Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 27 Lykilvitni í White- water- máli látið JAMES McDougal, sem dæmdur hafði verið í þriggja ára fangelsi vegna aðildar sinn- ar að White- water-málinu, lést á sunnu- dag á sjúkra- húsi fangelsis- ins í Fort Worth í Texas. Var hann 57 ára að aldri en McDougal virtist miklu eldri vegna langvarandi hjarta- og æðasjúkdóma. McDougal fékk vægari dóm en ella vegna þess, að hann féllst á að vinna með saksóknaranum í Whitewater-málinu, Kenneth Starr, en hann hefur einkum rannsakað hlut forsetahjón- anna, Bills og Hillary Clintons, í því. Andlát McDougals er því augljóslega nokkurt áfall fyrir Starr. Tdbaksfyrir- tæki bæti skaðann SAMKVÆMT skoðanakönnun meðal reykingamanna í Bret- landi vill mikill meirihluti þeirra, að tóbaksfyrirtækin taki þátt í að venja þá af ósiðnum, til dæmis með því fjármagna sér- staka meðferð í því skyni og annað, sem að gagni getur komið. Mörgum fannst líka eðlilegt, að þau legðu eitthvað af mörkum til heilbrigðiskerfis- ins en áætlaður kostnaður þess vegna reykingasjúkdóma er rúmlega 200 milljarðar ísl. kr. árlega. Þriðjungur reykinga- mannanna vildi takmarka reyk- ingar á opinberum stöðum enn frekar, fjórðungurinn vildi hækka verð á tóbaki og fimmti hver vildi banna tóbaksauglýs- ingar. Skoðanakönnunin þykir sýna, að reykingamenn vilji al- mennt vera lausir við tóbakið. Sauðaþjófar felldir RÚSSNESKIR hermenn felldu á dögunum níu menn, þar á meðal einn Irana, sem tekið höfðu gísla og rænt búpeningi í rússneska sjálfstjórnarhéraðinu Dagestan. Ætluðu þeir að fara með skepnurnar, 400 talsins, til Tsjetsjníu. Sex voru handtekn- ir. Voru mennirnir 20 og höfðu um stund á valdi sínu fjóra hjarðmenn og einn lögreglu- þjón. Var Iraninn, Abdulla Ibragimov, fyrir liðinu en vitað er, að ýmsir herskáir múslimar frá Miðausturlöndum hafa kom- ið sér fyrir í Tsjetsjníu. Drottning vill spara ELÍSABET Bretadrottning hefur lagt til, að reglur um ör- yggi konungsfjölskyldunnar verði endurskoðaðar og vill með því sýna, að hún sé stað- ráðin í að koma til móts við kröfur um sparnað og aðhalds- semi. Kostnaðurinn við örygg- isgæsluna er nú 1,6 milljarðar ísl. kr. árlega en líklegt er, að dregið verði úr gæslu við „minniháttar" meðlimi fjöl- skyldunnar. Er þá til dæmis átt við dætur Andrésar, hertoga af York, og fyrrverandi eiginkonu hans, Söruh. ERLENT Virtustu bókmenntaverðlaunin í fsrael Landnemar ósáttir við Oz Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKI rithöfundurinn Amos Oz var í gær atyrtur af ísraelskum landnema sem er ósáttur við að Oz hljóti ein virtustu bókmenntaverð- laun sem veitt eru í Israel. Zvi Hendel er einn leiðtoga landnema á herteknu svæðunum og segir hann að Oz ætti ekki að fá verðlaunin vegna blaðagreinar sem hann hafi ritað 1989 þar sem hann hafi kallað öfgasinnaða gyðinga „gyðinglega Hizbollah“ og skírskotað þar til samtaka múslíma í Líbanon sem berjast gegn Israelum. „Hversu góður rithöfundur sem maður kann að vera er ekki rétt að hann hljóti ísraelsk verðlaun hafí hann beint spjótum sínum að virð- ingarverðum hópi í samfélaginu, sönnum frumkvöðlum ... og ausið þá óhróðri," sagði Hendel í viðtali við ísraelska útvarpið í gær. Oz sagði í greininni að öfgasinn- aðir gyðingalandnemar væru „van- skapaður, skilningsvana og grimm- ur söfnuður sem spratt fyrir nokkrum árum upp úr fjarlægum afkima gyðingdómsins og er ógn við allt sem okkur er kært og heil- agt“. I yfirlýsingu í gær sagði Oz að greinin hefði á sínum tíma beinst gegn öfgasinnuðustu land- nemunum „og tilraunum þeirra til að ná völdum yfir einkennum ríkis- ins“. Meðal þeirra sem komu Oz til varnar í gær var menntamálaráð- herra Israels, Yitzhak Levy, for- maður Israelska trúarflokksins. Sagði hann að mótmæli við um- rædda blaðagrein ættu ekki að beinast að verðlaunaveitingunni. Amos Oz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.