Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Ingimundur
BJÖRGUNARSVEITIN í Hveragerði að lokinni æfingu á Varmalandi.
Um 500 manns á
bj örgunars veitaæf-
ingu í Borgarfírði
Borgarnesi - Um síðustu helgi
hafði Landsbjörg, landsamband
björgunarsveita, landsæfingu í
Borgarfirði. Meðan æfingin fór
fram var veður stillt og bjart en
nokkuð kalt. Stjómstöð landsæf-
ingarinnar var í félagsheimilinu
Þinghamri á Varmalandi.
Að morgni laugardagsins 7.
mars áttu allar sveitimar að vera í
viðbragðsstöðu og hefja æfingu
dagsins. Dagurinn leið með því að
hvert verkefnið rak annað. Um
kvöldið bauð Landsbjörg öllum til
kvöldverðar, en að honum loknum
var haldinn fundur um framgang
æfingarinnar og síðar kvöldið var
haldið í Munaðames þar sem fólk
gat dvalið í sumarhúsum fram á
sunnudag.
Stærsta æfing
Landsbjargar
Fréttaritari ræddi á laugardag
við Kristján H. Birgisson, en hann
er erindreki Landsbjargar og
skipuleggur fundi og æfingar.
Hann er reyndur björgunarsveit-
armaður, hefur tekið þátt í mörg-
um æfingum og var framkvæmda-
stjóri landsæfingarinnar. Hún var
undirbúin í samvinnu við þrjár
sveitir: Hjálparsveit skáta í Hafn-
arfirði, Hjálparsveit skáta á Akra-
nesi og Flugbjörgunarsveitina í
Vestur-Húnavatnssýslu.
„Við höfum starfað saman í
nefnd sem hefur unnið að þessu
verkefni. Undirbúningur hefur
staðið í ár og margt er að smella
saman um helgina," sagði Kristján.
„Æfingin er byggð upp sem alhliða
vetraræfing fyrir allar björgunar-
sveitir á landinu. Á þessa æfingu
koma rúmlega 40 björgunarsveitir.
Þátttakendur í heildina era um það
bil 400, en samtals koma að æfing-
unni á einn eða annan hátt tæplega
600 manns. Öllum björgunarsveit-
um á landinu var boðin þátttaka.
Hér era t.d. sveitir írá Höfn í
Homafirði, Húsavík, Akureyri,
Reykjavík og héðan í kring. Það
komu sveitir víðast að af landinu.
Forsagan að þessum æfingum
er sú að þegar Landsbjörg var
stofnuð var ákveðið að halda sam-
eiginlegar æfingar allra björgun-
arsveita á tveggja ára fresti. Þessi
æfing er hluti af því. Hún er sér-
stök að því leyti að þetta er
stærsta vetraræfing sem haldin
hefur verið og sennilega stærsta
samæfing íslenskra björgunar-
sveita.
Við erum með um sjötíu skipu-
lögð leitarsvæði í Borgarfirði og á
Langjökli. En þar eram við með
tækjaflokkinn okkar vegna snjó-
leysis á Holtavörðuheiði. Þá eram
við með göngumenn, rústamenn,
skyndihjálparfólk og reynum að
snerta sem flesta þætti varðandi
björgun."
Dagurinn byrjaði með því að kl.
6 í morgun var sett á svið stórslys í
húsmæðraskólanum. Allir björg-
unarsveitamenn komu og æfðu
viðbrögð við stórslysi. Sú æfing
gekk mjög vel. Strax eftir það fóra
í gang verkefni vítt um héraðið.
Leita þurfti að fólki í rástum, í
snjóflóði með hundum, ná ein-
hverjum úr klettum og úr ísfossum
svo eitthvað sé nefnt.
Við eram alltaf að safna í sarp-
inn, en einnig að þjálfa nýtt fólk.
Það endumýjast alltaf í björgunar-
sveitunum og nýja fólkið þarf æf-
ingu. Einnig þurfum við að þjálfa
og halda okkur við. Það verður
enginn góður björgunarsveitar-
maður í eitt skipti fyrir öll. Allir
verða að æfa sig stöðugt til að
standa undir nafni,“ sagði Kristján
að lokum.
Björgunarsveitir
um allt hérað
Þegar blaðamaður kom að
Varmalandi vora björgunarsveitir
út um allt hérað. Ein þeirra hafði
fengið verkefni heima á Varma-
landi. Þar hafði skólarátan oltið og
björgunarsveitamenn beðnii' að
hlúa að sjúklingum og búa þá undir
flutning. Það vora ungmenni úr
Hveragerði sem unnu að þessu
verkefni. Þau höfðu nýlokið því er
blaðamann bar að. Flest vora þau
ung að áram og vora að hefja feril
sinn í björgunarsveitinni. Ekki var
annað að heyra en þeim íyndist
starfið áhugavert.
Á svæði Loftorku í Borgamesi
æfði Björgunarsveitin Albert á Sel-
tjamarnesi björgun úr rástum.
Fara þurfti með sjúkling ákveðna
leið og leysa á leiðinni ýmsar
þrautir. Bráa þurfti á, lyfta staur-
um til að koma hinum slasaða und-
ir og fara yfir ýmsar hindranir.
Þessi æfing reyndi mikið á menn,
en ekki síst á hugmyndaflugið og
hvernig best er hægt að bjarga sér
úr ógöngum.
Morgunblaðið/Hallfríður
AFMÆLISGESTIR við Uraltrukkinn fyrir framan Þórðarbúð.
Ný sending
Þýsk jakkaföt
og stakar buxur
Tilboð;
Þýskar (Microlux)
úlpur.........kr. 9.800
Alullar-rúllukraga-
peysur ......kr. 2.800
Flís-jakka-
peysur ......kr. 2.300
Cjœðavara á flóðu verði
Laugavegi 34, sími 551 4301
Slysavarna-
deildin Ar-
sól 60 ára
Reyðarfírði - Slysavarnadeildin
Ársól á Reyðarfirði var stofnuð
7. mars 1938 og haldið var upp
á þau tímamót sl. laugardag. Þá
var haldinn afmælisaðalfundur
þar sem mættir voru félagar úr
deildinni ásamt félögum úr
Björgunarsveitinni Ársól og
Unglingadeildinni Ársól. Fastir
liðir í starfsemi deildarinnar
hafa verið þessir: Árlega eru
fjögurra ára börnum í sveitar-
félaginu gefnir reiðhjólahjálm-
ar, kaffiveitingar á sjómanna-
daginn, spiluð félagsvist, mót-
taka gosdrykkjambúða fyrir
Endurvinnsluna hf. og starfað
við sameiginleg verkefni SVFÍ
á landsvísu í tengslum við for-
varnir. Formaður deildarinnar
er Fanney I. Bóasdóttir.
Björgunarsveitin Ársól var
stofnuð 1961 og hefur starfað
óslitið síðan. Hún er þokkalaga
búin tækjum, á m.a. gúmbjörg-
unarbát, Uraltrukk og þreyttan
Volvo Lapplander, einnig ýmiss
konar sérhæfðan búnað til
bj örgunarstarfa.
Unglingadeildin Ársól var
stofnuð 1983. Þar fá unglingar
að kynnast störfum SVFÍ auk
þess sem þeim eru kennd undir-
stöðuatriði í ferða- og fjalla-
mennsku, notkun áttavita og
þess björgunarbúnaðar sem
björgunarsveitin hefur yfir að
ráða.
Félagsaðstaðan í Þórðarbúð
var tekin í notkun 1988. Allar
þessar deildir eru félagseining-
ar innan SVFÍ.
Meirihluti hreppsnefndar
Reykholtsdalshrepps
Lýsir furðu sinni
á úrskurði um-
hverfisráðherra
MEIRIHLUTI hreppsnefndar
Reykholtedalshrepps og meiri-
hluti varamanna í hreppsnefndinni
hefur í bréfi til umhverfisráðherra
lýst furðu sinni á þeim úrskurði
hans að fresta staðfestingu á
vegstæði Borgarfjarðarbrautar og
jafnframt því að ekki skuli fylgja
rökstuðningur fyrir ákvarðanatök-
unni.
Umhverfisráðherra staðfesti 19.
febráar síðastliðinn svæðisskipu-
lag norðan Skarðsheiðar 1997-
2017, en það tekur til fimm sveit-
arfélaga. Hins vegar var staðfest-
ingu á vegstæði Borgarfjarðar-
brautar milli Flókadalsár og
Kleppjárnsreykja frestað í sam-
ræmi við tillögu samvinnunefndar
sveitarfélaganna sem vann að
skipulaginu, og því vísað heim í
hérað að velja á milli þeirra kosta
sem fyrir hendi séu um vegstæð-
ið.
Málið sett aftur
á byrjunarreit
í bréfi meirihluta hreppsnefnd-
ar Reykholtsdalshrepps segir að
þegar haft sé í huga hversu miklar
þjáningar þetta mál hafi lagt á
samfélagið í hreppnum, og þá
staðreynd að viðunandi niðurstaða
var fundin í þessu máli, sem
hreppsnefndin, Vegagerðin,
Skipulagsstjóri ríkisins, umhverf-
isráðherra, þingmenn Vesturlands
og Skipulagsstjórn ríkisins hafi
fyrir sitt leyti fallist á, þá skjóti
skökku við að umhverfisráðherra
skuli setja málið aftur á byrjunar-
reit og eyðileggja margra ára feril
og von Reykdælinga um langþráð-
ar samgöngubætur.
Óskar meirihluti hreppsnefndar
Reykholtsdalshrepps og meiri-
hluti varamanna í hreppsnefndinni
eftir svöram við því hvernig það
fari saman að áliti umhverfiráðu-
neytisins að hafna vilja löglega
kjörins meirihluta sveitarstjórnar
Reykholtsdalshrepps og að benda
á leið eins og að stofna samvinnu-
nefnd með öðram sveitarfélögum
sem ekki hafa lögsögu í málinu og
jafnframt að benda á að með nýju
byggingar- og skipulagslögunum
sé vald sveitarstjórna aukið í þeim
málaflokki.
„Við sem eram lýðræðislega
kjörnir fulltráar okkar sveitarfé-
lags og ber að afgreiða mál sem
falla undir okkar lögsögu sam-
kvæmt sveitarstjórnarlögum sætt-
um okkur illa við það sem við
fyrstu athugun og án betri rök-
stuðnings frá ráðuneytinu virðist
ekki vera á eðlilegum rökum reist
af ráðuneytisins hálfu,“ segir í
bréfinu til umhverfisráðherra.