Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 15
MORGUNB LAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 15 AKUREYRI/BJORGUNARSTORF Nyjabæjárfjal Annar hópur sleðamanna hélt sem leið liggur úr Laugafelli og niður Þormóðsdal Morgunblaðið/Kristján TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var fengin til aðstoðar við leitina í gærmorgun, en ekki var hægt að nota þyrluna til að ná í mennina í snjóhúsið á Nýjabæjaríjalli vegna veðurs. Björgunarsveitarmennimir frá Akureyri sem þátt tóku í stóru æf- ingu Landsbjargar á hálendinu um helgina fengu litla hvfld eftir að þeir komu tfl byggða á sunnudag. Nokkr- ir þeirra fóru strax til leitar á vélsleð- um að félögum sínum frá Dalvík um kvöldmatarleytið á sunnudag og voru þeir að fram yfir hádegi í gær. Leitað var á mjög stóru svæði upp af Eyjafirði að austan og að sögn Ieit> armanna voru aðstæður nokkuð erf- iðar og skyggni mjög misjafnt. Um hádegisbil í gær voru leitarmenn kallaðir niður í Sölvadal, þar sem til stóð að skipta um leitarflokk og gefa þeim sem verið höfðu að frá kvöldinu áður langþráða hvfld. Sjö björgunar- sveitarmenn á sex vélsleðum komu niður í Sölvadal skömmu eftir hádegi en sleði eins þeirra bilaði. Strax var hafist handa við að lag- færa sleðana, bæta á þá olíu og bensíni. Þegar hópurinn sem hugð- ist leysa leitarmenn af hólmi var að verða tilbúinn til brottfarar, kom til- kynning um að félagar þeirra væru fundnir. Misjafnt skyggni Gunnar Garðarsson var í hópi björgunarmanna sem þátt tóku í leitinni upp af Eyjafirði. Hann sagði aðstæður hafa verið nokkuð erfiðar enda skyggni gloppótt. „Þetta var eins og að leita að nál í heystakk. Við fórum yfir mjög stórt svæði, á hæðarbrúnir og í skála en höfum ekkert séð. Þetta var farið verða hálf furðulegt,“ sagði Gunnar. Eyvindarstaðir' er eini bærinn í byggð í Sölvadal og þar býr Hrólfur Eiríksson. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið um hádegisbil í gær, að aðstæður í dalnum og þar upp af hafi verið með allra versta móti. Hafi Dalvíkingamir farið þar um, væri ekkert skrýtið þótt þeir hafi. villst af leið, þarna hafi verið lág- renningur á sunnudag og skyggni lítið sem ekkert. „Hafi eitthvað brugðið út af með staðsetningartæki eða vélsleða, get- ur slíkt orðið keðjuverkandi við þessar aðstæður,“ sagði Hrólfur. Hann sagði að við sæmilegar að- stæður taki ferðin frá Eyvindar- stöðum í Laugafell um eina klukku- stund á vélsleða en björgunarsveit- armennimir sem komu úr Lauga- felli á sunnudag hafi verið um eina og hálfa klukkustund að fara þá leið. — Hopur snjosleða- manna frá Dalvík ætlaði vestari leið með brúnum og niður Glerárdal á sunnudag. Þeir hrepptu vesta veður og byggðu sér snjó- hús á brúninni milii Hraunárdals og Vaskárdals. Þrír gengu að Stóradal en fimm dvelja enn á fjallinu. Eins og að leita að nál í heystakki Topplúga fyrir ofan afturhurðir. Hliðarhurð og fellanlegt framsæti. 6 hurðir; topplúga, hliðarhurð og 2 afturhurðir. Vökvastýri, loftpúði fym ökumann og styrktarbitar í hurðum. Renault Kangoo Express er best búni bíllinn í sínum flokki. Rennihurð á hægri hlið auðveldar hleðslu og affermingu, niðurfellanlegt framsæti eykur lengd flutningsrýmis í 2,5 m og topplúgan (hin eina sanna) gefur möguleika á flutningi á löngum og háum hlutum. Þetta og margt annað undirstrikar yfirburði Kangoo Express. Kynntu þér Kangoo Express og hvað hann getur gert fyrir þig. • 6 hurðir (topplúga, hliðarhurð og 2 afturhurðir.) • Sérlega eyðslugrönn 1.400 vél • 75 hestöfl • Vökvastýri • Fjarstýrt útvarp/kassettutæki 1 Fjarstýrðar samlæsingar • 3 m3 oq 600 kq. burðarqeta Fellanlegt framsæti til lengingar á flutningsrými, samtals 2,5 m RENAULTÖRYGGI: Loftpúði fyrir ökumann og styrktarbitar í hurðum og hæðarstilling á öryggisbeltum með strekkjara og dempara. Kangoo Express er lipur og léttur í akstri. Komdu og prófaðu. Ármúla 13- Simi 575 1220 • Skiptiborð 575 1200 • Fax 568 3818
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.