Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 39 fjármálamaðui’ og farsæll í starfí fyr- ir héraðið. Ég var nánst unglingur í upphafi, 33 ára gamall. í sýslunefnd voru fyrir ýmsir aldnir og reyndir menn, m.a. einn sem búinn var að sitja í nefndinni í fimmtíu ár, Böðvar Magnússon hreppstjóri á Laugar- vatni. Ég reyndi að hlynna að þeim mál- um sem viðkomu minni sveit eins og ég mögulega gat, en það voru eink- um vegamál. Það vai’ af og frá að ég fyndi það hjá sjálfum mér að ég hefði staðið mig illa - ekki kannski vel, en heldur ekki illa. Þess vegna datt mér aldrei í hug að hætta að taka við kosningu og svo gekk þetta svona áfram þar til ég flutti úr hreppnum. Það var alltaf mjög mjótt á munum milli okkar Stefáns eins og fyrr sagði og einu sinni vorum við jafnir en mitt nafn dróst út í hlutkesti, alls gekk ég í gegnum átta kosningar á þessu tímabili og hafði alltaf betur, hins vegar var Sjálfstæðisflokkurinn sjaldan eða aldrei með meh'ihluta í Gaulverjabæjarhreppi, en alltaf seiglingsfylgi.“ n hverjir skyldu vera Gunnari hugstæðastir úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins? „Ætli ég segi ekki að Gunnar Thoroddsen hafi staðið mér næst,“ svarar hann. „Gunnai- var mikill hæfileikamaður í stjórnmálum og ég gekk honum ung- ur á hönd. Hann var á sínum yngri árum forystumaður í samtökum ungra Sjálfstæðismanna í landinu, þar byrjaði kunningsskapur okkar, sem óx stig af stigi. Það gerði sam- bandið persónulegra að sonur hans, Asgeir, var í snúningadrengur hjá mér og síðar Svanbjöm sonur As- geirs, báðir úi’valsdrengir. Mest allra stjórnmálamanna hefur mér þó þótt til um Ólaf Thors. Hann er að mínu viti mesti stjórnmálamaður Is- lendinga á tuttugustu öld. Það var heppilegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn hvað hann var léttur í lund, orðhepp- inn og djarfur. Hann sýndi t.d. ein- staka hæfileika þegai’ hann var for- sætisráðhen-a nýsköpunarstjórnar- innar og þurfti að skipta við erlend ríki. Og vitanlega mat ég Bjarna Benediktsson mikils, þann mikla gáfumann, en ég get ekki sagt að mér hafi fundist hann lipur á við hina tvo, hann var öðruvísi. Af konum lít ég mest upp til Auðar Auðuns, mér líkaði líka vel við Ragnhildi Helga- dóttur og Salome Þorkelsdóttur. Af andstæðingum ber hæst Emil Jóns- son úi’ Alþýðuflokknum, ekki einn einasti kemur til greina í Framsókn- arflokknum nema núna, Halldór As- grímsson, ég þykist sjá að það megi treysta orðum hans og held því fram að hann sé með nýjan Framsóknar- flokk. Hvað stefnu Sjálfstæðisflokks- ins síðari ár áhrærir þá er ég sáttur við hana. Hægt væri að nöldra út af smáatriðum en I heild þykir mér hafa vel til tekist, ekki síst á þessu kjörtímabili. Stærsta málið núna sem flokkur- inn ætti að beita sér fyrir er að mínu viti að sjá til þess að landið hverfi ekki inn í Evrópubandalagið, ég er alveg á móti því, ef það gerist þá verða allar tilskipanir frá Brussel og þá yrðu ráðamenn hér alltaf þar ytra en ekki í Reykjavík. Ég treysti for- sætisráðherra vel til að standa að þessum málum og ber einnig fullt traust til utanríkisráðherra. Stærsta málið fyrir sveitirnar er að sjá til þess að neyslan á framleiðsluvörum bænda aukist og hægt verði að auka útflutning á kindakjöti svo verulega nemi, ég er að byrja að trúa því að það geti tekist. Það hafa gengið miklar þrengingar yfir sveitirnar og augljóst að byggð muni strjálast mjög. Hvað byggðastefnuna snertir þá held ég að segja verði að Byggða- stofnun hafi ekki endilega hitt á réttu lausnirnar og ég efast um rétt- mæti hennai’ tilveru.“ I^meira en 30 ára var Gunnar um- boðsmaður Morgunblaðsins og fréttaritari lengi vel. „Ég var ánægður með þau viðskipti öll, allt frá því ég kynntist Valtý Stefánssyni fyrst og síðar Matthíasi Jóhannes- sen. Þegar ísafold og Vörður liðu hjá kom Morgunblaðið í staðinn, ég hef alltaf haft feikilega gaman af að fylgjast með fréttum og reyndi hvað ég gat að segja frá því sem hér gerð- ist frásagnarvert en tína þó ekki upp hvert smáatriði. Brottfiuttum sveit- ingum þótti alltént gaman af að sjá héðan fréttaklausur af og til. Eftir- minnilegasta fréttin sem ég sagði héðan var held ég um lagningu kaldavatnsleiðslu þriggja hreppa ár- ið 1975 um Gaulverjabæjarhrepp, Villingaholtshrepp og hluta Stokks- eyrarhrepps, en forystu um þetta hafði oddviti Gaulveijabæjarhrepps, Guðjón Sigurðsson. A léttu nótunum er mér líklega eftirminnilegust frétt sem ég skrifaði um vígslu Félags- lundar og kveðjuhóf Dags Brynjólfs- sonar þar, en hann hélt lengi um stjórnartauma í Búnaðarfélagi Gaul- verjabæjarhrepps og var einn helsti máttarstólpi sveitarinnar á sinni tíð.“ Gunnar Sigurðsson hefur aldrei komið til útlanda og aftekur að hafa nokkurn tíma haft löngun til slíkra ferðalaga. „Minn heimur er kannski ekki neitt óskaplega stór, en ég var ánægður," segir hann. Síðari ár hef- ur Gunnar eins og fyrr kom fram bú- ið og starfað á Selfossi. „Þegar ég seldi jörðina hélt ég eftir svolitlum landskika og leyfði ég mér að „spandera“ á mig að reisa þar sum- arhús, sem ég kalla svo, það er eini „lúxusinn“ sem ég hef eytt í, mig langaði að eiga áfram örlitla stað- festu í minni sveit,“ segir hann. „Af því félagsstarfi sem ég hef tekið þátt í þykir mér eftir á einna vænst um starfið í sóknarnefnd Gaulverjabæjai’kirkju," segir Gunn- ar. „í það starf hafði ég einlægan trúnað sveitunga minna. Það voru allh’ einlæglega þakklátir fyrir störf okkar sem sátum í sóknarnefnd og ég starfaði þar með skemmtilegu fólki. Mest gekk starfið út á að halda kirkjunni við og fékk hún almanna- orð fyrir gott viðhald og gott safnað- arstarf, og hefur svo verið alla tíð. Ekki aðeins var kirkjan sjálf falleg heldur skapaði bóndinn í Gaulverja- bæ, Guðjón bróðir minn, henni ákaf- lega fallegt og vistlegt umhverfi. Fólkið í sókninni var yfirleitt kirkju- rækið. Sjálfur á ég mína barnatrú, einlæga og útúrdúralausa. Ég hef ekki átt í hugarstríði, hvorki í tengsl- um við trúmál eða stjórnmál, þar hefur brautin verið bein og auðgeng- in.“ Það er stundum sagt að lífið rétti öllum sitt - skyldi Gunnar Sigurðs- son þá hafa sloppið algerlega við öll sálarátök? „Nei, það hef ég vissulega ekki gert fremur en aðrir. Mín mestu sálarátök voru þegar konan mín veiktist hastarlega og varð að gista sjúkrahús í hálft ár, og á tíma- bili var mjög tvísýnt um líf hennar. Ég held að ég geti ekki fundið annað sem hefur kreppt eins að sál minni og sú hugsun að tapa konunni minni, sem þá var aðeins 48 ára gömul. En henni var gefið líf og þrek að nýju og það er ég og mín fjölskylda ævinlega þakklát fyrir,“ svarai- Gunnar og bætir við: „Ég held að ég geti sagt, eins og prestur einn sagði: Guð hefur verið góðm- við mig og mína fjöl- skyldu." ,Sumarið '97 stóö Reiknistafnun HÍ frammi fyrir því að þurfa að Endurnýja húnað sinn í tölvuvBrum Háskólans. Þar sem við höfum nötað tölvubúnað frá ýmsum framlaiðendum erum við vel í stakk húin að gera ítarlegan samanhurð á því hvernig búnaðurinn reynist undir miklu álagi. Umfram allt vildum við áreiðanlegar einmenningstölvur sem treysta mætti til að halda tíðni rekstrartruflana í lág- marki. Einnig var Ijóst, að þær þyrftu að vera sterkbyggður ag um leið hljóðlátar sem er lykilatriði þegar kemur að því skapa þægilegt og örvandi vinnuumhverfi. Að lnkum varð IBM tölvuhúnaður fyrir valinu. Sú ákvörðun reyndist rétt. Notendur okkar hafa hælt IBM tölvubúnaðinum fyrir hraða, gæði og þægindi!" IBM PC einmenning5tolvurnar eru krnitmiklur, örugger og i góðu verði. Þter eru Binstaklegu meðfmrilegar lem útstöðvar á neti eg serhannaðar með lágmarks rekstrarkostnað í huga. Þeir lem gera samanfaurð valja IBM. Skaftahlíð 24 • Sími 5B9 7700 http://www.nyherji.is <33> NÝHERJI ^ Dr. Douglas "ÍBr'oTcSiie ) forstiiðumaður Reiknistofnunar Háskólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.