Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ h ERLEWPAR BÆKUR Kvennabúr morðingjans James Patterson: „Kiss the Girls“. Warnerbooks 1997 (fyrst útgefin 1995). 458 síð- ur. Bandaríski metsöluhöf- undurinn James Patt- erson skrifar vondar bækur og góðar bæk- ur. Hann skrifar ekkert þar á milli. Ein af vondu bókunum er „Hide and Seek“, furðuleg- ur, alþjóðlegur samsetningur sem enginn botn fékkst í. Ein af góðu bókunum er „Kiss the Girls“, verulega óhugnan- legur og hrollvekj- andi spennutryllir um ákafa leit lög- reglunnar að fjöldamorðingja sem gengur laus í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Hún er líkt og hin margívitnaða Lömbin þagna óvægin og stund- um óþægileg af- lestrar en ákaf- lega spennandi frá upphafi til enda og finnur mótvægi við hryllinginn í innilegu sam- bandi lögreglu- mannsins Alex Cross og eina fórnariambs fjöldamorð- ingjans sem sloppið hefur úr klóm hans. Saga þessi hefur nýlega verið kvikmynduð með Morgan Freeman í hlutverki Cross þessa og hefur myndin verið frumsýnd við góðar undirtektir vestra. Tveir fjöldamorðingjar Patterson skiptir bókinni í stutta kafla sem virka eins og klippingar í kvikmynd, stólar mikið á samtöl sem verða drif- kraftur sögunnar og nær að búa til hraða, ágenga og spenn- andi frásögn sem dregur les- andann inní sig og sleppir ekki svo auðveldlega út frá sér aft- ur. Sagan er ýmist sögð í fyrstu persónu frá sjónarhóli Alex Cross, sem Patterson hefur skrifað um áður, eða hún er sögð í þriðju persónu frá sjónar- hóli morðingjans. Konur um þrítugt, sem eiga það sameiginlegt að vera gull- fallegar og greindar, hafa horf- ið hver á fætur annarri að und- anförnu í nágrenni við Duke háskólann í N-Karólínu. Lík sumra þeirra hafa fundist illa útleikin en ekkert spurst til annarra. Ein þeirra er Naomi, frænka Alex. Hann á því per- sónulegra hagsmuna að gæta þegar hann ekur suður til Ka- rólínu frá höfuðborginni Was- hington, þar sem hann býr og starfar, að taka þátt í rannsókn málsins. Svo virðist sem annar fjöldamorðingi gangi laus í Los Angeles og lögreglan telur að þeir tengist jafnvel á einhvern hátt. Brátt kemur í ljós að svo virðist sem morðinginn við Duke háskólann myrði ekki all- ar konurnar sem hann veiðir til sín heldur safni þeim í eins- konar kvennabúr. Vinsælt söguefni Bandarískar spennusögur um fjöldamorðingja hafa verið mjög áberandi undanfarinn áratug eða svo, enda fjölda- morðinginn hið nýja skrímsli í bandarísku þjóðarvitundinni. Áhuginn á hinni mannlegu drápsvél sem myrðir án sýni- legs tilgangs eða ástæðu, til- viljanakennt og án vægðar til þess eins að svala óeðli sínu, endurspeglast í afþreyingar- bókmenntum og kvikmyndum. Eitt það skelfilegasta við fjölda- morðingjann er kannski að hann vekur ekki á sér athygli heldur þvert á móti fellur inn í fjöldann og leynist þar nafnlaus og sviplaus. Hann gæti verið maðurinn í næsta húsi. Ná- granninn lýsir honum yfirleitt sem mjög hæglátum manni sem var ósköp elskulegur og vildi öllum vel. Svo finnast 27 lík í garðinum hjá honum. Patterson, eins og aðrir spennusagnahöfundar sem skrifa um fyrirbærið, lætur fjöldamorðingjann hverfa inn í umhverfið og lýsir ágætlega vel brengluðum hugsunargangi hans. Hann heldur því leyndu hver fjöldamorðinginn er fram á síðustu stundu og tekst að búa til nokkra spennu í kringum það en mest keyrir hann á óhugnaðinum og hrollvekjunni og andstyggðinni sem frá hon- um stafar og hún er umtalsverð. Patterson skapar mótvægi við ljótleikann með hinum húm- aníska og skynsama Alex Cross, sem er talsvert athyglis- verð persóna, vel af guði gerður sannarlega, ekkjumaður og raunsær maður sem leggur sitt á vogaskálarnar til þess að stöðva hryllingsverkin en veit að þau munu halda áfram; hver handtaka er aðeins lítill sigur í eilífri baráttu. „Kiss the Girls“ er á margan hátt frábær spennusaga sem erfitt er að leggja frá sér. Arnaldur Indriðason vondar b'kur „erS0,1/kr,fai- * ffóðu bókunum °g eh „Kiss the Girh“ í P ™tryIUri Freeman í aðaihíutverldnm* LISTIR TOON Michiels (Iengst til hægri) og Bert van der Kamp við opnun sýningarinnar í Ingólfsstræti 8. TOON Michiels hefur lengst af starfað sem kennari í grafískri hönnun og ljós- myndun og hefur hlotið margvís- legar viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín. Verk eftir hann eru m.a. í eigu helstu listasafna Hol- lands. Michiels helgar sig nú nær eingöngu eigin listsköpun og liggja nú þegar eftir hann 10 ljós- mynda- og hönnunarbækur. Ég náði tali af þessum hógværa og brosmilda manni í Ingólfs- strætinu, innan um útsprungnar rósir sem þar prýða veggina á sýningu sem hann vann sérstak- lega fyrir okkur íslendinga nú í skammdeginu. Með honum var Bert van der Kamp tónlistarskríb- ent, en þeir félagar komu beint til Islands frá Bandaríkjunum, þar sem þeir höfðu verið á ferðalagi í 6 vikur. Mér lék nokkur forvitni á að vita hvað þeir hefðu verið að gera þar, - var eiginlega alveg viss um að það hlyti að hafa verið eitthvað spenn- andi. Þeir brostu bara og sögðust hafa verið í einskonar pílagríms- ferð sem hefði átt sér langan að- draganda. Þannig væri mál með vexti að þeir væru báðir fæddir í sama smábænum í Hollandi en hefðu vaxið þar úr grasi án þess að kynnast. Mörgum árum seinna hittust þeir fyrir tilviljun í veislu og könnuðust nógu vel hvor við annan til að hefja tal saman. Þá var Michiels orðinn þekktur ljós- myndari og van der Kamp þekkt- ur fyrir skrif sín um dægurtón- list. I þessari veislu ákváðu þeir að fara saman i pílagrímsferð til Bandaríkjanna og búa til ljós- myndabók um ferðina, Michiels myndi sjá um myndirnar og van der Kamp um textann. Síðan liðu allmörg ár eins og gengur, en hugmyndin lifði með þeim og er nú að verða að veru- leika. Michiels sagði mér að þeir hefðu báðir heillast ungir af heimi dægurtónlistarinnar í gegnum út- varpsstöðina Radio Luxembourg, sem var óhemju vinsæl stöð á þeim tíma. Þar kynntust þeir, rokki, kántrí-, jazz- og blues-tón- list, og á öldum ljósvakans unnu helstu hetjur dægurtónlistarinnar hjörtu þeirra. Orð eins og Grace- land, Nashville, Woodstock og St. Louis greyptust í vitund þeirra án þess þó að þeim fyndust þessi nöfn geta átt sér nokkurn stað í raunveruleikanum. Pílagrímsferðin til Bandaríkj- anna var því farin til að leita upp- runans; tengja þessa huglægu „Vegir liggja til allra átta“ Hollenski ljósmyndarinn Toon Michiels átti ný- verið stutta viðkomu hér á landi þar sem verið var að opna sýningu á verkum hans í Galleríi Ingólfsstræti 8. Fríða Björk Ingvarsdóttir hitti hann að máli. vídd tónlistarinnar við hlutbund- inn veruleika. Toon Michiels sagði mér að þeir hefðu ferðast tvisvar sinnum þvert yfir Banda- ríkin og hann hefði tekið fjöldann allan af myndum. Bert van der Kamp leyfði mér að glugga í litla vasakompu sem hafði að geyma athugasemdir hans um þessa helgu staði. Eg sagði þeim að ég hefði eitt sinn átt heima í litlu þorpi í Lúxemborg þar sem höfuðstöðvar Radio Luxembourg voru. Þeir ráku upp skellihlátur og sögðu að nú væri komin skýringin á því af hveiju þeir hefðu þurft að fljúga í gegnum Lúxembourg til íslands og Bandaríkjanna. Það hefði nefnilega legið miklu beinna við að fljúga í gegnum Amsterdam, - svona væri lífíð, allir vegir bæru mann í rétta átt að lokum. Ég skrifaði nafnið á þorpinu mínu í litlu kompuna og þeir sögðust nú geta lokið ferðinni á táknræn- an hátt með því að festa Radio Luxembourg á filmu. Þar sem talið hafði nú borist að vegum lífsins, sem að mörgu leyti eru svo órannsakanlegir, sagði Michiels mér að vinna hans væri oft byggð á ferðalögum í einum eða öðrum skilningi. Hug- myndin að sýningunni í Galleríi Ingólfsstræti 8 væri t.d. komin til vegna þess að þegar hann var unglingur þá ferðaðist hann reglu- lega til Englands til að vinna sér inn vasapeninga hjá manni sem ræktaði rósir. Ágæt vinátta tókst með honum og rósaræktandanum og á fullorðinsárum hefur hann stundum snúið aftur til að taka myndir af rósunum. Þessar rósir eru grunnurinn að sýningunni og eru sumar þeirra afbrigði sem vin- ur hans hefur ræktað upp sjálfur. í ljósmyndum Michiels verða rós- irnar táknmyndir orða sem hann hefur valið þeim. Þegar hann var búinn að út- skýra fyrir mér tilurð myndanna í galleríinu, sneri hann sér bros- andi að mér og sagði að sér hefði alltaf fundist mjög mikilvægt að taka sig ekki of alvarlega í list- inni. Listin væri þess eðlis að allir ættu að gera notið hennar og haft gaman af. En við vorum ennþá að ferð- ast í huganum, því Michi- els sagði mér að hann væri um þessar mundir að vinna að dagatali sem ætti rætur sínar að rekja til íslands. í dagatalinu væru 52 myndir af vegum á íslandi, einn vegur fyrir hveija viku ársins. Dagatalið „Take 2“, sem hann vann fyrir árið 1996, vakti mikla athygli og hlaut í byijun þessa árs „Graficus Relations Calendar“-verðlaunin. Við ræddum í framhaldi af þessu svolítið um íslenska vegi; hvernig sumir þeirra eru hluti af landinu, hanga í hlíðum og vinda sig upp hóla og niður dalverpi án þess að hlýða lögmálum reglustikunnar og hraðans, - og einnig um hina nýrri sem skera sig úr landslaginu og stytta sér leið í gegnum hæðir og lautir. Ég sagði Michiels frá einu ást- sælasta dægurlagi íslendinga, lagi sem lýsir vinnumáta hans svo vel, -þar sem vegir liggja til allra átta. Ég lofaði að senda honum geisladisk, svo Ellý Vilhjálms gæti hljómað hjá honum í Hol- landi á meðan hann ynni við ís- lenska vegi. Þannig lauk samtali okkar í galleríinu eins og það hófst, - á nótum dægurtónlistarinnar. ) > > I > I i t ! t I I \ I i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.