Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI/BJÖRGUNARSTÖRF ÞEGAR björgunarsveitarmennirnir komu niður í Sölvadal, þurfti að yfirfara sleðana fyrir frekari átök og gera við smávægilegar bilanir. Átta björgunarsveitarmenn frá Dalvík í miklum hrakningum í Eyjafírði Þrír komu kaldir til byggða en fímm biðu í snióhúsi Mikill viðbúnaður var 1 gær vegna leitar að vélsleðamönnum frá Dalvík. Prír þeirra komust fótgangandi til byggða, en fímm héldu kyrru fyrir í vonskuveðri í snjóhúsi ofan Djúpadals í Eyjafírði. Margrét Þóra Þórsdóttir, Kristján Kristjánsson, Jóhannes Tómasson og Ragnar Axelsson fylgdust með framvindu mála. , Morgunblaðið/Kristján MAGNUS Arnarsson úr Hjálparsveit skáta og Pétur Torfason úr Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri skoða leitarsvæðið á korti í stjórnstöð Flugbjörgunarsveitarinnar. T • • (*• >C S • / (*• / 1 • Leitm eríið 1 snjofjuki ÞYRLA Landhelgisgæsiunnar, TF-Líf, var kölluð í viðbragðs- stöðu klukkan 6.20 í gærmorgun og var ákveðið að halda til leitar um hálfátta. Flugstjóri var Haf- steinn Heiðarsson og sagði hann fyrct hafa verið leitað yfir Bleiks- mýrardal og suður um þar sem talið var fyrst að mennirnir gætu verið á ferð. Má segja að þyrlan hafi útvfkkað leitarsvæði björgun- arsveitarmannanna á jörðu niðri. „Við leituðum einkanlega aust- an við Eyjafjörðinn bæði til norð- urs og suðurs en þarna hefur verið mjög hvasst og erfitt að leita í snjófjúki," sagði Hafsteinn í samtali við Morgunblaðið þegar þyrlan var lent á Akureyrarflug- velli. Var ákveðið að doka við og sjá hvort ekki lægði og birti og freista þess þá að sækja mennina fimm sem enn höfðust við ofan við Hraunárdai í rúmlega 1.200 metra hæð. Auk Hafsteins skip- uðu áhöfn þyrlunnar þeir Sigurð- ur Ásgeirsson flugmaður, Hann- es Petersen læknir, Hilmar Þór- arinsson flugvirki og spilmaður og leiðangursstjóri var Magni Oskarsson. „Það hvessti mjög mikið af vestri rétt fyrir hádegi þarna suður frá og þá varð kófið mjög mikið. Okkur er sama um vind- inn en það er kófíð sem blindar okkur,“ sagði Hafsteinn og segir þyrluna hafa verið í 500 til 1.000 feta hæð eftir aðstæðum. Þyrlan beið betra færis á Akureyri fram eftir degi og um klukkan 18 var ekki enn talið fært en þá voru björgunarsveitir á landi á leið til hópsins í snjóhúsinu. ATTA félagar úr Björgun- arsveit Slysavarnarfé- lagsins á Dalvík og Hjálparsveit skáta á Dal- vík lentu í miklum hrakningum á leið sinni frá Laugafelli upp af Eyjafirði og til byggða síðastliðinn sunnudag. Þeir lögðu af stað á vélsleðum úr Laugafelli um kl. 11 á sunnudagsmorgun og hugðust aka sem leið lá niður í Þormóðsstaðadal og Sölvadal. Fólk sem var á bíl í Laugafelli tók fyrir þá dót til byggða, m.a. mat en þeim bíl var ekið niður í Bárðardal og ætluðu hóparnir að hittast í Eyjafírði um miðjan dag. Dalvíkingarnir höfðu breytt ferðaáætlun sinni og hugð- ust koma til byggða niður úr Gler- árdal, en um miðjan dag á sunnu- dag var ágætisveður og vildu þeir skoða sig betur um. Veðrið breyttist hins vegar mjög skyndilega er þeir voru á ferð í um 1.200 metra hæð á norðanverðu Nýjabæjarfjalli, þannig að þeir gripu til þess ráðs að grafa sér snjóhús og hafast þar við. Þrír mannanna komust kaldir og hrakt- ir til byggða í Djúpadal, en hinir fimm urðu eftir í snjóhúsinu. Allt kapp var lagt á að komast að mönnunum, en það gekk erfiðlega þar sem veður var afar slæmt á þessum slóðum. Síðdegis á sunnudag milli kl. 16 og 17 er fólkið hafði beðið drjúga stund var farið að undrast verulega um hópinn. Akureyringar sem einnig höfðu verið í Laugafelli að- faranótt sunnudags lögðu af stað heimleiðis um þremur tímum á eft- ir Dalvíkingunum. Þeir voru um tvo klukkutíma niður í Eyjafjörð. í fyrstu voru menn á tveimur vélsleðum fengnir til að svipast um og óku þeir upp Þormóðsstaðadal en urðu einskis varir, sáu engar slóðir né vísbendingar um ferðir þeirra. Um kl. 20 á sunnudagskvöld var óskað eftir aðstoð Flugbjörgunar- sveitarinnar á Akureyri og Hjálp- arsveitar skáta á Akureyri. Áhersla var lögð á að komast í skála og sæluhús á hálendinu upp af Eyjafirði. Björgunannenn á þremur bílum fóru upp úr Bárðar- dal og vélsleðamenn fóru frá Akur- eyri. Veður var fremur slæmt, gekk á með dimmum éljum og á köflum var vonskuveður. Einnig voru eknar allar aðalleiðir sem vaninn er að fara úr Laugafelli og til byggða, en án árangurs. Þekkt veðravíti Ingimar Eydal, sveitarforingi Hjálparsveitar skáta á Akureyri, sagði að í gærmorgun hefði verið búið að leita á öllu svæðinu og fara allar líklegar slóðir úr Laugafelli og til byggða í Eyjafirði. „Staðan var þannig í gærmorgun þegar ekkert hafði spurst til Dal- víkinganna að við höfðum gert ráð- stafanir til að fá til liðs við okkur björgunarmenn víða að, frá Olafs- firði, Siglufirði, auk þeirra sem komnir voru af stað úr Fnjóskadal, Báðardal og Skagafirði og þá var björgunarsveitin á Hellu í við- bragðsstöðu. Þetta var í þann veg- inn að verða að allsherjar útkalli þar sem fara átti allt suður að Hofsjökli, en veðrið hamlaði þvi að af því yrði,“ sagði Ingimar. Hann sagði að þverdalir Eyja- fjarðar og svæðið fremst í Nýja- bæjarfjalli væru þekkt veðravíti og var arfavitlaust veður á þessum slóðum í gærmorgun. A milli 11 og 12 vindstig voru þar í gær og mikið snjókóf og tafði það mjög alla leit. Þrír komu kaldir og hraktir til byggða Um kl. 13 í gærdag komu þrír mannanna fram á bænum Stórada) í Djúpadal, en þeir höfðu þá gengið í tæpa 6 klukkutíma um 15 kíló- metra langa leið af Nýjabæjarfjalli. Voru þeir mjög kaldir og hraktir eftir ferðalagið, en þeir höfðu ásamt hinum fimm hafst við í snjó- húsi um nóttina í um 1.200 metra hæð á norðanverðu fjallinu. Ingimar sagði að allt kapp hefði verið lagt á að komast að fimm- menningunum í gær en það gekk afar erfiðlega. „Við höfum ekkert frétt af líðan þeirra frá því kl. 7 í morgun er félagar þeirra héldu gangandi til byggða, þannig að við leggjum ríka áherslu á að komast til þeirra." Allar leiðir reyndar Snjóbíll ásamt mannskap á 9 vélsleðum fór síðdegis áleiðis upp á Öxnadalsheiði og átti að reyna að fara eftir Kaldbaksdal að Nýjabæj- arfjalli, um 20 kílómetra langa leið. Beðið var átekta fram til kl. 20.30 í gærkvöld þegar loks var hægt að komast af stað þegar dálítið lægði. Ferðalagið gekk þó fremur hægt. Leitarflokkar fóru einnig af stað áleiðis að snjóhúsi mannanna frá Laugafelli og upp úr Djúpadal. „Við reyndum allar hugsanlegai’ leiðir," sagði Ingimar, en menn komust lftt áfram. AIls voru 23 menn á sleðum á svæðinu og undir kvöld voru 6 þeirra enn á ferðinni, en fóru hægt. „Menn eru að fikra sig upp á fjallið, en telja sig varla komast lengra áfram,“ sagði Ingi- mar í gærkvöld. Undanfarar sendir af höfuðborgarsvæðinu Landsstjórn Landsbjargar bauðst undir kvöld til að senda um 25 manna flokk undanfara af höf- uðborgarsvæðinu norður til aðstoð- ar, en þá hafði sú ákvörðun verið tekin að senda skíðagönguflokk á Nýjabæjarfjall og var það boð þeg- ið að sögn Ingimars. Undanfararn- ir komu um kl. 21 í gærkvöld með Fokker-flugvél Landhelgisgæsl- unnar og héldu fljótlega af stað fram í Eyjafjörð. Nokki-u áður höfðu um 20 skíðagöngumenn frá Hjálparsveit skáta á Akureyi'i og Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri lagt af stað. Skíðafæri reyndist af- leitt þannig að farið var fótgang- andi úr Djúpadal og upp úr Hraunárdal að snjóhúsinu. Ljóst var þá orðið að þyrlan kæmist ekki að mönnunum vegna veðurs og myrkurs. Þyrlan átti að fara suður í gærkvöld, en brottfór tafðist vegna bilunar. Ekki var í gærkvöld vitað ná- kvæmlega hvar snjóhús Dalvíking- anna var, en að sögn Ingimars höfðu menn nokkra punkta til að fara eftir en það svæði var um fjög- urra til fimm kílómetra langt. „Þetta hefur verið eins erfið leit og hægt er að hugsa sér. Þegar okkar vönustu menn treysta sér ekki til að halda áfram þá er alveg ljóst að veðrið er alveg glóruvitlaust," sagði Ingimar. I t l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.