var farið að smíða litlar ljósa- vélar „dverga“ bæði fyrir vind- og vatnsafl. Einn dvergurinn var sett- ur upp fyrir síra Böðvar Bjama- son á Hrafnseyri við Amarfjörð. Lágmúli 9 Lágmúli 8 Vesturgata 3 Óðinsgata 25 SKRIFSTOFUÁLMU Bræðranna Ormsson hf. hangir stór ljósmynd af tveimur ungum mönnum í dökkum jakkafötum. Annar styður sitjandi öðmm handlegg við borð- rönd og hinn stendur teinréttur fyrir aftan borðið. Með einbeittu augnaráði horfast bræðurnir Ei- ríkur og Jón Ormssynir í augu við viðskiptavinina. Svipurinn ber vott um fulla vitneskju um að aðeins með ósérhlífni og framsýni verði hægt að fleyta hinu nýstofnaða fyrirtæki yfir komandi erfiðleika. Ékki verður heldur dregið í efa að Eiríkur veðjaði á réttan hest með því að sækjast eftir umboðum fyrir AEG og Bosch á fyrstu árum fyr- irtækis síns. Merkin hafa ekki að- eins reynst trygging fyrir gæðum og góðri endingu því með sífelldri vömþróun hefur reynst unnt að svara kröfum nýrra kynslóða um nýjungar og hönnun allt til dagsins ídag. Fyrir neðan ljósmyndina hanga fjórar teikningar eftir Áma Elfar af húsnæði fyrirtækisins í 75 ár. Eiríkur Ormsson stofnaði fyrir- tækið í einu herbergi á jarðhæð íbúðarhússins Óðinsgötu 25 hinn 1. desember árið 1922. Eins og fram kemur í yfirskriftinni yfir dymn- um „Raívéla- og mælaviðgerðir Eiríkur Ormsson" var um heldur afmarkaða viðgerðarstarfsemi að ræða. Með liðveislu Jóns Ormsson- ar, bróður Eiríks, varð nokkur út- víkkun á starfseminni aðeins ári eftir stofhunina. Fyrirtækið tók að sér nýlagnir og viðgerðir í húsum og skipum. Hleypt var af stokkun- um smáiðnaði, t.d. framleiðslu skipalampa og ljóskastara, og hannaðar loftdósir til að leysa af hólmi tréklossa. Skin og skúrir Karl Eiríksson, sonur Eiríks og forstjóri lyrirtækisins, segir að nokkuð skýr verkaskipting hafi verið á milh bræðranna. „Jón var löggiltur rafvirkjameistari fyrir- tækisins og sá um nýlagnir og við- gerðir í bænum. Eiríkur sá á hinn bóginn um starfsemina inni á fyr- irtækinu og framleiðslu á dínamó- um, vatns- og vindaflsstöðvum o.s.frv. Hann greip í viðgerðir inni í skipum og hafði á móti Jóni um- sjón með vinnu við rafvirlganir í sveitunum,“ segir hann. Fyrirtækið keypti allt hráefni til framleiðslu sinnar í Þýskalandi. Ekki er því ofsagt að bræðumir hafi orðið fyrir áfalli við 50% hækkun þýska marksins gagnvart íslensku krónunni árið 1932. Veru- lega gekk á rekstrarfé og skuldir viðskiptavina jukust ár frá ári. Bræðumir sáu sér ekki annað fært en að draga reksturinn saman. Jón sagði í framhaldi af því skilið við fyrirtækið og hóf eigin rekstur í ársbyijun 1932. Eiríkur vildi rétta reksturinn af. „Við getum ekki sett okkur í hans spor öðmvísi en að hafa í huga bæjarbraginn í Reykjavík á þess- um tíma. Fyrirtældð var á Óðins- götunni eða í töluverðri fjarlægð frá helstu verkefnunum við höfn- ina. Ekki var heldur hægt að velja um stórvirkari flutningstæki held- ur en hestvagna, handvagna og sendiferðarhjól. Flutningamir gengu hægt og eðlilegt að reyna að flytja fyrirtækið nær höfninni. Faðir minn fékk því augastað á Vesturgötu 3 og tókst með góðri hjálp að festa sér húseignina undir fyrirtækið árið 1936,“ segir Karl. Heimilistæki vom smám saman að ryðja sér til rúms á íslandi. „Fyrst komu ryksugur og eldavél- ar frá AEG vom settar í alla nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.