Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Alcoa kaup- ir Alumax BANDARÍSKU álfyrirtækin Alcoa og Alumax tilkynntu í gær að sam- komulag hefði tekist um samruna fyrirtækjanna með kaupum Alcoa á Aiumax, en Alumax er eitt af fyrir- tækjunum í Atlantsálshópnum sem áformað hefur að byggja álver á Keilisnesi. Eftir sameininguna verða starfs- menn Alcoa um 100 þúsund talsins. Starfsemi fyrirtækisins verður á 250 stöðum í 30 löndum og áætluð velta fyrirtækisins á þessu ári verður 17 milljarðar dollara. Með samrunanum telja forsvars- menn Alcoa og Alumax að aukin hagkvæmni náist í rekstrinum m.a. með spamaði í stjómun, markaðs- setningu, flutningum og þróun. ---------------- Frosthörkur í Kröflu ANDSTÆÐURNAR voru áberandi f um 25 stiga frosti og stafalogni við Kröfluvirkjun á dögunum; ann- ars vegar ísingin og hins vegar hitinn úr iðrum jarðar. Tvær vélar eru nú keyrðar í Kröfluvirkjun og þar er 50 megavatta raforkufram- leiðsla um þessar mundir. Aðfara- nött laugardags mældist frostið 35 stig á mæli Veðurstofunnar. Mun það vera mesta frost sem mælst hefur við Mývatn svo vitað sé. Síð- degis á sunnudag fór verulega að draga úr frostinu. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Féll í Kverká og kalið hefti för FRANSKI ferðamaðurinn, sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í Kistufell á laugardag, eftir að hann hafði sent út neyðarkall, segir að ferðin hafi gengið áfallalaust þar til hann féll í Kverká þegar ís brotn- aði undan honum. Hann hélt reyndar áfram göngu sinni í fjóra daga en ákvað að óska aðstoðar þegar kal fór að gera vart við sig á fingrum og tám. Dutriaux er tryggður fyrir kostnaðinum sem af hlaust, sam- kvæmt upplýsingum frá Alliance Francaise. Dutriaux hugðist ferð- ast þvert yfír ísland á snjóþrúgum. Dutriaux segir að veður hafi ver- ið með eindæmum kalt meðan á svaðilfórinni stóð, svo kalt að öll tæki sem hann hafði meðferðis urðu óvirk, jafnvel úr hans hætti að ganga þótt það ætti að geta þolað 40 gráða frost. Mjög vindasamt var einnig á leiðinni en Dutriaux segir þrátt fyrir það að ferð sín hafi ver- ið með eindæmum skemmtileg, allt þar til hann féll í Kverká, og að hann sé staðráðinn í að koma aftur til íslands. Dutriaux er búsettur í Pýrenn- eafjöllum og er alvanur fjallamað- ur. Hann tók mikið af ljósmyndum í ferð sinni og hyggst selja mynd- imar til styrktar hungruðum böm- um. Morgunblaðið/Ámi Sæberg STÉPHANE Dutriaux á sjúkra- húsi í Reykjavík í gær. Hann segist staðráðinn í að koma aft- ur til íslands. Lögfræðiálit vegna umsýslu hlutafélags með leiguhúsnæði Reykjavíkurborgar Oheimilt að fela Félagsbústöðum rekstur félagslegra leiguíbúða GILDANDI lög veita ekki heimild til þess að Félagsbústöðum hf. sé falin umsjón og rekstur félagslegra leiguí- búða Reykjavíkurborgar samkvæmt lögfræðiáliti Lúðvíks Emils Kaaber, héraðsdómslögmanns, sem hann vann fyrir Jón Kjartansson, formann Leigj endasamtakanna. „Það er því álit mitt, að óheimilt sé, án lagabreytingar, að fela Félagsbú- stöðum hf. rekstur og útleigu á fé- lagslegum leiguíbúðum. Þar af leiðir, að leigjendur félagslegra leiguíbúða eiga rétt á að gera leigusamning beint við sveitarstjóm eða sérstaka nefnd hennar, og þurfa ekki að sæta því að hafa óopinberan aðila að lands- drottni,“ segir í bréfi lögmannsins til formanns Leigjendasamtakanna. Reykjavíkurborg samþykkti í apr- íl á síðasta ári að stofna hlutafélagið Félagsbústaði hf., um eignarhald, rekstur, viðhald, fjármálaumsýslu og þjónustuumsýslu vegna leiguhús- næðis borgarinnar. Hafa miklar deil- ur staðið um þessa breytingu á leigu- íbúðum borgarinnar að undanfómu, m.a. vegna hækkunar á leigugjaldi. Breytir engu þótt hlutafélagið sé í eigu sveitarfélags í lögfræðiáliti Lúðvíks E. Kaaber segir m.a. að eðlilegt sé að fela fé- lagsmálanefndum umsjón og útleigu félagslegra leiguíbúða en allt örðu máli gegni ef slíkt verkefni er falið öðmm aðila, sem ekki er opinbert stjómvald og lýtur ekki stjóm, sem sækir umboð sitt til almennings. „Það breytir engu í því samhengi þótt viðkomandi einkaaðili sé hluta- félag í eigu sveitarfélags, og hafi rekstur og útleigu á félagslegum leiguíbúðum að tilgangi sínum,“ seg- ir í álitinu. Bendir lögmaðurinn á að félags- mál og húsnæðismál séu meðal þeirra verkefna sem sveitarfélögum sé skylt að annast skv. sveitarstjóm- arlögum. „Þetta ber að mínu áliti að skiija þannig að ekki megi fela óop- inbemm aðilum þau verkefni, sem sveitarfélög eiga lögum samkvæmt að sjá um. Sveitarfélögum er óheim- ilt að leggja niður sín lögskipuðu hlutverk, og þeim er skylt að rækja þau hlutverk sjálf, í eigin nafni. Við þetta má bæta, að af tilvitnuðum greinum í samþykktum Félagsbú- staða hf. er ekki annað að sjá en að rekstur og útleiga félagslegra íbúða eigi að fara fram á einhvers konar viðskiptagmndvelli. Sé svo, þá sam- ræmist það atriði ekki heldur fyrir- mælum sveitarstjómarlaga og tál- gangi laga um félagsþjónustu sveit- arfélaga," segir í lögfræðiálitinu. Lögmaðurinn kemst einnig að þeirri niðurstöðu að það sé sveitar- stjóm ein eða nefnd sem hejri beint undir hana, sem geti tekið ákvörðun um breytingu á leigugjaldi fyrir fé- lagslegt íbúðarhúsnæði. „Ekki má setja leigjanda í þá aðstöðu að þurfa að semja um það við þriðja aðila, svo sem Félagsbústaði hf. eða annað slíkt fyrirtæki," segir í álitsgerðinni. Neita að gera leigusamning við Félagsbústaði hf.? Lögmaðurinn ræðir einnig þau úr- ræði sem fyrir hendi em til að láta reyna á réttmæti álits hans og bend- ir m.a. á að á lögmæti leigusamnings eða ákvæða hans gæti reynt við út- burðargerð. „Hvemig sem á er litið finnst mér tímabært að þér íhugið hvort rétt sé að ráðleggja félagsmönnum yðar að neita að gera leigusamning við Fé- lagsbústaði hf. Það virðist í fljótu bragði hið eina sem getur orðið til þess að reynt verði á lögmæti þess- arar nýju tiihögunar á áreiðanlegan hátt,“ segir í áliti sem unnið var fyrir formann Leigjendasamtakanna. Sóttur að Hlöðufelli vegna bak- meiðsla FRANSKUR lögreglumaður, sem ætlaði ásamt nokkmm fé- lögum sínum að ganga á sryó- þrúgum frá Þingvöllum yfir hálendið til Fáskrúðsfjarðar, var sóttur slasaður á baki sl. laugardag. Leiðangurinn safnar áheit- um í ferðinni til styrktar bein- mergsflutningum. Vemdari leiðangursins er Guðrún Katrín Þorbergsdóttir for- setafrú. Þessi sami hópur kom til landsins í fyrra. í sólarhring á göngu Leiðangurinn lagði af stað á laugardag og hafði meðferðis svokallaðan Argos staðsetn- ingarbúnað. Mennimir höfðu verið á göngu í rúman sólar- hring þegar boð komu um að maðurinn yrði sóttur. Var leiðangurinn þá staddur austan við Hlöðufell. Félagar í Flugbjörgunarsveitinni sóttu manninn á vélsleða og var komið með hann til Reykja- víkur í gærmorgun. Bílslys í Frakklandi Maðurinn hafði lent í bflslysi í Frakklandi og fengið hálshnykk. Hann virðist hafa hrasað í göngunni og bólgnaði upp á hálsi og baki. Keiko ekki sleppt nema hann geti lifað án aðstoðar VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli bandarisku sjávarútvegsstofnunar- innar og Frelsið Willy Keiko sam- takanna um hvort unnt verði að flytja Keiko frá Bandaríkjunum. St- arfsmaður samtakanna, Bob Ratlif- fe, sagðist ekki geta tjáð sig að öðru leyti um málið í gær. í bæklingi sem bandaríska sjávar- útvegstofnunin gefur út kemur fram að árangur tilrauna til að sleppa sjávarspendýrum í upprunalegt um- hverfi sé ekki góður. Margir höfr- ungar hafi fundist látnir og illa haldnir eftir að þeim hafi verið sleppt í upprunalegt umhverfi. „Háhymingi af sömu tegund og Keiko hefur aldrei áður verið sleppt í sitt upprunalega umhverfi og því vit- um við ekki að svo stöddu hvort hægt verður að sleppa Keiko,“ sagði Diane Hammond, talsmaður Frelsið Willy Keiko samtakanna, í samtali við Morgunblaðið. „Höfrungum og öðrum tegundum sjávarspendýra hefur áður verið sleppt og hafa sum- ir þeirra náð að aðlaga sig uppruna- legu umhverfi sínu, aðrir ekki. Sea World í San Diego í Kaliforníu ætlar að sleppa ungum hval 18. mars næst- komandi og spennandi verður að fylgjast með hvemig það gengur,“ sagði Diane. Keiko hefur verið í 18 ár í haldi og var hann aðeins tveggja ára þegar hann var veiddur. Diane sagði að svo stöddu einung- is vitað að Keiko gæti plumað sig í sjávarkví eða lokuðunyfirði þar sem séð væri um hann. Ástæðan væri meðal annars sú að ekki væri vitað hvort hann yrði fær um að eiga sam- skipti við önnur dýr af sinni tegund og því væri erfitt að meta hvort hann gæti bjargað sér í vistkerfi hafsins. „Við gerum ráð fyrir að færa Keiko á lokað svæði en um framhaldið getum við með engu móti spáð núna. Eí Keiko reynist geta átt samskipti við aðra háhyminga er mun líklegra að hægt verði að sleppa honum frjáls- um,“ sagði Diane Hammond. Keikc hefur ekki hitt aðra háhyrninga í rúm tólf ár. Bob Ratliff ítrekaði að ekki væri ætlunin að sleppa Keiko fyrr en vís- indalegar rannsóknir sýndu að hann væri fær um að bjarga sér sjálfur. „Fyrsta stigið er að koma honum i sjávarkvl í Norður-Atlantshafi og síðan getum við kannað hvort hann getur aflað sér fæðu og lifað af án aðstoðar. Fyrr verður honum ekki sleppt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.