Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 64
ega\ ÍPóstlcggið jólabögglana tímanlcga til fjarlægra landa MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 30 . NOVEMBER 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Davíð Oddsson segir umræðu um veiðileyfagjald komna niður á skaplegt plan „Ekkert vandaverk að ná sáttum um þetta mál“ DAVTÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsaetisráðherra, sagði í ræðu sinni á flokksráðs- og for- mannafundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst á Hótel Sögu í gærmorgun, að sér sýndist að eftir því sem meiri um- Wæður yrðu um veiðileyfagjald og auð- ’ lindaskatt því meira vit kæmist í mál- ið. Sagðist hann ekki telja það neitt vandaverk að ná sáttum um þetta mál fyrstþaðværi komið á skaplegt plan. „Ekki er um það deilt að miklar umbætur hafa orðið í rekstrarum- hverfi sjávarútvegs og viðhorfum inn- an hans á síðustu árum. Hefur það skilað sér í bættri afkomu fyrirtækj- anna sem í greininni starfa og sér þess stað í bættri afkomu alls almenn- ings í landinu. Aldrei hafa fleiri ein- Salmonella meðal Kúbufara SALMONELLUSÝKING hef- ur greinst hjá nokkrum Isfirð- ingum sem nýlega fóru saman í hópferð til Kúbu. Að sögn Haralds Briem, sér- fræðings í smitsjúkdómum, voru einhverjir með niður- gangsvandamál eftir heimkom- una og greindist salmonella hjá einstaklingum í hópnum. „Þetta er að ég held ekki stór- kostlegt vandamál," sagði hann. „Þetta getur alltaf komið upp á ferðalögum.“ Akveðið hefur verið að senda sýni í rannsókn og þeir sem eru með einkenni niðurgangs hafa í öryggisskyni verið beðn- ir um að mæta ekki til vinnu ef þeir vinna með matvæli. staklingar en nú komið að eignarhaldi sjávarútvegsfyrirtækja og líklegt er að sú dreifing muni enn aukast á næstu árum. Ekkert alfullkomið kerfi er þó til sem rammi um þessa grein frekar en aðrar og hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir að nokkrir umdeiidir annmarkar verði af því sniðnir á þessu þingi,“ sagði Davíð. „Deilur um veiðileyfagjald og auð- lindaskatt hafa risið og hnigið á síð- ustu árum. Mér hefur sýnst að því meiri sem umræður verða um málið, því meira vit komist í það. Eftir að kratar fluttu tillögu sína á þingi í fyrra og tókst hörmulega upp við málflutn- inginn hvarf þetta umræðuefni um hríð næstum alveg úr umferð. Upp á síðkastið hefur það vaknað aftur og sýnast mér umræður hjá Verslunar- ráði og aftur hér í dag vera til þess fallnar að færa málið í vitrænan bún- ing. Einstaka maður hefur þóst hafa umboð til að tala í nafni þjóðarinnar í þessu sérstaka máli. Við höfðum reyndar lengi blað hér í landinu sem kenndi sig við þjóðarviljann og þóttist hafa umboð fyrir hann, en það er nú dáið og ekki saknað. Menn hafa sagt sem svo: Kannanir hafa sýnt að þjóðin er hlynnt veiðileyfagjaldi. Það er nú svo - hvaða veiðileyfagjaldi?" sagði Davíð. Orðið að minniháttar skattamáli Sagði hann að þegar umræðan um þessi efni hefði hafist fyrir fáeinum misserum hefðu talsmenn þess rætt um gjald sem gæfi ríkissjóði 25-30 milljarða króna á ári, og þá hefði átt að gengisfella krónuna myndarlega og skera upp allt efnahagslífið svo draumurinn mætti rætast. „í fyrra töluðu kratarnir um 15-20 milljarða og nokkurra ára aðlögunar- tíma. Nú nefna menn svona eins og einn milljarð en ekki þó fyrr en fyrir- tækin séu farin að skila góðum af- gangi og enginn viti hvenær það verði. Staða réttlætismáls allra tíma er þannig orðið að minniháttar skatta- máli á eina atvinnugrein og myndi færa ríkissjóði í aðra hönd tekjur sem væru innan skekkjumarka í tekjuöfl- unarkerfi þess. Þetta er engin tilvilj- un. Þetta er vegna þess að umræðan upplýsir að það var ekki heil brú í fyrstu tillögunum og hugmyndunum. Eg tel ekkert vandaverk að ná sáttum um þetta mál fyrst það er komið niður á svo skaplegt plan,“ sagði Davíð. Hann sagði að það væri athyglis- vert að unga fólkið í Sjálfstæðis- flokknum hefði verið tregast til að gleypa við galdi-aformúlunum sem áttu að útrýma öllum beinum sköttum almennings með veiðileyfagjaldi og það segði sína sögu. „Hitt er eflaust rétt að eftir því sem íslenskt atvinnulíf, sjávarútvegur og aðrar greinar, verður burðugra og greiða því meira til samfélagsins með sköttum verður auðveldara að lækka skatta einstaklinga. Sjálfstæðisflokk- urinn verður þar í fararbroddi eins og við þær skattalækkanir sem hann er að framkvæma þessi misserin,“ sagði Davíð Oddsson. ■ Umboðsmaður/2 Morgunblaðið/RAX Jólastjarna á hvert heimili UM 50 þúsund jólastjörnur munu gleðja augu landsmanna nú í skammdeginu sem undanfarin ár, og lætur nærri að framleiðsl- an jafngildi því að ein jólastjarna fari inn á hvert heimili í landinu. Meðal stærstu framleiðenda jólastjarna er Sigurður Þráins- son garðyrkjumaður í Hvera- gerði, en í gróðrarstöð hans eru ræktaðar um 8 þúsund jóla- stjörnur. Sigurður segir að jóla- stjarnan sé skammdegisplanta sem eigi uppruna sinn að relqa til Mexíkó. Islenskir garðyrkju- menn flytja hins vegar inn rótaða græðlinga frá Evrópu seinnipart- inn í júií og í byijun ágúst, og um haustið þegar plönturnar hafa náð vexti er umhverfi þeirra myrkvað þar til rauður litur er kominn á háblöð plantnanna. Þær eru síðan ræktaðar inn í skammdegið þar til fuilum vexti er náð, en margir bændur nota lýsingu í gróðurhúsum sínum fram tii þess tíma er plöntumar fara á markað. Á myndinni sjást þeir Sigurður Þráinsson og Guð- mundur Ingvarsson huga að plöntunum í gróðrarstöð Sigurð- ar nú í vikunni. Bflgreinasambandið leggur til að vörugjaldsflokkum verði fækkað niður í tvo TEKJUR ríkissjóðs af bílanotkun og bílainnflutningi verða yfir 24 millj- arðar króna á þessu ári. Tekjumar hafa hækkað um fjóra milljarða króna á fóstu verðlagi frá 1995 til 1997. Bogi Pálsson,_ formaður Bíl- greinasambands íslands, segir að beint samhengi sé milli aukinna tekna ríkissjóðs og fækkunar vöru- gjaldsflokka niður í þrjá en þeir voru flestir sjö árið 1993. Fækkað verði um einn fiokk um áramótin Bogi segir fækkun vörugjalds- flokka úr fjórum í þrjá í júní á síð- Tekjur af bflum og umferð 24 milljarðar asta ári hafi skilað ríkissjóði og bíla- innflytjendum auknum tekjum og gert almenningi kleift að eignast ör- uggari bíla. Bílgreinasambandið leggur til að næsta skref verði stigið um næstu áramót, þ.e. að vörugjaldsflokkum verði fækkað niður í tvo. í stað 30%, 40% og 65% vörugjalds verði aðeins 30% og 40% flokkar. Undir 30% flokk falli bílar með minni vélar en 2.000 rúmsentimetra að slagrými og í 40% flokk bílai- með stærri vélar en 2.000 í-úmsentimetra. Þar undir féllu velflestir jeppar og pallbílar. Búast mætti við verulegri verð- lækkun á bílum af þessari gerð verði farið að tillögum Bílgreina- sambandsins. Innflutningur á nýj- um bflum sem bera 65% vörugjald er tæplega 2% af heildarinnflutn- ingi nýrra bíla. Helstu röksemdir Bílgreinasambandsins fyrir fækk- un gjaldflokka er sú að neyslu- stýring með mismunandi vöru- gjaldsflokkum komi þeim illa sem þurfi á stórum bílum að halda, endurnýjun bílaflotans sé óeðli- lega hæg, meðalaldur bíla hér- lendis sé 9'A ár í samanburði við sjö ár að meðaltali í Evrópu. Yfir 100 þúsund bílar hérlendis af alls um 125 þúsund bílum séu árgerð 1988 eða eldri og þrír af hverjum fjórum bílum séu án öryggisbún- aðar af nokkru tagi. ■ Bflgreinasambandið/2D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.