Morgunblaðið - 30.11.1997, Page 23

Morgunblaðið - 30.11.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1997 23 __________LISTIR_______ „Poulenc eins og hann gerist bestur“ TÓNLIST Hljómdiskar FANTAISIE. GUÐRÚN S. BIRGISDÓTTIR OG PET- ER MÁTÉ Guðrún S. Birgísdóttir flauta & Pet- er Máté pianó. Franz Schubert: Introduktion und Variationen op 160, Caraille Saint-Saens: Romance op. 37, Gabriel Fauré: Fantaisie op. 79, Francis Poulenc: Sonata í þrem þáttum, Henri Dutilleux: Sonatine, Maurice Ravel: Piece en forme de habanera. Hljóðritun: Tæknideild Rikisútvarpsins. Upptökur fóru fram 23.-27. júní 1997 í Fella- og Hóla- kirkju. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarnason. Tæknimenn: Sverrir Gíslason og Vigfús Ingvarsson. 1997 JAPIS. HÉR höfum við verk fyrir flautu og píanó eins og þau gerast best, og þá eru Frakkarnir auðvitað fremstir í flokki (sbr. yfirskrift). í fyrsta verkinu er Schubert „goldin þakkarskuld", því að á hans tímum var flautan nánast sniðgengin sem einleikshljóðfæri. Verkið samdi hann eftir beiðni þekkts flautuleik- ara í Vínarborg um tilbrigði við lagið „Trockne Blumen“ (Fölnuð blóm) úr ljóðaflokknum Malara- stúlkunni fögru. Schubert samdi eitt stykki meistaraverk með alvar- legum inngangi sem fylgt er eftir með stefinu úr sönglaginu. Annars ríkir hér kraftur og gleði, þó glitti í djúpan og elskulegan dapurleika a la Schubert. Verkið var samt (að sjálfsögðu!) ekki flutt fyrr en að tónskáldinu látnu. Frönsku tónskáldin fimm, Saint- Saens, Fauré, Poulenc, Ravel og Dutilleux, spanna tímabilið frá miðri 19. öld til „okkar tíma“. Dutilleux semur sitt verk sem pró- verkefni við Ecole Normale de Musique 1942, en seinna átti hann eftir að starfa sem tónsmíðakenn- ari og skólastjóri við þann sama skóla. Hann er trúlega minnst þekktur fimmmenninganna (tókst mér loks að skrifa orð með 5 emm- um í lotu), enda ennþá á lífi. Er þó enginn eftirbátur hinna í tón- smíðum, enda af mörgum talinn arftaki Debussys og Ravels, sem á hér geníalt lítið stykki, ljóð án orða í habanera-formi, upphl. fyrir sópr- an og píanó. Verk Dutilleux (þ.á m. tvær sinfóníur) eru sögð vera tæknilega erfið, en vandaðar, frum- legar og fínar tónsmíðar - einsog sónatínan vitnar um fagurlega. Varla þarf að fjölyrða um hina höfðingjana. Segja má að þessir heiðursmenn séu hver öðrum betri - ekki síst í svona músík, þar sem sumir eru jafnvel betri en aðrir, svo skírskotað sé í ögn gallískan húmor fyrirsagnarinnar (höfð eftir frönsk- um gagnrýnanda, sem var að skrifa um frumflutning þessarar framúr- skarandi fínu sónötu eftir Poulenc - 1957). Og þá er að hrósa flytjendum, Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara og Peter Máté píanóleikara. Þau eru nú orðin svo þekkt hér um slóð- ir að það jaðrar við móðgun að kynna þau nánar. Ég hef áður fjall- að um Guðrúnu, þar sem hún hefur leikið á hljómdiski ásamt eigin- manni sínum, Martial Nardeau, sem einnig er frábær flautuleikari. Peter Máté hefur töluvert verið í umræðunni að undanförnu, m.a. sem meðlimur í Tríói Reykjavíkur (ásamt Guðnýju Guðmundsd. og Gunnari Kvaran). Bæði starfa þau hér sem kennarar og einleikarar og hafa oft komið fram á tónleik- um, hér og erlendis. Flutningurinn er fullur af skiln- ingi og músík. Maður biður ekki um meira. Hljóðritun er mjög vönd- uð. Hljómdiskur sem mælt er með, alveg eindregið. Oddur Björnsson Bræðurnir Ormsson sjötíu og fimm ára 1. desember 1997 Dagana 1.-2. desember... ...bjóðum við 15% afslátt af öllum vörum okkar Þér er boðið til veislu. Viðskiptavinum Bræðranna Ormsson, er boðið til veislu í tilefni 75 ára afrnælis að Lágmúla 8,1. desember, þar sem við bjóðum uppá tertu, kafifii, gos og ofl. Á boðstólum í desember verðaýmis afmœlis- ogjólatilboð, m.a. þvottavél, uppþvottavél, þurrkari, sjónvarp ofl. Allir vlðskiptavinijr fara í jólahappdrættispott. l>ú gcymir kaupnótuna og lendir í þcssum lctta jólalcik. Dregtö verður 30. desembcr Afinælishappdrætti í desember. Taktu þátt í afmælishappdrætti þar sem tólf heppnir viðskiptavinir geta unnið td. bíltæki, hleðsluborvél, skipuleggjara, myndbandstæki, geislaspilara, ryksugu ofl. ofl. Aðalvinningur er glæsifeg AEG uppþvottavél að andvirði 105.000 kr. r tan ® piomeer sharr LOEWE. ' sKO Luxor V17 ©BOSCH nema á sértilboösvörum CC24 veski fyrir CC60 veski fyrir 24 diska. 60 diska. Verð kr. 1.1 95 Verð kr. 1.895 DPC2 taska fyrir geislaspilara og 1 2 diska. CP1 taska fyrir vasadiskó og fjórar spólur. Verð kr. 1.995 Verð kr. 1.795 RDC50 standur RDA50 standur fyrir 50-1 OO fyrir 50-1 00 diska. diska. Verð kr. 1.995 Verð kr. 2.795 DP1 taska fyrir geislaspilara og geisladiska. CDT508 taska fyrir 50 geisladiska og 8 kassettur. vasaRNiR gaNga á miLLi Heima og feRöageymsLa Algjör nýjung í geisladiskageymslum. Tekur fjórum sinnum minna pláss og mjög auðvelt að finna diskana. Verð kr. 1.795 Verð kr. 2.995 ÁRMÖLA 38 SÍMI5531133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.