Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
>
Tk
NA-SV brautin á Reykjavíkurflugvelli
Brautin opin meðan
hliðstæð braut í
Keflavík
BRAUT 07-25 á Reykjavíkurflug-
velli, sú sem liggur í stefnu norð-
austur-suðvestur, verður ekki lokað
nema hliðstæð flugbraut á Keflavík-
urflugvelli fáist opnuð á ný. Hefur
málið verið rætt við utanríkisráð-
herra. Þetta kom fram í máli Guð-
rúnar Ágústsdóttur, forseta borgar-
stjómar, á fundi um framtíð
Reykjavíkurflugvallar.
Áð fundinum stóðu Flugmálafé-
lag íslands, Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík, Flugmálastjóm og
Öryggisnefnd FÍA og flutti Árni
Sigfússon ræðu á fundinum auk
Guðrúnar. Aðalskipulag Reykjavík-
ur gerir ráð fyrir að umrædd flug-
braut verði áfram notuð, en þar er
einnig gert ráð fyrir að æfinga- og
kennsluflug verði flutt til nýs flug-
vallar í nágrenni borgarinnar.
Meirihluti borgarstjórnar hefur
áhuga á því að brautin verði lögð
niður. Guðrún Ágústsdóttir segir
nauðsynlegt af öryggisástæðum að
hafa braut með þessa stefnu í notk-
un á suðvesturhorni landsins og því
hafi þess verið óskað við utanríkis-
ráðherra að hann kannaði hvort
ekki mætti opna á ný umrædda
braut á Keflavíkurflugvelli.
Ami Sigfússon spurði hvort nauð-
synlegt væri að færa völlinn þar
sem flugumferð um hann virtist
er lokuð
ekki að marki meiri en var fyrir 20-
30 árum. Hann benti á að yrði flug-
völlurinn færður mætti ekki gleyma
því að vegna aukinnar fjarlægðar og
umferðar mætti búast við meiri
hættu í umferðinni.
Mikilvæg vara
flugbraut
Hilmar Baldursson, flugstjóri og
formaður Flugráðs, sagði sterk rök
hníga að áframhaldandi notkun á
braut 07-25, burtséð frá því hvort
brautin á Keflavíkui’flugvelli kæm-
ist í gagnið á ný eða ekki. Ljóst
væri að nýtingarhlutfall Reykjavík-
urflugvallar minnkaði úr 95% í 86-
88% nyti brautarinnar ekki við.
Brautin væri oft í notkun sem vara-
braut en það þýddi þó ekki endilega
að mikið væri um lendingar og flug-
tök, enda væri reynt að draga sem
mest úr þeim. Sagði hann Flugráð
þeirrar skoðunar að brautina mætti
ekki leggja af sem varabraut.
Nokkrir fundarmenn lýstu and-
stöðu við þá hugmynd að flytja æf-
inga- og kennsluflug frá Reykjavík-
urflugvelli, þá væri hætta á að slík
starfsemi flyttist hreinlega úr landi.
Fram kom stuðningur við þá hug-
mynd að byggja eina braut til æf-
inga og snertilendinga, t.d. ekki
langt frá álverinu í Straumsvík.
Jólahlaðborð í dese
Pantið tímanlega
'RiVe^GaUc^e
CAFE » RESTAURANT » CAFE
Hamraborg 10 * sími 554 1350
Opið hús í dag
Tunguheiði 6 — Kópavogi
Á þessum vinsæla stað í suðurhlíðum Kópavogs er til sölu björt og
velskipulögð 2ja herb. 67 fm íbúð á 1. hæð í fjórbýli. Sérþvottahús.
Laus strax. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,7 millj.
Guðmundur tekur á móti þér og þínum í dag á milli kl. 13.00—15.00.
Fasteignasalan Gimli,
Þórsgötu 26. Sími 552 5099.
Opið hús í dag milli 14 og 17
Auðarstræti 7, Reykjavík
Mjög falleg og mikið endurnýjuð hæð og ris á
þessum skemmtilega stað. Fjögur svefnherb., tvær
stofur og tvö baðherb. Gunnar tekur á móti þér í
dag milli 14 og 17. Líttu við og skoðaðu þessa
gullfallegu íbúð.
Eignamiðstöðin Hátún
Skipholti 50b, 2. hæð
sími 561 9500.
HLUTI heimsreisuhópsins er hér staddur í Tahiti en nú er hópurinn hins vegar kominn til Brasilíu.
Ferð Heimsklúbbsins
að ljúka í Brasilíu
FERÐALAG sjötíu manna hóps á
vegum Heimsklúbbs Ingólfs er nú
senn á enda en hópurinn er nú
staddur í Brasilíu sem er síðasti
áfangastaðurinn. Hópurinn er
væntanlegur til Islands á þriðju-
dag.
Síðustu daga hefur leið hópsins
legið um Argentínu, Chile og þar
áður Tahiti. Þar sögðust heims-
reisufarar hafa fengið höfðinglegar
móttökur með blómakrönsum, tón-
list og dönsum Suðurhafseyja sem
þokkafullar dansmeyjar stigu fyrir
hópinn. Birti stærsta dagblaðið í
Tahiti myndir og frásögn af ferð
hópsins.
I Buenos Aires var sótt sérstök
tangósýning en í borginni hefur
varðveist margt af evrópskum hefð-
Borgarráð samþykkir umferðaröryggisáætlun
Slysum fækki um 20%
fram til ársloka 2000
Aðventukvöld
í Súðavík
AÐVENTUKVÖLD verður í Súða-
víkurkirkju í kvöld kl. 20.
Aðalgestur hátíðarinnar er Guð-
rún Jónsdóttir söngkona og mun
hún syngja nokkur lög við org-
elundirleik en einnig mun hún
flytja verk Césars Francks, Alls-
herjar Drottinn, ásamt Söngkór
Súðavíkur. Kórinn syngur einnig
nokkur þekkt jólalög. Stjórnandi
kórsins og organisti er Sigríður
Ragnarsdóttir, en Guðrún Jóns-
dóttir hefur annast raddþjálfun
kórsins í haust.
Sr. Skúli Ólafsson flytur hug-
vekju, kveikt verður á fyrsta kert-
inu, spádómskertinu, á aðventu-
kransinum, fermingarbörn lesa
ritningartexta og börnin í kirkju-
skólanum flytja helgileik. Tveir
nemendur Tónlistarskólans, Krist-
ín Úlfarsdóttir og Sölvi Mar Guð-
jónsson, spila jólalög og tvær ungar
stúlkur frá ísafirði, Herdís Anna
Jónasdóttir og Þórunn Anna Krist-
jánsdóttir, munu syngja lofsöngva
til heilagrar Maríu meyjar.
GuðanmduR Rupi GewM
Úr hinni væntanlegu
bók minni:
„Síðan minntist Kofi Annan á
að íslendingar væru kröftugri
en fjöldi þeirra gæfi til kynna
og þótti leiðtogafundur
stórveldanna árið 1986 vera
góð vísbending um að
íslands gæti verið
ákjósanlegur fundarstaður
fyrir friðarviðræður."
BORGARRÁÐ hefur samþykkt um-
ferðaröryggisáætlun fyrir Reykja-
víkurborg. Áætlunin er til viðmiðun-
ar og er háð fjárveitingu á fjárhags-
áætlun borgarinnar hverju sinni. í
greinargerð segir að takmarkið sé að
tryggja aðgengi, þægindi og öryggi í
umferðinni og taka tillit tii umhverf-
isins.
Efla á almenningsþjónustu, lag-
færa aðalgatnakei’flð, auka umferð-
aröryggið, minnka og hægja á um-
ferð í íbúðahverfum, skipuleggja
bílastæðamál og bæta aðstöðu gang-
andi og hjólandi. Takmarkið er að
fækka umferðarslysum í Reykjavík
um 20% til ársloka 2000.
„Umferðaröryggisáætlun þessi er
tilraun R-listans á síðustu mánuðum
kjörtímabilsins til að standa við gefin
loforð, að þessu sinni um 20% fækk-
un umferðarslysa á næstu 3 árum,“
segir í bókun borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins. Fram kemur að
áætlunin sé að verulegu leyti byggð
á framkvæmdum við gatnamann-
virki. Bent er á að allar framkvæmd-
ir við endurbætur á vega- og gatna-
kerfi borgarinnar eru háðar fjárveit-
ingum frá borginni eða samvinnu við
ríkisvaldið um fjárveitingar.
P A T IlUiM
i t **:■*?* í, t
Frönsk hönnun
framleidd í Tékklandi
Opið sunnudaga kl. 13-17
Nýbýlavegi 30, sími 5S4 6300.
Slíkar framkvæmdir séu góðra
gjalda verðar en til að vinna gegn
umferðarslysum telja sjálfstæðis-
menn aðrar leiðir skjótvh'kari og lík-
legri til að fækka alvarlegum um-
ferðarslysum. Telja þeir því farsæl-
ast að taka upp samstarf við lög-
regluyfírvöld, Vegagerðina, Umferð-
arráð og aðra aðila. Þessii- aðilar
myndi umferðai'öryggissjóð til að
vinna að verkefnum sem þörf er á til
að ná settu markmiði. Jafnframt er
iagt til að borgin stofni umferðarör-
yggisnefnd sem samræmi aðgerðir í
umferðaröryggismálum, sjái um
upplýsingastarf og verði tengiliður
samstarfsaðila og borgarstofnana.
Unnið í anda
áætlunarinnar
í bókun borgarráðsfulltrúa
Reykjavíkurlista kemur ft'am að
áætlunin hafi verið lengi í smíðum og
hafi í raun verið samþykkt samhljóða
í fyrrverandi umferðarnefnd. Hún
hafí einnig verið samþykkt samhljóða
í Skipulags- og umferðarnefnd. I
áætluninni komi fram öll þau atriði
sem birtast í fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlun borgarinnar sem er
til viðmiðunar og háð fjárhagsáætlun
hverju sinni. Unnið hafi verið í anda
hennar og er m.a. bent á 30 km
hverfi og átak í göngu- og hjólastíg-
um og byggingu brúa. í bókun minni-
hlutans komi fram athyglisverðar til-
lögur sem sjálfsagt sé að skoða svo
sem umferðaröryggissjóð og umferð-
aröryggisnefnd. Bent er á að sam-
starf sé þegar fyrir hendi við lög-
reglu, Vegagerð, Umferðarráð.
-----------------------
LEIÐRÉTT
Messutilkynning féll niður
EFTIRFARANDI messutilkynning
féll niður í blaðinu í gær.
Þingvallakirkja. Guðsþjónusta á 1.
sunnudegi í aðventu kl. 14. Kamm-
erkór Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
undir stjórn Helga Bragasonar
syngur við messuna. Organleikari er
Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sóknar-
prestur.