Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 43 ELSA JÓHANNESDÓTTIR + Elsa Jóhannes- dóttir var fædd í Reykjavík 11. ág- úst 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jóhannes Helgason, kaupmaður í Reykjavík, og Eirný Guðlaugs- dóttir húsfreyja. Elsa var elst af fjór- um systkinum og eru tvö þeirra nú á lífi. Hinn 28. apríl 1957 gekk hún að eiga eftirlifandi eiginmann sinn, Hilmar Magnússon, fædd- an 10. október 1934. Börn þeirra eru: 1) Jó- hanna, gift Jóni Friðriki Egilssyni. Börn þeirra eru Hilmar Egill, Elsa og Marta. 2) Örn, kvæntur Margréti Aðalsteinsdóttur. Börn þeirra eru Erna Margrét og Kristinn Om. 3) Sævar, kvæntur Hrund Sigurhans- dóttur. Börn þeirra eru Harpa og Sindri. Útför Elsu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 1. desem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. börn, Jóhönnu, Örn og. Sævar, barnabörnin eru 7 og þau mjög hænd að ömmu og afa. Áhugamálin breyttust úr sauma- klúbb í ferða- og gönguklúbb. Og farnar voru ferðir bæði innan lands og utan. Hugurinn hvarflar til fjögurra utanlandsferða sem hópurinn fór í saman og gamla æskufjörið átti til að gera vart við sig hjá miðaldra hjónunum. Elsku Elsa, það er svo margt sem sækir á hugann, söngur þinn og dillandi hlátur sem var svo smit- andi. Það er ótrúlegt, nú hefur á tæp- um þremur árum fækkað um ijóra í vinahópnum. Elsku Hilmar, Jóhanna, Örn, Sævar, tengdabörn og barnabörn, við æskuvinirnir biðjum Guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning vinkonu okk- ar, Elsu Jóhannesdóttur. Fyrir hönd æskuvinanna, Hjördís Kröyer. Sá sem lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Elsku Elsa. Þessar ljóðlínur mun ég hafa að leiðarljósi. Minningarnar eru sannarlega margar og góðar allt frá þeirri stundu er ég kom fyrst inn í fjölskylduna, en fjöl- skyldan skipaði einmitt svo stóran sess í lífi þínu og þú lagðir mikið upp úr því að við hittumst og ætt- um góðar stundir saman. Elsa mín, þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með þér og þakka þér fyrir að hafa verið börnunum mínum svo góð amma. Hrund. Elsku Elsa amma. Þú varst mjög góð við okkur, áttir alltaf eitthvað handa okkur og bakaðir svo góðar kökur. Þegar við vorum veik komst þú og vildir vera hjá okkur. Þú hugsaðir vel um okkur og vildir að ekkert kæmi fyrir okkur. Við sökn- um þín sárt og ætlum að senda þér þetta ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, - augun spyija eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar bijósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítiil drengur leggst á koddann - lokar sinni þreyttu brá uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. Svona hugsum við um þig. Harpa og Sindri. Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þina sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þin alla daga sína. (Tómas Guðm.) Það er erfið stund, þegar svona snöggt og ótímabært fráfall verð- ur, að setjast niður og rifja upp minningar um kæra æskuvinkonu, Elsu Jóhannesdóttur, eftir tæpra 58 ára vináttu, sem hefur haldist órofin frá 1939, að við hittumst fyrst, hún 2ja og ég 3ja og hálfs. Minningarnar sækja á, frá æskuár- unum á Njálsgötunni bæði við leik og störf, en Elsa þurfti að hjálpa til í búðinni hjá pabba sínum. Hún varð að hætta fyrr í skóla en hún hefði kosið. Á unglingsárunum var margt brallað. Stundum þurftum við að passa tvíburana, systur hennar, og svo litla bróður. Þá má ekki gleyma ferðum okkar austur í sumarbústað við Fellskot í Bisk- upstungum, en þar áttum við Elsa góðar stundir, en mamma hennar var ættuð þaðan. Örlögin réðu því að við kynnt- umst tveim vinum úr KK 8-hópn- um, en þeir eru æskuvinir. Ekki leið á löngu þar til allir voru búnir að festa ráð sitt og féll hópurinn ótrúlega vel saman. Lífshlaupið skiptist í kafla, stofnun heimilis, húsbyggingar, bömin fæðast, vaxa úr grasi, flytja að heiman og gefa okkur barna- böm. En vináttuböndin rofnuðu aldrei. Elsa og Hilmar eignuðust 3 Á sunnudagsmorgun vorum við vaktar og sagt frá því að amma væri dáin. Þá var okkur hugsað til allra góðu stundanna sem við áttum saman og þær voru ekki fáar. Oft fengum við að fara með þér og afa út á land. Við fórum einu sinni austur á Einarsstaði með ykkur afa og Hilmari og Ernu. Þar fórstu með okkur í sund og í beijamó, á eftir borðuðum við berin með sykri og ijóma. Alltaf varstu að baka handa okkur og gefa okkur eitt- hvað gott að borða svo við yrðum stórar. Við fórum líka oft með ömmu austur í sumarbústaðinn hennar sem heitir Fellsbrekka. Einu sinni fórum við þijár saman og ætluðum að hafa það huggulegt en við gát- um ekki kveikt upp í eldavélinni af því það var engin olía á vélinni, það var sennilega stysta ferðin okkar upp í sveit. Þegar við fórum að fara sjálfar í strætó fórum við oft til ömmu í Rauðó. Þá bakaði amma fyrir okk- ur eitthvað gott og stundum tókum við videóspólu sem við horfðum á saman. En við gerðum líka margt fleira saman en að horfa á sjón- varpið. Amma kenndi okkur að pijóna vettlinga og hún keypti fyrsta pijónadótið okkar. Ef við vorum veikar fórum við ýmist til hennar eða hún til okkar, það var alltaf gott að vera hjá ömmu ef við vorum veikar. Eitt er okkur þó minnisstæðast og það er ferðin okkar til Mallorca í sumar. Þar var gaman að vera, t.d. fórum við einu sinni þijár sam- an niður í bæ og leigðum okkur vespu og fórum á henni út um allt. Þar lágum við saman í sólbaði, fór- um út að versla og borða eða löbb- uðum um ströndina og skoðum eitt- hvað skemmtilegt. í þeirri ferð áttir þú sextíu ára afmæli og við héldum upp á það með því að fara út á flottan veit- HERMANN SIG URÐSSON + Hermann Sig- urðsson fæddist í Reylgavík 27. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum 13. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 21. október. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm i nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sr.fi rótt. ■Þýð. S. Egilsson.) Kæri vinur, þeg ti við fréttum andlát þitt, setti okkur hljóð. Þótt aldrei sé hægt að segja hver næstur er, kemur þetta manni alltaf jafn mikið á óvart. Ekki er nema tæpt ár síðan Bogga konan þín var kölluð í burt. Eftir að við tengdumst ykkur, þegar sonur ykkar Hermann og dóttir okkar tóku saman, hef- ur kunningsskapur okkar haldist. Þegar við fórum saman til Skotlands árið 1985 og ferðuðumst þar saman í tvær vikur, tel ég að þar höfum við eignast mjög góða vini sem við sjáum á bak allt of snemma. Á ferðalaginu keyrði Her- mann og Bogga sat frammi í með vegakortið, og allt gekk eins og í sögu. Síðustu nóttina fengum við bara eitt herbergi sem við deildum saman og sagðir þú í þinni kátínu að ekki vissir þú hvernig hún mundi enda. Ég veit, Hermann minn, að þú áttir erfítt eftir að Bogga fór, en nú veit ég að þið eruð saman og takið lagið eins og þið gerðuð á ferðalaginu okkar. Guð geymi ykk- ur, hafið þökk fyrir allt og allt. Aðstandendum sendum við sam- úðarkveðjur. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þangað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudraumalönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. (Örn Arnarson.) Jóhann og Auðbjörg. ingastað. Þú hélst að enginn á hót- elinu vissi að þú ættir afmæli en þegar við komum til baka af veit- ingastaðnum biðu allir eftir þér og gáfu þér risastóran blómavönd. Síðan settumst við öll saman við langborð og skáluðum fyrir þér í kampavíni. Þá varst þú mjög glöð og hlessa og allir voru glaðir. Elsku amma okkar, það var svo gott að hafa fengið að vera með þér þennan tíma. Okkur þótti svo vænt um þig og eigum eftir að sakna þín rosalega mikið. Elsa og Marta. Elsku amma, nú ert þú farin. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum. Alltaf var svo gott að koma til þín, þú sýndir mér alltaf þolinmæði þó ég léti stundum illa. Þú varst mér aldr- ei annað en góð og þegar eitthvað var að sást þú bara það góða og skammaðist aldrei heldur sýndir mér bara ást og kærleika. Þú varst allt sem ég gat óskað og miklu meira en það. Fyrir þetta vil ég þakka þér og vona að þú hvílist vel. Hilmar Egill. Elsku amma, ég mun aldrei gleyma þér. Þó þú sért ekki lengur hjá okkur standa eftir margar góð- ar minningar um yndislega mann- eskju. Þessar minningar munu ylja mér alla mína ævi. Ég mun ekki gleyma heimsóknum í Rauðagerði 70. Og ekki undraðist ég þó að ný bökuð kaka skyldi vera á borðinu því að þú varst frábær bakari. Og nú er búið að binda enda á veik- indi og þjáningar og ég mun sárt sakna þín. Hér vil ég skrifa þér ljóð eftir Evu Hjálmsdóttur. í faðmi hennar ömmu þar best fékk ég blund, sem blóm undir skógarrunni um hljóða næturstund. Við hennar söng ég undi sem ljúfan lindar klið, er líður hægt um grundu og blómin sofna við. Og söknuður mig sækir og sorgarblandin þrá. Hvort á ég ættarlandið aftur fá að sjá? Því þar er elsku amma í aftanroðans glóð, og þar er mér hver minning svo mæt og hlý og góð. Megi guð vera með þér. Þín Erna Margrét Arnardóttir. < Amma mín, nú ertu farin frá okkur, ég vona að þér líði mun betur núna. Elsku Amma mín, ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu. Ég vil færa þér litlu bænina okkar. Ó Jesú bróðir besti og bamavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Þinn, Kristinn Orn. .*• Mig langar að minnast tengda- móður minnar í örfáum orðum.Það var snemma árs 1981 að ég hitti Elsu í fyrsta sinn. Við vorum þá nýbyijuð að vera saman, ég og sonur hennar Örn. Það var á heim- ili Elsu og Hilmars í Rauðagerði. Hún kom færandi hendi hendi með ís inn í herbergi, hún var að skoða nýju tengdadótturina. Mín fyrstu viðbrögð voru hvað mér þótti hún ung, glæsileg kona, þá rúmlega 40 ára. Elsa var yndisleg kona og fékk ég að kynnast henni mun betur núna síðustu mánuðina því ég bjó hjá henni meðan við hjónin erum að byggja. Mér fannst hún hafa * endalausa orku því hún var ekkert að tvínóna við það sem hún tók sér fyrir hendur. Stundum þegar ég var að gera eitthvað fannst henni ég vera alltof lengi að slóra við hlutina og oftar en ekki dreif hún þetta af með mér. Mér fannst voða gaman í fari Elsu hvernig hún reyndi að særa mann ekki, eins og t.d. þegar við vorum að.fara í af- mæli til Jóku og hún var veik heima og vildi fá að sjá okkur Öm og tengdapabba uppábúin áður en við <. færum. Henni fannst bolurinn sem Örn var í ekki fallegur og spurði hann hvort hann ætti enga hreina skyrtu til að fara í. En nú skilja leiðir um stund. Elsku Hilmar, Örn minn, Jóhanna, Sævar, ömmubörn- in sjö og aðrir ástvinir, Guð gefí okkur styrk í missi okkar. Blessuð sé minning Elsu Jóhannesdóttur. Þín tendadóttir, Margrét Aðalsteinsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast send- ið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA SIGRÍÐUR ALBERTSDÓTTIR, Austurbrún 6, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni mánudaginn 1. desember kl. 13.30, Jónína Waltersdóttir, Ágúst Waltersson, Jóhanna Kristjánsdóttir, Walter Tryggvason, Alma Ólafsdóttir, barnabörn og barnabamabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.