Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 57. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR10. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Utanríkisráðherrar stórveldanna funduðu um Kosovo-málið í Lundúnum í gær Þvinganir ákveðnar gegn stjórnvölclnm í Belgrad Lundúnum, Pristina. Reuters. Reuters ÞUNGVOPNAÐIR serbneskir lögreglumenn fylgjast með mótmæla- göngu Kosovo-Albana í bænum Pec í vesturhluta héraðsins í gær. FULLTRÚAR fimm öflugustu ríkja Vesturlanda ákváðu í gær að beita stjórnvöld í Belgrad þvingun- um vegna þess hvemig þau hafa haldið á málum í Kosovo-héraði undanfarið, og kröfðust þess að Slobodan Milosevic, forseti Júgó- slavíu, sambandslýðveldis Serbíu og Svartfjallalands, byndi enda á blóð- uga aðfór lögreglu og öryggissveita gegn albönskum íbúum héraðsins. En Rússar, sem eru fomir banda- menn Serba, neituðu að eiga aðild að samþykkt samskiptahópsins svo- kallaða, sem er samstarfsvettvang- ur þeirra sex ríkja sem mest af- skipti hafa haft af málefnum gömlu Júgóslavíu, en hópurinn fundaði sérstaklega um Kosovo-málið í Lundúnum í gær. Utanríkisráð- herrar vesturveldanna í hópnum - Bandaríkjanna, Bretlands, jE>ýzka- lands, Frakklands og Ítalíu - sam- þykktu að beita Milosevic og stjórn hans þvingunum og hótuðu að frysta inneignir stjórnvalda serbneska lýðveldisins og Júgó- slavíu í þessum löndum þann 25. marz næstkomandi, ef Milosevic sér ekki að sér og breytir þeim aðferð- um sem beitt hefur verið í Kosovo undanfama daga. Strax að loknum fundinum í Lundúnum flaug Robert Gelbard, sérlegur erindreki Bandaríkja- stjórnar, til fundar við Milosevic í Belgrad, og stóð fundur þeirra fram á nótt. Gonzalez miðli málum Samskiptahópurinn, sem upp- mnalega var komið á laggirnar til að vemda friðinn í Bosníu, hvatti stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag til að íhuga að ákæra menn sem áttu þátt í ofbeld- isaðgerðunum í Kosovo fyrir stríðs- glæpi, en að minnst^kosti 80 manns hafa fallið í héraðinu á síðustu tíu dögum. Ráðherrarnir hvöttu jafnframt til þess að Felipe Gonzalez, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, yrði falið að miðla málum í Kosovo í umboði Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE. Þeir kröfðust þess ennfremur að mannréttindafulltrúa SÞ yrði leyft að kanna ástandið á vettvangi í Kosovo. Vesturveldin fimm samþykktu tafarlaust bann við ríkisstyrktum viðskiptum við Serbíu og fjárfest- ingum þar í landi. Robin Cook, utanrfldsráðherra Bretlands, tók fram, að Milosevic nýtti sér tekjum- ar af einkavæðingu í landinu til að halda úti þungvopnuðum öryggis- sveitum í hinu suður-serbneska hér- aði, þar sem um 90 af hundraði íbú- anna em af albönsku bergi brotnir. Fjölmenn mótmæli án átaka Um það leyti sem fundurinn í Lundúnum hófst var greint frá því að lögregla í Kosovo hefði skilað að- standendum 60 líkum af fórnar- lömbum átaka síðustu daga. Þetta er meira en tvöfóld tala þeirra sem stjórnvöld í Belgrad hafa hingað til viðurkennt að hafi fallið. Albanskir íbúar héraðsins efndu í gær til mjög fjölmennra mótmælagangna í hér- aðshöfuðborginni Pristina og fleiri bæjum. Að þessu sinni hélt lögregla að sér höndum. Spá lágu olíuverði í langan tíma London. Reuters. SÉRFRÆÐINGAR í olíuviðskiptum spáðu því í gær að heimsmarkaðs- verð á olíu myndi haldast lágt lengi vegna óeiningar innan OPEC, sam- taka olíuútflutningsríkja. Ali al-Naimi, olíumálai'áðherra Saudi-Arabíu, gaf út harðorða yfir- lýsingu á sunnudag þar sem hann sakaði önnur aðildarríki OPEC um að hafa valdið verðlækkuninni með því að framleiða umfram þá kvóta sem þeim hefur verið úthlutað. „Við viljum ekki draga úr fram- leiðslu okkar og komast síðan að því að önnur ríki, einkum þau sem virða ekki kvótana, geri áhlaup á markað- inn og taki frá okkur mikilvæga við- skiptavini," sagði ráðherrann. 40% lægra en í október Sérfræðingar í olíuviðskiptum sögðu að þessi afstaða Saudi-Araba, sem eiga um fjórðung olíuforða heimsins, þýddi að það væri nánast útilokað að OPEC næði samkomulagi á næstunni um að draga úr framleiðsl- unni til að hækka olíuverðið aftur. „Þetta þýðir að hafið er nýtt tíma- bil lágs olíuverðs og það kann að líða langur tími þar til við getum spáð því með vissu að verðlækkununum ljúki,“ sagði einn þeirra. Verð á Brent-hráolíu úr Norður- sjó, sem haft er til viðmiðunar á heimsmarkaði, var í gær 13,30 dalir á fatið og hefur ekki verið jafnlágt í Qögur ár. Sérfræðingar sögðu að ekki væri ólíklegt að verðið myndi lækka í 12 dali. Olíuverðið hefur lækkað um rúma 8 dali á fatið eða um 40% frá því í október. Reuters Sinn Fein frestar ákvörðun um þátttöku í friðarviðræðum Krefst fundar með Blair Belfast. Reuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjómmálaflokks írska lýðveldishers- ins (IRA), sagði í gær að flokkurinn myndi ekki taka ákvörðun um hvenær hann tæki þátt í friðarvið- ræðum norður-írsku flokkanna að nýju fyrr en eftú fund með Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands. Sinn Fein var bannað að taka þátt í friðarviðræðunum fyrir rúmum hálf- um mánuði vegna tveggja morða á Norður-írlandi öfgamenn úr röðum IRA em grunaðir um að hafa staðið fyrir. Banninu lauk í gær en Adams sagði á blaðamannafúndi að Sinn Fein biði eftir fundi með Blair sem Eldgos á Réunion ELDGOS hófst í eldfjallinu Piton de la Fournaise á eynni Réunion í Indlandshafi í gær eftir sex ára hlé. Þótt hraunflaumurinn hafi verið mikill var byggð ekki í hættu en vegum að hinu 2.630 m háa fjalli var lokað. Um 660.000 manns búa á eynni, sem tilheyrir Frakklandi og er vinsæll ferða- mannastaður. Eldfjallið gaus síðast árið 1992 eftir hrinu gosa á níunda ára- tugnum. Myndin er tekin úr um 400 m hæð. búist er við að verði ekki síðar en á fimmtudag. „Blair hefur samþykkt fund með Sinn Fein,“ sagði Adams. „Um leið og fundurinn verðui' haldinn og við fáum tækifæri til að láta í Ijós áhyggjur okkar ... verðum við í aðstöðu til að meta hvemig og hvenær við hefjum þátttöku í friðarviðræðunum.“ Markmiðið næst ekki Hinir stjómmálaflokkamir héldu viðræðunum áfram í Belfast í gær. Bresk og írsk stjómvöld hafa sagt að flokkarnir þurfi að ná samkomu- lagi ekki siðar en í byrjun maí og Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „ERU ÞAÐ leigjendurnir, sem eiga að borga fyrir skattalækkun Jen- sens?“ spyrja landssamtök danskra leigjenda í auglýsingum í gær. Þar er birt mynd af húsi Uffes Elle- mann-Jensens, leiðtoga frjálslynda flokksins, Venstre, sagt að húsið sé metið á tæpar 40 milljónir ísl. króna og að gangi hugmyndir Venstre um skattalækkanir eftir græði hann sem svarar 571.100 ki'ónum. Venstreleiðtoginn hefur mótmælt Adams viðurkenndi að ólíklegt væri að markmið Sinn Fein um samein- ingu írlands næðist áður en frestur- inn rynni út. „Baráttan fyrir þessu réttmæta, lýðræðislega og æskilega mai'kmiði mun því halda áfram eftir maí,“ sagði hann. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna, sagði á sunnudag að Sinn Fein væri ekki að reyna að ná sáttum um ffamtíð Norður-írlands og myndi reyna að eyðileggja það samkomulag sem næðist í viðræðunum. Adams sagði hins vegar að Sinn Fein myndi virða niðm'stöðu viðræðnanna. þessum auglýsingum harðlega og að- dróttununum um að hann hugsi um eigin hag. Skattalækkanir eigi að fjármagna með sparnaði, ekki með hærri leigu. Skoðanakannanir benda áfram til stjórnarskipta eftir þingkosningarn- ar á morgun, en jafnvel þó hægri- stjórn kæmist að er ekki gefið hvernig kaupin gerast á hægri- vængnum um hver myndi stjórn. ■ Gamni og alvöru/24 Kosið í Danmörku á morgun Harka á endaspretti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.