Morgunblaðið - 30.11.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VINSTRI sameiningin gengur að venju, flokksbrotin skríða heim og að heiman
eftir því hvar þau telja líklegra að ná endurkjöri . . .
Lax
reyktur
í fiskeldis-
sveitinni
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
UNNIÐ að pökkun afurða í Grásíðu ehf., Ingveldur Árnadóttir
og Helgi Már Friðgeirsson taka til hendinni.
Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði
Búið að landa
100 þúsund tonnum
Fáskrúðsfírði. Morgunblaðið.
NÓTAVEIÐISKIPIÐ Bergur VE-
44 kom í gær með 800 tonn að
loðnu til Fáskrúðsfjarðar og hefur
Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði
þar með tekið á móti 100 þúsund
tonnum af síld og loðnu á þessu ári.
Bergur var fyrstur til að landa
loðnu hjá Loðnuvinnslunni þegar
fyrirtækið tók til starfa í febrúar í
fyrra.
Frá upphafi hefur Loðnuvinnslan
tekið á móti 176 þúsund tonnum.
Samkvæmt níu mánaða uppgjöri
fyrirtækisins er hagnaður af rekstri
77 milljónir eftir skatta og 109
milljónir fyrir skatta. Velta fyrir-
tækisins er 1.032 milljónir. Hluti
af loðnuaflanum fer til frystingar.
Verið er að frysta loðnu í báðum
frystihúsum kaupfélagsins.
STARFSEMI reykhúss er hafin
í fiskeldissveitinni Kelduhverfi
í Norður-Þingeyjarsýslu. Fjöl-
skyldan á Hraunbrún hefur end-
urbyggt gömul útihús á Grásíðu
og hafið þar reykingu sam-
kvæmt gömlum íslenskum hefð-
um undir nafni Grásíðu ehf.
Fiskeldi hefur verið stundað
í mörg ár í Kelduhverfi og Öxar-
firði en þar hefur þó lítið verið
unnið úr fiski. „Við höfum beðið
lengi eftir því að einhver færi
út í þetta en þegar við töldum
útséð með að það yrði, ákváðum
við að gera það sjálf,“ segir Ing-
veldur Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Grásíðu ehf. Fyr-
irtækið kaupir lax til reykingar
af Rifósi hf. sem er með starf-
semi sína skammt frá Grásíðu
og regnbogasilung af Silfur-
stjörnunni sem er í næstu sveit.
Gamlar hefðir
Grásíða endurbyggði geymslu
og hlöðu á Grásíðu í sumar og
hefur komið sér þar upp góðri
aðstöðu til flökunar, reykingar
og pökkunar. Reykingin er
byggð á verkþekkingu tengda-
föður Ingveldar, Þorgeirs
Þórarinssonar bónda á Grásíðu,
en hann hefur reykt með taði í
marga áratugi.
Á markaðnum er mikið af
reyktum laxi en Ingveldur telur
að vantað hafi taðreyktan fisk.
Vel hefur gengið að selja þó
markaðssetning sé rétt að hefj-
ast. Mikið er um að einstakling-
ar kaupi afurðir Grásíðu, sumir
mikið í einu.
Unnið er að þróun nýrra af-
urða og segir Ingveldur að ýmis-
legt komi þar til greina. Hún
segir sem dæmi að mikið sé
spurt um graflax. Einnig hefur
komið til tals að fyrirtækið taki
að sér flökun á fiski til útflutn-
ings.
MEST SELDA FERÐALEIKTÖLVA í HEIMI!
GAME BOY
Handhæg, skemmtileg, endingargóð
og fæst f fjölmörgum fallegum litum.
Gífurlegt úrval skemmtilegra leikja. §
í
l
HLJÖMCO
Fðkafen 11 Siml 568 8005
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Hættum að eldast
Stakeindir hafa
varpað ljósi á öldr-
un og sjúkdóma
ÞAÐ ERU ýmsar
leiðir sem ráðlagð-
ar eru til að halda
sér ungum og heilbrigðum
sem lengst. Stakeindir og
andoxunarefni eru orð
sem koma mjög oft fyrir
í bókinni Hættum að eld-
ast og umfjöllunin um
þessi efni vakti einmitt
forvitni þýðandans Ara
Halldórssonar.
„Ég hef lengi haft
áhuga á stakeindum og
andoxum en þetta eru efni
sem hafa varpað nýjum
skilningi á öldrun og sjúk-
dóma,“ segir Ari,
- Með hvaða hætti hafa
þau varpað nýjum skiln-
ingi á öldrun og sjúk-
dóma?
„Margir sérfræðingar
teija að bylting hafi orðið í skiln-
ingi á sjúkdómum og öldrun með
tilkomu stakeindakenningarinn-
ar. Það var prófessor við lækna-
deild Nebraska-háskóla, Denham
Harman, sem lagði fram stak-
eindakenninguna um öldrun árið
1954. Hún er í fljótu bragði á þá
leið að öldrun eigi sér stað þegar
frumur líkamans verði fyrir
skemmdum af völdum árása efna
sem kallast stakeindir (sindur-
efni). Stakeindirnar eru engu að
síður eðlilegur þáttur í starfsemi
líkamans en jafnvægi milli andox-
unarefna sem vinna gegn þeim
og stakeinda er nauðsynlegt.
Fyrst í stað var horft framhjá
þessari kenningu en nú er millj-
örðum veitt til rannsókna á öldrun
og öldrunarsjúkdómum s.s.
krabbameini og hjartasjúkdómum
og allar ber þær að sama brunni,
stakeindum."
- Hvernig næst jafnvægi milli
andoxunarefna og stakeinda?
„Það er ýmislegt hægt að gera
til að forðast of mikla stakeinda-
uppsöfnun í líkamanum eins og
t.d. að borða fæðu sem inniheldur
andoxunarefni eins og ávexti og
grænmeti og forðast fæðu sem
inniheldur mikið af stakeinda-
myndandi efni. Eitt lítið dæmi er
að borða ekki herta eða hálfherta
fitu nema í mjög takmörkuðu
magni.“
Ari segir margt í lífi nútíma-
manna sem veldur of mikilli stak-
eindamyndun. Hann nefnir sem
dæmi mengun i umhverfinu, reyk-
ingar, sólböð, óholla fæðu og
streitu.
„Andoxunarefnin stemma
stigu við eyðileggingarmætti
hinna skæðu stakeinda og þau
er að finna í ýmsum fæðutegund-
um eins og t.d. í gulrótum og
spergilkáli."
- Það er fjallað um ýmislegt
annað en stakeindir og andoxun-
arefni og áhersla lögð á inntöku
vítamína.
„Já, talið er að viss vítamín og
steinefni geti stuðlað ---------
að heilbrigðara lífi
lengur en ella. Það eru
aðallega þrjár vítamín-
tegundir sem höfundur
leggur áherslu á að
fólk taki reglulega og þau eru
C-vítamín, E-vítamín og Beta
karótín.“
- Kom þér eitthvað á óvart við
lesturinn?
„Já, aðallega hvað mikið er vit-
að um áhrif fæðu á öldrun og
sjúkdóma. Miðað við þá vitneskju
er ótrúlegt hvað almenningur veit
lítið og hvað þekkingin er skammt
á veg komin í samfélaginu og
inni á stofnunum. Það er nefni-
Halldórsson
►Ari Halldórsson er fæddur í
Reykjavík árið 1957. Hann tók
BA-próf í heimspeki frá Há-
skóla íslands og er með kenn-
aramenntun. Ari kennir inn-
hverfa íhugun og hefur áður
þýtt bókina Fullkomið heil-
brigði.
Sambýliskona Ara er Hulda
Ágústsdóttir.
Nauðsynlegt
að taka wítam-
fn reglulega
lega hægt að gera heilmikið sjálf-
ur til að fyrirbyggja sjúkdóma og
hægja á öldrun og margt af því
er einfaldir hlutir."
Það var einnig ýmis fræðsla
um fæðu sem kom mér á óvart.
Ég hafði til dæmis ekki hugmynd
um að maísolía og sólblómaolía
væru óæskilegar til daglegrar
neyslu eða venjulegtte bráðhollt."
- Hvað telur höfundurinn að
fólk geti gert til að hægja á öldr-
un?
„Neyta réttra fæðutegunda og
forðast rangan mat og höfundur-
inn fer ítarlega í fæðuval og út-
skýrir kosti og galla fæðuteg-
unda. Það er líka mikilvægt að
taka vítamin og steinefni reglu-
lega og í mátulegum skömmtum."
- Hefur þú breytt um matar-
venjur eftir að þú kynntir þér
efnið?
„Já, ósjálfrátt hefur breyting
orðið á venjum mínum. Þegar
farið er að kaupa inn vel ég frek-
ar holla fæðu eins og spergilkál,
gulrætur og hvítlauk í körfuna
mína og sleppi smjörlíki og sól-
blómaolíu.
Ég hef lengi verið hálfgerð
grænmetisæta og eftir að hafa
lesið þessa bók er ég orðinn frá-
bitnari kjöti en nokkru sinni. Þar
sem hollusta fiskmetis er talin
mikil hefur fiskneysla þó aukist
hjá mér.“
- Bent er á að nokkur atriði
standi uppúr þegar halda eigi sér
ungum og heilbrigðum sem
lengst. Hver eru þau?
„Þetta er spuming um að stilla
--------- sig inn á hollari lífs-
hætti. Það er mikil-
vægt að borða ríkulega
af grænmeti og ávöxt-
um og hafa oft físk á
borðum. Tedrykkja er
af hinu góða og ráðlegt að borða
sojabaunaafurðir. Þá er fólki ráð-
lagt að fækka hitaeiningum og
sleppa sætindum eins og kökum,
gosdrykkjum, kexi og sælgæti.
Mælt er með að fólk sneiði hjá
slæmri fitu, takmarki neyslu kjöts
en lyfti rauðvínsglasi af og til.
Að lokum mælir höfundur með
að hvítlaukur sé daglega notaður
í matreiðslu eða borðaður fersk-
ur, í töflu- eða duftformi."