Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ S. Um höfð- ingj adýrkun Höfóingjadýrkun rímar ekki alveg við tímann, nútildags hljómar hún eins og einhver grundvallar skekkja. Eftir Þröst Helgason Hátt á bergi, hátt á bergi haukur situr, sækir ekki í skjólin; sundlar ei, þótt velji brattan stólinn. Hræðist hvergi, hræðist hvergi! Hans er eðli: einn og sér að fara,- ofan, ftjáls og kaldur, niður stara. Dýrðaróður þessi er ekki ortur um ís- lenskan stjórnmála- mann núlifandi, heldur í minningu um þýska menningarheimspek- inginn Friedrich Nietzsche (1844-1900). Ljóðið, sem heitir Haukaberg og er eftir Sigurð Sigurðsson frá Amarholti (1879- 1939), lýsir hefðbundinni mynd mikilmennisins; það stendur hátt og hefur víða sýn, það næðir um það á toppnum en því dettur ekki í hug að leita skjóls, það er sterkt og hvorki hrasar né hræðist þótt á móti blási, eðli þess og örlög eru að standa eitt og reiða sig á mátt sinn, frjálst og djarft horfir það niður yfír VIÐHORF magnlausan, til- gangslausan skrílinn. Ljóðið ber þess kannski öll merki að vera ort snemma á öld- inni, ekki aðeins formsins vegna heldur einnig þeirrar túlkunar á Nietzsche sem birtist í því. End- urómurinn frá ofurmenniskenn- ingunni er skýr, en með eilítið öðrum hljóm en heyrst hefur nú allra síðustu ár. Hér er lögð áhersla á úrvalshyggjuna (elít- ismann), sem menn hafa löngum viljað eigna Nietzsche, yfirburði úrvalsins yfir fjöldanum, þrælun- um, eins og Nietzsche kallaði þá, en ekkert minnst á mannbæting- arferlið og mannúðarhyggjuna sem hugmyndin felur í sér og heimspekingar hafa á síðustu ár- um bent á. Nietzsche var ekki hetju- eða höfðingjadýrkandi, heldur þvert á móti andstæðing- ur hennar; höfðingjadýrkun var að hans mati flótti undan ábyrgð, undan því að „þurfa að horfast í augu við eigin mikilleika, eigið ágæti, eigin möguleika", eins og Róbert H. Haraldsson, heim- spekingur, orðaði það í viðtali við undirritaðan í Lesbókinni fyrir skömmu. Nietzsche vildi að hver maður legði rækt við sjálfan sig, treysti á sjálfan sig í hinu dag- lega stríði; ofurmennið er því ekki sá sem hefur sigrað heiminn og getur traðkað á lítilmótlegum lýðnum, heldur sá sem hefur sigrað sjálfan sig, sá sem hefur unnið bug á eiginn tilvistarótta. Andúð Nietzsehes á höfðingja- dýrkun kemur einnig glöggt fram í söguskoðun hans. Hann var algerlega öndverðrar skoðun- ar við skoska sagnfræðinginn og heimspekinginn Thomas Carlyle (1795-1881), sem sagði í bók sinni, On heroes, Hero-Worship, and the Heroic, að veraldarsagan væri í rauninni ævisögur mikilla manna. Að mati Nietzsches og sporgöngumanna hans á þessari öld, sem kennt hafa sig við ný- söguhyggju, skipta mikilmennin engu máli í sögunni. Sagan er ekki stráð miklum hugsuðum og sjáendum, yfirburðamönnum sem hafa fætt af sér óyggjandi sannindi, hún er ekki samsafn upphafsmanna nýrra hugsana; hún er þvert á móti samsafn til- viljunarkenndra atvika þar sem einn maður reynir að hnekkja á öðrum í skjóli valds, hún er upp- full af hagsmunaárekstrum, drottnunaraðferðum og leikjum viljans, hún er uppfull af um- breytingum og viðsnúningi en ekki nýjungum og sannindum. Að mati Nietzsches er sagan ekki línuleg þróun, þar sem mikil- mennin varða veginn til æðri lausnar, heldur eilíf hringrás; rétt eins og ekkert æðra tak- mark er til, engin endanleg nið- urstaða, er ekkert upphaf til, engir mikilhæfir frumkvöðlar; sagan lýtur lögmálinu um eilífa endurkomu hins sama. Rétt eins og orðið snillingur hefur orðið höfðingi holan hljóm í eyrum okkar nú á tíunda ára- tugnum. Orsakarinnar er vafalít- ið að leita í þessum hugmyndum Nietzsches og sporgöngumanna hans, sem sífellt verða fyrirferð- armeiri, og svo í Ijótri sögu ýmiss konar höfðingjadýrkunnar á þessari öld. Orðið sjálft hefur gjaldfallið og er ekki lengur not- að nema í gríni kunningja á milli (sbr. höfðingi ertu að lána mér húfuna þína) eða til hátíðarbrigða um forsetann. Mennirnir hafa þó alltaf þörf á að finna sér einhvem einn leiðtoga og einhverjir munu alltaf leitast eftir því að komast í slíka valdastöðu. Höfðingjakomlex er einnig al- gengur, sérstaklega á meðal stjómmálamanna samtímans. Þetta er eins konar brennið-þið- vitar-komplex; höfðinginn er leið- arljósið, vitinn sem vísar okkur hinum rétta leið, framhjá hættu- legum skerjum; er þá oft talað um „sýn“ hans, óbrigðult skyn hans á möguleikum samtímans og framtíðarinnar, hann er tím- anna tákn eða upphafsmaður nýrra og betri tíma. En stjómmálamenn eiga sjaldnast nokkra von til þess að verða eiginlegir höfðingjar eða leiðtogar, einfaldlega vegna sí- felldrar nálægðar sinnar við lýð- inn í gegnum fjölmiðla; höfðing- inn þarf að standa á háu bergi, eins og lýst er í ljóði Sigurðar Sigurðssonar hér að framan, vera utan seilingar, ósnertanleg- ur, hann þarfnast fjarlægðar til að byggja upp flekklausa ímynd þess sem er skrílnum æðri. Að þessu leyti veita fjölmiðlar nauðsynlegt aðhald en þeir kunna líka að vera hættuleg tæki í ímyndasköpuninni. Þeir sem kunna á þetta tæki geta hugsan- lega safnað um sig nokkurri hjörð en oftast vill þó brenna við að tilraunir til ímyndasköpunar verði einungis innihaldslítil og gagnsæ mærð - vant er mann að lofa, meðan lifir, segir í Guð- mundar sögu Arasonar. Slíkt of- lof getur þó þyrlað upp óhemju- magni af ryki sem birgir fólki sýn eða fyllir jafnvel augu þess. Höfðingjadýrkun er háskaleg manninum, hvemig sem á hana er litið, bæði sem flótti undan því að taka ábyrgð á sjálfum sér og sem tæki í ómerkilegum valda- leik þar sem ryki er kastað í augu almennings. En höfðingja- dýrkun rímar heldur ekki alveg við tímann, að mínu mati, nútil- dags hljómar hún eins og einhver gmndvallar skekkja; hún er því öðmm þræði hlægileg og þess vegna bærileg í smáum skömmt- um. Vefjagigt, hvað er það? Hrefna María Björk Indriðadóttir Ólafsdóttir VEFJAGIGT (fibromyalgia) er sjúkdómur sem ein- kennist af stöðugri þreytu, svefntruflun- um og langvarandi dreifðum verkjum í stoðkerfi. Verkir og þreyta valda minnkuðu úthaldi og krafti og hafa áhrif á svefn. Orsakir vefja- gigtar eru ekki að fullu ljósar en þó er talið að langvarandi álag, líkamlegt eða andlegt, geti komið sjúkdómnum af stað. Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem gi’einast með vefjagigt og er meðalaldur við upphaf sjúk- dómsins oftast 20-40 ár þó að fólk geti fengið sjúkdóminn á öllum aldri. Oft hefur fólk gengið á milli lækna áður en rétt greining fæst og margir farnir að trúa að það sé ímyndunarveiki sem hrjái þá. Það er því yfirleitt mikill léttir að fá greininguna þó að þá sé vinnan rétt að byrja. Greiningin byggist fyrst og fremst á sögu og stað- setningu eymslapunkta, en ekki eru enn til rannsóknir sem stað- festa greiningu. Hlutverk sjúkraþjálfara Sjúkraþjálfarar vinna í samráði við lækna. Þeir skoða sjúklingana, meta ástand þeirra og setja upp meðferðaráætlun samkvæmt því. Meðferð þeirra byggist á fræðslu og hvernig er hægt að hafa áhrif á horfur sjúkdómsins. Þó að langtímaáhrif óvirkrar meðferðar séu lítil era þessir ein- staklingar stundum svo undirlagð- ir af verkjum að þeir geta ekki gert neinar æfingar sjálfir. Verður því oft að byrja meðferð á því að minnka verki með ýmsum aðferð- um sjúkraþjálfunar. Sjúkraþjálfar- ar nota til dæmis hita- og/eða kuldameðferð, rafmagnsmeðferðir, s.s. stuttbylgjur, hljóðbylgjur, blandstraum, TNS, laser o.fl., ásamt ýmsum nuddaðferðum og liðlosun. Um leið og verkir minnka er byrjað á meiri uppbyggingu eft- ir getu og úthaldi einstaklingsins. Talið er að langvarandi álag, líkamlegt eða andlegt, segja Hrefna Indriðaddttir og María Björk Ólafsdóttir, geti komið sjúkdómn- um af stað. Lögð er áhersla á að byggja upp þrek, úthald og styrk og gera hann ábyrgan þátttakanda í sinni með- ferð. Jafnvægi og samhæfingu er oft ábótavant hjá þessum einstak- lingum og það þarf því að þjálfa. Stöðugleiki í kringum liði er mikil- vægur til að vernda þá og auka jafnvægi. Mjög mikilvægt er að einstak- lingurinn beri sífellt meiri ábyrgð á meðferðinni og haldi áfram upp- byggingu og viðhaldi líkamans eftir að hinni eiginlegu meðferð hjá sjúkraþjálfara er lokið. Sumir einstaklingar eru í ýmiss konar hópæfingum, sundleikfimi, sundi, göngum og æfingum heima við til þess að halda sér í formi. Mestur árangur er talinn fást með æfing- um 3-4 sinnum í viku í 20-30 mín., en nóg er fyrir marga að byrja á nokkrum æfingum 2-3svar á dag í 3-5 mín. og auka álagið smám saman. Vöðvateygingar reynast vel til að slaka á vöðvum og losa um verki. Mikilvægt að hita vöðvana upp fyrir teygingu, fram- kvæma teyginguna rólega og inn- an sársaukamarka. Gott er að halda teygingunni stöðugri í 60 sek. en oftast er ekki hægt að teygja svo lengi í byrjun og byrj- um við þá með styttri tíma, t.d. 5- 10 sekúndum. Þessir einstaklingar verða að hvíla sig eins og aðrir gigtarsjúk- lingar. Þeir verða að hlusta á kvartanir líkamans og sætta sig við að starfsgeta þeirra er minni en áður. Stuðningur og skilningur aðstandenda og vina skiptir miklu máli. Á vegum Gigtarfélags ís- lands eru haldin námskeið um vefjagigt sem aðstandendur geta sótt með vefjagigtarsjúklingum. Einnig era starfandi samtök ein- staklinga með vefjagigt og sí- þreytu og að sjálfsögðu þurfa með- ferðaraðilar að vera tilbúnir til þess að svara spurningum og veita stuðning. I nokkur ár hefur verið starfrækt á vegum gigtarfélagsins hópþjálfun íyrir gigtarsjúklinga með góðum árangri. Höfundar eru sjúkraþjálfarar á Gigtlækningastöð, Ármúla 5. HÉR MEÐ lýsi ég eftir góðum fram- haldsskólabekk handa Kára syni mínum sem er 16 ára á þessu ári. Kári lýkur námi í Öskjuhlíðarskóla í vor og hvað þá tekur við hjá honum og fjölda annarra þroskaheftra unglinga veit ég ekki á skrifandi stund. 6-8 börnum er tryggt gott námstilboð í Borgar- holtsskóla sem er með litla deOd fyrir þroskahefta en á þriðja tug unglinga era þá eftir úti í kuld- anum. Nú hefur verið dreift glæsileg- um bæklingi inn á hvert heimili undir nafninu Enn betri skóli, Ný skólastefna. Ef vel er leitað má finna þar tvær línur sem fjalla um unglingana okkar: „Skipulagðar verða tveggja ára námsbrautir (deildir) fyrir þroskahefta og fjöl- fatlaða." Af hverju tveggja ára þegar öllum öðrum er boðið upp á fjögurra ára nám? Ekki er einu sinni ljóst núna seint á vori hvort einhver annar skóli er tilbúinn að taka að sér kennslu á þessum námsbrautum. Og sumir nemend- ur era taldir svo illa að sér í lestri og skrift að þeir eru ekki álitnir hæfir til frekara náms. Það þætti einkennileg viðmiðun í nágranna- löndum okkar. Þar er sú stað- reynd viðurkennd að þroskaheftir þurfa ekki skemmra heldur lengra nám en aðrir. Það þarf að auka getu þeirra til sjálfshjálpar eins og auðið er, kenna þeim öguð vinnubrögð, kenna þeim að bjarga sér á eigin spýtur, greiða leið þeirra til þess að sjá árangur vinnu sinnar. Það gefur þeim lífsfyllingu sem auðgar bæði þá sjálfa og umhverfi þeirra. I því felst líka umtals- verður sparnaður fyr- ir þjóðfélagið, því þroskaheftur einstak- lingur sem fær ekki örvun þarf einfaldlega miklu meiri þjónustu og umönnun en ella. Kári er afar félagslyndur og hefur svo sannarlega notið sín í Samfelldu námi, segir Guðný Bjarnadóttir, er sem sagt lokið hjá 16 ára þroskaheftum unglingi. bekknum sínum í Öskjuhlíðar- skóla. Sjaldan hef ég litið glaðari mann en hann þegar hann hljóp út í skólabflinn í haust á leið í skóla- ferðalag. Um leið og ég horfði á eftir þessum vel búna ferðalangi fékk ég sáran sting í brjóstið: Verður þetta allt tekið frá honum næsta haust? Já, því miður, þannig eru horf- urnar í dag. Það sem blasir við Kára syni mínum er sjónvarps- gláp heilu og hálfu dagana (sem er hans aðal dægrastytting ef hann fær að ráða), kyrrseta, einvera, stöðnun á þroska. Það sem ég veit að honum mun standa til boða í „námi“ eru 4-6 tímar í viku í „full- orðinsfræðslu fatlaðra“. Þá verður hann ekki í bekk lengur (félagsleg tengsl rofin) og samfelldu námi sem sagt lokið hjá 16 ára þroska- heftum unglingi. Og þetta gerist á meðan allir aðrir 16 ára unglingar geta valið úr tilboðum tfl náms. Vinna á vernduðum vinnustað sem hann hefði öragglega fulla burði til er nánast útilokuð vegna þess að framhaldsskólinn hefur kippt að sér hendinni. Sú starfsþjálfunarbraut sem nemendum Óskjuhlíðarskóla stóð til boða að loknu grunnskólanámi hefur verið lögð niður. Það er út af fyrir sig framfaraspor og öragg- lega hollt bæði fyrir þroskahefta unglinga og jafnaldra þeirra ef hinn almenni framhaldsskóli tekur við menntun þeirra. En þá þarf að standa vel að henni og skipuleggja hana frá grunni eftir þörfum þeirra og getu. Aumingjahugsunarhátturinn er löngu liðinn hjá foreldrum þroskaheftra barna. Við viljum að okkar börn fái það sama og önnur börn, svo einfalt er það. I þessu tilfelli er ég að tala um fjögurra ára framhaldsnám við hæfi sonar míns. Hann á rétt á sömu lífsfyllingu, eins góðu vega- nesti út í lífið og allir aðrir jafn- aldrar hans. Höfundur er öldrunarlæknir og móðir þroskahefts drengs. Skóli fyrir hverja? Guðný Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.