Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 50
50 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FJÓLA
STEINSDÓTTIR
+ Fjóla Steinsdóttir
fæddist í Haganes-
v£k 15. október 1916.
Hún lést á Landspítal-
anum 12. þessa mán-
aðar. Foreldrar henn-
ar voru Steinn
Snorrason og Stein-
unn ísaksdóttir. Faðir
Fjólu dó ungur og ólst
hún upp með móður
sinni og móðurfor-
eldrum, Isaki Jó-
—i hannssyni og Sólveigu
Guðmundsdóttur á
Siglufirði, í svoköll-
uðu Brandshúsi.
Systur Fjólu eru tvær, Ólöf og
Elva Ólafsdætur. Árið 1933 flutti
Fjóla til Neskaupstaðar og stofn-
aði árið eftir heimili með Lúðvíki
Jósepssyni sem þá var kennari við
Gagnfræðaskólann þar en síðar
alþingismaður og ráðherra. Þau
Lúðvík og Fjóla eignuðust eitt
barn, Steinar íþróttakennara í
Kópavogi. Dóttir hans er Elín Sól-
veig og á hún íjögur börn.
Utför Fjólu var gerð í kyrrþey
frá Fossvogskapellu 18. desem-
ber.
Fjóla Steinsdóttir, ekkja Lúðvíks
Jósepssonar, er látin. Einhvern
veginn fínnst mér sem fráfall henn-
ar sé viss kaflaskil í sögu okkar
Norðfirðinga. Fáir einstaklingar
hafa haft jafn mikil og djúp áhrif á
þá sögu og þróun mannlífs á Norð-
fírði og Lúðvík Jósepsson og eng-
inn var að sjálfsögðu eins náinn
samstarfsmaður, vinur hans og fé-
lagi og Fjóla.
I blóma lífsins fluttist hún hingað
g. frá Siglufírði þar sem hún var fædd
og uppalin og fór að vinna í brauð-
búð Sigurðar Jenssonar bakara og
konu hans Línu Jónsdóttur, sem
einnig voru frá Siglufirði, bæði fé-
lagslegar og elskulegar manneskj-
ur. Þessi fallega unga stúlka aðlag-
aðist fljótt mannlífinu hér enda hef-
ur mér alltaf fundist Siglfirðingar
og Norðfírðingar líkir í allri fram-
komu og samskiptum við fólk.
Þetta var á svokölluðum kreppuár-
um eða snemma á fjórða áratugn-
um. Þá voru geysilega miklar hrær-
ingar og átök í félagslegu og póli-
tísku lífí landsmanna og þá ekki síst
hér á Norðfirði. Ungir hugsjóna-
menn voru í fylkingarbrjósti bar-
y áttuliðs fyrir betra og réttlátara lífi
og hér á Norðfírði var Lúðvík
þeirra foringi, ásamt þeim Bjarna
Þórðarsyni og Jóhannesi Stefáns-
syni. Sú saga hefur verið rakin all
ýtarlega í bókum og blöðum, en
kaflinn um starf eiginkonunnar,
nánasta samstarfsmanns og félaga
Lúðvíks, er að mestu óskráður.
A þessum árum fátæktar og alls-
leysis hófu þau Lúðvík búskap. Þá
strax varð heimili þeirra sem opin-
ber fundarstaður samherjanna.
Lúðvík var á þessum fyrstu árum
jafnt forustumaður í verkalýðsmál-
um sem og íþróttamálum og á báð-
um þessum vettvöngum mikil um-
brot og gróska. Að þessum málum
*
komu að sjálfsögðu fjöl-
margir, sem áttu svo til
daglegt erindi við for-
ingjann. Kom þarna
einn eftir annan og
bankaði upp á hjá Fjólu
og Lúðvíki. Oftast var
það Fjóla sem kom til
dyra jafnan glöð og
hress og svaraði erindi
komumanns oftast á
þessa leið: „Jú, það er
maður hjá honum, en
gjörið svo vel og komdu
inn í eldhúsið og fáðu
þér kaffisopa.“ Þannig
var Fjóla í gegnum öll
árin sem þau bjuggu hér á Norðfirði
sem nokkurs konar einkaritari Lúð-
víks, þar sem heimilið var flesta
daga sem fundarstaður frá morgni
til kvölds.
Eftir að Lúðvík gerðist alþingis-
maður og þau fóru þess vegna að
dvelja langdvölum í Reykjavík var
heimkoma þeirra að loknu Alþingi á
vorin eins og órjúfandi hluti af vor-
komunni. Eins og hressandi og
fagnandi andblær sem blés kjark og
bjartsýni í brjóst okkar vina þeirra
og samherja sem og fjölmargra sem
ekki áttu samleið með Lúðvíki í
pólitíkinni, sem leituðu aðstoðar
hans, en þar gerði hann engan
mannamun og heldur ekki húsfreyj-
an. Þannig hélt heimili þein-a áfram
að vera fundarstaður frá morgni til
kvöld. Með glaðlegri og vinalegri
móttöku húsmóðurinnar, sem bauð
upp á kaffisopa í eldhúsinu og ræddi
við gesti sína um daginn og veginn
meðan Lúðvík lauk fundi sínum við
þann sem fyrir var og var ekki óal-
gengt að fleiri en einn væru þarna
samtímis í „biðstofunni“.
Sem betur fer gáfu þau sér þó
alltaf nokkurra daga frí frá öllu
amstrinu sem fylgdi forustuhlut-
verldnu og var minnst einu sinni til
tvisvar á sumri farið í veiðiferð og
þá oftast til Vopnafjarðar.
Við hjónin vorum í áratugi veiði-
félagar þeirra. Það voru dýrðlegir
dagar hvort sem veitt var í Hofsá
eða Vesturdalsá.
Vopnafjörður er yndislegur stað-
ur og fólkið sem við kynntumst þar
einnig. Þær endurminningar ylja
um hjartaræturnar og gleymast
aldrei.
Þegar þau Lúðvík og Fjóla og
einkasonurinn Steinar fluttu alfarin
frá Norðfirði var byggðarlagið ekki
hið sama eftir. Eg veit að allir
Norðfirðingar hvar í flokki stjórn-
málanna sem þeir voru, söknuðu
þeirra.
Þessi fátæklegu orð eru sett á
blað til þess að þakka Fjóli hennar
störf í þágu okkar Norðfirðinga sem
voru meiri en almenningur gerir sér
grein fyrir.
Eins þökkum við Guðrún og börn
okkar margar ánægjustundir og
vináttu.
Við vottum Steinari, sonardóttur
og börnum hennar sem og öðrum
aðstandendum dýpstu samúð.
Stefán Þorleifsson.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wor-
dPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Miðbærinn í Reykja-
vík og verslunin á
höfuðborgarsvæðinu
NÚ nýverið var sagt
frá því í Morgunblaðinu
að breskt fyrirtæki
arkitekta og skipulags-
fræðinga mælti með því
við stjórnendur Reykja-
víkurborgar að unnið
yrði „eitt skipulag fyrir
allt höfuðborgarsvæð-
ið“. I undirfyrirsögn
blaðsins er þetta kallað
„ný aðferðafræði" sem
einna helst á að vera
fólgin í því að „komið
verði upp gagnagrunni
um mannfjöldabreyt-
ingar og efnahagsbreyt-
ingar svo unnt sé að
vinna skipulegar að
enduruppbyggingu miðborgarinn-
ar“. Einnig er bent á þau áhrif sem
stór verslunar- og þjónustumiðstöð
í Smárahvammi í Kópavogi geti haft
á verslun annars staðar á höfuð-
borgarsvæðinu sem „lýsandi dæmi
um vankantana í ís-
lenskum skipulagsmál-
um“. Til þess að
Reykvíkingar fari nú
ekki að halda að eitt-
hvað eigi að fara að
gera í málefnum mið-
borgarinnar núna fyrir
kosningar er það ítrek-
að að „skipulag er flók-
ið ferli sem tekur lang-
an tíma“. Lagt er til að
vel megi verja næsta
hálfa ári í að safna frek-
ari gögnum og svo sé
líka ráð að tala við
hagsmunaaðila og al-
menning og ræða öll
þessi mál enn um hríð
fram og til baka.
Er hérna eitthvað nýtt
á ferðinni?
Nú er það ekki nema sanngjarnt
að forráðamenn Reykjavíkurborgar
hafi nokkuð frjálsar hendur viðvíkj-
andi því hvaða „spámönnum“ þeir
vilja taka mark á í skipulagsmálum.
Ef þeir vilja verja tíu eða tuttugu
milljónum af útsvörum borgarbúa
til að borga enskum Abraham fyrir
skipulagsráðgjöf, þá verður það að
vera þeirra mál. Sjálfur lærði ég
bæði arkitektúr og skipulagsfræði í
Englandi og veit vel að Englending-
ar kunna ýmislegt íyrir sér í þeim
efnum, þótt sumt hafi líka farið úr-
skeiðis hjá þeim. En Englendingar
hafa líka fyrir löngu viðurkennt
þekkingarsvið skipulagsfræðinga,
meðan jafnvel Alþingi íslendinga er
ennþá þeirrar skoðunar að á þessu
sviði dugi brjóstvitið best. Ef for-
svarsmenn Reykjavíkur láta hins
vegar segja sér að þarna sé um ein-
hverja nýja aðferðafræði í skipu-
lagsmálum að ræða þá vekur það
upp fleiri spurningar en það svarar.
Sem kennari í skipulagsfræðum við
Háskóla íslands til margra ára get
Gestur Ólafsson
ISLENSKT MAL
ÖGURSTUND (síðasti hluti).
Orðabók Háskólans hefur mörg
dæmi um ögurstund, en ekkert
gamalt. Guðrún Kvaran lét mér í
té ljósrit af stórmerku seðlasafni.
Er þá fyrst til að taka að ýmis
skáld á öld okkar hafa orðið skot-
in í „ögurstundinni" og nota það
orð í verkum sínum, en því miður
ósjaldan í merkingu sem bágt er
að fullyrða um. Mér virðist merk-
ingin þó einkum tvenns konar:
stutt stund og angurstund, erfið
stund.
Nú nefni ég nokkur dæmi í ald-
ursröð skáldanna:
a) Stephan G. Stephansson (f.
1853): „Reið ég yfir Danaveldi
eina ögurstund." Mér virðist helst
að ögurstund merki þarna ör-
skotsstund.
b) Ámi Pálsson (f. 1863) kvað á
Thedóra Thoroddsen:
Oft um marga ögurstund
á andann fellur héla,
en hitt er rart, hve hýrnar lund,
er heyrist gutla á pela.
Hér virðist mér margnefnt orð
merkja „angurstund“.
c) Sigurjón Friðjónsson (f.
1867):
Með ugg um frosthríðar ögur-
stund
á ástanna norðurhöfum.
Og
A vetrarhjarans yztu ögurstund
hver eigin von er mætt með læst-
an hnefa.
Guð má vita hvað ögurstund
merkir hjá S.F., líkl. þó einna
helst „erfið stund“.
d) Pálmi Hannesson (f. 1898):
„Vinátta þeirra hefur umbunað
mér ríkulega ýmsar ögurstundir."
Þarna virðist ögurstund merkja
erfið stund.
e) Halldór Laxness (f. 1902) er
næstur upprunanum í Völund-
arkviðu, um konu sem tekin var
nauðug í Gerplu: „Ingólfur lagði
mig í sæíng hjá sér eina ögur-
stund á hinum fyrrum jólum.“
f) Guðmundur Daníelsson (f.
1910): „En undarlegt er hvað mér
finnst stutt síðan allt þetta var
ekki meira en eitt sjávarfall, ein
ögurstund." Hér merkir orðið
greinilega stutt stund.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
932. þáttur
Ekkert skáldanna notar orðið,
svo óyggjandi sé, í merkingunni
örlagastund eða úrslitastund.
Þá eru mörg önnur dæmi, og
þau sem ekki gera ráð íyrir sjáv-
arföllum, sýna að orðið merkir
stutt stund, örskotsstund.
En hvaðan er þá nýja merking-
in „örlagastund", „úrslitastund"?
Eitt dæmi Orðabókarinnar gefur
upptökin til kynna. Asmund Sig-
urðsson bónda og alþingismann á
Reyðará í Lóni minnti að í Kenn-
araskólanum hefði Freysteinn
Gunnarsson þýtt orðið með ör-
lagastund, þegar hann skýrði Völ-
undarkviðu. Auðvitað var örskots-
stundin þar örlagarík.
Niðurstaða: Leyfilegt er orðum
að breyta um merkingu. En rökin
fyrir því að hætta að láta ögur-
stund merkja stutta stund og
færa það yfir í merkinguna „ör-
lagastund, úrslitastund“ eni veik
og gagnstætt flestum gildum
dæmum. Þau rök réttlæta að
minnsta kosti ekki þá útjöskun
sem þetta foma og fagra orð hef-
ur mátt sæta um sinn. Ef við vilj-
um yfirfæra merkingu orðsins frá
sjávarföllum, þá merkir það
(ör)stutt stund.
•
„Víkjum nú að því hvernig ís-
lenskan er notuð í fjölmiðlum. Það
er yfirleitt órökstutt þegar fullyrt
er að málfar í fjölmiðlum sé
slæmt. Það má heyra eða sjá
vonda málnotkun stundum í öllum
miðlum, en í þeim vandaðri og
metnaðarfyllri heyrir það til und-
antekninga. Og það fær mig eng-
inn til að trúa því t.d. að í dagblöð-
unum íslensku gerist það vegna
áhugaleysis né heldur a.m.k. á
stóru ljósvakamiðlunum. Ég
þekki t.d. vinnubrögð og viðhorf í
Ríkisútvarpinu af eigin raun og
get fullyrt að almennt hafa starfs-
menn dagskrár áhuga á góðu mál-
fari og málrækt og leggja sig
fram í þeim efnum og fá einnig til
þess visst aðhald, bæði innan
stofnunarinnar og sem meira máli
skiptir, frá hlustendum og áhorf-
endum sem eru sem betur fer
óragir við að hafa samband bæði
við einstaka starfsmenn og rit-
stjórnir og t.d. við málfarsráðu-
nautinn ef þeir telja illa farið með
málið á einhvem hátt. Oft er þar
um smekksatriði að ræða en
stundum beinlínis villur. Ég varð
ekki var við annað en að starfs-
menn Ríkisútvarpsins, sem ég
kynntist meðan ég starfaði þar,
hefðu fullan hug á að gera sitt
besta.“
(Ari Páll Kristinsson, forstöð-
um. Isl. málstöðvar; Mímir 44.)
★
Enn hefur mér borist í hendur
þrekvirki á sviði íslenskra fræða.
Rætur málsins eftir prófessor Jón
G. Friðjónsson eiga eftir að verða
mér og öðrum ótæmandi fróð-
leiksbrunnur.
★
Sigurhirti Kristinssyni á Akur-
eyri leiðist mjög sá oiVöxtur sem
hlaupið hefur í geira. Nú heita öll
möguleg svið geiri, segir hann,
t.d. „opinberi geirinn". Hann er
vanur því að hafa orðið um land-
svæði, t.d. grasgeiri, eða rönd í
horni sauðkindar, og heitir ærin
þá ósjaldan Geira. Þá man hann
eftir þessu orði í reikningi.
Geiri í þeirri merkingu, sem nú
er orðin svo tíð, er vafalítið þýð-
ing á latnesk-enska orðinu sect-
or. Umsjónarmaður tekur í
streng með Sigurhirti, að geiri er
ofnotað, á svipaðan hátt og dæmi,
sem haft er til að hvíla hugsun-
ina, um ansi margt (e. issue,
matter).
★
Ragnheiður Asta Pétursdóttir
fær stig fyrir að leiðrétta auglýs-
ingu. Hún las íyrst: „Fiskbúðin
Sörlaskjóli opnar í fyrramálið", en
svo tvisvar opnuð [= verður opn-
uð], og þá er málið orðið rétt. Og
Arni Snævarr á Stöð II fær annað
stig fyrir deilendur til góðrar til-
breytingar frá „deiluaðilar". Auk
þess mælir umsjónarmaður með
að fremur sé talað um forystu-
þjóðir en „leiðandi þjóðir“.
★
Ur himna sal nú hljóma gleðisöngvar
og húmið flýr á brott frá mannsins sál
því stjama björt hún stafar geislum
hlýjum
og stráir glæstri dýrá.
Ó, mannsins barn, þér huggun blíð er hjá
því himins Ijós er borið jörðu á.
(Þórarinn Guðmundsson:
Franskt jólalag).
Gleðileg jól.