Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ F.v. Ólafur Sigmundsson, Bjarni Sigurðsson og Helgi F. Halldórsson. Morgunbiaðið/RAX VÖRUÞRÓUN VERIÐ L YKILL- INNAÐ VELGENGNINNI msnpnammsr Á SUIMNUDEGI ► Formax er fyrirtæki sem á tíu ára afmæli um þessar mundir og hefur vaxið mjög ásmegin síðustu árin. Ólafur Sigmundsson stofnaði fyrirtækið í því augnamiði að smíða tölvuborð, en fyrir sjö árum var ljóst að stefnubreytingar var þörf. Hún var tekin eftirminnilega og í dag er Formax leiðandi málmiðnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heildar- lausnum fyrir viðskiptavini sína. Eftir Guðmund Guðjónsson OLAFUR Sigmundsson er stofnandi og fram- kvæmdastjóri Formax. Hann er fæddur í Reykja- vík árið 1948 og er eitt sjö systk- ina. Hann segir að „menntalega séð“ sé fljótskoðaður ferillinn. Hann nam þó pípulagningar og var farinn að vinna hjá íspan, en eins og hann segir sjáifur þá er hann „handlaginn að eðlisfari" og því fór hann skjótt að „bjarga sér sjálfur", og komum við nánar að því hér á eftir. Ólafur stofnaði Formax ásamt Birgi Bjarnasyni og fjölskyldum þeirra beggja árið 1987. „Tilefnið var,“ segir Ólafur, „að ég gaf syni mínum tölvu í jólagjöf. Seinna fann ég að drengurinn linaðist við lær- dóminn og spurði ég hann út í það. Hann sagðist hafa tapað allri að- stöðu til að læra í skólabókunum þegar ég gaf honum tölvuna. Tölvan væri á borðinu og ekki pláss fyrir annað. Þetta sló mig, ég hljóp út í bílskúr og smíðaði tölvuborð, kom með borðið til að hans að vörmu spori og sagði: Nú geturðu lært. Þetta reyndist stráknum strax svo vel að mér datt í hug, þurfa_ ekki allir á svona borði að halda? Á það skyldi reyna og útkoman var vægast sagt góð, ég hannaði fjölhæft tölvu- borð og næstu þijú árin réðum við markaðinum. Við eyddum allri sam- keppni, m.a. með því að vera með mun betri verð heldur en þeir sem reyndu innflutning. Á þremur árum framleiddum við 15.000 tölvuborð. Við svoleiðis áttum markaðinn, að um tíma var ekki sú tölvu- eða hús- gagnaverslun í landinu sem ekki hafði tölvuborð frá Formax á boð- stólum. En svo fór þó að við þurftum að fara að líta í kringum okkur eftir öðrum valkostum." Hvers vegna? „Einfaldlega vegna þess að mark- aðurinn mettaðist," svarar Ólafur. í tengslum við tölvuborðaframleiðsl- una varð til vísir að innflutnings- deiid þar sem fluttir voru inn ýmsir prófíltappar, hjól undir tölvuborð og skyldar vörur. Fljótlega hófst einnig framleiðsla á snyrtilínuiampanum Paralamp, sem hafði verið í þróun á vegum fyrirtækisins Samey sem átti framleiðsluréttinn. Þegar leið að því að tölvuborðin hættu að vera rifín út, færðist Formax hægum en öruggum skrefum í þá átt að verða hefðbundið og alhliða iðnaðarfyrir- tæki sem þekkt varð fyrir úrræða- semi. „Ég er alltaf að fá hugmyndir og það sama má segja um sam- starfsmenn mína, fyrirtækið snýst mikið um það, sem sé að greiða úr öllu því sem viðskiptavinurinn kann að óska eftir. Finna heildarlausnir, sama hvaða vandræði kunna að vera í veginum," segir Ólafur. Formax kúvendir... Haustið 1989 keypti Formax fyr- irtækið íshab og með því tvö stór umboð, Habasit-færibandareimar frá Sviss og Thorite færibandamót- óra frá Englandi. Það átti eftir að koma sér vel, en það var þó árið 1990 sem meira vægi hefur en þá keypti Formax vélar og aðstöðu Vélsmiðjunnar Meka og flutti að Mýrargötu 2 í Reykjavík. Starfs- mönnum Formax fjölgaði og m.a. gengu tveir af fyrrum starfsmönn- um Meka til liðs við Formax sem hluthafar, þeir Bjami Sigurðsson og Helgi F. Halldórsson, auk Þor- kels Jónssonar, eiganda Sameyjar, en hann ásamt Birgi Bjarnasyni stofnfélaga Ólafs hafa nú horfið til annarra starfa. „Nú má segja að hlutirnir hafí farið að breytast svo um munaði. Meka hafði sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á margvíslegum bún- aði til fískvinnslu. Sú þekking og reynsla sem þar hafði safnast upp fylgdi þeim Bjarna og Helga til Formax sem gerði áherslurnar að sínum eigin. Stefnan var óbreytt, þ.e. þjónusta við útgerð og fisk- vinnslu. Við þróunarsöguna má svo bæta, að árið 1992 keypti Formax fram- leiðsluréttinn á Paralamp snyrtilínu- lampanum af Samey. Þessi merki- legi lampi nýtur nú 99% markaðs- hlutdeildar á íslandi og vart undir 80% af markaðshlutdeiid heims- markaðar. Stöðug vöruþróun hefur verið í gangi með lampann eins og raunar allar framieiðsluvörur fyrir- tækisins og hefur það margborgað sig, ekki síst á þann hátt að fyrir- tækið hefur þannig sífellt getað opnað sér dyr inn á ný svið sem ella hefðu legið utan villtustu draumóra okkar stjórnenda fyrir- tækisins. Vöruþróun hefur verið lyk- illinn að velgengni fyrirtækisins. Til marks um uppsveifluna hjá okkur fluttum við vorið 1996 af Mýrargötunni í Faxaskála, eða úr 680 fermetrum í 1.600 fermetra og er það í fullu samræmi við gang mála hjá okkur. í dag skilgreinum við okkur sem_ leiðandi fyrirtæki í málmiðnaði á íslandi, leiðandi m.a. í framleiðsluvæðingu, tækjavæð- ingu og vali á starfsfólki. Við viljum að til okkar ráðist aðeins þeir bestu í faginu og það er mál okkar að það hafí einmitt gengið eftir.“ Er hægt að skilgreina í einhvers konar stuttu máli það sem þið eruð að gera hjá Formax? „Ég var að vona að þú spyrðir að þessu. Sú þjónusta sem Formax veitir er fjölþættari en margur hyggur. Fyrirtækið er að 60-70% hluta i ryðfrírri smíði, flutninga- kerfi, helst fyrir matvælaiðnað, 20% hluta í innflutningi og þjónustu á iðnaðarvélum, færibandaíhlutum og þess háttar, auk þess sem það sér um samsetningu BDL færibanda- mótora og framleiðir og markaðs- setur Paralamp snyrtilínulampann. En úrræðasemi í víðasta skilningi þess orðs er aðalsmerkið. Fieira gæti ég nefnt, auk innflutnings á hágæða iðnaðarvélum af ýmsu tagi er fyrirtækið einn stærsti þjónustu- aðili á færibandareimum á íslandi. Innan veggja Formax á sér stað samsetning á þýsku BDL færi- bandamótorunum en það eru þeir mótorar sem flestir öflugustu fram- leiðendur búnaðar fyrir matvæla- vinnslu nota auk matvælaframleið- enda um land allt. Þessi fjölbreytni í þjónustu hefur sem dæmi þau áhrif að taki fyrirtækið að sér fram- leiðslu á færibandi, fer hönnun þess fram í hönnunardeild fyrirtækisins, smíðin í vélsmiðjunni, færibanda- reimin er sniðin og soðin saman í reimadeildinni og færibandamótor- inn er settur saman í mótorsamsetn- ingunni. Allt fer þetta fram innan veggja fyrirtækisins. Eftir engu þarf að leita annað.“ Hér og þar, mest þar... Hvað eruð þið annars að fram- leiða og fyrir hvern? „Óhætt er að segja að seinni árin hafa um 80% af framleiðslu okkar verið fyrir erlenda aðila. Vaxtar- broddurinn er einmitt þar um þessar mundir. Markaðurinn heima fyrir er sæmilega mettur eins og sakir standa. Við eigum lista yfír eftir- minnileg verkefni síðustu árin. 1991 hönnuðum við og settum upp búnað í tveimur rússneskum frystihúsum, sama ár gerðum við slíkt hið sama í skelfiskvinnslu í Chile og sauma- stofu í Úkraníu. Á árunum 1992-94 var mikið um að vera, þá gerðum við vinnslulínur í fímm rússnesk verksmiðjuskip, smíðuðum 2.000 ljós fyrir Þjóðarbókhlöðuna í Reykjavík, hönnuðum og settum upp alsjálfvirkt lagerkerfí fyrir Mylluna/Brauð hf. auk þess sem við hönnuðum og smíðuðum vinnslu- dekk á nokkra togara, en sum þeirra verkefna voru í samvinnu við fyrir- tæki á borð við Marel, Póls rafeinda- vörur og Kælismiðjuna Frost. Árið 1995 unnum við heildar- lausnir fyrir tvær fiskvinnslur í Rússlandi. Verkið fól í sér vinnslu- linur fyrir snyrtingu, niðursuðu, reykingu og frystingu. Þetta er eitt stærsta verkefni sem við höfum tek- ið að okkur og var það unnið í sam- vinnu við Verkfræðistofuna Meka. 1996 hönnuðum við og settum upp alsjálfvirkt frystikerfí fyrir Síldar- vinnsluna í Neskaupstað og laus- frysti fyrir útgerðaraðila í Chile. Á þessu ári höfum við lokið við tvær fullkomnar vinnslulínur fyrir Chile og erum nú að vinna að hönnun og smíði á hálfsjálfviricu flutnings- og frystikerfi fyrir ísfélagið í Vest- mannaeyjum." Hvað svo? „Ja, í fyrsta skipti öll þessi ér er það alls ekki ljóst enn þá. Það eru þó ýmis jám í eldinum og það skýr- ist á allra næstu dögum hvað verð- ur.“ Verkefnið fyrir ísfélagið er langt komið, lýkur í lok janúar og Ólafur segir þá Formaxmenn hafa verið svo lansheppna að vera „aldrei stopp“. Ólafur segir verkefnið fyrir Síldar- vinnsluna í Neskaupstað vera í raun eitt risavaxið vöruþróunarverkefni sem kostaði 70 milljónir. Niðurstað- an varð sú að þetta heppnaðist full- komlega og opnaði nýjar dyr fyrir fyrirtækið. Við höfum nú þegar selt kerfi númer tvö til ísfélagsins í Vestmannaeyjum og vinnum nú öt- ullega að markaðssetningu á því erlendis. Við erum sannfærðir um að tilrauna- og þróunarvinnan komi til með að skila sér margfalt og hefur hún reyndar gert það að vissu marki nú þegar,“ segir Ólafur bros- andi. Hvað er annars að segja um stöðu greinarinnar í landinu almennt og samkeppni? „Greinin hefur ekki verið burðug, en hefur þó lagast mikið síðustu árin. Það er að einhveiju leyti fyrir okkar tilstilli, þannig höfum við m.a. keypt vélar í málmiðnaði og selt þær til samkeppnisaðila. Það hefur hjálpað til að ná greininni upp. Höfum eiginlega búið til sam- keppni." Það kveður við nýjan tón hjá þér, áður eyddir þú allri samkeppni, en byggir hana upp nú. Hvað veldur? „Það er nú ósköp einfaldlega vegna þess að í þessari grein er það styrkur að hafa samkeppni. Er veru- lega af hinu góða. Það hefur reynst okkur mjög vel og ég held bara þjóð- arbúinu í leiðinni. Upp úr slæmri niðursveiflu hafa sprottið 4-5 góð fyrirtæki og tel ég það mjög hollt starfsumhverfi. Að kynna sig... Eins og Ólafur gat um áðan fram- Ieiðir Formax að mestu leyti fyrir viðskiptavini erlendis. Hann_ segir að vaxtarbroddur sé lítill á íslandi um þessar mundir en ails konar möguleikar ytra. „Það varð bylting í þessum efnum hér heima, en hún er að mestu yfirstaðin. Okkur dugar ekki að sinna einungis innlendum viðskiptum. Þó má alls ekki gera lítið úr heimamarkaðinum. Hann er fyrirtækinu lífsnauðsynlegur, ekki síst er mikilvægi hans ómetanlegt fyrir alla vöruþróun. Við erum þakklátir fyrir að hafa fengið tæki- færi til að þróa og raungera hug- myndir okkar. Við dáumst að hug- rekki viðskiptavina okkar sem kaupa óséðar lausnir sem aldrei hefur verið beitt áður, þó við sjálf- ir höfum alltaf haft óbilandi trú á því sem við erum að gera,“ segir Ólafur. En hvað gerir Formax til að kynna sig á erlendri grundu? „Aðhald er geysilega mikilvægt í þessum rekstri og það verður að fara vel með fjármuni. Við höfum því fetað okkur varlega áfram í þessum efnum. Við erum svo heppnir, að í samgöngulegu tilliti er hægt að segja að heimurinn hafi skroppið verulega saman og við höfum lært smám saman að markaðssetja okkur erlendis. Við tökum þátt í sýningum og ráðstefn- um, höfum nýlega farið inn á alnet- ið, auglýst í erlendum fagritum og fengið lofsamlega umfjöllun í þeim auk þess sem fyrirtækið hefur ráð- ið markaðsstjóra, enda munum við á næstunni herða okkur í þessum efnum, setja meiri orku og meiri pening í þessa markaðssetningu. Einn liður í því er að fara í nána og aukna samvinnu við Verkfræði- stofuna Meka. Hún er stórt mark- aðsfyrirtæki og undirbýr nú með okkur að koma framleiðslu okkar og mottóum á framfæri. Við bind- um að sjálfsögðu vonir við þetta samstarf og reiknum með því að eitthvað gott komi út úr því. Þessi málmiðnaður er nefnilega nátengd- ur matvælaiðnaðinum og það er víða mikil uppbygging á því sviði. Framleiðsla okkar, reynsla og hug- vit eiga því bjarta framtíð á erlend- um markaði í náinni framtíð,“ segir Ólafur. Og að lokum. Nú um helgina á þetta merkilega fyrirtæki tíu ára afmæli. Hvað á að gera til hátíðar- brigða? „Við ætlum bara að eiga góða stund með starfsfólkinu," seg- ir Ólafur Sigmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.