Morgunblaðið - 10.03.1998, Page 40

Morgunblaðið - 10.03.1998, Page 40
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Af náttúru og ónáttúru Æ! ENN og aftur hafa fulltrúar lögvernd- uðu læknavísindanna blásið í herlúðra og sameinast um að ganga milli bols og höfuðs á náttúrulækningum. Hjálækningar, skottu- lækningar og kukl eru ^iöfnin sem valin eru öllu þvi sem ekki hefur hlotið blessun heilbrigð- isráðuneytis. Sama ráðuneytis og á dögun- um greiddi mér orða- laust skaðabætur vegna slæmra mistaka starfs- manns þess úr lyfja- fræðigeiranum. Ungur lyfjafræðinemi tekur sér svo penna í hönd til, að því er virð- ist, að eyða röksemdum mínum um náttúruleg og ónáttúruleg efni. Hann heldur því fram að öll lyf séu náttúruleg því þau séu unnin úr efn- um sem séu náttúruleg. En einmitt þar er ásteytingarsteinninn, á orð- flnum „unnin úr því sem er náttúru- legt“, samanber plastið. Olían sem er uppistaðan í plasti er náttúruleg en blönduð öði-um efnum og send gegnum framleiðsluferli í verk- smiðjum mannanna. Þar verður hún að óskapnaði sem tekur náttúruna áratugi að brjóta niður. Þarna er munurinn milli náttúruefna og verksmiðjuframleiddra í hnotskurn. Tökum t.d. lífrænt ræktaða gulrót og berum saman við aðra sem notið hefur verksmiðjuframleidds áburð- ^ar, kynbætt með samræktun (cross- breeding) nokkurra tegunda og úðuð skor- dýraeitri allan vaxtar- tímann. Lífrænt rækt- aða gulrótin er minni, kræklóttari og litir hennar eru daufari en hún er mörgum sinnum hollari. I henni er að finna hrein og ómenguð næringarefni. I hinni eru að vísu næringar- efni en svo blönduð óhollustu og í svo skert- um hlutfóllum að alls- endis óvíst er að með öllu hættulaust sé að borða hana. Sama gerist með lyf unnin úr jurtum. Hið virka efni er einangrað á rannsóknarstofu og gefið sjúk- lingum í útreiknuðum meðal- skömmtum. Oftar en ekki hefur hins vegar komið í ljós á síðustu ár- um að eitt efni getur bókstaflega verið hættulegt án þess að samfara því sé annað tekið inn. Hvað með pensilínið sem við vitum nú að nauðsynlegt er að neyta AB-gerla jafnframt til að tryggja að eðlileg bakteríuflóra líkamans lifi kúrinn af? Hvað með insúlínið sem menn- irnir blanda á rannsóknarstofum og hefur margvíslegar aukaverkan- ir fyrir þá sykursjúku sem verða að nota það dagiega, meðal þeirra má nefna augnbotnsskemmdir sem með tíð og tíma geta orsakað blindu hjá sumum. Vegna þessa er nú verið að gera tilraunir með að ná innsúlíni úr svínum til að lyfíð Ragnar Þjóðólfsson verði náttúrulegra og eðlilegra og þar af leiðandi hollara líkama mannsins. Fyrir svo utan það að meðalskammtarnir henta ekki öll- um. Einstaklingsbundið er hve stór skammtur af lyfi þarf að vera til að gera gott eða illt. Eg er fylgjandi því að menn neyti eins hollrar fæðu og völ er á í nútímanum. Þegar vinur minn Royden Brown stofnaði fyrirtæki sitt CC Pollen, sem framleiðir High Desert býflugnaafurðir, á sínum tíma hafði hann einmitt það sama í huga. Hann leitaði lengi að stað í Bandaríkjunum þar sem loft- mengun var ekki mælanleg, þang- að sem áhrif úðunar skordýraeit- urs úr flugvélum náðu ekki og um- fram allt þar sem jarðvegur væri frjór og næringarríkur og mætti Hættur sem leynast í náttúrunni, segír Ragn- ar Þjóðólfsson, eru barnaleikur hjá því þegar mannshöndin hefur náð að krukka með tækni sinni í nátt- úrufyrirbæri. bæta með lífrænum áburði. Þar setti hann upp býflugnabóndabæ sinn og þar ræktar hann blóm sem flugurnar hans safna hollum safa og næringarríkum frjókornum frá. Hann eyddi einnig ómældum tíma og peningum í rannsóknir á hvern- ig ætti að vinna kornin til að tryggja að þau töpuðu ekki nær- ingarefnum og þróaði eigin vinnslu- og geymsluaðferð sem við- urkennd er fyrir að skila frábærum árangri og fyrirtæki hans á einka- leyfí á. Þetta allt var gert til að tryggja að efnin bærust neytend- um í senn hrein og ómenguð. Blómafrjókorn og drottningar- hunang eru hollur matur sem ég tel að ætti að vera á borðum sérhvers manns. Munurinn á þessum efnum og vítamíntöflum er sá sami og á nautavöðva af skepnu sem troðinn var út af hoi-mónum og sýklalyfjum allt sitt líf og svo af skepnu sem beit gras í haga, sem eingöngu var bor- inn á lífrænn áburður. Dýr sem aldrei fékk sýklalyf því heilbrigt umhverfi tryggði heilbrigði skepn- unnar. Lyfjafræðineminn bendir einnig á að mörg eiturefni þekkist í nátt- úrunni og þar leynist mörg hættan. Þetta vita allir en þær hættur sem leynast í náttúrunni eru oftast barnaleikur hjá því sem verður til eftir að mannshöndin hefur náð að krukka með tækni sinni í náttúru- fyrirbæri. Miltisbrandur (B. ant- hracis) er einmitt eitt besta dæmi um það sem hægt er að hugsa sér og er ég honum þakklátur fyrir að nefna hann til sögunnar. Miltis- brandur er hættulegur sjúkdómur og mikill skaðvaldur en það af- brigði hans sem að sögn Banda- ríkjamanna er að fínna í efna- vopnabúri Saddam Husseins er þróað og unnið af bandarískum vís- indamönnum í bandarískum rann- sóknarstofum og sú vinna hófst í Víetnamstríðinu. Nákvæmlega það sama gildir um fíkniefnin sem lyfjafræðineminn tínir til máli sínu til stuðnings. Kókalaufið er hvorki jafnsterkt né jafnhættulegt og kókaínduft það sem eiturlyfjabar- ónar vinna og selja á götum vestur- landa. Nemandinn hefur einnig af því miklar áhyggjur að menn eins og ég, sem flytja inn náttúruefni, fái að tjá sig í íslenskum blöðum án þess að þeim sé gert að titla sig innflytjendur. Hefur lyfjafræði- neminn kynnt sér stjórnarskrána Athugasemdir við ritstj drnargrein í Morgunblaðinu um kennaramenntun RITSTJÓRNAR- GREIN Morgunblaðs- ins sunnudaginn 1. mars sl. fjallar um menntamál. Astæðan er að nýlega voru birtar niðurstöður svonefndr- ar TIMMS-könnunar á j^iámsárangri nemenda i framhaldsskólum í stærðfræði og náttúru- fræði. í lok leiðarans fjallar höfundur um menntun kennara og þörf íyrir umbætur á sviði kennaramenntun- ar, nánar tiltekið í Kennaraháskóla Is- lands. Niðurlag leiðarans er svohljóðandi: „Er ekki mikilvægara að kennarar kunni almennilega skil á sérgrein sinni, á þeim hlut sem þeir eiga að kenna en þeim vafasömu vísindum sem uppeldis- og kennslufræðin eru?“ Hér setur leiðarahöfundur fram «yið öllu leyti órökstudda fullyrðingu um fræði sem eiga sér langa þróun- arsögu, eins og reyndar fjölmörg önnur svið. Uppeldis- og kennslu- fræði þjóna sama hlutverki fyrir kennara og verkfræði fyrir þann sem hyggst t.d. byggja brú eða læknisfræði fyrir þann sem fæst við lækningar. Uppeldis- og kennslu- fræði snúast um að þekkja og skilja þær samfélagslegu og einstaklings- bundnu forsendur sem árangursríkt skólastarf verður að hvíla á. Þau fjalla m.a. um það hvernig má á markvissan hátt skipuleggja og Xsetja fram þekkingu, sem fengin er með rannsóknum á ólíkum fræða- sviðum, í námsefni þannig að kennslan höfði til áhuga nemenda og efli skilning þeirra. Þau fást líka við það hvernig er unnt að beita fjölbreytilegum aðferðum til að mæta þörfum ólíkra nemenda og hvetja þá til dáða. Með öðrum orð- jfem þá fást þessi fræði við það hvemig megi skipu- leggja og framkvæma skólastarf þannig að nám og kennsla verði ögrandi viðfangsefni bæði fyrir nemendur og kennara. Þau fjalla um það hvernig megi á skynsamlegan og skipu- legan hátt byggja á rannsóknum og reynslu við undirbúning, fram- kvæmd og mat á námi og kennslu - og hvernig megi rannsaka bæði náms- og kennsluferlið og árangur skólastarfs- ins. Uppeldis- og kennslufræði skipt- ast í mörg undirsvið, eins og flest önnur starfsfræði, þ.á m. sálar- fræði, félagsfræði menntunar, heimspeki menntunar, siðfræði, námskrárfræði og námsefnisgerð, mælingar- og matsfræði. TIMMS- könnunin, sem er tilefni leiðai'a- skrifanna, er ágætt dæmi um af- rakstur þessara fræðigreina sem leiðarahöfundur kallar „vafasöm vísindi". Kennaraháskóli Islands hefur bent á það árum saman að umbóta er þörf á kennaramenntun. Það er mjög brýn þörf fyrir aukna sérhæf- ingu kennara í öllum þeim kennslu- greinum sem fengist er við í grunn- skólum landsins (og reyndar einnig í framhaldsskólunum), einkum þeirra kennara sem kenna nemendum í efri aldursflokkum grunnskólans. En það er líka brýnt að auka og efla sér- hæfingu þeirra sem hafa það mikil- væga starf með höndum að kenna yngri bömum, nemendum í fámenn- um skólum þar sem ekki er unnt að koma við sérgreinakennslu á sama hátt og í stórum skólum, svo og nem- endum með sérþarfír af ólíkum toga. Leiðarahöfundur segir: „Benda má á að kennaranemar í Kennarahá- skóla íslands sem hafa stærðfræði, náttúrurufræði eða aðrar bóknáms- greinar að aðalfagi taka aðeins 12,5 einingar í faginu en kennaranámið er í heild 90 einingar.“ Leiðarahöf- undm' á hér við BEd-nám i'yi'ir grunnskólakennara. Hér er aðeins sögð hálf sagan. Kennaranám til BEd-prófs er nú 90 einingar eða þriggja ára fullt nám. Viðfangsefni í náminu skiptast á þrjú svið: I. Uppeldisgreinar 30 námseiningar. Hér er lögð áhersla á þær undir- greinar uppeldis- og kennslufræða sem þegar hafa verið nefndar. Til þessa sviðs telst einnig lokaritgerð (sem tengist þó oftast kjörsviði) sem er 3 einingar og vettvangsnám (æf- Tillagan um að lengja kennaranám í fjögur ár er ekki aðeins góð hug- mynd, segir Ólafur Proppé, heldur ein af forsendum þess að okk- ur takist að snúa vörn í sókn í menntunarmál- um þjóðarinnar. ingakennsla í grunnskólum) 2 ein- ingar. II. Kennarafræði 30 námseiningar. Hér er stærstur hluti, eða 21 eining, kennsla í námsgreinum grunnskóla og lögð sérstök áhersla á íslensku, stærðfræði og list- og verkgreinar. Auk þessa eru 2 einingar ætlaðar tölvu- og upplýsingatækni og 1 ein- ing ætluð til að fjalla um starfsum- hverfi kennara í grunnskólum. Þá eru ótaldar 6 einingar ætlaðar vett- vangsnámi. Þessi tvö svið mynda sameiginlegan kjama þessa kenn- aranáms. III. Kjörsvið 30 einingar. Á kjör- sviði eru boðnar 15 valgreinar (danska (15e), eðlis- og efnafræði (15e), enska (15e), félagsfræði og saga (15e), heimilisfræði (30e), ís- lenska (15e), íþróttir og líkamsrækt (30e), kristinfræði (15e), landafræði (15e), líffræði (15e), myndmennt (30e), smíðar (30e), stærðfi’æði (15e), textílmennt (30e) og tón- mennt (30e)). Hver nemandi velur tvær bóklegar greinar eða eina list- og verkgrein. Hluti af námi á kjör- sviði er vettvangsnám (kennsla val- greinar), 5 einingar í list- og verk- greinum en 2,5 einingar í hverri bóklegri grein. Leiðarahöfundur telur að um- rætt nám á kjörsviði, a.m.k. í bók- legum valgreinum, sé ekki nægjan- legur undirbúningur fyrir kennslu í grein. Eg geri ráð fyrir að hann hafí einkum í huga greinabundna kennslu í efri bekkjum grunnskól- ans. Leiðarahöfundur telur úrbóta þörf og segir: „Mætti til dæmis ekki lengja námið við KHÍ í fjögur ár, eins og rætt hefur verið um? Eða breyta áherslum í skólanum þannig að meiri þungi yrði lagður á sérgreinarnar en hið almenna kennaranám sem felst einkum í uppeldis- og kennslufræði." Kenn- araháskóli Islands hefur lengi talið að nám á kjörsviðum, sem er eins og áður hefur komið fram þriðj- ungur kennaranámsins, sé ekki nægjanlegur undirbúningur fyrir kennslu í viðkomandi greinum á efri stigum grunnskólans. Kenn- araháskólinn hefur hins vegar ekki treyst sér til að auka þann hluta námsins meðan námið í heild er ekki nema þrjú ár. Grunnskóla- kennarar verða að geta kennt mis- munandi aldurshópum við ólíkar aðstæður. Fæstir hafa tækifæri til að kenna einungis eina eða tvær námsgreinar. Tillagan um að lengja kennara- nám í fjögur ár er ekki aðeins góð eða telur hann að virka efnið í mál- frelsinu verði að einangra rétt eins og „quinta essentia“? Ég skamm- ast mín ekki fyrir að flytja inn vandaðar hollustuvörur og hef aldrei gert nokkra tilraun til að leyna starfa mínum eða villa á mér heimildir. Sjálfur kynntist ég krafti blómafrjókorna og í mínu tilviki kom eggið á undan hænunni. Hin góða reynsla sem ég hafði af notk- un þessara efna varð til þess að ég fékk áhuga á að kynna mér nátt- úruefni, sjálfslækningar og reynsluvísindi tengd við hjálækn- ingar. Allt sem ég uppgötvaði varð mér hrein hugljómun. Það var eftir margra ára lestur og sjálfsmennt- un á þessu sviði að ég leitaði eftir og fékk einkaleyfi til innflutnings á CC Pollen býflugnaafurðum og Aloe vera húð- og hársnyrtivörum. Nú nýlega hafa bæst í fjölskylduna afurðir unnar úr ástralska tetrénu. Ég hef því jafnmikinn rétt á að titla mig áhugamann um náttúru- efni og sjálfslækningar og á inn- flytjandatitlinum. Ef kennari hættir á að skrifa um ánægju sína af hóf- drykkju í Morgunblaðið á þá að setja honum sem skilyrði fyrir birt- ingunni að hann titli sig kennara en ekki hófdrykkjumann? Á að gera það að skilyrði fyrir birtingu greina þeirra sem lýsa stuðningi við póli- tísk framboð að þeir titli sig ekki með þeim titlum sem þeir telja eiga við, heldur: „flokksfélagi í flokki X“? Nei, mikið er það annars klént að menn skuli hengja sig í það að undir greinar mínar hafi ekki verið ritaður titillinn innflytjandi og reyna þannig að gefa í skyn að þar með sé efni þeirra marklaust og ég tortryggilegur. Já, sá sem mikið reynir hefur jafnan erindi sem erfíði eða hvað? Höfundur er innflytjandi hollustu- efna og áhugamaður um náttúru- efni. hugmynd, heldur ein af forsendum þess að okkur takist að snúa vörn í sókn í menntunarmálum þjóðarinn- ar. Þessi tillaga er heldur ekki ný. Það er villandi að vitna til hennar eins og hugmyndar sem „rætt hefur verið um“, svona rétt eins og hana hafí borið á góma í samtölum manna. Staðreyndin er sú að Kenn- araháskóli Islands hefur barist fyrir lengingu kennaranáms í 120 eining- ar (fjögur ár) sl. fímmtán ár og bent ítrekað á þjóðhagslegt mikilvægi þess að efla á þann hátt kennara- menntun í landinu. Það er einnig staðreynd að Alþingi samþykkti nær einróma fyrir tíu árum, í tíð Birgis Isleifs Gunnarssonar menntamálaráðherra, að lengja kennaranám í fjögur ár. Sú lenging hefur þó ekki náð fram að ganga vegna ítrekaðrar frestunar stjórn- valda á málinu og nú hafa verið samþykkt lög þar sem engin ákvæði eru um lengd kennaranáms. Og það er líka staðreynd að samstarfsnefnd Kennaraháskóla Islands, Háskólans á Akureyri og Háskóla íslands um eflingu kennaramenntunar í landinu skilaði sl. sumar rökstuddu áliti um að lengja þurfí kennaranám í fjögur ár bæði fyrir sérmenntaða gi'eina- kennara til að kenna á efri stigum gnmnskólans og fyrir bekkjarkenn- ara sem vilja sérhæfa sig til að sinna því mikilvæga starfí að kenna byrjendum og yngri nemendum grunnskólans. I kennaranámi fýrir greinakennara yrði, samkvæmt til- lögum nefndarinnar, aðalgrein 45 einingar og greinasvið allt að 75 ein- ingar af 120. Island er að verða.eitt örfárra ríkja í hinum vestræna heimi sem enn hefur einungis þriggja ára kennaranám. Samt gera Islending- ar þá kröfu til skólans að hann skili ekki lakari árangri en í öðrum löndum og helst betri. Augljóst svar við spurningu leiðarahöfundar um það hvort ekki mætti lengja kennaranámið í fjögur ár til að bæta menntun í landinu er: Jú, það má svo sannarlega og þó að fyrr hefði verið. Höfundur er prófessor í uppeldis- og kennslufræði og aðstoðarrektor Kennaraháskóla Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.