Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Að lesa í málverk II VÆNGJUÐ KONA MEÐ SKIP Gunnlaugur Scheving ÞAÐ sem vekur óskipta athygli á sýningunni, Ur smiðju lista- mannsins, á Listasafni íslands og gefur henni mannlegra yfir- bragð, er hinn mikli fjöldi frum- draga og rissa er sýna þróun hugmyndar til endanlegrar gerðar. Frumdrögin segja hverj- um þeim sem rýnir í þau, hve þróunarferlið getur verið langt og strangt, hvernig listamaður- inn veltir fyrir sér upprunalegri hugmynd, stokkar upp og Iag- færir þar til hún hefur fengið þá formrænu og traustu heild sem hann getur sætt sig við. Þau opinbera honum einnig skil- merkilega hvernig gullna sniðið tengist vinnubrögðum lista- mannsins, er allaf nálægt ásamt öðrum byggingarfræðilegum lögmálum myndflatarins. Þetta er svo í raun mikilvægasti þáttur hins sérstaka og skipulagða vinnulags sem veldur mestum heilabrotum og átökum við við- fangsefnin hveiju sinni. Þegar hugmynd er svo fullmótuð tekur útfærsla í olíu á dúk við, og þá verða oftar en ekki ýmsar breyt- ingar eins og jafnan á sér stað þegar frjór og skapandi andi er að baki pensilstrokunum. Þetta er svo hið markaða vinnulag myndlistarmanna sem hafa í sér upprunalega og innbyggða hvöt til að gera eitthvað stórt og mik- ilfenglegt, sem lyftir sálinni í háar hæðir og situr eftir í heila- kirnunni. Myndir slíkra hafa svip af einhveiju kröftugu, ris- miklu og varanlegu, minnis- merkjum, og algengasta skil- greiningin í erlendum málum er „monumentalitet“. Eftirtektarvert er svo hve út- færsla margra þessara mynd- rissa er leikandi létt en þó rök- föst. Hér leyfði Gunnlaugur frjálsu hugarfluginu að ráða för um stund, notaðist við blandaða tækni og allt sem hann hafði hendi næst; blýant, krít, túsk, vatnslit. Hins vegar tekur alvar- an og hin „mónumentala" kennd völdin er listamaðurinn útfærir þær á fleka yfirstærða í hinum klassísku olíulitum. Þetta ber vott um að með honum bjó einn- ig rík tilfinning fyrir léttum og Ieikandi vinnubrögðum í anda áhrifastefnunnar, þar sem hið skynræna og óformlega fær að leika frjálst um myndflötinn. Og þó slíkt gerist eru hin fastmót- uðu akademísku vinnubrögð jafnan merkjanleg og koma ein- mitt fram í gullna sniðinu sem er alltaf nærri, svo og hlutfalla- andstæðunum. Allt þetta kemur einna skýrast fram í sveitalífs- myndum Gunnlaugs, sem hafa yfir sér skáldlegan blæ, um leið streymir sagnaarfurinn ljóðið og söngurinn á vit skoðandans. Gott dæmi er frumrissið „Fólk að snæðingi, vængjuð kona með skip“. Hér er sem drottning fjall- FÓLK að snæðingi, vængjuð kona með skip. anna sé komin með vængi, svífi yfir haffletinum með sólina fyrir geislabaug og stýri seglbúnum bárusnara að landi. Ungur drengur dansar fagnandi með þykjustufley úr pappír í hendi við fjallsbrúnina en hundur situr makindalega að baki, skiptir myndfletinum og myndar sam- hverfu í myndheildinni, meður því að það er nákvæmlega jafn langt til beggja átta til hliðanna. Heldur sér í hæfilegri fjarlægð eins og hann sé ábyrgur fyrir öryggi og velferð fólksins og um leið jafnvæginu í myndskipan- inni. Fjallkonan gæti verið mjaltakonan eða frúin af næsta bæ í morgunslopp eða náttserk, hvunndagurinn hefur íklæðst búningi hins háleita. 011 önnur og almenn stærðarlögmál hafa verið numin úr gildi sem gerir að verkum að myndrýmið hefur yfir sér svip brotabrota sem týnd hafa verið óskipulega upp úr sarpi minninganna. Og þó sér greinilega í mótaða myndbygg- ingu, sem kemur jafnt fram í línuskurði og skiptingu mynd- flatarins. Þannig eru bæði fern- ingur og þríhyrningur gullna sniðsins í konunni, bátnum og blóminu. Lögmálin langt-stutt og lítið við mikið ganga svo um alla myndina. Listamaðurinn er þannig á fullu við að myndgera skáldaða frásögn á sértækan hátt, og hefur tekið ímynd hvunndagsins í þjónustu sína, en þetta skilgreina menn nú sem „Figura narrative“ í Frans, sem er stílheiti og hefur með goð- sögulegan hvunndag að gera þar sem frásögn og raunveruleiki fléttast saman, skarar einnig nýraunsæi hvunndagsins, „nou- velle realisme". En eins og ger- ist með mikla listamenn voru allir stílar og stílheiti fjarri sköpunarferlinu meðan á tilurð verkins stóð, hér fylgir Gunn- laugur einungis myndvísu hug- sæi í list frásagnarinnar. Húsbóndi og hjú hafa tekið sér matarhlé við hvítan dúk á grænum anganvangi. Ein konan gerir sér dælt við Auðhumlu sem stungið hefur hausnum út úr snjóskafli, hrímuðu berginu, leggur eyra að og hlustar mán- ann, en fyrir neðan fólkið grein- ir maður húsaþyrpingu, sem gæti verið Seyðisfjörður. Þannig ber myndin hvorutveggja í sér mikla nálgun og skynræna fjarvídd. I myndinni greinum við andstæðulitina rautt-grænt og blátt-gult, sem halda henni sam- an,mynda sjónrænt jafnvægi. A þennan hátt tengir Gunn- laugur Scheving sögu við mynd og mynd við sögu, sjóngerir sam- hygð sína með alþýðunni og frá- sögn af daglegu lífi og atvinnu- háttum fyrr á öldinni. Ósjálfrátt gerist hann þá mestur sjónrænn sagnfræðingur tímanna á af- mörkuðu sviði, um leið vísar hann til skáldskaparins, þjóðsög- unnar og goðafræðinnar. Það er sem virðulegur húsbóndinn með askinn milli handanna hafi nýlokið við að segja sögu sem umturnað hefur veruleikamynd- inni um stund. Enn svífa slitur frásagnarinnar samhengislaust fyrir hugskotsjónum fólksins og fylla upp myndsviðið. Þetta er Island á þessari öld, Island í þúsund sumur, raunveruleikinn, draumurinn og frásagnarlistin. Bragi Asgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.