Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 30. NÖVEMBER 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR rétt um ári samþykkti
Alþingi breytingar á lögum um mál-
efni fatlaðra á þá leið að flytja
skyldi ábyrgð á þjónustu við þá frá
ríki til sveitarfélaga. Það er í dag
talið óæskilegt að aðgreina þjónustu
við fatlaða frá þjónustu við aðra
íbúa. Það var nauðsynlegt á sínum
tíma að setja sérlög í því skyni að
jafna þjóðfélagsstöðu fatlaðra á við
ófatlaða, enda var nauðsynlegt að
lyfta Grettistaki til þess að slíkt
næðist. Nú þykir hinsvegar tíma-
bært og rétt að sveitarfélögin axli
sömu ábyrgð gagnvart fótluðum og
öðrum íbúum, og að þjónusta við þá
verði eðlilegur þáttur í félagsþjón-
ustu sveitarfélaganna. Það er litið
svo á að með því samþætta þjónustu
við þá annarri félagsþjónustu, sé
verið að stuðla að því að fatlaðir
verði sjálfsagðir þátttakendur í
samfélaginu. Það er einnig liður í
þróun sveitarstjórnarstigs og þjón-
ustu sveitarfélags við íbúa sína.
Sjónarmið hagsmunaaðila
Hagsmunasamtök fatlaðra hafa á
undanfömum áram hvatt til þess að
þessara breytinga og bent á að nú-
verandi fyrirkomulag viðhaldi að-
Það er óraunhæft að
halda að sveitarfélögin
sætti sig við að taka
við málaflokknum, seg-
ir Ásta B. Þorsteins-
dóttir, án þess að fyrir-
heit um fjármagn fyrir
þjónustu fylgi með.
greiningu fatlaðra og ófatlaðra.
Sjónarmiðið er að íbúar sveitarfé-
laganna eigi að fá félagslega þjón-
ustu, óháð því hver sé orsök þess að
þeir þurfi á henni að halda. Þetta er
einmitt grundvallarhugsunin í lög-
um um félagsþjónustu sveitarfélag-
anna. Samband íslenskra sveitarfé-
lags hefur einnig ályktað á sömu
leið og hvatt til að markvisst verði
unnið að flutningi verkefna frá ríki
til sveitarfélaga, að styrkja þannig
sveitarstjómarstigið og færa
ákvarðanatöku nær þeim sem þjón-
ustunnar njóta. Reynsla nokkurra
reynslusveitarfélaga er einnig mik-
ilvæg og góð, en meðal
þeirra eru Akureyri,
Vestmannaeyjar og
Húsavík.
Þannig hnigu öll rök
að því að rétt væri að
stíga skrefið til fulls. Það
var niðurstaða nefndar
sem endurskoðaði lög
um málefni fatlaðra 1996
að færa ætti ábyrgð á
málaflokknum í einu lagi
og að flutningurinn kæmi
til framkvæmda 1. janú-
ar 1999. Horft til reynslu
af yfirfærslu grunn-
skólanns og tvö ár talin
hæfilegur tími til undir-
búnings verkefnisins,
enda var þá gert ráð fyrir því að
hann hæfist tafarlaust, þegar Al-
þingi hefði samþykkt lög þess efnis.
Reynsla annarra
Þegar reynsla nágrannaþjóða
okkar er skoðuð, kemur í Ijós að
mislangur tími var ætlaður til verk-
efnisins. Það kom einnig á daginn
að ákveðnum þáttum hafði ekki ver-
ið gefinn nægjanlega mikill gaumur.
Reynsla Dana var sú að sérhæfð
þekking á fötlun glataðist að nokkru
leyti. Þeir hafa því brugðið á það
ráð nú að styrkja þekkingu um fötl-
un með sérstökum „þekkingamið-
stöðvum" á landsvísu. Það var
einnig þeirra reynsla að yfirsýn
glataðist og oft erfittt að sjá fyrir
hvaða þýðingu ýmsar aðgerðir
stjómvalda hefðu á afkomu og lífs-
skilyrði fatlaðra. Þá varð mismunar
vart á milli hópa fatlaðra og í þjón-
ustu einstakra sveitarfélaga. Þess
vegna bar brugðið á það ráð að
koma á sérstakri stofnun jafnréttis-
mála fatlaðra, sem hefur það hlut-
verk að huga að réttindum og rétt-
indagæslu, koma ábendingum til
stjórnvalda um afkomu og stöðu
fatlaðra, og því sem betur má fara á
hverjum tíma. Svíar settu á stofn
embætti umboðsmanns fatlaðra.
Þeir hafa einnig sett sérstök rétt-
indalög fyrir þá hópa, sem hafa
veikustu stöðuna, til viðbótar við al-
menna félagsmálalöggjöf. I Noregi
tóku menn sér langan tíma til und-
irbúnings á tilfærslu þessa verkefn-
is til sveitarfélaganna, eða sex ár.
Liður í þeirri áætlun var samþykkt
Norska þingsins um að leggja niður
allar sólarhringsstofnanir fyrir
þroskahefta. Sveitarfélögunum var
skylt að gera áætlan-
ir um nýja þjónustu
fyrir hvem einstak-
ling og fjármagn
eyrnamerkt til að
mæta þörfinni.
I Finnlandi var
þjónusta við fatlaða
einnig flutt til sveit-
arfélaganna, en aðgát
ekki höfð á ofan-
greindum þáttum.
Afleiðingamar létu
ekki á sér standa,
fréttir um lélegan að-
búnað og m.a. dauðs-
föll, sem mátti rekja
til þess, voru fyrir-
ferðamiklar í fjöl-
miðlum þar, í kjölfar beytinganna.
Hver er staða mála í dag?
Síðustu tvö árin hefur ríkt kyrr-
staða í málefnum fatlaðra. Þjón-
ustuúrræðum hefur lítið sem ekkert
fjölgað. Allt tal um góðærið í land-
inu hefur því verið hjóm eitt í eyr-
um þeirra sem þíða eftir nauðsyn-
legri þjónustu. A stærstu þjónustu-
svæðunum er staðan ekki björt. A
Reykjanesi bíða 135 manns eftir
viðunandi búsetu- og þjónustuúr-
ræðum. Til þess að leysa brýna þörf
þeirra má ætla að það þurfi að
byggja allt að 25 sambýli, 3-4 hæf-
ingarstöðvar, 2-3 skammtímavistan-
ir, auk þess að auka verður liðveislu
og heimaþjónustu. í Reykjavík er
vandinn sagður svipaður, þó ívið
meiri og því þörf á svipuðum úrræð-
um og á Reykjanesi. Þar bíða nú
200 manns eftir búsetuúrræðum og
ýmiss konar stoðþjónustu. A báðum
þessum svæðum eru auk þess
margir, sem þurfa enn meiri þjón-
ustu en þeir fá í dag, t.d. vegna ald-
urs og þeirra fylgikvilla sem óhjá-
kvæmilega fylgja fótlun þegar aldur
færist yfir. Það má ætla að fjárþörf
þessara tveggja kjördæma sé hátt á
þriðja milljarð króna, til viðbótar
því fjármagni sem nú rennur til
málaflokksins. Þessi svæði eru tek-
in sem dæmi, því þar er vandinn al-
varlegastur, en mörg óleyst mál eru
vissulega einnig á öðrum lands-
svæðum.
Það voru bundnar vonir við það
að ríkisstjómin héldi áfram því
verki að koma þessum málaflokki í
mannsæmandi ástand, og að búa í
haginn fyrir yfirtöku sveitarfélag-
anna á þjónustunni með auknu fjár-
framlagi Það er nú ljóst að þær vonir
hafa orðið að engu. Það virðist aftur
á móti vera ríkisstjóminni kappsmál
að draga úr fjárframlögum hvað
mest hún má. Þannig hefur hún nú,
annað árið í röð, skorið niður lögboð-
ið framlag í Framkvæmdasjóð fatl-
aðra um rúmlega 200 milljónir króna
og fjárframlög til nýrra viðfangsefna
í rekstri eru engan veginn í sam-
ræmi við brýna þörf.
Þá hefur ítrekað verið á það bent
að sérstakan gaum þarfa að gefa
réttarstöðu þeirra sem í dag búa á
sólarhringsstofnunum, ekki síst á
þeim stofnunum sem eru skil-
greindar sem heilbrigðisstofnanir.
Það fólk nýtur ekki sömu grund-
vallarmannréttinda og aðrir lands-
menn. Fjölmörg dæmi eru um rétt-
indabrot. íbúar þeirra njóta ekki
þjónustu almannatryggingakerfis-
ins, fá ekki lífeyrisgreiðslur sér til
tekna, fá ekki úthlutað hjálpar-
tækjum á við aðra, og njóta ekki
menntunar né annarra gæða sam-
félagsins.
Þrátt fyrir þá staðreynd að flest-
ar nágrannaþjóðir hafa lagt slík fyr-
irbæri niður, er um þessar mundir
lítill pólitískur vilji fyrir því að
leggja niður sólarhringsstofnanir
hér. í tíð síðustu ríkisstjórnar var
hafist handa við að leggja niður
Kópavogshæli (nú Endurhæfinga-
deild Landspítalans) og áætlanir
um útskriftir íbúanna þar voru lagð-
ar. Fyrsta áfanga í þeirri áætlun,
um að útskrifa 37 manns þaðan, lýk-
ur ekki fyrr en haustið 1998 og hef-
ur þá tekið fjögur ár, en átti sam-
kvæmt áætlunum aðeins að taka
eitt ár. Síðustu tvö árin hefur því
gengið hægt að uppfylla loforðin
sem gefin voru. Engin áform um
áframhald á þessu verki, né öðrum
sambærilegum, liggja fyrir, og
menn hljóta að spyrja hvort sveita-
félögin sætti sig við þá óljósu stöðu
sem er uppi um mál íbúa stofnana.
Aðgát skal höfð
Að mörgu er að hyggja þegar svo
viðkvæmur málaflokkur á í hlut.
Hagsmunasamtök fatlaðra lögðu
ríka áhersla á að vandað yrði til
verka, þegar málaflokkur fatlaðra
færðist til sveitarfélaganna. Alþingi
var hvatt til þess að styrkja rétt-
indagæslu fatlaðra áður en af til-
færslu yrði og að skoðað yrði mjög
vel hvernig best væri að standa
vörð um sértæka og sérhæfða þekk-
ingu innan málaflokksins. Eftir er
að semja nýtt frumvarp um félags-
þjónustu sveitarfélaganna, fjalla um
það og samþykkja á Alþingi.
Tryggja verður að engin af þeim
réttindum sem fatlaðir njóta sam-
kvæmt núgildandi lögum glatist.
Skoða þarf vandlega hvernig best
verður staðið vörð um sértæka
þekkingu. Þekking á þessum mála-
flokki er víða lítil innan þjónustu-
kerfa sveitarfélaganna, sem er skilj-
anlegt, í ljósi þess að sveitarfélögin
hafa ekki borið neina ábyrgð þarna
fram að þessu. Úr þessu þarf að
bæta.
Tíminn frá setningu laganna fyrir
ári hefur verið illa nýttur og nú er
fyrst verið að hefja undirbúnings-
starf, einu ári á eftir áætlun. Því
hefur heilu ári í mikilvæga málefna-
vinnu verið glatað. Það er því
óraunhæft að halda að allur nauð-
synlegur undirbúningur náist á einu
ári. Það þarf ennfremur að verða
ljósar, hvort ríkisstjórnin hefur í
hyggju að veita meira fjármagni til
málaflokksins, en hann fær í dag.
Það eru margir á þeirri skoðun að
skynsamlegt sé að gera aðgerðaá-
ætlanir t.d. til fimm ára, og að fjár-
framlög í samræmi við þær fylgi
með í yfirfærslunni auk tekjustofna
til að mæta framtíðarþörf á þjón-
ustu. Það er óraunhæft að halda að
sveitarfélögin sætti sig við að taka
við málaflokknum, án þess að fyrir-
heit um fjármagn, til þess að mæta
óuppfylltri og brýnni þörf fyrir
þjónustu fylgi með. Það væri óá-
byrgt að ætla sér að flýta málinu
þannig að ekki náist að skapa full-
komna sátt um verkefnið.
Höfundur er varaþingmaður og
hefur átt sæti í nefndum sem end-
urskoðuflu lög um málefni fntlnðrn
1992 og 1996.
Ahnœlid(Áíéaaf imméaa.
Kíktu í Qjjwilim!
1|P IBS
m\ . 91
F j Ö R Ð U R
- miöbce Hafnarjjaröar
í
NÖ0TEBÖÖIVÍ>
mm Verktakar - Vorubilsstjorar
11 j Sýnum þriggja öxla vélavagn á loftfjöðrum.
Hönnun og smíði skv. Evrópustöðlum.
Sjón er sögu ríkari, komið og sjáið það nýjasta!
i NOOTEBOOM sem er einn virtasti framleiðandi Evrópu
býður vagna í stærðum upp í 150 tonna burðargetu
og eru þeir þekktir fyrir hugvitsamlega hönnun
og vandaða smíð.
-
*
Athugið að verð á NOOTEBOOM vögnunum
er nú mjög hagstætt
Skútuvogur 12A - Reykjavík - Sími 581 2530
VELFERÐARVERKEFNI TIL
SVEITARFÉLAGANNA
Ásta B. Þorsteins-
dóttir