Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Tillaga sjálfstæðismanna í skipulags- og umferðarnefnd Kanna möguleika á að reisa tónlistarhús við Skúlagötu SJÁLFSTÆÐISMENN í skipu- lags- og umferðamefnd Reykjaváur lögðu fram tillögu í nefndinni í gær um að kannaður verði sá möguleiki að byggja tónlistarhús á lóð Eim- skipafélags íslands hf. við Skúla- götu. í greinargerð arkitektanna Guðmundar Gunnarssonar og Ingi- mundar Sveinssonar sem fylgir til- lögunni er mælt sérstaklega með þeim kosti að byggð verði sameigin- leg tónlistar- og ráðstefnumiðstöð ásamt hóteli á lóðinni við Skúlagötu 12-16. Eru kostimir taldir m.a. þeir að um yrði að ræða hagkvæmari rekstur og auðveldara yrði að fjár- magna verkefnið en ef sá kostur yrði valinn að reisa einfalt tónlistarhús. í tillögu sjálfstæðismanna er lagt til að skoðaðir verði gaumgæfilega nýtingarmöguleikar umræddrar lóðar í þessum tilgangi og hvemig tónlistarhús á þessum stað falli að umhverfi og annarri byggð á svæð- inu. Lögð verði áhersla á að kanna möguleika á að byggja tónlistarhús- ið í tengslum við fyrirhugaða hótel- byggingu á lóðinni. „Ef könnunin leiðir í Ijós að bygg- ing hótels og tónlistarhúss á þess- um reit er talinn álitlegur kostur er ljóst að leita þarf til margra aðila til þess að tryggja eðlilegan framgang málsins. T.d. þarf að leita til aðila i ferðaþjónustu og til fjárfestingar- sjóða og fyrirtækja, sem sjá hag í því að taka þátt í eða fjárfesta í verkefni af þessu tagi. Hér er um þverpólitískt mál að ræða sem auðvelt á að vera að ná breiðri samstöðu um auk þess sem könnun þessi samræmist ágætlega þeirri vinnu sem í gangi er um byggingu tónlistarhúss," segir greinargerð í tillögunnar. Var henni frestað á fundinum í gær að ósk meirihlutans. Eigendur til viðræðu um breytta notkun lóðarinnar í samantekt Guðmundar Gunn- arssonar og Ingimundar Sveinsson- ar kemur fram að í lauslegum við- ræðum þeirra við fulltrúa eigenda lóðarinnar kom í ljós að þeir eru til viðræðu um breytta notkun lóðar- innar. Mæla arkitektamir með að byggð verði tónlistar- og ráðstefnumiðstöð ásamt hóteli með allt að 200 her- bergjum. Gera mætti ráð fyrir sal sem tæki 1.000-1.200 manns í sæti og 2-3 minni sölum. Samnýta mætti anddyri, móttöku, veitingaaðstöðu, tónlistar- og ráðstefnusali, bflastæði o.fl. „Mögulegt væri að fá einstak- linga, fyrirtæki, félagasamtök, líf- eyrissjóði, aðila í ferðaþjónustu, rfld og sveitarfélög til að taka þátt í fjár- mögnun ráðstefnu- og tónlistarmið- stöðvarinnar. Miðstöðina mætti reka sem sjálfseignarstofnun eða hlutafélag. Tilkoma ráðstefnumið- stöðvar mundi bæta samkeppnisað- stöðu ferðaþjónustunnar," segja þeir m.a. í samantekt sinni. Akært fyrir brot á lögum um bókhald, skiptaverðmæti og fleira Fleiri svipuð mál til meðferðar SAKSÓKNARI efnahagsbrota- deildar Rfldslögreglustjórans hefur gefið út ákæru á hendur forsvars- mönnum Reiknistofu fiskmarkaða hf. og Útgerðarfélaginu Hlera hf., fyrir brot á lögum um bókhald, lög- um um skiptaverðmæti og greiðslu- miðlun innan sjávarútvegsins og fyrir fjársvik á árinu 1996. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness nk. föstudag. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er í máli af þessu tagi. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, sem gefur ákæruna út, segir að fleiri mál af svipuðum toga séu nú til meðferðar hjá deildinni. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa ekki fært í bókhald Reiknistof- unnar og útgerðarfélagsins bók- haldsatriði viðskipta þegar Reikni- stofan fjármagnaði kaup á 10 tonna aflamarki slægðs þorsks fyrir út- gerðina sem flutt var á skip útgerð- arfélagsins, Guðbjörgu GK 617, í mars 1996. Verðmæti aflamarks dregið frá söluverði Forsvarsmanni útgerðarfélagsins er á sama hátt gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhaldsatriði viðskiptanna í bók- hald útgerðarfélagsins. Þá er forsvarsmönnum Reikni- stofunnar gefið að sök að hafa við sölu 13.319 kg af óslægðum afla Guðbjargar gefið út og bókfært hjá Reiknistofu fiskmarkaða þrjá ranga afreikninga til útgerðarfélagsins þar sem verðmæti aflamarks var dregið frá raunverulegu söluverði. Þannig var söluverð um 19 krónur í stað um 93 króna fyrir hvert kg. Forsvarsmanni útgerðarfélagsins er gefið að sök að hafa notað þessa röngu afreikninga við uppgjör til áhafnar Guðbjargar, við uppgjör gjalds í greiðslumiðlunarsjóð til Fiskveiðasjóðs, sem er 2% af afla- verðmæti, og aflagjalds til Sand- gerðishafnar sem er 1% af aflaverð- mæti. Um leið hafí hann leynt heild- arverðmæti afla Guðbjargar, sem greiðslur til þessara aðila hefðu átt að byggjast á, og þannig fengið þá til að taka við uppgjöri og haft af þeim alls 227.978 kr. Saksóknarinn telur notkun þess- ara reikninga við uppgjörið varða við fjársvikaákvæði almennra hegn- ingarlaga og brot af þessu tagi varði allt að sex ára fangelsi. 400-500 þúsund í hlut hvers starfsmanns Morgunblaðið/Golli STARFSFÓLK Landsbanka ís- lands mun eiga kost á að kaupa sér hlutabréf í bankanum fyrir 400-500 þúsund kr. hver maður, ef 6% eign- arhlutur í bankanum sem því verð- ur boðinn dreifist jafnt á þau 900 stöðugildi sem ei*u í bankanum. Svokallað innra virði hlutafélagsins verður viðmiðun við verðlagningu. Virðist það vera undir líklegu markaðsverði, miðað við aðra banka. Viðskiptaráðherra sagði á aðal- fundi Landsbanka íslands hf. síð- astliðinn föstudag að starfsfólki bankans yrði gefinn kostur á að kaupa hlutabréfin á gengi sem sam- svarar verðmæti jafnháu eigin fé bankans um áramót, svokölluðu innra virði. Um áramót var eigið fé bankans liðlega 7 milljarðar kr., þar af 5,5 milljarðar hlutafé. Sam- kvæmt þessu ætti starfsfólk Lands- bankans að fá 330 milljóna kr. hlutafé á genginu 1,28 sem þýðir að það greiðir fyrir það liðlega 420 milljónir. Erfítt mat Sérfræðingar á verðbréfamark- aðnum treysta sér ekki til að meta verðmæti Landsbanka íslands hf. án nákvæmrar skoðunar. Einn seg- ir að verðmætið geti legið á bilinu 3 til 14 milljarðar kr. Ein aðferðin er að bera bankann saman við markaðsverðmæti ann- arra banka, hérlendis og erlendis. Eigið fé íslandsbanka hf. er 6.232 milljónir og þar af hlutafé 3.877 milljónir, innra virði 1,61. Hins veg- ar er gengi hlutabréfa bankans 3,3 til 3,4 eða tvöfalt innra virði. Miðað við banka á Norðurlöndunum, sem hafa svipaða stöðu og Landsbank- inn, gæti verðmæti hans verið um 11 milljarðar kr. Reynist raunveru- legt markaðsvirði Landsbankans verða á þessum nótum virðist ljóst að starfsmenn bankans munu gera góð kaup ef þeir nýta sér boð ríkis- stjórnarinnar. Ekki hefur verið ákveðið hvemig að sölu bréfanna verður staðið. Þannig er ekki ljóst hvort öllum starfsmönnum bankans og dóttur- félaga verður gefinn kostur á kaup- um. Stöðugildi í bankanum voru 904 um síðustu áramót en á bak við fjölda stöðugilda eru fleiri starfs- menn. En ef miðað er við þá tölu koma 400-500 þúsund kr. hlutabréf í hlut hvers starfsmanns, miðað við söluverð. ■ Nauðsynlegur spamaður/20 Fram- kvæmdir ganga vel á Laugavegi FRAMKVÆMDIR við Laugaveg- inn á kaflanum sem liggur milli Frakkastígs og Vitastígs ganga vel. Þessi kafli vegarins er lokað- ur fyrir bflaumferð. Eftir tvær vikur hefjast framkvæmdir milli Vitastígs og Barónsstígs og verð- ur þá lokað fyrir bflaumferð á þeim kafla. Guðjón Hilmarsson, kaupmaður f Spörtu, segir að framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun og mikið sé lagt upp úr því að viðskiptavinir verslana verði fyrir sem minnstu ónæði vegna framkvæmdanna. Liður í því er að leggja tveggja metra breiðar göngubrýr jafnóðum að þeim verslunum þar sem jarð- rask er. Aðgengi sé því með besta móti. Hitasóttin breiðist áfram út á höfuð- borgarsvæðinu Fjórði hesturinn aflífaður FJÓRÐI hitasóttarhesturinn var af- lífaður í fyrrinótt eftir að hafa veikst hastarlega um sjöleytið á sunnu- dagskvöld. Hesturinn var krufinn á Keldum í gær og sagði Sigurður Sigurðarson dýralæknir að ummerki hefðu verið með nokkuð svipuðu móti og í hinum hestunum tveimur sem áður voru krufðir á Keldum. Bólgur voru í meltingarvegi og drep komið aftast í mjógömina. Þá voru einnig blæðing- ar í nýrum og sagði Sigurður ekki óhugsandi að hér væri um beinar af- leiðingar sóttarinnar að ræða. Eigandi hestsins, Gísli B. Bjöms- son, sagði að um sexleytið hefði allt virst með felldu, klárinn var með hita og hímdi eins og þeir hestar gera sem veikjast. En kvalir klársins jukust eftir því sem leið á kvöldið og nóttina og varð að fella hann á fimmta tímanum. „Það var skelfilegt að sjá hvað hesturinn kvaldist," sagði Gísli, sem þama missti góðan reiðhest og elskulegan fjölskylduvin eins og hann orðaði það. ■ Utflutningsbannið/44 --------------- Forsetahjónin til Mexíkó FORSETI Mexíkó, Ernesto Zedillo, hefur boðið forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur til hressing- ardvalar í sumarhúsi sínu við Kyrra- hafsströndina. Forsetahjónin hafa þekkst boðið og verða í Mexfltó síðari hluta mai’s- mánaðar og fyrstu daga apríl, segir í fréttatilkynningu. í lok dvalarinnar munu forsetahjónin heimsækja ís- lensk fyrirtæki í borgunum Mazat- lán og Guaymas og fara til Mexíkó- borgar í boði forseta Mexíkó og eig- inkonu hans. Konan sem lést á Vest- urlandsvegi KONAN sem lést í bflslysi á Vesturlandsvegi á laugardags- morgun hét Guðrún Björg Andrésdóttir og var 22 ára gömul. Hún lætur eftir sig sam- býlismann og tæplega 11 mán- aða gamlan son. Sambýlismaður Guðrúnar Bjai-gar, sem ók bílnum þegar þau lentu í árekstrinum, slasað- ist illa. Að sögn læknis á gjör- gæsludeild Sjúkrahúss Reykja- víkur er ástand hans enn alvar- legt og er honum haldið sofandi í öndunarvél en hann er með brjóstholsáverka og mörg bein- brot. Tveir ungir menn sem voru í hinum bílnum beinbrotnuðu báðir og liggja á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Þeir eru ekki í hættu. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.