Morgunblaðið - 20.12.1997, Page 2

Morgunblaðið - 20.12.1997, Page 2
2 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ 5 hafa sótt um stöðu út- varpsstjóra FRESTUR til að sækja um emb- ætti útvarpsstjóra rann út á fimmtudag. í gær höfðu borist fimm umsóknir og fleiri kunna að vera á leið í pósti. Eftirtaldir höfðu sótt um: Jón Karl Helgason dagskrárgerðar- maður, Markús Öm Antonsson framkvæmdastjóri, Ómar Valdi- marsson blaðamaður, Ævar Kjart- ansson dagskrárgerðarmaður og Þorsteinn Ingimarsson nemi. -------------- Bert efstur BÓKSÖLULISTI, samantekt Fé- lagsvísindastofnunar á sölu bóka frá 11.-17. desember 1997, er á blaðsíðu 12 í Morgunblaðinu í dag. Um er að ræða heildarlista yfir tíu söluhæstu bækumar í fimm flokk- um en 25 bókaverslanir um land allt taka þátt í könnuninni. Söluhæsta bókin samkvæmt list- anum er Bert og baðstrandagell- umai' eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson. í öðru sæti er bók Davíðs Oddssonar, Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. í þriðja sæti er Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson. FRÉTTIR Langtímaáætlun í vegamálum fram til ársins 2010 lögð fram á Alþingi Bundið slitlag til allra staða með yfir 200 íbúa LÖGÐ hefur verið fyrir Alþingi þingsályktunar- tillaga um langtímaáætlun í vegamálum til ársins 2010 og er þar m.a. sett það markmið að ljúka hringveginum með bundnu slitlagi, breikka vegi og endurbyggja brýr þar sem umferð er mikil. „Vegaáætlunin bygggir á nýjum hugmyndum og við setjum okkur það mark að á næstu 13 ár- um verði búið að byggja upp og leggja slitlag til allra þéttbýlisstaða með 200 íbúa eða fleiri. Jafn- framt er miðað við að þar sem umferð er meiri en 200 bílar á dag verði allar brýr tvöfaldar og nýjar brýr byggðar þar sem burðarþunginn er ekki nægur samkvæmt Evrópustöðlum. Einnig er gert ráð fyrir að leggja bundið slitlag á helstu ferðamannavegi, sem eru einkum í Ámessýslu og Borgarfirði. Loks er gert ráð fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar á tímabilinu," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra. Hann segir að þetta hafi í fór með sér verulega aukið fé til vegamála, en samkvæmt áætluninni verður 35,3 milljarða aflað til vegagerðar árin 1999-2002, 37,2 milljarða árin 2003-2006 og 33,8 milljarða króna árin 2007-2010. Er miðað við að markaðir tekjustofnar, þ.e. bensíngjald og þungaskattur og síðar vörugjald af olíu standi undir útgjöldum við áætlunina. í því skyni verði hætt millifærslum í ríkissjóð en einungis greitt þangað 0,5% umsýslugjald af mörkuðum tekjum. Þá er áætlað að tekjustofnamir vaxi að raungildi um 1-1,6% á ári vegna aukinnar umferðar á áætl- unartímabilinu. Halldór sagði að langtímaáætlunin tæki ekki til jarðganga heldur væri gert ráð fyrir því að ákvörðun um þau verði tekin á hverjum tíma. Þ6 er gert ráð fyrir að verja 120 milljónum króna á tímabilinu til jarðgangarannsókna á Norðurlandi og Austfjörðum. Horfst í augu við vandann „Ég tel að þessi áætlun sé mjög merkileg vegna þess að hér er horfst í augu við vandann, eins og hann blasir við úti á landi, og tekin ákvörðun um að íbúar á afskekktustu stöðunum sjái það nú fyrir að þeir verði komnir í fullnægj- andi vegasamband á þessu tímabili, sem er ger- breyting og til þess fallið að auka bjartsýni og treysta byggðina," sagði Halldór. Hann sagði að einnig væri horfst í augu við vaxandi þörf fyrir umferðarmannvirki á höfuð- borgarsvæðinu og í undirbúningi væri að taka þar öðmvísi á málum en áður. Verið væri að vinna að því að fjármagna dýrustu umferðar- mannvirki á höfuðborgarsvæðinu með sérstökum hætti, svokölluðum skuggagjöldum, en fjallað var um það í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Samkvæmt langtímaáætluninni verða helstu nýframkvæmdir í vegagerð árin 1999-2002 teng- ing Norðurlands og Austurlands, fyrsti hluti Norðausturvegar milli Húsavíkur og Þórshafnar, uppbygging hringvegarins á Austurlandi, veg- tengingar við Hvalfjarðargöng, vegagerð við ísa- fjarðardjúp og á Snæfellsnesi þar sem m.a. er gert ráð fyrir nýjum vegi til Stykkishólms yfír Vatnaheiði, í stað núverandi vegar yfir Kerling- arskarð og undirbúningur að tvöföldun Reykja- nesbrautar milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Þá á að verja 200 milljónum til að endurbæta sam- göngur við Þingvelli fyrir kristnihátíð á Þingvöll- um árið 2000. Ný brú á Þjórsá Einnig er á áætluninni ný brú yfir hringveginn á Þjórsá. Sagði Halldór Blöndal að eftir að ný brú hefði verið sett yfir Botnsá í Hvalfirði væri Þjórsárbrúin sú brú á hringveginum þar sem flest slys hefðu orðið. Þá væri brúin þannig byggð að meiri háttar flutningar kæmust ekki yf- ir hana. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð- inni liggur ekki fyrir hvenær framkvæmdir hefj- ast. Einmuna veðurblíða hefur glatt Siglfírðinga á jólaföstu Götur sópaðar fyrir jólin Siglufirði. Morgunblaðið. EINMUNA veðurblíða hefur ríkt á Siglufírði undanfarið og var til dæmis ellefu gráða hiti þar í fyrra- dag. Muna elstu menn vart eftir öðru eins þótt minnugir séu. Á þessum tíma árs hafa snjó- moksturstækin yflrleitt verið nýtt til að halda helstu götum bæjarins greiðfærum en nú bregður svo við að götusópur var leigður í bæinn til að þrífa rykið af götunum. Iðnaðar- menn hafa verið kampakátir með veðurblíðuna og unnið mikið úti við. Eins hefur skreytingafólk í jóla- hug sjaldan verið eins duglegt og nú og er það mál manna að bærinn hafi aldrei verið jafnmikið skreytt- ur, bæði af fyrirfækjum og einstak- lingum, þótt sumir sakni hvítu slæðunnar. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir MYLLAN-Brauð hf. hefur gengið frá samningum við Mjólkursamsöl- una um kaup á öllum hlutabréfum í Samsölubakaríi. Bæði fyrh-tæki verða þó rekin áfram og munu þau halda áfram fullri framleiðslu undir sömu vörumerkjum og áður. í frétt frá fyrirtækjunum segir að afkoma í brauðgerð hafi ekki verið viðunandi að undanfömu og því hafi verið mikilvægt að leita allra leiða til hagræðingar. Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar, segir að samanlagt tap fyrirtækjanna tveggja á síðasta ári hafi verið um 80-90 milljónir króna. Afkoma Sam- sölubakarís hafi verið nokkru lakari en afkoma Myllunnar en þar hafi vegið þungt salmonellusýking sú sem kom upp í rjómabollum frá fyr- irtækinu. Hann segir afkomuna í ár stefna í að verða nokkru betri. Hún verði þó í járnum, Þá hafi samkeppni verið að aukast frá innflutningi, sem nemi nú um 10% af heildarmarkaði fyrir brauð. Eigendur fyrirtækjanna hafi því verið sammála um að leita yrði allra leiða til að komast hjá því að velta auknum kostnaði út í verðlag. Kom starfsfólki á óvart Aðspurður hvort hægt verði að ná einhverri hagræðingu fram með því að reka bæði fyrirtækin áfram segir Kolbeinn svo vera. Hins vegar sé ljóst að bæði fyrirtækin verði rekin áfram. „Það er full þörf fyrir framleiðslugetu beggja og fram- leiðslutæki hafa verið vel nýtt.“ Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Samsölubakarís, seg- ir að tapið á síðasta ári hafi verið 57 milljónir. I ár stefni hins vegar í 16 milljóna hagnað og bjart sé framundan í rekstrinum. „Eigendur taka auðvitað sína ákvörðun, en þetta kom öllu starfsfólki í opna skjöldu," segir Hákon. Hlutdeild sjúklinga í lyQaverði hækkar Myllan kaupir Samsölubrauð JÓLALESBÓK fylgir Morgun- blaðinu í dag. Meðal efnis í þessu sérblaði um menningu, listir og þjóðfræði má nefna: • Atburður á Þorra. Böðvar Guð- mundsson rifjar upp spaugileg at- vik úr farskólanum í Hvítársíðu. • Heimskonan Rannveig K. Þor- varðardóttir og óbirt Ijóð til hennar eftir Halldór Laxness. Höfundur er Sólveig Kr. Einarsdóttir. • Hamlet - Jólaleikrit Þjóðleik- hússins. • Caspar David Friedrich, málar- inn sem gleymdist í 100 ár. • Verðlaunamyndagáta og verð- launakrossgáta. • Nokkur veraldarundur í tóma- rúmi heimsins. Terry G. Lacy á ferð um Suður-Kyrrahaf. GREIÐSLUHLUTDEILD sjúklinga í verði lyfja hækkar um fimm pró- sentustig miðað við hámarksverð með reglugerð um næstu áramót. Samtök verslunarinnar áætla að miðað við óbreytta lyfjaveltu á næsta ári hækki lyfjakostnaður heimilanna um 300 miíljómr við þessa breytingu. Hlutur ríkisins í lyfjaverði á þessu ári verður líklega um 3,7 milljarðar króna og í fjárlögum íyrir næsta ár er gert ráð fyrir 3,9 miÚjarða kostnaði. Einar Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, segir að hækkunin sé framkvæmd til þess að markmið fjárlaga fyrir næsta ár haldist. Hann segir að mikil lækkun hafi orðið á svokölluðu vísitöluneyslu- verði lyfja sem Hagstofan mælir. Það þýðir að sá afsláttur sem veittur er í apótekum hefur skilað sér til almenn- ings. „Hann hefur ekki skilað sér að sama skapi til ríkisins. Hlutfallinu er breytt til þess að almannatryggingar r\jóti einnig góðs af samkeppni á markaðnum," segir Einar. Hann segir að engu að síður verði ríkið fyrir útgjaldaauka á næsta ári vegna lyfjakostnaðar. Fjárlög geri ráð fyrir 200 milljóna kr. hækkun á lyfjakostnaði á næsta ári. Breytingin um áramót þýði hugsanlega 300-330 milljóna kr. sparnað. Vissir hópar undanskildir Til sams konar aðgerða var gi-ipið í fyrra. Einar segir að engu að síður hafi neysluverðsvísitala lyfja lækkað verulega á þessu ári, úr 100 í mars niður í 75 í byrjun desember. Heilbrigðisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um hlut sjúklinga í lyfjakostnaði á árinu. Þar kemur einkum til hin frjálsa samkeppni og afsláttur apóteka sem ekki er fylgst grannt með. í reglugerðinni er einnig opnað fyrir þann möguleika að undanskiija vissa hópa sjúklinga, t.d. krabbameins-, nýrna- og alnæm- issjúklinga, greiðslum af lyfjum að mestu eða öllu leyti. Samtök verslunarinnar segja að breytingin leiði til þess að hlutur sjúklinga í B-merktum lyfjum hækki úr 800 í 900 kr., hluti sjúklings í lyfjaverði umfram 900 kr. hækkar úr 24 í 30%, hámarksverð sem sjúkling- ar greiða verður aldrei hærra en 1.700 kr. en var áður 1.500 kr., hlut- fall sjúklinga í E-merktum lyfjum hækkai' úr 800 í 900 kr. og greiðslu- hlutfall sjúklinga umfram 900 kr. hækkar úr 40 í 60%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.