Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Seljatunga er nokkuð landstór
jörð að fomu mati og þangað
fluttu foreldrar Gunnars Sig-
urðssonar árið 1919 en Gunnar
fæddist þar árið 1924, yngstur átta
systkina. „Foreldrar mínir kynntust
meðan bæði voru við störf í Mosfells-
sveit. Faðir minn, Sigurður Einars-
son frá Holtahólum í Austur-Skafta-
fellssýslu, kynntist Guðjóni Helga-
syni bónda í Laxnesi og vegaverk-
stjóra í vegavinnu austur í Skafta-
fellssýslu og réðst til hans vinnumað-
ur árið 1906, og var hjá honum í
fimm ár. Móðir mín, Sigríður Jóns-
dóttir frá Kalastöðum á Hvalfjarðar-
strönd, var um þær mundir ljósmóð-
ir í Kjalamesumdæmi,“ segir Gunn-
ar. Blaðamaður Morgunblaðsins
heimsótti Gunnar og konu hans Vil-
helmínu Valdemarsdóttur fyrir
skömmu á heimili þeirra að Hjarðar-
holti 3 á Selfossi. Það hús keyptu
þau þegar þau bmgðu búi í Selja-
tungu fyrir nokkmm ámm og starf-
aði Gunnar eftir það hjá Sýslusam-
lagi Arnessýslu þar til hann komst á
eftirlaunaaldur. Þau eiga dæturnar
Guðnýju, Sigrúnu, Margréti og
Laufeyju og tvo dóttursyni, annar
þeirra, Richard Wilhelm, er koma-
barn en hinn er Einar Gunnar Sig-
urðsson handboltamaður sem ólst að
mestu upp í Seljatungu.
Víkur nú sögunni aftur til ársins
1939, það ár var Gunnar Sigurðsson
fimmtán ára gamall og fór í fyrsta
skipti á pólitískan framboðsfund og
þá má segja að kviknað hafi fyrir al-
vöra sá óslökkvandi áhugi á stjóm-
málum sem verið hefur eitt helsta
inntak í lífi Gunnars, auk fjölskyldu-
lífs og bændastarfs. „Þá vora undan-
gengin kreppuár og höfðu verið
þrengingar hjá fólki. Ég minnist
þess að ég gerði mér fyrst ljósa
grein fyrir samhenginu á milli þess
hvað afurðir kostuðu og hve mikla
peninga fólk hafði milli handanna
þegar ég var níu ára og heyrði fóður
minn og fleiri bændur í réttum vera
að tala um að lambsverð væri aðeins
7 krónur og sá hvað þeir vora allir
sáróánægðir með það,“ segir Gunn-
ar. „Strax og ég fór að muna eftir
mér var ég með á hreinu að foreldrar
mínir höfðu ákveðna stjórnmála-
skoðun og hún síaðist ákaflega fljótt
inn í mig. Ég varð mjög spenntur
fyrir öllu sem laut að landsmálum.
Sem dæmi get ég sagt að tíu ára
gamall taldi ég ekki eftir mér að
ganga 5 kílómetra leið að Gaulverja-
bæ, þar sem var póststöð, til þess að
sækja blöðin ísafold og Vörð og
hlakkaði til þess alla leiðina heim
þegar pabbi myndi opna þau og ég
gæti lesið það ég helst vildi, en það
voru m.a. alls konar greinar um
stjómmál sem þar vora jafnan birtar
eftir hina mestu mektarmenn. Þá
kunni ég að hafa mikið dálæti á Jóni
Þorlákssyni, eftir að hann féll frá
kom „sjarmörinn" Ólafur Thors -
ekki var minni dýrðin hjá mér með
hann.“
Framboðsfundurinn fyrmefndi
var haldinn á Stokkseyri árið 1939.
Þjóðstjóm hafði þá verið mynduð
um veturinn og var Ólafur Thors at-
vinnumálaráðherra ræðumaður á
fundinum. „Það var i mínum ung-
lingshuga mikill stfll yfír þessum
fundi,“ segir Gunnar. „Rútubíll kom
og sótti fólkið úr Gaulverjabæjar-
hreppi sem vildi fara á fundinn og
skilaði því heim aftur að honum lokn-
um. Þetta var heilt ævintýri fyrir
mig. Ég man enn hvað einn ræðu-
maðurinn, Jón Jónsson bóndi á
Hnausum í Hraungerðishreppi
sagði, og beindi hann orðum sínum
til Ólafs Thors: „Við Sjálfstæðis-
menn ættum ekki að unna okkur
hvíldar fyrr en við fáum meirihluta á
Alþingi." Þá kallaði Ólafur Thors.
„Heyr!“ Ég var algjörlega sammála.
Helstu vinir mínir vora um þetta
leyti alveg á öndverðum meiði við
mig í pólitíkinni. Sérlega góður vinur
minn var Guðmundur Jasonarson frá
Vorsabæ, hann var árinu yngri en
ég. Guðmundur var eldheitur fram-
sóknarmaður. Við áttum í löngum og
miklum rökræðum og deildum ekki
síst um hverjir af foringjunum í
stjórnmálaunum væru fríðastir. Við
völdum nefnilega okkar hetjur tals-
vert eftir útliti. Þrátt fyrir skoðana-
muninn var Guðmundur ákaflega
góður vinur minn og er enn í dag.
Hann fór að heiman þegar foreldrar
hans hættu að búa og lærði rafvirkj-
un í Reykjavík þar sem hann býr nú.
Félagsandinn var mjög góður í Gaul-
verjabæjarhreppi. Snar þáttur í því
Morgunblaðið/Ásdís
GUNNAR Sigurðsson frá Seljatungu,
mínir létu af búskap. Með mér tók
við búsforráðum í Seljatungu Guð-
jón, bróðir minn, og bjuggum við
saman í fjögur ár þar til hann fór til
annarra starfa. I félagsbúið með mér
komu þá Sesselja, systir mín, og Vig-
fús Einarsson, maður hennar. Við
bjuggum félagsbúi saman í 23 ár. Við
Vilhelmína byggðum við íbúðarhúsið
íbúð fyrir okkur árið 1950. Við
kynntumst á heimaslóðum, hún var
frá Stokkseyri en var mikið á Rúts-
stöðum, næsta bæ við Seljatungu, en
þar bjó móðir hennar, Margrét
Guðnadóttir, og stjúpfaðir, Kristinn
Júníusson. Hjónaband okkar Vil-
helmínu hefur reynst hinn besti
ráðahagur og höfum við átt saman
góð ár. Árið 1972 hurfu þau úr bú-
skapnum Vigfús og Sesselja og tólf
áram seinna hættum við búskap og
fluttum á Selfoss. Mér fannst tals-
vert mikið erfitt að fara úr sveitinni
og fjarlægjast fólkið og staðinn, þar
sem ég hafði notið alls hins besta
trausts öll árin. Afkoma okkar hafði
verið þolanleg þótt ég væri aldrei
mikill framkvæmdamaður og jafnan
ragur við mikla fjárfestingu. Við Vig-
fús ræktuðum þó mjög mikið á okkar
sambýlisárum - samstarf okkar var
ágætt og það tók tíma að venjast
Ég var
ánægður
*
A tímum netvæðingar og alþjóðahyggju á
fólk kannski erfítt með að setja sig í spor þeirra
sem ungir að árum trúðu á sveitina sína í þeim
mæli að þeir hafa aldrei yfírgefíð hana og ekki
einu sinni langað til útlanda. Einn þessara manna
er Gunnar Sigurðsson, fyrrum bóndi í Seljatungu,
sem hér ræðir við Guðrúnu Guðlaugsdóttur
um lífíð í sveitinni á þeim tímum þegar landbún-
aðurinn var í mikilli uppsveiflu.
var Ungmannafélagið Samhygð, sem
ég gekk ungur í. Þar hafði forystu
Stefán Jasonarson í Vorsabæ. Öll
hans stjórn var með einstökum
dugnaðarblæ, hann var alltaf þessi
feiknar bjartsýnis- og áhugamaður
um áhugamál unga fólksins, og raun-
ar umhverfísins alls. Hann var for-
ingi ungmennafélagsins í marga ára-
tugi. Ég átti sæti í stjórn með honum
í nokkur ár og hafði auk þess þann
starfa í tvö ár að vera ritstjóri fé-
lagsblaðsins Vilja, sem lesið var upp
úr á fundum, það var handskrifað í
kladda, það var heilmikið verk að
vera blaðamaður við það blað.
Svolítið kom ég nærri leikstarf-
semi ungmennafélagsins og þótti
mjög gaman að því. Auðvitað var
þetta einhæft og fátæklega að þessu
staðið séð frá sjónarhóli nútímans,
en þetta þótti ljómandi í þá daga. Við
sýndum m.a. Happið eftir Pál Árdal,
ímyndunarveikina eftir Moliére og
Saklausa svallarann, ég var mjög
ánægður þegar mér var falið hlut-
verk Helga í Happinu. Ég renndi
mér líka á skautum á vetrum með
öðru ungu fólki í hreppnum, þá hátt-
aði þannig til að mjög góð skauta-
svell vora á vetrum í Flóanum eink-
um var svellið gott á Bæjarvatni í
miklum frostum, þar voru haldin
stærðar skautamót. Ég var hins veg-
ar aldrei mikill íþróttamaður að öðru
leyti. Ég reyndi íyrir mér á einu af
þeim íþróttamótum sem ungmenna-
félögin Vaka og Samhygð stóðu
löngum að, en árangurinn var ekki
glæsilegur svo ég steinhætti því. Ég
hafði ekki hinn nauðsynlega keppn-
isanda þar, en ég hafði hann hins
vegar í pólitíkinni.
hugi minn á stjómmálum fór
sívaxandi. Mér þótti gaman að
vera í því umhverfi án þess að
ég ynni stórfengleg afrek þar. Fyrir
50 áram stofnuðum við Félag ungra
Sjálfstæðismanna í Árnessýslu. Ég
var valinn til forystu þar og var við
það í níu ár. Sitthvað gerðist en fæst
af því þykir sennilega merkilegt í
dag, möguleikar unga fólksins vora
svo miklu takmarkaðri en þeir era
nú. Á tímabili langaði mig í Verslun-
ai-skólann, en það var dýrt nám og
sú löngun fjaraði út og hvarf og ég
hafði aldrei neinn trega út af því. Ég
hafði stundað mitt skyldunám en
ekki mikið fram yfir það. Eigi að síð-
ur var ég yfirleitt ánægður með mig
eins og ég var og í grundvallaratrið-
um heimakær, vildi alltaf helst vera í
Seljatungu. Ég hef stundum sagt
bæði í gamni og alvöra að kannski
hafi ég verið burtu í hundrað nætur
frá Seljatungu í sextíu ár - alltént
voru þær ekki fleiri.
Árið 1949 fóra fram haustkostn-
ingar. Þá réðst það þannig til hér í
héraði að ég, sem formaður ungra
Sjálfstæðismanna, var settur sem
fjórði maður á listann. Ég starfaði þá
í þrjár vikur á kosningaskrifstofu
flokksins í héraðinu og sentist út um
borg og bý. En í næstu kosningum
árið 1953 var ég hins vegar valinn
sem þriðji maður á lista. Fyrir ofan
mig vora Sigurður Óli og Steinþór á
Hæli. Þá var siðurinn að hafa fram-
boðsfundi í hverjum einasta hreppi.
Þegar kosningarnar sigu að hófust
framboðsfundir vorið 1953. Sigurður
og Steinþór mættu á fundina fyrir
D-listann. Nema hvað að Steinþór
forfallast. Þá sagði Sigurður Óli að
nú yrði ég að koma með sér á fram-
boðsfundina og undan því varð ekki
vikist - en ég var haldinn miklum
glímuskjálfta. Það er fljótt frá því að
segja að þegar að mér kom í annarri
umferð þá fór hver einasti út úr saln-
um nema tveir. Ekki var það upp-
GUNNAR Sigurðsson og Vilhelmína Valdemarsdóttir, kona hans.
MÁLVERK af Seljatungu í Gaulverjabæjarhreppi.
örvandi og það fór að fara um mig
heldur betur. Fundarmenn komu svo
inn um það leyti sem næsti maður
tók til máls. Á næsta fundi var aðal-
hrekkurinn við mig að þeir kölluðu
svo mikið fram í hjá mér. Á hvorug-
um þessara staða átti Sjálfstæðis-
flokkurinn fylgi að fagna að neinu
ráði og var þó flokkurinn drjúgsterk-
ur í Arnessýslu. I þessari fundaferð
minni, sem skánaði þó heldur er á
leið, fór ég þó að sjá að ég ætti senni-
lega ekki mikið erindi í innsta hring-
inn.
Þrátt fyrir þetta hélt ég áfram að
gera mitt, tók þátt í ýmsu félags-
starfi og skrifaði greinar, ég skrifaði
töluvert á þessum árum - mest um
viðhorf dagsins í stjórnmálunum.
Mál þessa héraðsins voru ekki áber-
andi í þeim skrifum, heldur lands-
málin í víðu samhengi, en auðvitað
gripu héraðsmálin inn í, ekki síst það
baráttumál að byggja hér fjórðungs-
sjúkrahús. Ekki vora uppi flokks-
deilur um það málefni sem var í raun
þverpólitískt. Það tók langan tíma að
fá þessu framgengt og mest strand-
aði á ríkisvaldinu. Þegar lengst var
komið fyrir atbeina félagsmanna og
búið var að teikna sjúkrahúsið stöðv-
aði Fjárhagsráð bygginguna. En á
endanum komst sjúkrahúsið þó upp
og hefur sannarlega gert sitt gagn í
héraðinu.
Ég tók við búskap í Seljatungu ár-
ið 1945, um vorið þegar foreldrar
breytingunni þegar því lauk, það
skapar talsvert frelsi að búa félags-
búi.
Þegar ég fór úr Gaulverjabæjar-
hreppi kvaddi ég um leið starf mitt
sem sýslunefndarmaður sem ég
hafði gegnt um langt árabil. Ég var
kosinn fyrst í sýslunefnd árið 1958
og fór með það umboð í 26 ár. Stund-
um á starfstíma mínum var talsvert
talað um þessar sýslunefndarkosn-
ingar, það var jafnan mjótt á munum
milli okkai' Stefáns Jasonarsonar í
Vorsabæ - það var gantast með
baráttu okkar í milli. Segja má að
fylgi okkar væri mjög jafnt en milli
okkar Stefáns fór aldrei nokkum
tíma styggðaryrði út af þessum
sýslunefndarkosningum. Eftir á að
hyggja get ég hins vegar viðurkennt
að mér fannst óþaifi hjá ýmsum
stuðningsmönnum hans að halda sig
svona stíft á móti mér. Ég held ég
muni það rétt að í fyrstu kosningun-
um fékk ég 43 atkvæði, Stefán í
Vorsabæ 36 og Guðmundur Jónsson
á Syðra-Velli fékk 26 atkvæði, en
hann hafði verið varamaður fyrir
Magnús Þ. Öfjörð sem þá var nýlát-
inn. Síðan starfaði ég í sýslunefnd
mér til mikillar ánægju, þar vora
góðir félagar, fyrst og fremst sýslu-
maðurinn, Páll Hallgrímsson, hann
var sýslumaður í Árnessýslu í 45 ár
og var einstakur, enginn maður sem
ég hef kynnst hefur verið neitt líkur
honum, hann var sérlega gætinn