Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Vínið og vinnan að skilja Talsmenn fyrirtækja á Islandi eru yfirleitt sammála um að misnotkun áfengis á vinnustöðum hafi minnkað á síðari árum og sé óvíða verulegt vandamál, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Víða hafa starfsmannastjórar frumkvæði að því að fólk leiti sér faglegrar aðstoðar. Sterkur bjór virðist ekki hafa valdið umtalsverðum breytingum í þessum efnum og yfirleitt virðist vínmenmng hafa batnað hér. AFSTAÐAN til ofdrykkju og annarrar misnotkunar á áfengi hefur gerbreyst á allra síðustu áratugum og er oft bent á að starf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímu- efnavandann, SAA, hafí markað þáttaskil. Áður gat fólk að vísu fengið meðhöndlun á sjúkrastofnunum ef allt þraut og sjálfsag- inn nægði ekki, menn voru „þurrkaðir“ á Bláa bandinu. Undir lok áttunda áratugarins hóf SÁÁ að taka við sjúklingum á meðferðarstofnunum sínum hérlendis. Sam- tökin reka sjúkrastofn- anir en margir koma einnig í eftirmeðferð á göngudeildir. Á geð- deild ríkisspítalanna fara einkum þeir sem eru mjög illa haldnir og þar hneigjast menn til að skilgreina áfengis- sýki einfaldlega sem geðrænan sjúkdóm, einn af mörgum og oft í tengslum við aðra geð- ræna kvilla. Fleiri stofnanir ann- ast áfengissjúklinga en áðurnefndar tvær eru langumsvifamestar. Fyrir 20 árum voru að jafnaði haldnir fjórir AA-fundir fyrir óvirka alkóhólista á landinu árlega, núna hátt í 300. Ráðamenn SÁA vilja að litið sé á áfengissýki sem sérstakan sjúkdóm og þvi beri að meðhöndla hann sem slíkan. Ekki er reynt að gefa ráð um siðfræðilegu hliðina, hvort fólk eigi að drekka. Þar skilur mjög á milli SÁA og góðtemplara sem vilja algert bindindi, það sé eina leiðin til að tryggja sig. SÁÁ vill að hóf- drykkja sé viðurkennd sem stað- reynd, sumir séu sjúkir en aðrir þurfí einfaldlega að gæta sín á víni. Það er síðan einstaklingsbundið hvaða ráð læknar gefa skjólstæð- ingum sínum, fer eftir persónulegri afstöðu hinna fyrmefndu til áfeng- ismála. En margir þeirra taka þó undir með þeim sem vilja takmarka aðgang að áfengi og hafa áfram op- inbera stjóm á sölu- og dreifingu áfengra drykkja. Minna umburðarlyndi Umburðarlyndið hefur minnkað á vinnustöðum. Flestir kannast við óvirka alkóhólista sem hafa farið í meðferð og þekkja því þetta úr- ræði. ,Ástandið er breytt að þessu leyti, það leggjast alíir á eitt, fjöl- Már Gunnarsson skyldan, vinir og vandamenn, einnig ráðamenn fyrirtækjanna, til að ýta við fólki,“ segir Guðbjörn Bjömsson, læknir hjá SÁA. Hann telur að mestur vandinn sé nú hjá ungu fólki vegna annarra vímuefna. Þróunin sé að þessu leyti eins og í grann- löndunum. Stundum er reynt að hlífa fólki með því að segja að það sé á nám- skeiði eða í leyfi þegar það er í meðferð. Guð- björn segir að þótt rætt sé og fjallað um áfengisvandann af meiri þekkingu og hreinskilni en áður sé enn verið í feluleik. Samstarfsmenn eigi til að reyna að hylma yfir og vemda félaga sína með þögninni og geri þeim oft bjamargreiða með þessu háttalagi. Áfengissjúklingar hangi oft lengur á vinn- unni en öllu öðru, fjöl- skyldan, fjárhagurinn og heilsan geti verið farin forgörðum en reynt sé að fljóta áfram í starfí. „Mér fínnst mestu skipta hve öll áfengis- menning hefur breyst hér til batnaðar og hef það á tilfinningunni að vandinn hafi almennt minnkað í þjóðfélag- inu,“ segir Már Gunn- arsson, starfsmannastjóri hjá Flug- leiðum. Þar á bæ hafa menn í rúma tvo áratugi fylgt ákveðinni stefnu í áfengisvandamálum starfsmanna og stutt vel við bakið á þeim sem hafa farið í meðferð. Hefur fyrirtækið átt samstarf við SÁÁ í þessum efnum en í fyrstu voru menn sendir til Freeport í Bandaríkjunum. Már segir að öll umræða sé nú orðin miklu opnari um þessi mál, fordómamir minni. Vandinn vegna áfengisneyslu á vinnustað sé nú einnig orðinn hverfandi, vinnupartí séu liðin tíð. Trúnaði haldið Starfsmenn Flugleiða sem þess óska fá eitt tækifæri til að fara í áfengismeðferð á launum, hvort sem fólk er viku eða tvo mánuði í meðferðinni. En ekki er hægt að ganga á lagið og vera ýmist í af- vötnun eða í vinnu. Már segir að ekki séu gerðar skýrslur um þessi mál hjá Flugleiðum, það sé hluti af þeim trúnaði sem reynt sé að halda. Reglur um réttindi starfsmanna í sambandi við áfengismeðferð og leiðbeiningar séu ekki skriflegar en stefnt sé að því að þær verði öllum aðgengilegar á innanhússtölvuneti. „Það eru til einstaklingar sem telja sig þurfa einhveija skemmri skím, aðrir að þeir geti farið á göngudeildir, við skiptum okkur ekki af því. Reynslan er nú sú að full meðferð er það sem dugar,“ segir Már. Enn eitt dæmið um breytt við- horf em námskeið sem Flugleiðir, Reykjavíkurborg og fleiri hafa efnt til fyrir fólk í stjómunarstöðum þar sem útskýrt er hvernig taka beri á áfengisvanda starfsmanna. Handa- hóf og brjóstvit er að víkja fyrir faglegri vinnubrögðum enda getur verið mikið í húfi. Oft er búið að eyða stórfé í að kenna starfsmanni ákveðna færni sem getur orðið einskis virði ef hann verður óstarf- hæfur. Það er því beggja hagur að reynt sé að grípa í taumana áður en það er orðið of seint. Meðferð getur verið góð fjárfesting. Ekkert áfeng’i um borð í togurunum HEIMILDARMENN blaðamanns voru sam- mála um að gerbreyting hefði orðið í áfengismál- um einnar stéttar á ís- landi; sjómanna. Sögum- ar um togarasjómenn sem voru munstraðir dauðadrukknir í landi, „sjanghæjaðir“, og vökn- uðu úti á rúmsjó tilheyra fortíðinni og voru ef til vill aðeins ýkjur. En skipin eru nú þurr, áfengis- vandamálin varla til meiri baga en á öðrum vinnu- stöðum. „Það hefur auðvitað komið fyrir að menn hafi komið drukknir til skips og þá er þeim veitt aðvörun," segir Þor- steinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja á Akur- eyri. „Brjóti menn aftur gegn sett- um reglum útgerðar verða þeir að víkja,“ segir hann. Aðrir í áhöfn sætti sig ekki við að menn hagi sér þannig enda ljóst að hættulegt get- ur verið að vinna með þeim. Hann segist halda að þessi mál séu nú yfirleitt til fyrirmyndar hjá ís- lenskum sjómönnum. Togarasjómennska og áfengi fari ekki saman og brottrekstr- arsök sé að taka áfengi með um borð í skip Samherja, af hvaða tagi sem það sé. Áfengi sé ekki lengur vandamál á íslenskum togurum. „En það kemur auð- vitað fyrir að menn verða að fara í með- ferð og þeir eru oftast reiðubúnir til þess. I flestum tilfellum koma þeir aftur til starfa enda oftast velkomnir ef þeir eru búnir að bæta ráð sitt. Það eru nokkur dæmi um þetta á hverju ári, enda er þetta eins og hvert annað þversnið af þjóðfélaginu, hjá okkur vinna á fímmta hundrað manns.“ Samherji tekur ekki þátt í út- lögðum kostnaði vegna vinnutaps í meðferð. Þorsteinn sagði að með- ferð á Vogi væri ekki neitt sem reynt væri að fela og auðvitað vissi áhöfnin hvar menn væru þegar þeir kæmu ekki aftur til skips. Rætt á opinskárri hátt en í landi Fyrirtækið sendi menn ekki beinlínis í meðferð en oft sé þeim bent á þessa leið, jafnvel með nokk- uð ákveðnum hætti. Ekki megi heldur gleyma að samfélagið á hverju skipi sé lítið og þar fylgist menn vel hver með öðrum. Yfirleitt séu einhverjir um borð sem hafi glímt við áfengismisnotkun og séu virkir í AA-starfi. Menn hafí því stuðning af félögunum. Þessi mál séu jafnvel rædd á opinskárri hátt en í landi. Þorsteinn segir að nú sé það yfir- leitt orðin regla hjá Samherja að menn rói tvo túra en séu síðan einn túr í landi og því ekki mikil hætta á að leiði eða spenna safnist upp. Einnig geti menn látið einn túr duga meðan þeir eru að ljúka áfengismeðferð og ná áttum með stuðningi fjölskyldu og AA-funda. Þorsteinn Már Baldvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.