Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MARGIR hafa verið í vafa
um aðdragandann að
Vínlandsferð Leifs Ei-
ríkssonar, hvort það sé
rétt að hann hafí gerst kristniboði
Ólafs Tryggvasonar og villst til
Vesturheims eða hvort hann hafi
búist af ráðnum huga til Vínlands-
ferðar frá Grænlandi eins og Græn-
lendinga saga greinir frá, nema
hvort tveggja sé. En í Grænlend-
inga sögu er allnákvæm lýsing á
ferðum Leifs og eftir henni sýnist
eðlilegt að fara, fremur en snögg-
soðinni frásögn Eiríks sögu. Leifur
virðist hafa siglt inn í Lárensflóa
þangað sem Bjarni Heijólfsson
hafði ekki komið og síðan á tveim-
ur dægrum suður yfir flóann, en
eftir það vestur með suðurströnd
hans, sennilega alla leið inn fyrir
Québeeborg, sem nú heitir svo,
aðra leið en þá sem Karlsefni sigldi
síðar. Þar ætti þá Vínland Leifs
að hafa verið.
Hér skal nú farið nokkrum orð-
um um ferðir Leifs í Grænlendinga
sögu og þá staðhætti sem hún lýs-
ir. Þar er ekki minnst á neina sigl-
ingu til Noregs eða trúboð Leifs á
Grænlandi. I þessa ferð virðist
Leifur fara fljótlega eftir Vestur-
heimsfund Bjarna Hetjólfssonar,
eftir að mikil umræða hafði orðið
um landaleitan. Þetta gæti jafnvel
hafa orðið árið eftir að Bjarni kom
úr þessari sögulegu för. Hitt er
þó alls ekki ósennilegt að hann
hafi notað þetta nýfengna skip til
að fara fyrst til Noregs. En í Græn-
lendinga sögu, sem fjallaði nær
eingöngu um Vínlandsferðir, er
ekki víst að sigling til Noregs hafi
verið talin sérstaklega frásagnar-
verð, enda engin nýjung á þeim
tímum. I :öðrum kafla sögunnar
segir:
Leifur son Eiríks rauða úr
Brattahlíð fór á fund Bjama Heij-
úlfssonar og keypti skip að honum
og réð til háseta svo að þeir voru
hálfur fjórði tugur manna saman.
Um leið og komið er til Hellu-
lands er sagt að það hafí verið það
land sem Bjarni sá síðast. Því má
telja að Leifur hafí siglt sömu leið
frá Grænlandi og Bjami hafði kom-
ið í síðasta kafla ferðar sinnar, frá
Baffínslandi og Resolution Island.
Má ætla. að hann hafí fýrst haldið
svo sem eitt dægur norður fyrir
Eystribyggð og síðan eftir
breiddarbaug til vesturs uns hann
sá jöklana á Baffinslandi. Um þessa
leið er þó ekki hægt að fullyrða,
en það skiptir heldur ekki miklu
máli fyrir framhaldið. En Leifi sýn-
ist hafa verið mikið í mun að gera
betur en Bjarni, og þar kennir
metnaðar höfðingjans:
Þar sigla þeir að landi og köst-
uðu akkerum og skutu báti og fóru
á land og sáu þar eigi gras. Jöklar
miklir vora allt hið efra en sem ein
hella væri allt til jöklanna frá sjón-
um og sýndist þeim það land vera
gæðalaust. Þá mælti Leifur: „Eigi
er oss nú það orðið um þetta land
sem Bjama að vér höfum eigi kom-
ið á landið. Nú mun ég gefa nafn
landinu og kalla Helluland."
Hér er annað tilefni en í Eiríks
sögu rauða til nafnsins á Hellu-
landi, og verður það gert að umtals-
efni þegar fjallað verður um landa-
leit Þorfinns karlsefnis. En sú skýr-
ing sem þar er gefín á nafngiftinni
sýnist vera öllu trúverðugri. Eftir
þetta er ekki minnst á Bjarna Her-
jólfsson í ferðasögu Leifs. Því er
engin ástæða til að álykta eins og
ýmsir hafa gert að þau tvö lönd
sem Leifur kallar Markland og Vín-
land séu þau sömu og getið er um
í sögu Bjarna. En nú er haldið frá
Hellulandi, að öllum líkindum yfír
Hudsonsund:
Síðan fóru þeir til skips. Eftir
þetta sigla þeir í haf og fundu land
annað, sigla enn að landi og kasta
akkeram, skjóta síðan báti og
ganga á landið. Það land var slétt
og skógi vaxið og sandar hvítir
víða þar sem þeir fóra og ósæ-.
bratt. Þá mælti Leifur: „Af kostum
skal þessu landi nafn gefa og kalla
Markland."
Þegar þeir sigla í haf frá Hellu-
landi hljóta þeir að hafa farið yfir
Hudsonsund, og hinum megin við
það hefur þá Markland verið.
í BRIDGEWATER í Nýja-Skotlandi, um 80 km suðvestur af Hali-
fax, fann höfundur tvær tegundir af villtum vínviði - árbakkþrúg-
ur (Vitis riparia) og refaþrúgur (Vitis labrusca).
V ínlands-
gátan
Komin er út bókin Vínlandsgátan, sem fjall-
ar um landafundi norrænna manna í Vestur-
heimi o g þá aðallega þeirra Leifs heppna
o g Þorvalds Eiríkssona og Þorfínns karlsefn-
is. Höfundurinn Páll Bergþórsson leggur
Vínlandssögumar, Grænlendingasögu og
Eiríkssögu rauða til gmndvallar, en lætur
ekki þar við sitja í leit sinni að lausn Vín-
landsgátunnar, því að sjálfur lagði hann land
undir fót í tengslum við rannsóknir sínar
og kannaði staðhætti vestanhafs. Kaflinn
sem hér birtist heitir Ferð Leifs heppna.
Nyrsti hluti þess er að vísu skóg-
laus, en nafnið gat verið vel réttlæt-
anlegt fyrir því þar sem skógurinn,
mörkin, var í miklum hluta lands-
ins. I þessari knöppu frásögn er
ekkert sagt um hvað þeir voru lengi
að sigla meðfram Marklandi. En
víða fóru þeir. Þegar þeir sjá skóg-
inn sem landið er kennt við hafa
þeir verið komnir eina 250 kíló-
metra suður með landinu. Mikla
hvíta sanda er með vissu að finna
sunnan við Cape Porcupine, en
Hvítisandur, Blanc Sablon, heitir
líka eftir að komið er gegnum
Fagureyjarsund milli Labradors og
Nýfundnalands. Af þessum ástæð-
um og einnig til þess að fá tengsl
við framhald sögunnar sýnist eðli-
legt að álykta að þeir hafí siglt
meðfram Marklandi alla leið inn í
Lárensflóa og eitthvað irin með
norðurströnd hans. Þá fyrst er
mögulegt að tveggja dægra sigling
í landnyrðingsveðri beri þá að nýju
landi, sunnan við Lárensflóa, eins
og segir í öðrum kafla Grænlend-
inga sögu:
Nú sigla þeir þaðan í haf land-
nyrðingsveður og voru úti tvö dæg-
ur áður þeir sáu land og sigldu að
landi og komu að ey einni er lá
norður af landinu og gengu þar
upp og sáust um í góðu veðri og
fundu það að dögg var á grasinu
og varð þeim það fyrir að þeir tóku
höndum sínum í döggina og brugðu
LEIFUR mun vart hafa kom-
ist Iengra í landafundum sín-
um en til Quebec í Kanada
en Mainefylki Bandaríkjanna
er þar ekki langt undan og
Bandaríkjamenn hafa sýnt
honum mikinn sóma, m.a. má
finna styttur af Leifi bæði í
Boston og St. Paul.
í munn sér og þóttust ekki jafn-
sætt kennt hafa sem það var.
Þetta er helst að skilja sem sigl-
ingu suður yfír Lárensflóa frá
Marklandi. Eyjan er hugsanlega
Anticosti, en sennilega er það hún
sem í Eiríks sögu er nefnd Bjarn-
ijgReynineí; ,
C^lANDj
LtinkSsiaðti J;
GRÆNLAND
SfÆLLULAh
(BaHin Isiar
TorngaMjöil
MoK'itievi
MARKLAND
(Labrador)
NýFunO
(Newiot
V»nf3ftd
Ntm Biunswk*
St/aumtfjó/óy
(Giand
Leifur Eiríksson
LEIÐ Leifs heppna.
„ÞAR var öræfi og strandir langar og sandar." Þess lýsing á Fiu-ðu-
ströndum á vel við austur- og suðausturströnd Nýja Skotlands en
myndin er frá Ingonish á leið suður frá Cape North (Kjalarnesi)
á Bretoneyju, þar sem klettótt strönd og sandar skiptast á.
ey. Þó getur verið að hér sé fremur
átt við Játvarðseyju (Prince Ed-
ward Island) sem liggur norður af
Nýja Skotlandi (Nova Scotia). En
er þessi frásögn af dögginni ekki
ýkjur eða ímyndun? Svo þarf ekki
að vera. Til er svonefnd hunangs-
dögg eða hunangsfall eins og það
er kallað hér á landi. Það er kvoða
sem verður til á laufí sem blaðlýs
eða önnur skordýr sjúga safa úr,
og getur orðið svo mikil í hita og
þurrki að talsvert magn af henni
drýpur til jarðar. Hún er sögð
myndast einna helst á linditijám,
rósum eða hlyni, en sykurhlynur
nær norður um Nýfundnaland og
Játvarðseyju, lengra norður en
villtur vínviður og sjálfsáið hveiti.
Ef döggfall eða rigning verður nótt-
ina eftir getur döggin undir trénu
augljóslega orðið sæt. Kristleifur
Þorsteinsson á Húsafelli þekkir
hunangsfall og segist hafa orðið
þess var á grasi. Ásgeir Svanbergs-
son skógfræðingur og Haraldur
Ágústsson viðarfræðingur hafa líka
orðið vitni að þessu fyrirbæri í
Reykjavík. Og á blöðum Hawaii-
rósar heima hjá höfundi þessa rits
myndast stundum dropar sem
verða að ljósleitum kornum með
sætu bragði. En frægast er hun-
angsfallið af rannanum tamarix
mannifera í Sínaíeyðimörkinni,
samkvæmt nýlegum skýringum við
Biblíuna. Þar myndar kvoðan lítil
hvít korn sem Biblían segir líkjast
kóríöndrufræi og voru á bragðið
sem hunangskaka. Þetta fræga
himnabrauð hét manna og af því
er nafn runnans dregið, mannifera.
Hunangsfall sýnist þannig koma
við sögu heimssögulegra leiðangra
til fyrirheitna landsins, landkönn-
unar á Vínlandi undir forystu Leifs
Eiríkssonar og eyðimerkurgöngu
ísraelsmanna með Móse í farar-
broddi.
Það var von að menn Leifs yrðu
hrifnir á þessum fagra morgni, og
vel má hugsa sér hvernig þeim
varð litið hveijum á aðra þegar
þeir smökkuðu á dögginni í veður-
blíðunni, hugfangnir af undrum
þessarar nýju og ósnortnu veraldar
sem hafði beðið þeirra frá örófí
alda. En svo halda þeir áfram:
Síðan fóru þeir til skips síns og
sigldu í sund það er lá milli eyjar-
innar og ness þess er norður gekk
af landinu, stefndu í vesturátt fyrir
nesið. Þar var grunnsævi mikið að
íjöru sjóvar og stóð þá uppi skip
þeirra og var þá langt til sjóvar
að sjá frá skipinu.
En þeim var svo mikil forvitni á
að fara til landsins að þeir nenntu
eigi þess að bíða að sjór félli undir
skip þeirra og runnu til lands þar
er á ein féll úr vatni einu. En þeg-
ar sjór féll undir skip þeirra þá
tóku þeir bátinn og reru til skipsins
og fluttu það upp í ána, síðan í
vatnið og köstuðu þar akkerum og
bára af skipi húðföt sín og gerðu
þar búðir, tóku það ráð síðan að
búast þar um þann vetur og gerðu
þar hús mikil.
Hvorki skorti þar lax í ánni né
í vatninu og stærra lax en þeir
hefðu fyrr séð.
Það fer ekki á milli mála að
þarna hafi Leifur siglt til vesturs,
stefndu í vesturátt. Gaspéskagi
hefur þá líklega verið nes það er
norður gekk af landinu, en eyjan
Anticosti. Sundið þar á milli heitir
Gaspéleið. Ef áfram er haldið ber
þá inn í Lárensfljót. Þetta hefur