Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 41 GUÐNI ÞORSTEINSSON + Guðni Þor- steinsson fiski- fræðingur fæddist í Hafnarfirði 6. júlí 1936. Hann lést á heimili sinu í Mos- fellsbæ 22. nóvem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans voru Laufey Guð- mundsdóttir, f. 5. maí 1910, d. 16. nóv- ember 1987, og Þor- steinn Eyjólfsson, fv. skipsijóri, f. 11. september 1906, og lifir hann son sinn. Guðni átti tvo bræður, Eyjólf Þorsteinsson, kona hans er Sig- urlaug Guðjónsdóttir, og Sigurð B. Þorsteinsson, kona hans er Kristín Halla Jónsdóttir. Fyrri kona Guðna var Ilse Ruth Thiede frá Liibeck í Þýskalandi og eignuðust þau fjóra syni. Þeir eru: 1) Þorsteinn Gunnar, kona hans er Stefanía Eiríksdóttir og eiga þau þijá syni. 2) Gerhard Olafur, hans kona er Ortrud Geissler og þau eiga þrjú börn. 3) Ronald Björn, kona hans er Bentina Guðnason og eiga þau þijú börn. 4) Axel Einar, kona hans er Sojna Scott. Axel á einn son. Guðni og Use skildu. Guðni kvæntist aftur 28. desember 1991 Guðlaugu Torfadóttur. Hennar börn eru Torfi Axelsson og á hann tvö börn; og Auður Axelsdóttir, maki Eiríkur Guðmundsson og eiga þau þijú börn. Guðni ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Flensborgar- skóla. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykja- vík 1957. Guðni lauk siðan prófi í fiskifræði frá Há- skólanum í Kiel í Þýskalandi árið 1964. Hann stund- aði framhaldsnám í veiðitækni í Ham- borg i tvö ár og starfaði að því loknu í þijá mánuði á því sviði hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Samein- uðu þjóðanna i Róm. Hann hélt síðan heim og var ráðinn deild- arstjóri veiðarfæradeildar Haf- rannsóknastofnunar frá árinu 1967. Frá þeim tíma og til dauðadags var Guðni yfirmað- ur veiðarfærarannsókna hjá stofnuninni. Hann kenndi mik- ið um veiðarfæragerð í fram- haldsskólum og við Háskólann á Akureyri. Guðni vann einnig mikið að þróun og rannsóknum á veiðarfærum með Hampiðj- unni og Netagerð Vestfjarða. Hann var í eitt ár formaður Félags íslenskra náttúrufræð- inga og skrifaði fjölda greina og ritgerða um veiðarfæri í blöð og tímarit. Útför Guðna fer fram frá Hafnarfjarðarkirlq'u á morgun, mánudaginn 1. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. Ágreiningur um skaðsemi ein- stakra veiðarfæra er ekki nýr af nálinni hér á landi; nægir þar að nefna aldarlangar deilur manna við Faxaflóa um þorskanetin, sem Skúli Magnússon flutti til landsins um miðja 18. öld. Þegar tók að sverfa að fískstofn- um á íslandsmiðum á sjötta og sjö- unda áratug, hófust íslendingar handa um stækkun fískveiðilögsög- unnar. Samtímis var ráðist í viða- miklar rannsóknir varðandi áhrif mismunandi riðils í botnvörpu og dragnót. Aukin möskvastærð dró greinilega úr smáfiskadrápi, en ekki tókst þó að stækka riðil að neinu ráði vegna andstöðu útlendinga þeirra, sem hér áttu hagsmuna að gæta. Mönnum var nú ljós þörfín fyrir ítarlegar rannsóknir á hinum ein- stöku veiðarfærum og áhrifum þeirra á nytjastofna og árið 1967 réðst Guðni Þorsteinsson að Haf- rannsóknastofnuninni til þessa starfs og stjórnaði veiðarfærarann- sóknum þar sl. þrjátíu ár. Guðni varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1957 og lagði síðan stund á nám í fískifræði við Háskólann í Kiel og lauk þaðan prófí 1964. Að því loknu vann hann í tvö ár við Institut fur Fangtechnik í Hamborg, mjög virtri rannsóknastofnun á sviði veiðarfæra og veiðitækni. Guðni var öllum hnútum kunnur varðandi tog- veiðar, enda sonur Þorsteins Ey- jólfssonar, sem var þekktur togara- skipstjóri. Þýskur starfsbróðir Guðna sagði undirrituðum, að þegar trollið rifn- aði á rannsóknaskipinu Antoni Dohrn, hafí Guðni drifíð sig á dekk og farið að bæta með hásetum, en slíkt var víst ekki algengt á þeim skipum. Eitt af fyrstu verkefnum Guðna þegar heim kom var athugun á sökk- hraða síldamótar, en samfara þeim breytingum sem urðu á göngum norsku vorgotssíldarinnar um miðjan sjöunda áratug dýpkaði hún á sér ár frá ári, og varð því að stækka næturnar og auka blýjun þeirra og hafði þetta mikinn aukakostnað í för með sér. Athyglisverðar niðurstöður fengust úr þessum mælingum, en þær komu fyrir lílið, því á næsta ári datt botninn úr veíðimum. Árið 1972 tók Giidni aftur til við þær rannsóknir á riðli á botnvörpu, sem frá var horfíð tíu árum áður. Á þessum árum höfðu gerviefni leyst náttúrleg efni af hólmi í flest- um veiðarfærum. Voru nú gerðar tilraunir með allt að 170m/m riðil í poka botnvörpu og kom í ljós mik- ill munur á samsetningu aflans á þeirri möskvastærð, sem íslending- ar urðu að sætta sig við 1963 og þeirri sem þeir gátu sjálfir ákveðið, þegar þeir réðu einir gerðum sínum í hinni nýju fiskveiðilögsögu. Á grundvelli þessara rannsókna var svo riðill stækkaður i 155m/m og sýnir reynslan að við eðlilegar kring- umstæður dró mjög úr veiði smá- físks. Margir sjómenn töldu hinsvegar að net sem skorið væri á „legg“ héldist betur opið, en slíkt net lítur út eins og reitir á skákborði og öll hom 90°. Guðni bar þannig net saman við net skorið á venjulegan hátt, en í ljós kom að því var miklu hættara við að rifna; aftur á móti hlífði það mun betur smáfiski og miðlungsfíski og aflatap því alltof mikið og því var ekki talin ástæða til að lögbinda slíkt veiðarfæri. Upp úr miðjum sjöunda áratug voru teknar í notkun stærri og stór- virkari rækjuvörpur og jukust þá mjög fískseiði og smáfiskur í rækju- afla og varð oft að banna rækjuveið- ar um lengri tíma, til mikils óhag- ræðis fyrir útgerðina. Stóð Guðni fyrir tilraunum með ýmsar gerðir af rækjuvörpum til þess að minnka seiða- og smáfískadráp. Bestur árangur fékkst með svokallaðri fískifælu, en á henni var sá ann- marki, að í hana safnaðist allskonar drasl, þari og flatfiskur. Var þessum tilraunum hætt þegar sýnt þótti að ekki var unnt að takmarka seiða- dráp án þess að draga úr veiðum. í árslok 1988 náðist hins vegar mjög góður árangur með rækju- vörpu þar sem möskvi var skorinn á legg; afli var reyndar minni en í venjulegri vörpu, en rækjan var mun stærri og einnig fékkst mjög lítið r B!óma!?úði« i öai^ðskom k v/ PossvogsUifUjugQi-ð j 554 0500 af nytjafíski á fyrsta ári. Svokallað- ir leggpokar í rækjuvörpum eru enn notaðir með góðum árangri á grunn- slóð. Hin síðustu ár beitti Guðni sér fyrir notkun seiðaskilju við rækju- veiðar á djúpmiðum og smáfiska- skilju í fískibotnvörpu, hvort tveggja með góðum árangri. Guðni stóð fyrir ýmsum sjón- varpsathugunum á hegðun letur- humars og físks gagnvart botnvörpu og dragnót. Var það gert í samvinnu við Hampiðjuna og Netagerð Vest- fjarða, en Netagerðin lagði til myndavélina. Voru gerð af þessu fjölmörg myndbönd sem komin eru á almennan markað. Þessar myndir sýna m.a. að það er einkum rykið frá hlerunum, sem smalar þorskinum inn að vörpuopinu þegar bjart er. Ýsan hagar sér á annan hátt við vörpuopið; hún lyftir sér í sjónum og fer yfir höfuðlín- una, en í næsta togi, þegar togað var í upprótinu frá því fyrra, lenti hún að mestu í ofanverðu trollopinu. Hér hefur einungis verið tæpt á nokkrum þeim rannsóknum sem Guðni stóð fyrir. Framlag hans til íslenskra fískirannsókna er mikið eins og fjölmargar greinar hans í Ægi, Sjómannablaðinu Víkingi, Sjávarfréttum, Fiskifréttum, Morg- unblaðinu o.fl. bera glöggt vitni. Árið 1979 birti hann bækling í ritum Hafrannsóknastofnunar sem hann hefndi Netfræði. Þar greinir hann frá helstu atriðum varðandi neta- garn og eiginleika þess og hugsaði sem kennslubók um efnið. Bók hans Veiðar og veiðarfæri sem út kom ári síðar fjallar um veiðitækni og öll helstu veiðarfæri sem notuð eru í heiminum. Hann kom niðurstöðum rannsókna sinna einnig á framfæri í erlendum vísindaritum, en þó eink- um á ársfundum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins, en hann tók virkan þátt í alþjóðasamvinnu á þess veg- um og gegndi þar ýmsum trúnaðar- stöðum, var m.a. formaður veiðar- færanefndar ráðsins 1983-1986. Hann var vinsæll kennari, t.d. í Tækniskólanum og Háskólanum, enda átti hann mjög auðvelt með að ná athygli áheyrenda hvar sem hann jós af sínum mikla þekkingar- brunni. Guðni var einstaklega vinsæll og virtur meðal starfsbræðra sinna, bæði innlendra og erlendra. Hann skilur eftir stórt skarð sem erfítt verður að fylla. Um leið og ég votta Guðlaugu, sonum hans fjórum, háöldruðum föður og öðrum ættingjum innilega samúð okkar Ingibjargar, vil ég þakka Guðna fyrir mikilsverð störf hans á Hafrannsóknastofnuninni, en íslenskir sjómenn eiga honum einnig mikið að þakka fyrir óþijót- andi áhuga hans á að fræða þá um niðurstöður rannsókna sem og að vekja athygli á öllum helstu tækni- nýjungum á sviði fiskveiða. Jón Jónsson. Það var sólskin og bjart hið innra með okkur bekkjarbræðrum í 6. Y sem og öðrum nýstúdentum sem útskrifuðumst frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1957. Stúdents- prófið var töluverður áfangi og opn- ^pAR.s>. 9* £ s \ákesr Fossvogi Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna Sími 551 1266 aði leiðir til áframhaldandi þroska og við áttum allt lífið framundan. Nú, að félaga okkar Guðna Þor- steinssyni, fískifræðingi, gengnum, er ljóst að hratt flýgur stund. Guðni kom til liðs við okkur í fímmta bekk og ef rétt er munað réðu heimsmennska hans og sjósókn því að nokkuð var liðið á kennsluár- ið þegar hann birtist. Fyrir var þétt- ur félagsskapur tólf bekkjarbræðra og Guðni féll fljótt inn í hópinn. Framganga hans var létt og ljúf. Hæfileikar Guðna leyndu sér ekki og hann lyfti okkar ágæta bekk í nokkrar hæðir. Handboltaliðið nálg- aðist óvænt úrslitaleiki og bridge- sveit bekkjarins, sem hann sat í, varð skólameistari. Stúdentsprófið breytti samfélagi okkar Y-bekkinga. Hópurinn dreifð- ist og segja má að félagsskapurinn hafí splundrast um hríð. Guðni fór til Kiel í Þýskalandi að læra físki- fræði. Á árinu 1957 var ekki runn- inn upp sá tími „kraftaverka" í ís- lensku fiskifræðinni, sem síðar varð. Það þurfti því dirfsku hugsjóna- manns að velja sér fískifræði sem náms- og starfsgrein og ekki síður raunsæi framkvæmdamannsins að gera veiðarfæri að sérgrein sinni. Einsýni okkar leyfði þá engin færi á að við áttuðum okkur á fyrirheit- unum sem Guðni gaf. Þó má segja að snemma hafi krókurinn beygst því vandaðar teikningar af fiskum skreyttu glósubækur hans. Eftir á að hyggja virðist hann hafa haft mikið upplag í góðan fiskifræðing og reynslan sýndi að sjóveikin var ekki að þjaka hann. Fyrir allnokkrum árum tókst okk- ur Y-bekkingum að endumýja fé- " lagsskapinn, en þá komu einnig til eiginkonur okkar. Árleg mót okkar, sem hafa í mörgu tilliti verið ólík, hafa verið skemmtileg. Glaði bekkj- arandinn úr MR hefur ekki dulist. Böndin, sem bundin voru í litla stærðfræðideildarbekknum, eru seig og hafa aldrei rofnað en styrkst frekar eftir að við fórum að hittast aftur. Guðni heitinn og kona hans, Guðlaug Torfadóttir, vom virk í hópnum. Enn og aftur nutum við samskiptanna við Guðna, ljúf- mennsku hans og vináttu. Sjóður / þeirra minninga mun ylja. Á kveðjustund þökkum við Guðna Þorsteinssyni samfylgdina og biðj- um honum Guðs blessunar. Elsku- legum samstúdent okkar, Guðlaugu, ekkju Guðna, og öðmm ástvinum hans vottum við samúð. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fíra; drottinn minn gefí dauðum ró, en hinum líkn,_ er lifa. (Ur Sólarljóðum) Bekkjarbræður úr 6. Y. + ú Móðir okkar, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 23. nóvember sl. Útförin hefur farið fram. Mjöll Einarsdóttir, Guðmundur H. Einarsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA JOENSEN, Eyjahrauni 31, Þoriákshöfn, áður búsett í Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. desem- ber kl. 15.00. Friðbjörg Joensen, Bogi Leifs Sigurðsson, Jenný Joensen, Jógvan Daníel Joensen, Eva Joensen, Ruth Dyresen, Arve Dyresen, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar og tengda- faðir, GUÐNI ÞORSTEINSSON fiskifræðingur, Grenibyggð 3, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 1. desember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar krabbameinssjúkra, sem veittu okkur ómetanlegan stuðning í veikindum Guöna. Einnig færum við Bergmáli, líknar- og vinafélagi, sérstakar kveðjur. Guðlaug Torfadóttir, Þorsteinn Eyjólfsson, Þorsteinn Gunnar Guðnason, Stefanía Eiríksdóttir, Gerhard Ólafur Guðnason, Ortrud Geissler, Roland Bjöm Guðnason, Bentina Guðnason, Axel Einar Guðnason, Sonja Scott. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR SKÚ LADÓTTUR, Fossi á Sfðu. Guð blessi ykkur öll. Jón Kristófersson, Sigfrfð Kristinsdóttir, Bjami Kristófersson, Helga Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. < i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.