Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 33 Pltr0miaMaa5>Íl> STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR NDANFARIÐ hafa um- ræður um stöðu drengja í skólakerfinu komið í aukn- um mæli upp á yfirborðið hér á landi. Jafnréttisstarf í skól- um hefur á síðustu áratugum ekki sízt beinzt að því að bæta stöðu stúlkna, en nú virðist vera að koma í ljós að drengirnir séu oft og tíðum verr staddir og meiri hætta á að þeir hætti námi eða lendi í óreglu og hafni þar af leið- andi neðst í þjóðfélagsstigan- um. Mikill áhugi á málþingi um stráka í skóla, sem karla- nefnd Jafnréttisráðs og menntamálaráðuneytið geng- ust fyrir í síðustu viku, er sennilega til merkis um að margir líta á stöðu drengj- anna sem vandamál, sem þarf að gefa sérstakan gaum, en hátt í 500 manns sóttu mál- þingið. Samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Inga Dóra Sigfúsdóttir, deildarstjóri hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála, kynnti á ráð- stefnunni, ná drengir ekki jafngóðum árangri í skóla og Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. stúlkur, þeir skynja ekki mik- ilvægi námsins með sama hætti, þeir lenda frekar í úti- stöðum við kennarana, þeim er oftar vísað úr tíma eða til skólastjórans og þeim líður verr en stúlkunum í skólan- um. Talsverður hópur drengja virðist þannig eiga undir högg að sækja í skóla, sem getur haft áhrif á líf þeirra til langframa. Þessar niðurstöður benda til þess að það sé ekki endi- lega fallið til árangurs að meðhöndla drengi og stúlkur með nákvæmlega sama hætti í skólanum. Margrét Pála Ólafsdóttir, leikskólastjóri á Hjalla í Hafnarfirði, benti á það á ráðstefnunni að væri „meðaltalsuppeldi“ beitt fengju strákarnir 70-80% af athyglinni vegna þess að þeir væru fyrirferðarmeiri en stelpurnar og þetta bitnaði á báðum kynjum. Strax í bernsku fengju drengirnir þjálfun í að taka meira en þeim bæri, á kostnað stúlkna. Þetta væru árin, þar sem kynímynd barna væri að mót- ast og bæði kyn fengju því rangar vísbendingar strax í upphafi. Margrét Pála, sem er hand- hafi jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs í ár, hefur tekið upp athyglisverða uppeldis- stefnu, sem stefnir að því að leyfa sterkum hliðum hvors kyns um sig að njóta sín í skólanum, en jafnframt að styrkja veiku hliðarnar. Þetta er gert með því að kenna drengjum og stúlkum hvorum í sínu lagi að hluta til. Mar- grét Pála segir að ella æfi drengirnir sig í að verða ein- staklingar og séu sviptir þjálf- un í félagshæfni, en stelpurn- ar einoki túlkun tilfinninga og góða hegðun en fái ekki að njóta sín sem einstaklingar. Tilraunir af þessu tagi eru allrar athygli verðar og ástæða til að yfirvöld skóla- mála taki til skoðunar hvernig laga megi skólann betur að mismunandi þörfum kynj- anna. Eins og Niels Kryger, danskur prófessor í uppeldis- fræði, sem talaði á ráðstefnu karlanefndar og menntamála- ráðuneytisins, sagði í viðtali hér í Morgunblaðinu síðastlið- inn miðvikudag, hefur líkast til frekar verið reynt að laga strákana að skólanum en öfugt. Breytingar á skólastarfinu þurfa ekki að hafa í för með sér að slakað sé á aga eða námskröfum eða að reynt sé að steypa stráka í ákveðið mót af því að þeir eru strákar eða gera allar stelpur eins af því að þær eru stelpur. Grunn- skólinn þarf hins vegar að stuðla að því að börn af báðum kynjum geti notið sín sem ein- staklingar og að þörfum hvers og eins sé mætt. STRÁKAR OG STELPUR í SKÓLA 4Það er skemmti- • legra andrúm umhverfís íslenzkar konur í fornsögum okkar en grískar kon- ur í hellenskum bók- menntum. Konan í íslendinga sögum er húsbóndi á heimilinu ef því er að skipta og með fullum réttindum fijálsborins manns. Bergþóra segist ráða á Bergþórshvoli, þegar aðkomumann ber að garði. Að Njáli fjarstöddum segir hún, Ræð eg ekki síður hjón en hann. Þannig hefði grísk kona varla tekið til orða. Griskar konur höfðu engin réttindi karla; þegar þær giftust úr föðurhúsum voru þær einsog réttindalítið fólk á heim- ilum sínum; hálfgerð aðskotadýr. Þær sáu að vísu um hús og heimili og voru stundum metnar eftir því hvernig þær stóðu sig við vefstól- inn. Fræg er sagan um Penelópu sem óf teppi og rakti upp á nótt- unni það sem hún hafði ofið um daginn svoað hún gæti staðizt von- biðlana að Odysseif fjarstöddum. En íslenzkar kvenhetjur vefa mönn- unum örlög einsog valkyrjur undir lok Njáls sögu. Grískar konur voru á framfæri feðra sinna, eiginmanna eða jafnvel fullorðinna sona sem fengið höfðu borgararéttindi. Karlmenn öðluðust þessi réttindi 18 ára gamlir, en konan aldrei. Ef karlmaður í Aþenu vildi skilja við konu sína nægði honum að segja þrisvar sinnum: Ég skil við þig(!) En konan fékk ekki skilnað nema eftir flókin mála- ferli. I fornum sögum íslenzkum eru frásagnir þarsem lýst er skilnaði á mannfundum, s.s. í Njálu þegar Þráinn tekur Þorgerði að Gijótá Glúmsdóttur í brúðkaupi Hallgerðar móður hennar og Gunnars á Hh'ðar- enda en Hallgerður hafði fest sig sjálf. I Gísla sögu Súrssonar er þó athyglisverðari kafli um sjálfstæði kon- unnar, en þar segir undir lokin: „Eftir þetta nefnir Þórdís sér votta og segir skilið við Börk bónda sinn og kveðst eigi mundu koma í sama rekkju honum síðan, og það efndi hún.“ Svipuð frásögn er einnig í Eyrbyggju. Konan í Aþenu var litlu betur sett en þræll, en hér heima var hún húsbónda ígildi einsog lesa má út úr mörgum sögum, og gat ekki síð- ur en karlmaður verið drengur góð- ur. En jafnvel Aristóteles telur að óréttlát skipan þegnréttar í grísku umhverfi gullaldar sé eðlileg; kon- ur, þrælar og útlendingar áttu ekki upp á pallborðið. En þrátt fyrir misfellurnar bjó grískt samfélag yfir fyrirheitum sem vestrænar þjóðir nutu síðar góðs af. í fomíslenzku umhverfi hafði • konan, eða húsfreyjan, góð tækifæri til að stjórna því sem hún vildi. Oft ákveða konur hveijum þær giftast jafnvel þótt gengið sé þvert á vilja föður þeirra. Grísk kona stjórnar afturámóti hvorki heimili sínu né öðrum þáttum þjóðfélags- ins. Hún getur stjórnað tilfinning- um karlmannsins, aðvísu, rétteins- og í íslendinga sögum, og orðið hreyfiafl harmleiks, en þá er það ekki vegna þjóðfélagsaðstæðna, heldur ásta og ástríðna. Kona Ag- amemnos tók sér elskhuga meðan hann iðkaði hetjuskap sinn þarsem örlögin áttu stefnumót við hugrekki hans og karlmennsku, en með því braut hún frumskyldu eiginkonu.nn- ar og týndi lífi. Þótt við höfum frásagnir af fjöl- lyndi karla á sturlungaöld fer fáum sögum af því að konur hafi látið undan freistingum sínum enda allt- aðþví dauðasynd. Sturla Sighvats- son hafði augsýnilega mikla ást á Solveigu en það breytti engu um afstöðu hans til fylgikonunnar Vig- dísar sem fæddi honum aðsóps- mikla dóttur, en giftist öðrum manni síðar. í þríleik Æskilosar um Oresteia er fjallað um fyrrnefnt ástardrama og hvernig Agamemn- on er drepinn en Orestes hefnir föður síns með því að drepa Klyt- emnestru, móður sína, og ástmann hennar, Ægisþus, með aðstoð Elek- tru, systur sinnar, og nýtur vel- þóknunar Aþenu sjálfrar því full- nægja verður réttlætinu hvaðsem það kostar. Sagan geymir mörg dæmi þess að karlmenn elski tvær konur í einu. í íslendinga sögu Sturlu Þórðarson- ar er fegursta ástarsaga bókmennt- anna skrifuð í nokkrum tilfallandi orðum, Hvort þeir gerðu ekki Sol- veigu? segir frændi hans og nafni Sturla Sighvatsson þegar honum er sagt frá Sauðafellsför Vestfirð- inga. Ástarsaga þeirra Solveigar er jafn fáorð og hún er eftirminni- leg. Samt elskaðLSturla einnig aðra konu, óþekkta. í sögu hans segir einungis að hún hafi heitið Vigdís. Þögnin umhverfis þetta nafn er áhrifamikil, en segir þó sína sögu. Þráttfyrir allan ofstopann var hjartarými sturlunga harla mikið. Rammkaþólskir drepa þeir and- stæðinga sína með köldu blóði eins- og heiðingjar. En þeir minna þá einnig á heiðingjana að því leyti að þanþol hjartans er mikið. Þeir höfðu rúm fyrir fleiri konur en eina. Það höfðu heiðnir menn einnig. En sturl- ungar höfðu einungis hjartarými fyrir einn guð. Kristur nægði þeim. En heiðingjarnir gátu hýst marga guði í hjarta sínu. Þeir voru jafntrú- ir Frigg og Freyju. Og þeir ortu um þær. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. nóvember Ú VAR TÍÐIN AÐ SÓS- íalistar töluðu mikið um réttlæti. Það var engu lík- ara en þeir teldu sig hafa einhvers konar einkarétt á réttlætinu. Þeir böðuðu sig í þessu réttlæti marxism- ans en sagan hefur nú sýnt að það hefur haft í för með sér svo alvarlegar þjóðfélagshörmungar víða um heim, að vafamál er, hvort land eins og Rússland á eftir að ná sér eftir þau ósköp. Það er að sjálfsögðu til réttlæti þó að ekki sé það beinlínis í tengslum við marx- isma í augum þeirra, sem hafa horft upp á þessa þjóðfélagskenningu hrynja eins og spilaborg og skilja eftir sig þá ógnarfá- tækt sem rússnesk alþýða má búa við nú um stundir. Þetta réttlæti er með ýmsum hætti þótt ekki sé það afstætt á nokkurn hátt. Morgunblaðið hefur t.a.m. haldið því fram að framsal kvóta eins og því er nú háttað og tilraun til eignarréttar á þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar bijóti svo mjög í bága við allt réttlæti, að ekki verði við unað. Eða hvað mundu menn segja ef Norðmenn hefðu tekið upp á því að gefa olíuauðinn einstaklingum og örfá- um fyrirtækjum, svo að þeir gætu selt hann og baðað sig í olíusólinni fyrir fram- an nefið á norsku þjóðinnni? Ætli þá hefði ekki hvinið í tálknunum? Nei, Norðmenn höfðu vit á því að nota olíuauðlindina í því skyni að bæta hag allrar alþýðu í Noregi, greiða niður skuldir og hamla gegn óvæntri sóun og lúxus þeirra sem hreppt hefðu hnossið. Auðlindin hefur verið notað í þágu allrar þjóðarinnar og farið vel á því, án átaka eða pólitískra deilna, enda er hún sameigin. Engum hefur dottið í hug að gera athugasemd við það. Það hefði þótt saga til næsta bæjar, ef olíuauðurinn hefði verið framseldur einstaklingum og félögum, hann hefði orðið eign þeirra og þeir sem hefðu fengið hann að eins konar gjöf frá norsku þjóðinni eða Stórþinginu hefðu get- að selt hann, veðsett og erft. Norðmenn hafa haft vaðið fyrh neðan sig. Þeir hafa þekkt sinn vitjunartíma. Þeir hafa vitað að ekki er hægt að gefa eign annarra, ekki hægt að framselja hana, ekki hægt að veðsetja hana eða erfa. Sem sagt, það er ekki hægt að framselja ein- staklingum það sem er sameign þjóðar eða ríkis. Þetta höfum við samt gert án þess að blikna. Við höfum leyft einstaklingum og fyrirtækjum að ráðskast með sameiginlega auðlind, framselja hana eins og hveija aðra eign, jafnvel gert kröfu til þess að hún sé framtalsskyld eins og hver önnur eign! Og útgerðin greiðir hátt markaðsverð fyrir kvóta, einskonar auðlindaskatt sem rennur til þeirra sem hafa fengið auðlind- ina ókeypis! Og samt er því haldið fram að hún hafi ekki bolmagn til að greiða leigu eða gjald til réttra eigenda!! Allt er þetta með ólíkindum! Það er að vísu rétt að markaðsverð ráðist af framboði og eftir- spurn, en afgjaldið á að renna til eigand- ans. Þekktir fræðimenn hafa jafnvel skrif- að lærðar ritsmíðar um það, að menn geti eignazt auðlindina sem eins konar hagnýt- ingareign með því að nýta hana. Þannig ættu þær ferðaskrifstofur sem hafa haldið uppi ferðum á hálendið að eignast það, þegar ákveðið verður að afmarka þennan dýrmæta fjársjóð allra íslendinga og breyta honum í takmarkaða auðlind með þeim hætti, að settar verði ákveðnar regl- ur um umgengni og aðgang að þessari viðkvæmu sameiginlegu eign okkar allra. En svo er guði fyrir að þakka, að það kemur væntanlega aldrei að því, að þessi eign verði framseld þeim, sem hafa gert út á hana og hagnazt á því á undanförnum áratugum. MORGUNBLAÐIÐ lagði ekki í upphafi höfuðáherzlu á af- notagjöld eða veiði- gjald, heldur sé auðlindin háð því siðferðilega aðhaldi sem er forsenda réttlætis. Ef réttlætiskröfunni Siðferðilegt aðhald væri fullnægt, hlyti það að vera stefna okkar, að þeir veiddu fískinn sem hæf- astir væru til þess og þeir nýti hann og selji sem kunna það öðrum betur. En þá verður forsendan að vera í lagi. Það er sjálfsagt rétt sem fulltrúi sjávarútvegsins á Hjaltlandi sagði í samtali við Morgun- blaðið ekki alls fyrir löngu, að fiskveiði- stjórnunarstefna okkar Islendinga hefði skilað árangri og hagfræðilega séð mætti telja hana vel viðunandi. En þegar rang- læti er annars vegar, geta peningar og hagfræðistefna ekki ráðið ferðinni. Hag- fræði sem byggist á ranglæti getur ekki verið neinum þóknanleg, hvað þá farsæl, og skiptir þá engu hvort hún hefur í för með sér hagnað fyrir þann sem nýtur góðs af henni eða ekki. Einræðisstefnur hafa ekki þótt siðferðislega réttlætanleg- ar, þótt þær hafí getað státað af efnahags- legri hagsæld. Morgunblaðið hefur lagt höfuðáherzlu á, að forsenda fiskveiðistefnu okkar sé réttlæti, en á það hafa fæstir lagt áherzlu, sem um málið hafa fjallað. Sízt af öllu þeir hagfræðingar eða lögfræðingar, sem tekið hafa til máls um þann vanda sem við blasir. Það ber að harma. Og þeir eru því miður ekki einir um að gleyma því, hvort það sé rétt eða ranglátt að höfuðauð- lind þjóðarinnar sé af henni tekin og hún færð einstökum útgerðarmönnum á silfur- diski eins og hver önnur gjöf; jafnvel brösk- urum! Það hafa því miður margir litið fram- hjá þessu, einnig ýmsir þeirra sem hafa gagnrýnt kvótaframsalið - og þá gert það á þeim forsendum að aðrir hagnist um of. En það er ekkert eðlilegra en menn hagn- ist á því sem þeir eiga og ávaxta með sómasamlegum hætti. Þeir, sem stjórna vel sínum fyrirtækjum, eiga að hagnast vel. Þeir sem sýna útsjónarsemi og fram- sýni eiga að fá sína umbun fyrir það. Hagnaður þeirra kemur öðrum til góða og ekkert er nauðsynlegra en vel rekin fyrirtæki á íslandi skili miklum hagnaði handa eigendum sínum - og þá einnig að sjálfsögðu alþýðu manna. En það hlýtur að vera ranglátt að menn hagnist á því sem aðrir eiga eins og hagnaðurinn stafi af þeirra eigin eign. Þannig er því farið um kvótann. Þeir, sem selja hann, eiga hann ekki. Og þeir, sem kaupa hann, kaupa hann af þeim sem eiga hann ekki. Öðru máli gegndi, ef þeir leigðu hann af eigend- unum; þ.e. þjóðinni, eða fulltrúa hennar, ríkinu. Þá væri öllu réttlæti framfylgt og þá gætu þeir valsað með það, sem þeir hefðu greitt fyrir, eins og þeir kysu sjálfir. Það er af þessum sökum, sem Morgun- blaðið hefur hvatt til þess, að veiðileyfa- gjald verði tekið upp. Það er einungis og einfaldlega í því skyni að einhveiju rétt- læti sé framfylgt og þeir, sem fá afnot af kvótanum, nýti hann með fullri heimild eigandans, í þessu tilfelli þjóðarinnar sjálfrar sem samkvæmt lögum hefur yfír þessari auðlind að ráða. Þannig væri réttlætinu framfylgt. En ef menn gætu bent á einhveija aðra betri leið til að framfylgja réttlætinu, væri Morgunblaðið opið fyrir því. En meðan enginn hefur bent á slíka úrlausn hlýtur athygli okkar einkum og sér í lagi að bein- ast að veiðileyfagjaldi í einhverri mynd. SÚ ER ÁSTÆÐA þess, að í upphafí þessa Reykjavíkur- bréfs var talað um réttlætið og Alþýðu- bandalagið, að á nýafstöðnum lands- fundi bandalagsins var engin afgerandi stefnumörkun í físk- veiðistjórnunarmálum og sýndist þar raunar sitt hveijum. Ýmist gufuðu tillögurnar upp eða voru sendar til miðstjómar sem virðist vera einhverskonar pappírskarfa flokksins! Þar á bæ gátu menn sem sagt ekki samein- azt um réttlætið. Þeir gátu ekki sameinazt gegn því, að einstök fyrirtæki eða einstakl- ingar gætu náð undir sig þeirri auðlind sem er forsenda allrar hagsældar á íslandi. Þeir gátu ekki einu sinni blásið í herlúðra Samræming- án grund- vallar- markmiða Morgunblaðið/RAX AHOFN BARUIS 364 UNDIRBYR LONDUNIGRINDAVIK gegn kvótabröskurum - og ranglætinu! Þar voru að vísu lagðar fram ýmsar ályktanir, t.a.m. um nefndarskipun til að kanna hvem- ig „staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar með hlið- sjón af þeim gjöldum sem fyrir eru“ og „réttlátri skiptingu afrakstursins, m.a. til að styrkja byggð um landið“; önnur ályktun um aðra nefnd sem skilgreini „með skýram hætti þær auðlindir sem eru sameign þjóð- arinnar“ og hvernig með auðlindir skuli farið og hvort skuli tekið hóflegt gjald fyr- ir nýtingu þeirra; ennfremur óskir um til- löguflutning þingmanna flokksins „um breytingu á lögum um fiskveiðistjórnun", en hún skuli þá einkum fela í sér „að smá- bátum sem stunda vistvænar veiðar á grunnslóð, s.s. krókaveiðar, verði veitt auk- in veiðiréttindi“; ennfremur ályktun um eignarrétt þjóðarinnar á auðlindum íslenzka hafsvæðisins eins og komizt er að orði, réttlæti gagnvart byggðarlögum, sjómönn- um, fiskvinnslufólki og útgerðaraðilum, en ekki endilega gagnvart íslenzku þjóðinni, þ.e. eigandanum sjálfum; umgengni, ha- græðing og rannsóknir - en ekkert af þessu fjallar um kjarna málsins, forsendu deilna og átaka og ástæður þess, að kvótaframsal eins og því er tiú háttað er eins og þyrnir í holdi íslenzks almennings: ranglætið sjálft. í einni tillögunni að ályktun um sjávarút- vegsmál segir m.a. „að landsfundurinn lýsi yfir stuðningi við framvarp um að núgild- andi fiskvoiðilöggjöf falli úr gildi árið 2002 og að nýtt fískiveiðistjórnkerfi taki þá við, sem samræmist grundvallarmarkmiðum Alþýðubandalagsins á þessu sviði“. En hvernig er hægt að samræma eitt- hvað grandvallarmarkmiðum, sem era ekki til! Veit einhver hver era grandvallarmarkm- ið Alþýðubandalagsins? Alþýðuflokkurinn hefur veiðileyfagjald að markmiði, og innan bæði Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks hafa að undan- förnu komið fram sveigjanlegri sjónarmið. Þá ber að fagna þeirri yfírlýsingu Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi í dag, laugardag, að ekki eigi að vera vandaverk að ná sáttum í þessu máli eftir að umræður um það hafa komizt á skaplegra plan að hans mati. Þá má varpa fram þeirri spurningu, hvort Kvennalistinn hafí lagt áherzlu á réttlætið í tengslum við fiskveiðistjórnunina og hvernig hann hyggst sjá því farboða, án tengsla við byggðastefnu og efnahagsmál. Nei, réttlætishugtakið virðist ekki vera fyrsta og síðasta markmið þeirra, sem þjóðin hefur falið þingsetu og landstjórn. Það eru önnur sjónarmið, sem þar ríkja og einkum efnahags- og hagsstjórn. Hún er að vísu ágæt svo fremi sem hún geng- ur ekki þvert á hugmyndir almennings um réttlæti og kröfur hans þess efnis, að því sé fullnægt. Merkur hugsuður sagði á sínum tíma að engin lög festust í sessi önnur en þau, sem þjóðin samþykkti eða væri nokkurn veginn sátt við. Lög sem væru ólög í huga almennings, væru til einskis nýt. Lögin um framsal kvóta og markaðssölu á fölsk- um forsendum eru því miður með því marki brennd. Að vísu komu fram tillögur á lands- fundi Alþýðubandalagsins þess efnis, að frjálst framsal kvóta verði afnumið og hóflegt gjald eða leiga innheimt af þeim aðilum sem stunda fiskveiðar, einnig talað um sægreifa, veiðiheimildir leigðar og leig- an greidd af afla við löndun o.s.frv. En engin þessara tillagna var tekin svo alvar- lega, að hún væri afgreidd eða sýnt í verki að flokkurinn hefði almennan áhuga á réttlæti gagnvart þjóðinni við fiskveiði- stjómun. Það er dapurlegur vitnisburður um flokk, sem ævinlega hefur talið sig útvalinn boðbera réttlætis á íslandi. Og það er ekki síður dapurlegur vitnisburður um verkalýðsforystuna, að hún skuli aldr- ei hafa látið til sín heyra um þessi efni, svo að á hana hafí verið hlustað. Hvað skyldi dvelja orminn langa? Væri ekki kominn timi til að menn reyndu að minnsta kosti að sættast á, að tekið yrði fyrir kvótabrask. Væri ekki kom- inn tími til að menn virtu að minnsta kosti réttlætisforsendu eignarréttar, sem merk- ur heimspekingur lagði sérstaka áherzlu á, þegar hann á sínum tíma reyndi að skilgreina eignarrétt með einhveijum hætti. „Þannig væri réttlætinu fram- fylgt. En ef menn gætu bent á ein- hverja aðra betri leið til að fram- fylgja réttlætinu, væri Morgunblað- ið opið fyrir því. En meðan enginn hefur bent á slíka úrlausn hlýtur at- hygli okkar eink- um og sér í lagi að beinast að veiðileyfagjaldi í einhverri mynd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.