Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 FRÉTTIR ÞÚ ÁTT að nota súluritið til að sýna hvað við græddum stórt, Sverrir minn, ekki laxa-mælinn ... Skiptar skoðanir um nýtingu Geldinganess VIÐ umræður í borgarstjóm Reykjavíkur síðastliðinn fimmtudag komu fram skiptar skoðanir borgar- fulltrúa um nýtingu á Geldinganesi þar sem skipulagt hefur verið hafn- ar- og atvinnusvæði. Eru undirbún- ingsframkvæmdir þegar hafnar. Sjálfstæðismenn í borgarstjóm hafa lagt til að hætt verði við fram- kvæmdir en fúlitrúar R-listans telja það fráleitt. Samþykkt var í borgarráði sl. þriðjudag tillaga Reykjavíkurlist- ans þess efnis að hafnarstjóm verði falið að kanna þá möguleika sem sameining Reykjavíkur og Kjalar- neshrepps gefur fyrir framtíðarþró- un Reykjavíkurhafnar. A sama fundi var tillögu sjálfstæðismanna um að þegar verði stöðvaðar fram- kvæmdir í Geldinganesi vísað til umsagnar hafnarstjóra og skipu- lagsstjóra og tillögu þeirra um að fram fari athugun á þörf fyrir fram- tíðarhafnarsvæði var vísað til hafn- arstjóra. Borgarfulltrúar tóku þessi mál til umræðu á borgarstjómar- fundinum á fimmtudag. Ámi Þór Sigurðsson, borgarfull- trúi R-listans, benti á þýðingu hafn- arinnar fyrir allt atvinnulíf borgar- búa og sagði mikilvægt að hún hefði stækkunarmöguleika. Sagði hann þó rétt að skoða hvort sameining við Kjalarnes gæti haft áhrif á framtíðarþróun Reykjavíkurhafnar. Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lýsti þeim hug- myndum sjálfstæðismanna að hætta við hafnarframkvæmdir á Geldinga- nesi en nýta það áhugaverða bygg- ingarland sem þar væri fyrir íbúða- byggð enda hefði það lengi verið stefna sjálfstæðismanna að byggja borgina við sundið en hafa ekki íbúðabyggð upp til heiða. Hann minnti á að enn væra allt að 70% stækkunarmöguleikar á Sundahöfn. Hann sagði þá Pétur Friðriksson, oddvita Kjalnesinga, og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, hafa kannað með viðræðum við starfsmenn Reykja- víkurhafnar og Siglingamálastofn- unar möguleika á hafnaraðstöðu við Álfsnes ef þörf væri á nýrri höfn. Sú athugun sýndi að möguleikar væm fyrir hendi þar. Sagði hann hins vegar þessa þörf á nýrri höfn ekki ljósa. Borgarfulltrúinn sagði líka nauð- synlegt að skilgreina betur hvaða starfsemi væri hafnsækin og þyrfti að vera nálægt höfn. Hann benti einnig á að á svæðinu frá Grandar- tanga og til Helguvíkur væra 8 hafnir og sagði rétt að skoða í sam- hengi þróun og uppbyggingu hafna á þessu svæði. Skylda að gæta hagsmuna Reykjavíkumafnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði það fráleita tiliögu að ætla að hætta við hafnarfram- kvæmdir í Geldinganesi án þess að hafa kannað nokkra aðra möguleika og spurði hvar ætti þá að bjóða að- stöðu fyrir atvinnusvæði. Hún benti á að í Alfsnesi, sem væri álíka stórt og Kópavogur, væri framtíðarbygg- ingarland við strönd sem væri ekki síður skemmtilegt en Geldinganes. Hún sagði ekki hafa farið fram á sér- staka skoðun á hugsanlegri hafnar- aðstöðu í Álfsnesi hjá Reykjavíkur- höfn eða Siglingamálastofnun. Borg- arstjóri sagði það skyldu borgar- stjórnar að gæta fyrst og fremst hagsmuna Reykvíkinga og skoða yrði framtíðarþróun Reykjavíkur- hafnar í Ijósi þess. Ámi Þór Sigurðsson benti einnig á að lega nýrrar Sundabrautar gæti þrengt að framtíðarmöguleikum Sundahafnar. Ný öldrunar- deild opnuð SJÚKRAHtíS Reykjavíkur opn- aði formlega nýja deild á öldrun- arsviði á föstudag. Deildin er á Landakoti og kemur til með að hýsa heilabilunareiningu Sjúkra- húss Reykjavíkur. Sjúkrahúsið rekur nú tvær sjúkradeildir fyrir sjúklinga með skert minni og heilabilun með samtals 36 rúm, auk þess sem þar starfar hópur starfsmanna að því að meta, greina og með- höndla einstaklinga sem búa við minnisskerðingu og heilabilun. Myndin er frá opnun nýju deild- arinnar. MORGUNBLAÐIÐ Námskynning í Háskóla íslands Um 200 mis- munandi náms- leiðir kynntar Ásta Kristrún Ragnarsdóttir SUNNUDAGINN 15. mars næstkomandi verður haldin víðtæk kynning á námsframboði hérlendis. Kynningin fer fram í byggingum Há- skóla íslands austan Suð- urgötu og stendur yfir frá klukkan 11-18. Ásta Kristrán Ragnars- dóttir, forstöðumaður og námsráðgjafi við Háskóla Islands, hefur unnið að skipulagningu námskynn- ingarinnar. „Við eram þessa dag- ana að ljúka undirbúningi fyrir þetta stóra og viða- mikla verkefni. Að þessu sinni era það um 200 mis- munandi námsleiðir sem verða kynntar." Ásta Kristrán segir að kynning sem þessi stuðli að eflingu menntunar hér á landi og hún segir að með þessu sé verið að vekja athygli á þeim námsleiðum sem fólki standi til boða. „Þessi námskynning er sam- vinnuverkefni skóla og þjónustu- aðila námsmanna og Háskóli ís- lands hefur átt frumkvæði að námskynningum sem þessum undanfarin tíu ár.“ - Eru þessar námskynningar ekki haldnar annaðhvert ár? „Jú núorðið. Þær vora haldnar árlega til að byrja með. Bæði era námskynningar sem þessar mjög dýrar og hinsvegar geta skólar með þessu móti haft opið hús hjá sér og kynnt starfsemina á heimavettvangi það árið sem ekki er um sameiginlega kynn- ingu að ræða. Það sem er merkilegt við svona námskynningu er að ekki er verið að beina athygli og sjón- um fólks að skólunum sem hús- um og stofnunum heldur hvað fer fram innan menntakerfisins." Ásta Kristrán segir að þó kynning sem þessi kosti mikið sé alls ekki um að ræða neinn íburð. „Kynningamar eru haldnar í há- skólanum og skólastofumar nýttar til að stúka af mismunandi svið. Að undanfómu hafa verið búnir til kynningarkjamar þar sem allt skylt nám er á sömu torfunni ef svo má að orði kom- ast. Þetta þýðir að allt sem teng- ist list, handverki og sköpun er á einum stað hvort sem það er í iðnskóla eða listaskóla. Þá er allt á sama stað sem tengist raunvísindum hvort sem það er frá háskólanum eða bændaskólunum og allt sem tengist heilbrigðisgreinum hvort sem það er í fjölbrautaskóla eða háskóla er saman. Á ýmsum sviðum verður óhefðbundið nám kynnt. Á heilbrigðis- sviði verður til dæmis hægt að kynnast skyndihjálp og slysa- vömum Rauða kross- ins svo og sjúkraflutningum. „I fyrsta skipti notum við nú íþróttahús háskólans og kynnum þar heilbrigðisgreinarnar." - Er kynningin aðallega miðuð við þá sem eru að velta fyrir sér háskólanámi? „Nei alls ekki. Þessi kynning er ætluð öllum aldurshópum. Það er hægt að kynna sér endur- og símenntunarmöguleika og slíkar kynningar verða allar á sama svæði. Þá verður hægt að afla sér fróðleiks um fjarkennslu á ►Ásta Kristrún Ragnarsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1952. Hún lauk BÁ-námi í frönsku, sálarfræði og uppeldisfræði frá Háskóla íslands og árið 1981 lauk hún framhaldsnámi í náms- ráðgjöf frá háskólanum í Þránd- heimi. Að loknu námi var hún ráðin fyrsti námsráðgjafinn við Háskóla Islands og hefur starf- að á þessu sviði síðan auk þess sem hún hefur skipulagt nám- skynningar frá árinu 1982. Eiginmaður hennar er Val- geir Guðjónsson og eiga þau þrjú böm. sama stað og við fórum líka út fyrir landsteinana og kynnum fólki námsmöguleika á erlendri grand. í fyrsta skipti era tveir erlendir háskólar með kynningu á starfsemi sinni. Þetta era Rockford College í Bandaríkjun- um og skólinn University of Al- berta í Kanada.“ Ásta Kristrán segir að fulltrá- ar frá menntamálaráðuneyti muni kynna nýja menntastefnu og forsætisráðuneytið kynna upplýsingasamfélagið. „Við leggjum okkur fram um að höfða til fólks á öllum aldri. Við eram í samstarfí við Hitt húsið og fulltráar frá þeim verða með sýnishorn af því sem þar er boðið upp á.“ -Hafa þessar kynningar verið vel sóttar? „Eftirspurnin hefur stöðugt aukist og í fyrra þegar engin slík kynning var í boði var mikið ver- ið að spyrja um næstu kynningu. Fólk er farið að reikna með þessu og nú er svo komið að þús- undir mæta þegar við bjóðum upp á kynningu sem þessa.“ Ásta segir að það séu alls ekki einung- is námsmenn sem koma og kynna sér hvað er í boði, foreldrar og aðr- ir aðstandendur koma gjarnan líka svo og fólk á öllum aldri. - Eru forkröfur að mismunandi námsleiðum auð- kenndar með einhverjum hætti? „I blaðauka sem fylgir Morg- unblaðinu á morgun, miðvikudag, eru kynntar þær merkingar sem verða við allar námsleiðir og sýna hvaða inntökusldlyrða krafist er.“ Ásta Kristrán segir að oft þurfi fólk að hafa mikið fyrir að afla sér upplýsinga um það nám sem stendur til boða á mismunandi stöðum. „Þama gefst fólki tæki- færi á að skoða flest það sem í boði er á sama stað á einum degi.“ Ætlað öllum aldurs- hópum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.