Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 20
'VMfW/ »IT I|'Afjr'r f <:> | h 20 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Suðurskautsland íshellán Austurhluti > > S. •^jt-Suöurpóll (esturhluti wutslai Ross-i íshellai Sanae ..rjjflbuliier' JSr“tökustaðurinn < er áx!6‘39’ V sem , J einnig ét lengdar- / £ gráða Incjðlfshöföa & Afangastaður jeppamanna 0‘, 77'S 'Mckeívéý-fjöll \Suðurpóll, Patriot Hillí Leið íslensku gðngumannanna SOOkm Morgunblaðið/RAX SVÍARNIR lögðu til Magellan Meridian GPS staðsetningartæki, fyrir ofan það sést gírékompás sem er réttur, þrátt fyrir nálægð segulskautsins. Freyr og Jón tóku með sér viðbótar GPS-tæki frá Magellan og Garmin. Græna hnappaborðið við gírstöngina er fyrir sjálfstætt aukarafkerfi. Það stjórnar m.a. dælum sem flytja olíu á milli þriggja tanka. Þá má sjá tvær talstöðvar, VHF og CB. Auk þess verða leiðangursmenn með HF-stöð, Inmarsat-gervihnattasíma og fax. Morgunblaðið/RAX 220V riðstraumsrafall, 3 kW, var settur í hvorn bfl. Kassinn til hægri í farangursrýminu er spennujafnari og raf- magnstafla. Þetta rafkerfí er fyrir tölvur og vísindatæki svo sem íssjár og ísradara. Eins getur það knúið venjuleg raf- magnsverkfæri. Öllum farangri var komið fyrir í sérstökum vatnsþéttum áltöskum og ýmsu smádóti í plastkössum. Leð- urtaskan inniheldur verkfæri. Nauðsynlegt er að festa allt kyrfilega, því bflarnir steypa stömpum þegar ekið er hratt yfír óslétta ísauðnina. o o Morgunblaðið/RAX OLÍUMIÐSTÖÐ frá Ebersprecher hitar upp kælivatnið áður en bfllinn er settur í gang á morgnana. Við miðstöðina er vatnsdæla sem tryggir að öll vélin hitnar. Hægt er að kveikja á miðstöðinni með tímarofa eða handvirkt. Ef mikill kuldi verður getur verið þörf á að láta miðstöðina hjálpa til að halda hita á vélinni undir litlu álagi. Hægra megin við miðstöðina sést Gast- Ioftþjappan sem verður m.a. notuð til að dæla lofti í belgmikil dekkin. LEIÐANGURINN er á vegum Sænsku pólstofnunarinnar (SWED- ARP). Jón Svanþórsson rannsókn- arlögreglumaður hefur lengi verið áhugamaður um pólferðir og lesið mikið um landkönnuðina miklu. Hann fékk þá hugmynd að jeppar, breyttir að hætti íslenskra fjalla- manna, væru hentugir til ferðalaga um Suðurskautslandið. Af vélknún- um farartækjum þar um slóðir hefur helst verið notast við eyðslufreka og þunga snjóbíla og skjóllitla vélsleða. Jón hafði samband við SWEDARP og eftir að Svíar höfðu kynnt sér ís- lensku jeppana sannfærðust þeir um getu þeirra við erfiðar aðstæður. Jón bar hugmyndina upp við P. Samúelsson ehf. í Kópavogi, um- boðsaðila Toyota. Þar var ákveðið að dótturfyrirtækið Arctic Trucks tæki þátt í ævintýrinu og legði til tvo sér- búna Toyota Land Cruiser-jeppa. Þeir Freyr og Jón munu aka bflun- um 3-5 þúsund kflómetra um snævi- þaktar auðnir Dronning Maud-lands og hásléttuna þar fyrir ofan. Svíarnir verða með tvo Höglund- snjóbfla, aukjeppanna tveggja, og 7- 8 vélsleða. A nóttunni verður einn snjóbíllinn alltaf hafður í gangi til öryggis. Þátttaka tvímenninganna í rann- sóknarferðinni er íyrst og fremst til þess að reyna jeppa, sem breytt hef- ur verið samkvæmt reynslu ís- lenskra jeppamanna, við erfiðar að- stæður í miklum kulda. Ráðgert er að nota jeppana tvo einkum til mælinga á þykkt íshell- unnar inni á ísauðnum Dronning Maud-lands, þar sem talið er að kostir jeppanna, sparneytni og hröð yfirferð, nýtist best. Verður ekið um 1.000 km frá ísjaðrinum inn á Suður- skautslandið og hefjast borun og radarmælingar á 77°S 0°W/A. Við þessar mælingar verður notaður snjóradai- og íssjá auk þess sem bor- uð verður ein 300 m djúp hola eða tvær 150 m með kjamabor og nokkrar grynnri. Tveir verða í hvor- um bíl og verða jeppamir hlaðnir rannsóknartækjum og staðsetning- arbúnaði. Kuldaþolið aukið Freyr Jónsson, tæknifræðingur í aukahlutadeild Toyota, hefur haft veg og vanda af breytingum Suður- skautsjeppanna. Hann er starfsmað- ur P. Samúelssonar ehf. og sérfræð- ingur í jeppabreytingum, þraut- reyndur jöklafari og þekkir getu og takmarkanir sérbúinna jeppa betur en flestir aðrir. „Þessir bflar em í stómm drátt- um eins útbúnir og íslenskir breyttir jeppar, með nokkram smábreyting- um með tilliti til þess mikla kulda sem þarna er,“ sagði Freyr. Jepp- amir em Toyota Land Craiser af stærri gerðinni. Jepparnir komu frá verksmiðj- unni sérstaklega búnir til aksturs í kulda. Þeir era með yfirstærð af raf- geymum, upphitaða olíusíu, hægt að draga hlífðargardínu fyrir vatns- kassann og bflamir betur einangr- aðir. Við val á aukabúnaði og útbúnaði bflanna var tekið tillit til hins mikla kulda sem ríkir á Suðurskautsland- inu. Aðeins var valinn þrautreyndur búnaður og þekktur að lágri bilana- tíðni. Þannig var ákveðið að hafa bfl- ana með gormafjöðrun en ekki loft- púðum, sem á vinsældum að fagna í fjallajeppum. Það er ekki vitað hvemig loftpúðar duga í miklum kulda og ekki tekin sú áhætta að þeir spi-yngi þegar á hólminn verður komið. KONI Special D-höggdeyfar, með olíu sem stirðnar ekki í kulda, voru sérsmíðaðir fyrir þessa bíla. Hitunarbúnaður er á eldsneyti og í bílunum verður olíumiðstöð sem hitar kælivatn vélarinnar. í bflnum er tvöfalt dælukerfi til að flytja elds- neyti af aukatönkum í aðaltank, bæði þrautreynd hægvirk dæla og hraðvirk dæla, sem ekki er vitað hvernig reynist í kuldanum. Töluverð breyting var gerð á drif- búnaði bflsins. Skipt var um drif að framan og sett öflugra drif, 9'/2 tommu, af sömu gerð og er í aft- uröxli. Þannig er hægt að nota sömu tannhjól til niðurgíranar í báða öxla og það fækkar varahlutum. Til að þetta væri hægt þurfti Freyr að gera nokkrar breytingar á stýris- búnaði bflsins. Rafstýrðar driflæsingar eru bæði í fram- og afturöxli. Freyr telur raf- læsingarnar öruggari við erfíðar að- stæður. Þær bili minna en loftlæs- ingar og þoli betur mikinn kulda. Þótt stýribúnaður raflæsinganna bili er auðvelt að setja þær á eða taka af með handvirkum hætti. Umskipun í S-Afríku Jeppamir vora sendir héðan með Eimskip í byrjun október áleiðis til Höfðaborgar. Þar var jeppunum skipað upp að morgni 13. nóvember síðastliðins. Þeir Jón og Freyr halda héðan í dag til Stokkhólms þar sem þeir hitta sænska ferðafélaga sína. Allur hópurinn flýgur svo í kvöld til Amsterdam þar sem skipt verður um flugvél og flogið áfram til Höfða- borgar. Þar verður lent á morgun kl. 14.20 að staðartíma. í Höfðaborg verða jepparnir, dráttarkerran og fylgihlutir teknir úr gámunum og ekið um borð í ís- brjótinn Outeniqua, sem er í eigu suður-afríska sjóhersins. Skipið var smíðað í Úkraínu 1992-93 og er 166 metra langt. Það er 21 þúsund rúm- lestir og ganghraði þess 17 sjómflur. Um borð er 126 manna áhöfn. Á skipinu er m.a. þyrludekk og skýli fyrir eina Puma-þyrlu. Outeniqua er sögufrægt skip, komst í fréttirnar í vor þegar Nelson Mandela bauð Laurent Kabila, leiðtoga uppreisn- armanna í Zaire og Sese Seko, for- seta Zaire, til fundar um borð í skip- inu. Þjóðarleiðtogarnir óku um borð eftir sömu brú og íslensku jepparnir fara inn í lestar skipsins. Áætlað er að leggja úr höfn 4. desember. Siglingin upp að ísrönd- inni við Dronning Maud-land mun taka 13 sólarhringa, enda leiðin nærri 5 þúsund kílómetra löng. Tím- inn um borð verður notaður til að halda námskeið og vinna við tækja- búnað. Meðal annars mun læknir leiðangursins fræða um ofkælingu og gengið verður frá loftnetum fyrir íssjár á bflunum. Frey hlakkar ekki til þessa hluta ferðarinnar, enda segist hann verða fljótt sjóveikur. Á þessum slóðum má búast við sí- felldri brælu og miklum veltingi. Áætlað er að ísbrjóturinn komi Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson leggja í dag upp í ferð til Suður- skautslandsins. Þar munu þeir aka tveimur sérbúnum Toyota-jeppum í leiðangri Sænsku pólstofnunarinnar. Guðni Einarsson ræddi við þá félaga og kynnti sér undirbúning ferðarinnar og farskjótanna. Suðurskautslandið SUÐURSKAUTSLANDIÐ er um 14 milljónir fer- kflémetra að stærð eða nálægt því 140 sinnum stærra en ísland. Það er að mestu þakið ís og jökli, einungis um 2% landsins eru fslaus. JökuII- inn er allt að 4.700 metra þykkur og umhverfis landið flýtur haffshella. Hæstu fjöll eru um 5.000 metra há. Hitinn fer yfirleitt ekki yfir frostmark og frost hefur mælst allt niður í -f 89 gráður. Fjöldi þjóða stundar þar vísindarannsóknir og veðurathuganir. Svíar, Norð- menn og Finnar hafa haft samstarf um rannsóknir á Suð- urskautslandinu, einkum á Dronning Maud-landi, en það svæði er gegnt Suður-Afríku. Island I sama mælikvarða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.