Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Öll skyld innan við tíunda lið ✓ Sagt er að Islendingar séu allir hver undan öðrum. Það er ekki út í bláinn. Elín Pálma- dóttir sá í heimsókn hjá Ættfræðiþjónustu Odds, Reynis og Guðmundar, að með þeirri hraðvirkni í ættrakningu sem komin er með tölvunum má á augabragði sjá ætt sína og hvar hún kemur saman við annan einstakling. Pað reynist nær alltaf vera um og innan við 10. lið, að því er þeir félagar sannreyna. Parna eru manneskjur sem þegar hafa eignast á 8. þúsund forfeður. AHUGI á ætt sinni og ætt- fræði virðist hafa farið mjög vaxandi. Víða erlend- is bera bókmenntir þess merki á undanförnum árum að fólk, ættbálkar og þjóðir séu í hraðfleyg- um heimi að leita róta sinna og hvaðan þeir séu komnir. Ekki síður unga fólldð, sem finnur sig rótlaust. Hér á Islandi, þar sem að vísu reyn- ir á rætur í hraðanum og tímaleys- inu, er því ekki jafn mikið til að dreifa eins og þar sem fólk týnist al- veg í fjölmenninu ef það ræktar ekki ættarsamböndin. Þessi vaxandi áhugi á að þekkja ætt sína kemur m.a. fram í að safna fólkinu saman á ættarmót. Asókn í að rekja ættbog- ann langt aftur helst svo nú í hend- ur við tæknina og hraðfara mögu- leika á að gera það. I þessum efnum hafa orðið tvær höfuðbreytingar, að því er þeir Oddur Friðrik Helgason og Reynir Björnsson sögðu blaðamanni sem leit inn til þeirra í íbúð Odds, þar sem öflug tölva er til taks í homi stofunnar og út frá því flýtur allt í skjalamöppum, bókum og pappa- kössum. Meira að segja inn í svefn- herbergi þeirra hjóna, þar sem með öllum veggjum eru hillur og kassar undir rúminu. Þótt kona Odds, Unnur Björg Pálsdóttir, sé hans besti stuðningsmaður, hefur hún haft orð á því að byggja yfir svalirn- ar og koma sér þar fyrir. Það verður þó kannski ekki nauð- synlegt, því Ættfræðiþjónusta O.R.G, sem þeir Oddur, Reynir og Guðmundur Sigurður Jóhannson, sá þekkti ættfræðingur á Sauðár- króki, stofnuðu sem samstarfsfélag á haustmánuðum 1996, er að leita sér að húsnæði, þar sem það getur veitt þjónustu. Þar verður þá aðset- ur þessarar öfiugu höfuðtölvu og allra þeirra uppflettigagna sem þeim fylgir, en síðan eru þeir allir þrír, Guðmundur norður á Sauðár- króki, með samtengdar tölvur heima hjá sér og hver um sig getur sett sig í beint samband við gögnin í henni. Til marks um þessa öru þró- un er móðurtölvan, sem þeir telja einhverja öflugustu og fljótvirkustu einkatölvu sem nú er á markaðin- um, sú sjötta sem þeir hafa fengið á þremur áram. Þeir eru með þrjár eldri. Svona leit í gagnasafninu - eins og þeir gerðu með því að ýta á takka og fá á augabragði ættir blaðamanns og ljósmyndara, og tengja saman við þeirra eigin ættir í 6.-9. lið - hefði gengið miklu hægar í eldri útgáfum. En leit í safninu verður að vera eins hraðvirk og unnt er, að þeirra mati. Byltingamar tvær sem orðið hafa í íslenskri ættfræði, með aðgangi að gögnum og skráningu, segja þeir hafa orðið þegar mormónar Ijós- mynduðu allar kirkjubækur sem til voru á Islandi og síðar þegar Frið- rik Skúlason gerði ættfræðiforritið Espolin, sem er fljótvirkast og hent- ar best til að skrá Islendinga og sem flestir nota nú við íslenska ætt- rakningu. Uin 200 þúsund einstaklingar skráðir Markmiðið með stofnun Ætt- fræðiþjónustunnar O.R.G. er að safna sem mestu af ættfræðilegum upplýsingum um Islendinga lífs og liðna og koma þeim í tölvutækt form. Slíkur gagnabanki gæti nýst á mörgum sviðum, svo sem við útgáfu ættfræðirita, fyrir erfðafræðirann- sóknir, rannsóknir á nafngiftum, sagnfræði- og landfræðirannsóknir með tilliti til búsetu og tilfærslu manna milli svæða og svo mætti lengi telja. Síðan geta einstaklingar fengið þar upplýsingar um sína ætt. Nú þegar hafa verið skráðir í gagnabanka þeirra á þessu Espolin- forriti um 200.000 einstaklingar. Þeir segja að megin áhersla hafi verið lögð á að skrá inn framættir íslendinga og að rannsaka ritaðar heimildir frá fyrri tímum, t.d. kirkjubækur, dómabækur, skulda- skrár og legorðsreikninga. Slík vinna sé nauðsynleg til að ná fram tengingu milli ætta og stuðla að réttum ættrakningum, en þvi miður hafi ekki verið stuðst nægjanlega við slíkar heimildir við útgáfu margra bóka um ættfræði. Mikil vinna hafi verið lögð í að afla gagna, sem eru til í handritum ýmissa manna. Sem dæmi má nefna ábú- endatöl víða af landinu, en þau eru afar mikilvæg og veita upplýsingar sem ekki hafa verið aðgengilegar áður og eru aðeins í handritum. Guðmundur liggur í frumheimildum Rannsókn á frumheimildum frá fyrri tíð hefur verið unnin af Guð- mundi Sigurði Jóhannsssyni, ætt- fræðingi á Sauðárkróki, sem er einn af þremur stofnendum Ættfræði- þjónustunnar. Hann er löngu þekktur af vönduðum verkum sín- um á þessu sviði og hefur .sérstak- lega getið sér orð fyrir það hve vel hann kann skil á aðferðarfræði ætt- fræðinnar við greiningu heimilda. Hann situr norður á Sauðárkróki og er í sambandi við móðurtölvuna. Hann er aðalhöfundur að fimm bindum af Skagfirskum æviskrám 1850-1890 og hefur þar sýnt yfir- burðahæfni sína á sviði ættfræði og þjóðfræða. Þykir einkenna höfunda- verk hans mikil nákvæmni í athug- Ljósm. Björn Björnsson GUÐMUNDUR Sigurður Jóhannsson ættfræðingur situr norður á Sauðárkróki við lesvélina og rýnir í frumheimildir, en hann er þekktur fyrir sína mikla nákvæmni í athugun frumheimilda, sem fylla skörð kirkjubóka og manntala og hversu vel hann kann skil á aðferðafræði ættfræðinnar við greininguheimilda. Morgunblaðið/Kristinn ODDUR Helgason og Reynir Björnsson við öflugu móðurtölvuna, sem enn er í íbúð Odds, þar sem uppflettibækur og skjöl flæða yfir alla stofuna og inn í svefnherbergið. un hvers kyns frumheimilda sem fylla skörð kirkjubóka og manntala. Erfitt var að ná til Guðmundar, því hann er einmitt að leggja síðustu hönd á geysimikið verk fyrir Sögu- félag Húnvetninga sem hann hefur verið með í smíðum undanfarin 8 ár og situr hann mikið við það á nóttr unni til að hafa næði. Hann er að rekja ættir Austur-Húnvetninga og mun verkið líta dagsins ljós í bókar- formi á næsta ári. Húnvetningaritið er byggt upp eins og ættir Skagfirð- inga 1910, en miðast við Austur- Húnvetninga árið 1940. Hefur hann unnið þetta af mikilli elju og kannað frumheimildir. í símtali var hann spurður frekar um þessar írum- heimildir. „Frumheimildir eru (óprentaðar) heimildir, þar sem skráð er upphaflega það sem verið er að leita að, íyrst og fremst kirkju- bækur, manntöl, en einnig dóma- og þingbækur, skiptabækur, legorðs- reikningar o.fl.,“ útskýrði hann. Hann kvaðst hafa lyklavöld að Héraðsskjalasafni Skagfirðinga á Sauðárkróki, þar sem hann hefur setið löngum stundum undanfarin ár við að skrifa Skagfirskar ævi- skrár, en safnið er mjög vel búið að heimildum. Þar telur hann sig hafa náð nokkuð góðu forskoti, en fjöld- inn allur af ættfræðingum og áhugamönnum sé að rekja þetta heima hjá sér eftir prentuðum heimildum og hafa þá kannski ekki aðstæður til þess að fara á söfn þar sem frumheimildir eru geymdar. Jafnvel þótt fólk búi í Reykjavík, séu söfn opin stopult og stutt og opnunartíminn yfirleitt þann hluta dagsins sem fólk sé almennt í vinnu. „Þetta er mjög gaman,“ segir Guðmundur. „Ég hefi legið í þessu gegn um árin af mikilli ástríðu.“ Hann kveðst hafa verið byrjaður að rekja ættir um og upp úr fermingu. Norður kom hann þó ekki fyrr en um 1980 og er búinn að ve:a og starfa á Sauðárkróki síðan. Nú hef- ur hann stofnað þetta fyrirtæki með þeim Oddi og Reyni og kemur til með að geta veitt þjónustu úr sínum gögnum með því að fara yfir tölvu- gögnin og leiðrétta eftir bestu föng- um. Hann kvað gögnin sem hann hefur ekki eingöngu bundin við ákveðna landshluta eða ættir heldur spanna mörg hver landið allt, t.d. míkrófilmusafn mormóna sem hann hefur við höndina og aðgang að. Það er þannig til komið að morm- ónar komu um miðbik þessarar ald- ar að máli við íslensk stjómvöld og fengu frá þeim leyfi til að ljósmynda á míkrófilmur helstu ættfræðiheim- ildir sem varðveittar voru í Þjóð- skjalasafni og Landsbókasafni í Reykjavík - kirkjubækur, skipta- bækur, dómabækur og ættartölur. Mormónatrú byggst á áunum í fimm ættliði og því er ættrakning þeim svo mikilvæg og liður í þeirra starfi. Þeir gáfu söfnum á íslandi kost á því að kaupa þessar míkrófilmur. Skjalasafnið á Sauðárkróki gerði það og á því þetta filmusafn. „Svo hefi ég verið duglegur gegn um árin að róa í skjalavörðunum hér nyrðra og fá þá til að panta að sunn- an ljósrit af ýmsum gögnum, sem ekki hafa enn verið ljósmynduð á míkrófilmur, en koma að miklu gagni við ættrakningu. Til dæmis svokall- aða legorðsreikninga, manntalsbæk- ur, búnaðarskýrslur, gömul bændatöl af öllu landinu og gamlar ættartölu- bækur eftir klassíska höfunda," bæt- ir Guðmundur við. „Svo safnið er orð- ið býsna vel útbúið að heimildum." Leiðrétting kemst strax inn Það sem Ættfræðiþjónusta O.R.G. hefur verið og ætlar að gera er að koma sem allra mestu af ætt- fræðilegum upplýsingum á tölvu- tækt form. „Tölvan hefur þann mikla kost að í henni er hægt að tengja saman í einum gagnagrunni allt það sem maður er með,“ segir Guðmundur. „Og jafnóðum og þú rekst á skekkjur er hægt að leið- rétta þær þegar í stað. En þegar búið er að gefa út bók með vitleysu þá stendur vitleysan og gengur aft- ur eins og draugur í öðrum prentuð- um ritum, sem síðar koma, nema bókin sé gefin út aftur endurskoðuð og leiðrétt." Ekki vill Guðmundur taka svo sterkt til orða að þeir séu komnir með allar ættir á landinu, en segir hógvær að það sé þó æði mikið. Fé- I lagar hans höfðu sagt að þeir ætl- j uðu að bæta verulega við gagna- grunninn á 20. öld og stefni að því ' að um 250.000 íslendingar verði áð- ur en langt um líður komnir inn í gagnabankann í tölvutæku formi. Guðmundur segir áhugann mik- inn og vaxandi á ættfræðinni. Ekki svo að skilja að áhuginn hafi ekki alltaf verið til staðar. „En ég held að það hafi lengst af verið meira bundið við eldra fólk. Nú tel ég að \ áhuginn sé að færast yfir í yngri | aldurshópa. Ég kenndi þetta sem , valfag í öldungadeild fjölbrautaskól- ' ans hér á Sauðárkróki í tvo vetur og hóparnir sem ég kenndi voru nokkurn veginn jafnt samansettir af ungu fólki og eldra fólki.“ Oddur hafði svipaða sögu að segja um þennan mikla áhuga. Hann kvaðst vinna mikið með unglingum á sumr- in og þeir séu oft að spyrja hann og hafa stundum komið með bæklinga I af ættarmótum, sem hafi ýtt mikið | undir áhugann. En hvað er það sem þeir skrá? ' Fyrst nafn, heimili og giftingardaga, atvinnuheiti, síðan foreldra og börn. Þá eru ættir einfaldlega raktar aftur eftir þessu kerfi. Þannig að lítið er um persónuupplýsingar í textanum. En síðan kvaðst Guðmundur reyna eftir megni að vísa í rit þar sem hann veit til þess að slíkar upplýs- ingar séu á prentuðu máli. Þá er að- t gengilegt að finna þær. Oddur kveðst þó halda til haga | ýmsu um menn og málefni, jafnvel ’ góðum vísum, þótt ekki séu þetta neinar ævisögur. Þeir félagar eru með geysimikið af frumgögnum sem ekki eru til annars staðar frá mönnum úti á landi sem mikið hafa unnið í þessu. Oddur hafði t.d. í Reykjavík sýnt mér Ættartölubók Bjarna Jóhann- essonar, sem er einstaklega fallega handskrifuð bók í endurritun Kon- ráðs Vilhjálmssonar. Hann kvaðst j núna vera að skrá inn Þingeyinga- * skrá Konráðs Vilhjálmssonar frá Hafralæk með nafnaskrá eftir hann, sem hann hefur að láni. Þar eru flestallir Suður-Þingeyingar fæddir á tímabilinu 1800-1900. Byggist á gífurlegum áhuga Þeim kemur öllum saman um að , gífurlegan áhuga þurfi til að vera í þessu. Oddur og Reynir litu hlæj- andi hvor á annan þegar spurt var hvernig þeir fjármagni þetta, sögð- ' ust bara leggja fram sína vinnu og hingað til hafi þetta mest verið fólg- ið í vinnunni. Svo hafi ýmsir stutt þá. T.d. hafi bókaútgáfur verið þeim innan handar, sérstaklega Þjóð- saga, Skjaldborg, Líf og saga og fleiri. Þá hafi þeir í tölvufyrirtækinu ACO verið þeim afar mikið innan , handar í tæknimálunum, því þeir eru sjálfir áhugamenn um ættfræði. Þeir hafi leyst ýmis vandamál fyrir SJÁ SÍÐU 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.