Morgunblaðið - 20.12.1997, Side 64
64 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Stærðir 36-46,
kr. 6.690
SKÓVERSLUNIN
KRINOLUNNI SÍMI 888 8348
Stærðir 40-46,
kr. 5.990
Halló
Sláið saman í góða
jólagjöf fýrir
langömmu, ömmu,
mömmu og ungu
stúlkuna.
Úlpur, kápur,
ullaijakkar, pelsar.
Kíldð inn
Opið sunnudaga
kl. 13-18
\<#HWSIÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Það er hagkvæmt að versla í Kolaportinu og mikið fjör um allar götur.
Ojiið um helgina kl. 11-17. mánudag kl. 12-18 og á Þorláksmessu kl. 12-21:
Otrúlega hagstæð kaup á
jólagjöfum í Kolaportinu
Jólamarkaður Kolaportsins verður opinn laugardag kl. 11-17 ,
mánudag kl. 12-18 og á Þorláksmessu kl. 12-21. A jólamarkaðinum er
boðið upp á mikið úrval af vönduðum jólagjöfum fyrir alla fjölskylduna
á verði sem á engan sinn líka. Mikill fjöldi seljenda tryggir fjölbreytni í
vöruúrvali og verðið er oftast með því lægsta sem til er á landinu.
Fleiri seljendur en nokkru
sinni á Jolamarkaðinum
Þátttaka seljenda á jólamarkað-
inum er meiri í ár, en hefur verið
síðstu fjögur árin. Vöruúrvalið er því
mikið, gæðin meiri og verðið lægra
en sést hefur um árabil.
Umfanpsmikill Bóka- og
geisladiskamarkaður
í fyrsta skipti í mörg ár er
veglegur bóka- og geisladiska-
markaður í Kolaportinu. Þarna
verður boðið upp á nýjar jólabækur
frá fyrri árum á einstaklega góðu
verði. Tveir aðilar verða með sölu á
geisladiskum þar sem bæði verður
að finna sígilda tónlist, íslenska
tónlist og flest það heitasta í
unglingamúsikinni í dag, allt á
Kolaportsverði.
Jólafótin í miklu úrvali
Eins og fyrir undanfarin jól verða
margir aðilar með glæsileg jólaföt,
bæði sígildan nýjan tískufatnað og
einnig notuð föt. Ekki má heldur
gleyma fatnaðinum á bömin.
Jólamatur á góðu verði a
matvælamarkaði
Vinsældir Matvælamarkaðarins
um jólin aukast á hverju ári, en þar
er boðið upp á úrval matvæla á
hagstæðu verði og stemmningin er
frábær. Síldin, laxinn, harðfirskur-
inn og kjötið hjá Benna.
Ótrúlega góð kaup á
jólagjölum í Kolaportinu
Samkvæmt könnun á vöruúrvali
í Kolaportinu verður fyrir þessi jól
boðið upp á enn meira vöruúrval en
nokkru sinni áður. Hægt verður að
kaupa vandaðar gjafir í jólapakkann
fyrir alla fjölskylduna á verði sem á
engan sinn lika.
Jólastemmningin í
Kólaportinu er einstök
Mikið og fjölbreytt mannlíf er í
Kolaportinu síðustu daganafyrir jól
og vandfundið umhverfi þar sem
hægt er að sameina betur notalega
stund yfir kaffibolla, kaupa
jólagjafirnar, hitta gamla vini og
gera hagkvæm matarinnkaup.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Útskot fyrir
hópferðabíla
í FERÐAÞJ ÓNU STUNNI
eru ákveðnir aðilar sem em
í nánari tengslum við far-
þegana en aðrir þegar þeir
eru á ferð um landið. Þess-
ir aðilar eru t.d. bílstjórar,
leiðsögumenn, starfsfólk
hótela og veitingastaða og
ýmsir aðrir. Þeir sem sitja
inni á ferðaskrifstofunum
og skipuleggja ferðimar og
þeir sem eru í svokallaðri
landkynningu á ferða-
mörkuðum erlendis hitta
sjaldnast ferðamennina
sjálfa og vita þvi ekki
hvemig þeir upplifa sjálfa
ferðina og aðra þjónustu
sem í boði er.
í einn og hálfan áratug
hafa hópferðabílstjórar og
leiðsögumenn bent á ýmsa
staði á landinu þar sem
æskilegt væri að hafa út-
skot við þjóðveginn til að
auðvelda bflstjórum að
stansa og leggja stómm
hópferðabfl til að leyfa far-
þegum að njóta fallegs út-
sýnis eða til að taka ljós-
myndir. í slíkum tilfellum
þarf að gæta að annarri
umferð. Einn er sá staður
í Reykjavík sem bæði bfl-
stjórar og leiðsögumenn
hafa óskað eftir að fá slíkt
útskot, en það er í Breið-
holti. Oft var í neyð stansað
á þvottaplani við ákveðna
bensínstöð efst í Breiðholti,
en þaðan er gott útsýni
yfir borgina, sundin og
Qöllin í kring. Og viti menn,
loksins í sumar, eftir síend-
urteknar beiðnir í sennilega
15 ár hefur nú verið útbúið
sérstakt útskot í þessum
tilgangi, þ.e. í brekkunni
milli Hólahverfis og
Stekkjahverfis. Ástæða er
til að þakka þessar fram-
kvæmdir, en vonandi þurf-
um við ekki að bíða í önnur
15 ár eftir öðmm umbótum
í umferðinni sem bent hefur
verið á.
Bílstjóri og
leiðsögumaður.
Góðir tónleikar
VELVAKANDA barst eft-
irfarandi: „Það var gaman
að sjá Kristján Jóhannsson
í kvöld ásamt fjölskyldu
sinni í sjónvarpinu. Það
minnti mig á alveg stór-
kostlega tónleika í Lincoln
Center í New York fyrir
rúmu ári. Tónleikar í minn-
ingu Richard Tucker, sem
var frægur amerískur
óperasöngvari. Þessir tó-
leikar em fyrir styrktarfé-
laga og veittir era styrkir
til úrvalsnemenda. Þama
komu fram flestir frægustu
óperasöngvarar heimsins
og flutti hver eina aríu. Þar
á meðal var Kristján okkar
Jóhannsson.
Mikið var fagnað og
klappað við inngöngu þess-
ara frægu listamanna og
vitanlega eftir flutninginn.
Þegar Kristján Jóhanns-
son gekk inn á sviðið var
klappið ekki yfirmáta mik-
ið. Hann söng sína aríu, ég
man ekki hver hún var, en
þegar hann hafði lokið söng
sínum ætlaði þakið að rifna
af húsinu. Hann var alveg
frábær og mikið voram við
tveir íslendingar stoltir af
okkar manni.
Ég sá hann einnig í
næstsíðustu sýningu Tur-
andot í Metropolitan óper-
unni í New York í nóvem-
ber sl. þar sem hann syng-
ur hina frægu aríu Nessum
Dorma. Hann var frábær.
Uppselt var á hveija sýn-
ingu löngu fyrirfram. Til
hamingju, Kristján.
Ingibjörg.
Tapað/fundið
Pelsí
Skíðaskálanum
HEIMASAUMAÐUR
brúnn pels var tekinn í mis-
gripum 28. nóvember sl. í
Skíðaskálanum í Hveradöl-
um, en annar var skilinn
eftir. Viðkomandi er vin-
samlega beðinn að hafa
samband við Skíðaskálann
og hafa skipti á pelsum.
Gulleyrnalokkur
týndist
GULLEYRNALOKKUR
með brilljöntum týndist
miðvikudaginn 17. desem-
ber frá Húsi verslunarinnar
yfir í Kringluna. Þeir sem
hafa orðið varir við eyma-
lokkinn hafi samband í síma
553 1727. Góð fundarlaun.
Myndbandsupp-
tökuvél í óskilum
MYNDBANDSUPPTÖKU-
VÉl fannst í Seljahverfi.
Uppl. í síma 557 5079.
Bíllykill í óskilum
BÍLLYKILL fannst 17.
desember við Deildarás.
Uppl. í síma 557 4611.
Úr týndist
TISSUT-úr týndist 17.
des. í verslunarleiðangri
um Laugaveg. Þeir sem
hafa orðið varir við úrið
hafi samband í síma
588 1116. (Guðrún)
Dýrahald
Skógarköttur
týndist
NORSKUR skógarköttur,
loðin, kakóbrún og svört
læða, týndist frá Skipa-
sundi 62. Læðan er með
kettlinga heima og því
brýnt að hún komist heim
til sín. Hún er með rauða
ól en upplýsingar á ólinni
era rangar. Þeir sem hafa
orðið varir við hana hafi
samband í síma 553 3727.
Skógarköttur
týndist
SVARBRÚNN skógarkött-
ur, fress, gæfur og góður,
týndist frá Blönduhlíð. Kis-
an er ómerkt. Þeir sem hafa
orðið varir við kisu hafi
samband í síma 551 2252.
Yíkveiji skrifar...
ARANGURINN af endurnýjun
Iðnós hið innra hefur nú litið
dagsins ljós. Af myndum frá hátíð-
arsýningu Leikfélags Reykjavíkur á
Dómínó má ráða að frábærlega
hefur tekizt til. Þeir, sem sóttu Iðnó
á síðustu árum þess sem heimilis
Leikfélagsins, skilja nú fyrst hversu
mikið var búið að spilla húsinu með
síðari tíma „endurbótum". Það
verður líka seint fullþakkað að gler-
skálinn skelfílegi, sem klínt var
utan á húsið fyrir nokkrum árum,
skuli hafa verið fjarlægður þannig
að það fái að njóta sín I uppruna-
legri mynd. Burtséð frá deilum um
kostnað, hagsmunatengsl og
rekstraraðila, sem tengzt hafa Iðnó
undanfarið, er ljóst að endurgerð
hússins er hreinlega menningarvið-
burður út af fyrir sig. Iðnó hefur
nú endurheimt sinn forna glæsileika
sem er til vitnis um stórhug reyk-
vískra iðnaðarmanna fyrir méira en
öld. Víkveiji er viss um að hið end-
umýjaða Iðnó verður lyftistöng fyr-
ir mannlífið í miðbænum.
xxx
VÍKVERJI hefur aldrei skilið þá
áherzlu, sem stjómendur
sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa
lagt á að fá að þræla ungum lækn-
um út og láta þá vinna vel á annað
hundrað yfirvinnutíma á mánuði.
Víkveiji vildí ekki þurfa að láta
fólk, sem er búið að vera vakandi
sólarhringum saman og vinnur á
annan tug stunda á dag, taka
ákvörðun sem gæti skipt sköpum
um hvort hann héldi líftórunni eða
ekki. Víkveiji botnar ekki í því,
fyrst svo mikill skortur er á ungum
læknum, að það verður að þræla
þeim út eins og kolanámumönnum
á síðustu öld, hvers vegna fjöldatak-
markanir í læknadeild Háskóla ís-
lands eru jafnstrangar og raun ber
vitni. Einhverjar breytingar hljóta
að vera í vændum nú þegar þetta
kerfi vinnuþrælkunar ungra lækna
virðist loksins vera að hrynja.
xxx
NÝ BÓK frá Skjaldborg, Bókin
um barnið, er auglýst í sjón-
varpinu sem bók „fyrir alla for-
eldra“. Ef svo er, hvers vegna eru
það þá bara mæður, sem mæla með
bókinni í auglýsingunni? Þurfa feð-
urnir ekkert að lesa sér til? í kunn-
ingjahópi Víkveija er það svo að
það virðast frekar vera pabbarnir
en mömmumar, sem taka sér hand-
bók í hönd og lesa sér til þegar t.d.
börnin veikjast, kannski vegna þess
að það hefur ekki verið alið upp í
þeim að þeir hafi sjálfkrafa vit á
bamaumönnun. Er Skjaldborg ekki
að miða á rangan markhóp?