Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR PRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 39^ Yarnarmáttur alþýðunnar í LOK síðasta árs skrifaði ég greinar þar sem vikið var að rétt- leysi launafólks hér á landi. Eðlilega gerðu samtök atvinnurekenda veikburða tilraun til að vefengja skrif mín en strax og þeim varð ljóst að ekki var hægt að hrekja staðreyndir höfðust þeir ekki frek- ar að. Það ætti að segja lesendum nokkuð um sannleiksgildi þess sem ég var að segja. Hægt væri að fylla margar síður dagblaða með svo ótrúlegum sögum af daglegu lífí launafólks hér á landi að menn myndu halda það hrein ósannindi. Jafnvel gæti fólk haldið að það væri verið að lýsa aðstæðum í landi sem væri komið afar stutt á veg í kærleiksríkum mannlegum samskiptum. Því miður er það reyndin í okkar þjóðfélagi, vilji menn horfa á ástandið opnum aug- um. Verkfæri til vamar Við sem daglega reynum að hjálpa þeim, sem brotið er á, við að fá að njóta þess réttlætis sem í orði kveðnu á að standa þeim til boða tölum yfirleitt fyrir afar daufum ejTum þeirra sem völd eða áhrif hafa og geta komið til leiðar breyt- ingum á því ástandi sem nú ríkir. Við höfum lög nr. 46/1980 um að- búnað, hollustuhætti og öryggi' á vinnustöðum en þeim er iðulega ekki framfylgt á vettvangi veitinga- húsa. Við höfum lög nr. 55/1980 um starfskjör launafólks en atvinnurek- endur bera ekki tilætlaða virðingu fyrir þeim. Þótt þeir séu einstöku sinnum dæmdir fyrir að brjóta þessi lög hagnast þeir líklegast verulega á að brjóta þau. Þótt það skipti milljónum á ári sem innheimt er vegna slíkra brota era það einungis örfáir þeirra sem brotið er á sem leita réttar síns. Við höfum lög nr. 67/1985 um veitinga- og gististaði sem tilgreina ýmis skilyrði til leyfis- veitinga. Þau lög era á valdsviði samgönguráðherra en þeir sem eiga að framfylgja þeim eru undir forsjá dómsmálaráðherra. Við lög þessi var sett reglugerð nr. 288/1987 en 6. gr. hennar er iðulega brotin við af- greiðslu veitingaleyfa. Við höfum kjarasamning sem gerður er við lítil samtök fáeinna hótel- og veitinga- húsaeigenda því mikill meirihluti at- vinnurekenda á þessu vinnusvæði er sundurleit hjörð aðila sem mis- jafnlega lítið kunna fyrir sér í at- vinnurekstri. Þó að einungis lítill hluti þeirra sem brotið er á leiti réttar síns er dómskerfið svo yfir- hlaðið að það tekur yfirleitt á annað ár að keyra innheimtumál til enda eftir þeim farvegi. Það gæti hugsan- lega verið ein af ástæðum þess hve fáir leita réttar síns. Máttvana stéttarfélög Þótt hér að framan hafi í litlu verið lýst hörmulegum aðstæð- um okkar sem vinnum að réttindamálum starfsfólks í veitinga- húsum hef ég haft spurnir af að ástand sé langt frá því að vera gott í mörgum öðram atvinnugreinum. Ástæður þess era tví- mælalaust afar slæm lagaleg staða stéttar- félaga til að geta beitt framkvæði til uppræt- ingar á brotum sem vitað er um. Aðgangur stéttai-félaga að fyrir- tækjum sem brjóta á starfsfólki er nánast eingöngu í gegnum einstak- linga sem leggja fram kærar og Mikill fjöldi fólks, segir Guðbjörn Jónsson, er búinn að missa tiltrú á stéttarfélög. þegar þeir sem kæra eru svona lítill hluti þeirra sem brotið er á skilar brotastarfsemin íyrirtækjunum það miklum hagnaði að það era hreinir smáaurar sem þeir þurfa að greiða vegna þeirra fáu sem kæra. Við horfum því máttvana á þetta skelfi- lega óréttlæti bitna á fólkinu en fá- um ekki rönd við reist þar sem ekki er hlustað á kvartanir okkar. Ekki er heldur talað við okkur sem eram í daglegri snertingu við ástandið á vinnumarkaðnum þegar aðilar í stjórnsýslunni telja sig vera að gera eitthvað til úrbóta. Niðurstaða þeirra tilrauna er þvi oft árangurs- lítil aðgerð, sem þeir sem stunda prettina finna strax leið framhjá. Stefnir í algjört óefni Mikill fjöldi ungmenna sækir sína fyrstu vinnureynslu í starf á veit- inga- eða skemmtistað. Mikill fjöldi þeirra upplifir réttindi sín fótum troðin og að þeir sem ráða fyrir- tækjunum virði hvorki laga-, samn- ings- né kurteisisreglur. Þegar þetta fólk leitar svo til stéttarfélags síns era nánast einu úrræðin sem stéttarfélagið getur beitt að fara í dómsmál gagnvart fyrirtækinu. Slík úrlausn er í öllum tilfellum alltof svifasein til að koma í veg fyrir al- varleg fjárhagsleg skakkaföll hjá fólkinu. Launamaðurinn sem fær ekki greidd launin sín verður fyidr 100% tekjufalli í fjái-málalífi sínu. Skuldbindingarnar leyfa sjaldnast að slíkt gerist án þess að til varan- legra ei’fiðleika komi. Mikill fjöldi fólks er því búinn að missa tiltrú á stéttarfélögum og telur sig ekki hafa neitt þangað að sækja. Eftir því sem árin líða fjölgar fólki í þjóð- Guðbjörn Jónsson RÆSTIVAGNAR Úrvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Bylting! Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIROC byggingaplötuna er hægt að nota úti sem inni. VIROC byggingarplatan er umhvertisvæn. VIROC byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staöalstært: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16.19,22, 25.32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm. ViMsmgómi Leitiö frekari upplýsinga I Þ. ÞORGRÍMSSON & CO | ÁRMÚLA 29,108 REYKJAViK, SiMI 553 8640/ 568 610] VIROC byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf, VIROC byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. félaginu með þessar skoðanir og jafnhliða veikjast möguleikar stétt- arfélaga til að ná félagslegri sam- stöðu til að verða sterkt afi. Hjá starfsfólki í veitingahúsum er þetta sérstaklega slæmt ástand. Þessi vinnumarkaður er svo skelfilegur að þar reiknar enginn með að verða nema fáa mánuði í starfi. Þess vegna virðist fólki ekki finnast taka því að leggja sig eftir markmiðum stéttarfélagsins til að laga aðstæð- ur. Einnig koma atvinnurekendur á þessum vinnumarkaði því greini- lega til skila að kvarti starfsmaður til stéttarfélagsins verði hann rek- inn úr starfi. Slíkt finnst fáum æski- legur kostur og þjást því í hljóði. Til fortíðar eða framtíðar Ástand þessara mála er með þeim endemum að furðulegt er að þau skuli ekki hafa komið til umræðu á Alþingi. Mörg ómerkari mál hafa tekið mikinn tíma á þeirri merku stofnun. Það er eins og ráðamenn þjóðarinnar átti sig ekki á að sam- skipti verulegs fjölda ungmenna við atvinnurekendur sína er að komast á sama stig og samskipti verkafólks og atvinnurekenda vora fyrir tíð stéttarfélaga. Ætli þeir hafi ekki meiri áhyggjur af þessu en svo að þeim finnist það ekki umræðuvert? Hvar er forysta launþegasamtak- anna? Hvers vegna lætur hún þessi mál ekki til sín taka? Er hugsanlegt að hún ætli að sitja hjá á meðan Iífs- grandvöllur samtakanna er eyði- lagður af hópi manna sem hugsan- lega ættu ekki að hafa leyfi til að stunda atvinnustarfsemi? Er hugs- anlegt að stéttarfélög séu ekki farin að átta sig á að þau verða að mark- aðssetja sig á þann hátt að fólk sæk- ist eftir að ganga í þau, eigi félögin að lifa áfram? Hvað sem er að er ég orðinn mjög hissa á tómlætinu gagnvart aðbúnaði unga fólksins á vinnumarkaðnum. Höfundur er starfsmaður FSV. Nokkur frabær fyrírtæki 1. Gjafa-, ritíanga- og bókaverslun í þekktu verslunarhúsi. Gott fyrirtæki fyrir fjölskyldu eða einstakling. Laus strax. 2. Loðdýrabú nálægt höfuðborgarsvæðinu. Loðdýrahús og bústofn. Góð kjör. Mikill uppgangur í greininni. Er bæði með minka og refi. Öll tæki fylgja. 3. Lítil framleiðslufyrirtæki sem má flytja hvert sem er út á land. Laus strax. 4. Tölvuþjónustufyrirtæki í grafískum iðnaði. Frábærtfyrirtæki fyrir sniðugan aðila. 5. Gistiheimili úti á landi. Vaxandi möguleikar. Besti tíminn framund- an. 6. Stórt innflutningsfyrirtæki með viðgerðarþjónustu til sölu. Mikil velta. 7. Lítið innflutningsfyrirtæki með snyrtivörur. Góð umboð. 8. Innflutningur á föndurvörum. Vönduð vara. Getur verið í heima- húsi. 9. Innflutningur og sala á teppum, vönduðum og góðum. Gott tæki- færi. Mikill hagnaður. 10. Útgáfufyrirtæki. Sérblað fyrir farartæki, vandað og tæknilegt. Hefur verið gefið út lengi. 11. Þekkt kaffistofa til sölu. Selur einnig súpur og smurt brauð. Möguleiki að vera með heimilismat. 50 m. í sæti. Frábært tæki- færi fyrir samhæft fólk á besta aldri. 12. Söluturn í gömlu hverfi. Sami eigandi í 7 ár. Góð aðstaða til meiri fjölbreytni. Gott verð. 13. Nýlegt gistiheimili til sölu með 13 stórum herbergjum. Miklar pantanir. Staðsett miðsvæðis í Rvík. 14. Falleg kaffistofa með stórum sal og salatbar miðsvæðis í Reykjavík. 15. Ein stærsta og þekktasta gjafa- og blómabúð Rvíkur, vaxandi velta. Laus strax. Höfum trausta kaupendur að eftirtöldum fyrirtækjum: 1. Stórum heildverslunum i ýmsum vöruflokkum. 2. Framleiðslufyrirtæki fyrir landsbyggðina. 3. Tæknilegu hugbúnaðarfyrirtæki. Upplýsingar aöeins á skrifstofunni. SUOURVE R I SÍMAR 581 2040 OG 581 4755. REYNIR ÞORGRÍMSSON. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! Það eru allar líkur á því að þú finnir kæliskáp hjá okkur við þitt hæfi Koeliskápar i ótrúlegu úrvali á go&u verði! Mál hxbxdx Tegund Vörunúmer Kælirými Lítrar Frystirými Litrar Frystir Staðsetning Stadgreitt 85x50x60 AEG SANTO 1502TK 136 L 8 L Innbyggður 27.900,- 85x50x60 AEG SANTO 1533TK 140 L 32.945,- 85x51x56 INDESIT RG 1145 114L 14 L Innbyggður 29.900,- 85x51x56 INDESIT RG 1150 134 L 29.900,- 85x55x60 General Frost SCR160 147 L 29.900,- 85x55x60 AEG SANTO 1443TK 115 L 19 L Innbyggður 45.464,- 85x60x60 General Frost C 175 158 L 17 L Innbyggður 31.900,- 109x60x60 General Frost C 225 208 L 28 L Innbyggður 35.900,- 117x50x60 INDESIT RG 2190 134 L 40 L Uppi 44.995,- 127x54x58 AEG SANTO 2532 KA 241 L 59.990,- 127x54x58 AEG SANTO 2232 DT 167 L 46 L Uppi 63.900,- 127x54x58 AEG SANTO 2332 KA 219 L 18 L Innbyggður 63.900,- 130x60x60 General Frost C 275 222 L 28 L Innbyggður 38.900,- 139x55x59 INDESIT RG 2250 184 L 46 L Uppi 49.900,- 140x50x60 INDESIT RG 2240 181 L 40 L Uppi 48.995,- 144x54x58 AEG SANTO 2632 DT 204 L 46 L Uppi 65,849,- 147x55x60 INDESIT RG 1285 232 L 27 L Innbyggður 46.900,- 149x55x60 AEG SANTO 2632 KG 161 L 59 L Niðri 68.990,- 150x55x60 General Frost SCD 260 186 L 59 L Uppi 44.900,- 150x55x60 INDESIT CG 1275 175 L 56 L Niðri 61.950,- 152x55x60 INDESIT RG 2255 183 L 63 L Uppi 52.900,- 155x60x60 AEG SANTO 1555 KS 302 L 69.989,- 162x54x58 AEG SANTO 3032 DT 225 L 61 L Uppi 69.949,- 164x55x60 INDESIT RG 2290 215 L 67 L Uppi 56.900,- 165x55x60 General Frost SCD290 225 L 62 L Uppi 47.900,- 165x60x60 INDESIT CG 1340 216 L 71 L Niðri 69.990,- 170x60x60 INDESIT RG 2330 258 L 74 L Uppi 59.900,- 170x60x60 AEG SANTO 3232 KG 216 L 79 L Niðri 79.487,- 177x60x60 AEG SANTO 3633 KG 238 L 90 L Niðri 104.900,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KS 354 L 78.540,- 185x60x60 AEG SANTO 1855 KF 178 L 112 L Niðri 92.929,- 186x60x60 General Frost SCB 340 207 L 88 L Niðri 68.900,- 195x60x60 AEG SANTO 4133 KG 293 L 90 L Niðri 110.974,- AEG #inde$if Jp __ BRÆÐURNIR fQlORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 'ENERAL FROST m n Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvelliq Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal Vestfirðir: Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvlk.Straumutlsafiröi.Norðurland: Kf.Steingr(msfjaröar,Hólmavik. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. SkagfirÖingabúö.SauÖárkróki. KEAbyggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi Kf. Þingeyinga, Húsavlk.ljtö, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Verslunin Vlk, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, KirHubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.