Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 53

Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997 53' —j lv.iv JL # é ’a oii aanleg tónlitjt Öll jákvæðustu lýsingaroröin í efsta stigi duga ekki til aö lýsa úrvalinu á gjafamyndböndum í Músík Mekka, Verö allt frá kr. 899,- p.s. Frábær Disney uppákoma fyrir yngri kynslóöina á morgun k 1.15:00 fyrir utan Musík Mekkar í hinni Kringlunni. Kringlunni 4-6 * sími 533 2266 -fyrír vísitöltína AÐSENDAR GREINAR gefinn leyndardómur Guðs ríkis. Hinir, sem fyrir utan eru, fá allt í dæmisögum, að sjáandi sjái þeir og skynji ekki, heyrandi heyri þeir og skilji ekld, svo þeir snúi sér eigi og verði fyrirgefið.“ Eftirtektarvert er að í íslensku (og hebresku) merkir orðið „að hlýða“ bæði „að hlusta“ og „að gegna“. Dæmi um þessa notkun eru fjölmörg í Biblí- unni. Jesús segir: „Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því.“ Og einnig: „En sæl eru augu yðar, að þau sjá, og eyru yðar, að þau heyra.“ Merk- ing síðara dæmisins er sú sama og þess fyrra. Það að hafa heyrt sést af breytninni. Öll þekkjum við dæmisögu Jesú af mönnunum tveimur sem byggðu sér hús. Um annan segir Jesús: „Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eft- ir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi.“ En um hinn segir Jesú: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breyt- ir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi.“ Þegar nú steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á húsunum, féll annað og fall þess var mikið en hitt eigi, því það var grundvallað á bjargi. Biblían kallar fólk til ákveð- innar breytni. Þessi tilgangur Biblíunnar kem- ur skýrt fram í guðspjöllunum. Markúsarguðspjall hefst með þess- um orðum: „Upphaf fagnaðarer- indisins um Jesú Krist, Guðs son.“ Markús gerir áheyrandanum strax í upphafi grein fyrir því um hvað hann ætlar að fjalla, um mann að nafni Jesús sem var sonur Guðs, Kristur. Hvernig er hægt að takast á við slíkt verkefni? Markús er ekki hlutlægur skrásetjari frekar en aðrir ævisöguritarar. Tilgangur ævisöguritara á 1. öld var að draga fram persónulega eiginleika þess sem ritað var um fremur en að rekja atburði í tímaröð. Markmið Markúsar er að sýna að Jesús hafi verið sonur Guðs. Það gerir hann með því að segja frá verkum hans og boðskap. Sagan hefst því um það leyti sem Jesús byrjar starf sitt. Stíll frásagnarinnar ber það með sér að Markúsi er mikið niðri fyrir. Sagan rekur sig hratt áfram frá einum atburði til þess næsta: Lækningakraftaverk, dæmisögur, prédikanir - boðun Guðsríkisins, náttúrukraftaverk, deilur við Farísea og fræðimenn. Bók- menntafræðingar hafa líkt þessari framrás við klippingar í kvikmynd. Það er hlaupið frá einni senu til þeirrar næstu. í miðri frásögunni kemur játning Péturs: „Þú ert Kristur.“ Og þá verða skil og allt hægir á sér. Jesús fer að tala um hvað bíði hans. „Þá tók hann að kenna þeim: „Mannssonurinn á margt að líða, honum mun útskúf- að verða af öldungum, æðstu prest- um og fræðimönnum, hann mun líf- látinn, en upp rísa eftir þrjá daga.“„ Eftir það stefnir frásagan aðeins á einn hræðilegan stað: Gol- gata. Fyrir Markúsi er koma Guðs sonar í heiminn óendanlega mikil- væg tíðindi fyrir mannkynið allt. En aðeins fyrir trú á Jesú Krist getum við séð, heyrt og meðtekið þau. Sá er líka tilgangur Markúsar að vekja trú hjá áheyrendum sín- um. Trú sem jafnframt er tilboð til okkar um gleðilegra og merkingar- fyllra líf. Andspænis þessu tilboði er ekki hægt, fremur en fyrir 2000 árum, að vera hlutlaus. Hvernig er- um við nútímafólk undir það búin að bregðast við kalli Krists: „Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!“ HöCundur er fmmkvæmdastjóri Hins íslenska Biblíufélags. Ég heiti á okkur öll! ÞAÐ ÆTTI ekki að teljast til forréttinda að fá að móta eigin framtíð. Þó búa milljónir manna við það að fá engu ráðið um líf sitt og hamingju. Þetta er fólk sem býr við örbirgð og óréttlæti, fólk sem vegna aldagamalla venja og fordóma fær aldrei notið hæfileika sinna né vinnu. Þar eru konur í meirihluta. Alls staðar í þriðja heiminum vinna konur lengri vinnudag en karl- ar. Þær afla heimilinu tekna á ökrum, í sölubúð- um, við þvott. Þær axla ábyrgð á velferð fjölskyldunnar, sinna bömum og matseld og eyða löngum stundum í að afla vatns og eldiviðar. Störf þeirra eru lítilsmet- in en þó má enginn án þeirra vera. í þróunaraðstoð síðustu ára hefur það sannast að konur nýta hana svo til fyrirmyndar er. Æ betur hefur komið í ljós, sem við íslendingar höfum vitað síðan á landnámsöld, að sterkar konur skipta sköpum fyrir þjóðfélagið. Þær stuðla að hagvexti eins og sagt er nú til dags. Þar sem konur njóta heilsugæslu, fræðslu og fjárráða hefur náðst árangur í bar- áttu við örbirgð og dregið hefur úr offjölgunarvanda. Smálán til eigin atvinnureksturs, fræðsla um getn- aðarvamir og hreint vatn stuðla hvert um sig að bættum kjömm kvenna. Þær hafa reynst skilvísir lánþegar og ávaxtað pund sitt vel. Konur era farvegur breyttra tíma, ekki þægir þiggjendur. A því leikur enginn vafi að baráttan er þeirra og landa þeirra og að hindranum er smám saman ratt úr vegi. Við eigum þess kost að létta konum þriðja heimsins lífið. Með hnitmiðaðri aðstoð getum við létt af þeim oki daglegs amsturs svo þær geti í auknum mæli snúið sér að þátttöku í samfélaginu og farið að njóta ávaxta vinnu sinnar. Alþjóðleg fyrir- mynd að jafhrétti er ekki til. En hefðir og kreddur mega ekki standa í veginum fyr- ir mannsæmandi lífi. Sameinuðu þjóðimar líta baráttu fyrir jöfhum réttindum kvenna og karla sömu augum og afnám þrælahalds og ný- lendusteftiu. Við svo búið skipta við- horf okkar allra máli, viðhorf okkar til sjálfsagðs réttar hverrar mann- vera til mannsæmandi lífs. í ijölda mála sem ég hef komið að Vigdís Finnbogadöttir Mörkinni 3 ♦ sími 588 0640 E-mail: casa@islandia.is ♦ www.cassina.it www.zanotta.it ♦ www.artemide.com Eg heiti á okkur öll, segir Vigdís Finnboga- dóttir, að taka þátt í því að létta konum þriðja heimsins lífíð hef ég skynjað brennandi þrá og vilja kvenna í ólíkum menningarsamfélög- um til þess að taka stjómina á eigin lífi í sínar hendur og láta gott af sérT leiða. Ég tek því heilshugar undir markmið jólasöfnunar Hjálparstofn- unar kirkjunnar að veita konum frelsi til að velja, velja fótfestu, velja öryggi, velja sér framtíð. Eg heiti á okkur öll að taka þátt í því að létta konum þriðja heimsins lífið. Það geram við okkur sjálfum tíl gleði og sæmdar með formæður okk- ar og forfeður í huga sem um aldir þraukuðu á íslandi við afar kröpp kjör. Höfundur er fyrrverandi forseti fslands. NYTT ubert-sport Tilvalin gjöf c,Sei Kringlunni S: 553 7355

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.