Morgunblaðið - 20.12.1997, Page 28
28 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Forseti í
fjórðu tilraun
Kim Dae Jung, nýkjörinn for-
seti Suður-Kóreu, hefur baríst
lengi gegn ranglæti og fyrir
því að setjast á forsetastól.
Stefnumál hans eru engu að
síður að mörgu leyti óljós.
ÞRAUTSEIGJA og réttlætiskennd hafa drifið
Kim Dae Jung, nýkjörinn forseta Suður-
Kóreu, áfram í gegnum mikla erfíðleika.
Hann hefur mætt miklu ranglæti, honum
hafa verið sýnd fleiri en eitt banatilræði og
hann hefur setið í fangelsi og stofufangelsi í
á annan áratug. Nú hefur hann hins vegar
uppskorið laun erfíðis síns, 73 ára gamall.
Áhrifín af kjöri hans eru óljós, ekki síst vegna
þess að hugmyndir hans, sérstaklega í efna-
hagsmálum, eru um margt óljósar.
Stuðningsmenn Kim Dae Jung kalla hann
Nelson Mandela Kóreu og samlíkingin þykir
ekki fjarri lagi. Báðir hafa helgað líf sitt
baráttunni gegn óréttlæti og þurft að gjalda
dýru verði. Þegar Mandela hlaut friðarverð-
laun Nóbels var Kim einn þeirra sem tilnefnd-
ir voru og nú hafa báðir mennirnir verið kjöm-
ir forsetar í heimalandi, þar sem báðir mættu
áður svo miklu mótlæti.
Mandela og Kim eiga það einnig sameigin-
legt að vera fulltrúar almennings, fulltrúar
sem hafa mátt þola miklar raunir. Mandela
var haldið í fangelsi í aldarfjórðung, líf Kims
hefur oftar en einu sinni hangið á bláþræði.
Líf hans hefur verið sagt gott efni í kvik-
mynd og stuðningsmenn hans segja að vegna
ofsóknanna á hendur Kim sé hann nánast í
dýrlingatölu í huga margra.
Kim er orðinn 73 ára og barátta hans við
að komast í forsetastól hefur staðið meira
og minna í fjóra áratugi. Ástæður þess að
Kim hefur átt svo erfítt uppdráttar eru ýms-
ar. Hann er fulltrúi jafnaðarmanna og hefur
verið sakaður um að vera helst til hallur
undir kommúnistana í norðri. Andstæðingar
hans segja hann ennfremur hijáðan af „for-
setasýki"; hann hafí verið heltekinn af hug-
myndinni um að verða forseti. Þá hafa hug-
myndir hans í efnahagsmálum þótt óljósar
enda gætti áhrifa kjörs hans þegar í stað á
fjármálamörkuðum í gær.
Tvö banatilræði
Ólán Kims lá m.a. í því að óvinir hans
hafa verið valdamiklir einræðisherrar sem
virtust hafa alla þræði í hendi sér fram und-
ir lok siðasta áratugar. Þegar forsetar á borð
við Park Chung Hee, Chun Doo Hwan og
Roh Tae Woo sögðu almenningi að hata Kim
síuðust skilaboðin inn. Þetta voru mennirnir
sem gerðu Suður-Kóreu að efnahagslegu
stórveldi og þeir sem réðu yfir fjármagni
réðu flestu öðru.
Forsetakosningarnar nú báru vott um
breytta tíma í Suður-Kóreu því nú hefur
fjölmiðaöldin hafíð innreið sína. í fyrsta sinn
var sjónvarpið áhrifaríkast í kosningabarátt-
unni og telja má víst að ekki hafí verið átt
við úrslit kosninganna, eins og gerðist árið
1971, er Kim tapaði forsetakosningunum
naumlega. Óháðir eftirlitsmenn voru þá þeirr-
ar skoðunar að Kim hefði unnið slaginn, ef
ekki hefði komið til kosningasvindl andstæð-
Reuters
KIM Dae Jung, nýkjörinn forseti Suð-
ur-Kóreu, og eiginkona hans setja
reykelsi á eld sem logar til minningar
um þá sem látið hafa lífið í styrjöldum.
ings hans, Parks. Meðan á kosningaslagnum
stóð ók vörubíll á Kim, sem lifði af en hefur
haltrað síðan. Hann fullyrðir að um banatil-
ræði hafí verið að ræða. Ög í kjölfar kosninga-
sigursins sigaði Park öryggissveitum sínum
á Kim.
Honum var rænt, er hann var staddur á
hóteli í Japan, farið með hann út á sjó og
voru sveitarmeðlimir í þann veginn að drekkja
Kim er flugvél skaut viðvörunarblysi að þeim.
Kim fullyrðir að þar hafí útsendarar banda-
rísku leyniþjónustunnar verið að verki en það
hefur aldrei verið sannað. Hins vegar er full-
víst að þrýstingur bandarískra stjórnvalda
er ein ástæða þess að Kim hefur haldið lífí
á þeim tæpu þremur áratugum sem liðnir eru.
Fangelsi og útlegð
Árið 1980 stóðu lýðræðissinnar fyrir mikl-
um mótmælum í Kwangju í Suður-Kóreu og
var Kim einna fremstur í flokki og á meðal
þeirra fyrstu sem var handtekinn. Fjöldi fólks
var myitur en það er ekki fyrr en á síðasta
ári sem almenningur gat í raun áttað sig á
því hvað gerst hafði, er Roh og Chun, fyrrver-
andi forsetar, voru dæmdir fyrir aðild sína
að málinu.
Kim hefur eytt sex árum ævi sinnar í fang-
elsi, öðrum sjö í stofufangelsi og hálfu öðru
ári í útlegð í Bandaríkjunum. Þegar hann sat
í fangelsi fékk hann að eiga samskipti við
fjölskyldu sína með því að senda henni eitt
ritskoðað bréf á mánuði. Bréfín voru síðar
gefín út á bók sem nefnist „Skrif úr fang-
elsi“ en þar harmar Kim það m.a. hve andóf
hans gegn valdhöfum hafí gert fjölskyldu
hans erfítt fyrir. Þar kemur einnig fram trú-
arstyrkur Kims en hann er kaþólskur.
Kim voru bönnuð afskipti af stjómmálum
fram til ársins 1987. Þá bauð hann sig fram
í forsetakosningum, eins og Kim Young Sam,
fráfarandi forseti. Báðir voru andófsmenn
sem ræddu um mannréttindi, efni sem var
almenningi í Suður-Kóreu framandi.
Báðir töpuðu en Kim Young Sam vann í
forsetakosningunum 1992, sem nafni hans,
Dae Jung, bauð sig einnig fram í og í kjölfar
þess hugðist hann draga sig í hlé. Þegar
hann skipti um skoðun hafði fólk það helst
á móti honum að hann væri of gamall en
Kim lét slíka gagnrýni sem vind um eyru
þjóta. Hann hefur hins vegar heitið því að
hætta á miðju kjörtímabili og láta völdin í
hendur Kim Jong Pil, samstarfsmanni sínum.
Þá hefur Kim sagt það eitt af markmiðum
sínum að draga úr völdum forsetans.
Efnahagsmál Akkilesarhællinn?
Enginn efast um hugrekki Kims og þraut-
seigju en það sama verður ekki sagt um efna-
hagsmálin. í fyrra sendi hann frá sér bók
þar sem hann lýsti sig fylgjandi æ frjálsara
markaðskerfi en yfirlýsingar hans í kosninga-
baráttunni þóttu ekki styðja það. Hann var
fyrstur frambjóðenda til að viðurkenna þörf-
ina á efnahagsaðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins við Suður-Kóreu, en hefur ekki tjáð sig
um það til hvaða umbóta hann hyggist grípa,
svo að landið geti mætt þeim skilyrðum sem
sjóðurinn setur. Víst er að hann á erfítt verk
fyrir höndum; hann er fulltrúi verkalýðsfé-
laga, sem horfa nú fram á aukið atvinnu-
leysi og treysta því að Kim komi þeim til
aðstoðar á þeim erfiðu tímum sem nú fara í
hönd. Kim hefur enda lýst því yfir að hann
vilji semja að nýju við sjóðinn um aðstoð.
Europe Tax-free Shopping á íslandi hf.
Kaplahrauni 15 • 220 HafnarfjörÖur • Sími 555 2833
Fax 555 2823 • www.taxfree.se • ets@islandia.is
Svtma einfalt er það:
• Verslið í aðildarverslunum Europe Tax-free Shopping
• Sýnið ávísun ásamt vöru við brottför
• Endurgreiðsla í m.a. Landsbanka íslands, M Landsbanki
íslands
Keflavíkurflugvelli
Atbugið
Til að geta nýtt sér þessa þjónustu þarf að framvísa fullgildri sönnun
sem staðfestir fasta búsetu erlendis, sem gceti veri s.s.
1. Stimpill í vegabréfi (sem staðfestir búsetu í viðkomandi landi).
2. Persónuskilríki / nafnskírteini frá viðkomandi latidi
(ath. gildistíma).
3. Löggild skilríki / búsetuvottorð frá þjóðskrá viðkomandi lands.
Ef viðkomandi getur ekki framvísað einhverjum af ofatmefndum
skilríkjum (1-2-3) sem staðfesta fasta búsetu erlendis, má benda á
búsetuvottorð frá þjóðskrá / Hagstofu íslands (kostar kr. 200,-).
Endurnrelðslan er 15%
TAX
FREE
íslendlimar busettir erlendis neta nn verslað
pr nusemr er
JAX-FREE
hérá
Aðildarverslanir
Europe Tax-free Shopping eru
S50 talsins um allt land