Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ lltotgiiaMflifrlfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. JAKYÆÐ AFSTAÐA SJÓMANNA EFTIR nokkra umhugsun hafa fulltrúar sjómanna- samtakanna nú lýst jákvæðri afstöðu til þeirra hug- mynda, sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra setti fram til lausnar sjómannadeilunni í síðustu viku. Útgerðarmenn hafa lýst andstöðu við lykilþátt þessara hugmynda, þ.e. sérstakt kvótaþing, þar sem viðskipti með kvóta fari fram á opnum vettvangi. Sjávarútvegs- ráðherra lýsti því hins vegar yfir, þegar hann kynnti til- lögurnar, að hann og ríkisstjórnin væru reiðubúin til að beita sér fyrir lögfestingu þessara tillagna, ef sjómenn samþykktu og þrátt fyrir hugsanlega andstöðu útgerð- armanna. Það eru út af fyrir sig töluverð pólitísk tíðindi, að ráð- herra og ríkisstjórn gangi þannig þvert á sjónarmið út- gerðarmanna í veigamiklu máli. Með því að leggja fram tillögur, sem fulltrúar sjómanna hafa nú lýst yfir, að þeir geti samþykkt hefur sjávarútvegsráðherra skapað meira jafnvægi í þeirri togstreitu á milli ólíkra hags- muna, sem stöðugt fer fram á vettvangi sjávarútvegs- ins. Mörgum hefur þótt of mikið tillit tekið til afstöðu útgerðarmanna á undanförnum árum en með þeirri af- stöðu sem nú liggur fyrir verða sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórn ekki sökuð um slíkt með nokkurri sann- girni.’ Þótt sjómenn hafi ekki lýst sig tilbúna til að aflýsa verkfallinu, sem hefjast á 15. marz nk., er þó ljóst, að samningaviðræður eru komnar í alveg nýjan farveg. Út- gerðarmenn gera sér grein fyrir, að þeir verða að beygja sig undir ákvarðanir ríkisstjórnar og Alþingis. Ganga verður út frá því sem vísu, að deiluaðilar nái saman um þau atriði, sem á milli ber á næstu dögum og að ekki verði af verkfalli um helgina. HÁSKALEG FRÆÐAFÆLNI EINS og það er mikilvægt að Háskóli íslands sé í nánum tengslum við samfélagið og hugi betur að því að miðla þekkingu sinni til þess er það nauðsynlegt að samfélagið viðurkenni starfsemi hans og aðferðir og sé móttækilegt fyrir því sem frá honum kemur. I viðtali sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laug- ardag segir Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í ís- lenskum bókmenntum við Háskóla Islands, að fræða- fælni sé hér landlæg og gegnsýri til dæmis fjölmiðla. „Fræðafælni er merkilegt fyrirbæri,“ segir Matthías. „Þetta gýs upp með reglulegu millibili í fjölmiðlum, am- ast er við sértæku tungutaki, flóknum hugmyndum og kenningasköpun fræðimanna í nafni einhvers sem á að vera hreint, við hvers manns hæfi og einfalt. Þá er auð- vitað gert ráð fyrir því að einfeldni og almenningur rími saman; fræði mega ekki útheimta þekkingu, orðaforða og heilabrot, heldur á að segja allt í dagsljóssstíl svo það skiljist strax án umhugsunar.“ Slíkur fjandskapur gagnvart menntun og fræðum getur beinlínis verið háskalegur þjóð sem þarf sífellt að huga betur að því að efla menntun og fræðastarfsemi. Fleira athyglisvert kemur fram í viðtalinu við Matthí- as, einkum í ljósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið um póstmódernisma í vetur. Matthías segir að ótti við nýjar erlendar kenningar sé ástæðulaus, í þeim felist nauðsynleg endurnýjun: „við hljótum að taka áhættu hvað varðar tækni, hugtök og niðurstöður, enda er end- anleg sannindi tæplega að finna. Bókmenntaleg sagn- fræði hlýtur auk þess að vera stöðugum breytingum háð því hvert nýtt verk breytir sögunni allri, eins og T. S. Eliot orðaði það.“ Póstmódernisminn hefur verið gagnrýndur fyrir nið- urrifskennda afstæðishyggju sem geti ekki leitt til ann- ars en vonlausrar tómhyggju en Matthías telur að nið- urrifið muni leiða til niðurstöðu, að póstmódernisminn endurspegli „mótsagnakennt millibilsástand, öfgar og sveiflur, leit sem boð[i] væntanlega nýja niðurstöðu, nýja heimsmynd ....“ Skoskur skipbrotsmaður kemst í samband við björgunarmenH TOGARINN Gulltoppur. Er rórra að hafa ] getað þakkað fyrii Skoti að nafni Douglas Henderson, sem var í áhöfn breska flutninga- skipsins Beaverdale þeg- ar þýskur kafbátur sökkti því um 300 s.jómíl- ur suðvestur af Islandi 1. apríl 1941, er loks kom- inn 1 samband við björg- unarmenn sína af togar- anum Gulltoppi. Margrét Sveinbjörnsdóttir sló á þráðinn til hans og heim- sótti Halldór Gíslason sem var skipstjóri á Gull- toppi og bjargaði Hend- erson og 32 félögum hans eftir að þeir höfðu velkst í björgunarbát í nær fímm sólarhringa. HALLDÓR Gíslason skipsp'óri er á nítugasta og níunda aldursári og dvelur i vel eftir því þegar hann og skipverjarnir á Guiltoppi björguðu 33 mönnum af sem höfðu velkst í björgunarbát f nær fimm sólarhringa eftir að þýsl AÐ var stórkostleg sjón. Við grétum af gleði þegar við sá- um togarann nálgast og Ijóst var að þeir höfðu séð okkur. Þeir tóku okkur um borð, þvoðu okkur, nudduðu í okkur hita og gáfu okk- ur heitt te að drekka. Og svo sofn- uðum við,“ segir Douglas Hender- son, en hann var skipverji á breska flutningaskipinu Beaverdale, sem var á leið frá Kanada til Englands, þegar þýskur kafbátur sökkti því 1. apríl 1941 um 300 sjómílur suð- vestur af íslandi. Kafbáturinn hafði fyrst skotið tundurskeyti að skipinu en þegar það sökk ekki hóf hann að skjóta á skipið úr fall- byssu og sökk það eftir um klukkustundarlanga skothríð. Alls voru 79 menn um borð í Beaverdale og komust þeir allir í þrjá björgunarbáta. Henderson velktist ásamt 32 félögum sfnum f björgunarbát í nær fimm sólar- hringa, þar til íslenski togarinn Gulltoppur kom að þeim og bjarg- aði þeim. í bát annars stýrimanns voru 33 menn, að Henderson með- töldum, en 26 menn voru í bát fyrsta stýrimanns, sem náði landi við Öndverðarnes á Snæfellsnesi. Hvað um bát skipstjórans varð er ekki jafnljóst. Týndi miðanum með nafni skipsins Henderson kveðst afar þakklát- ur skipverjunum á GuIItoppi fyrir lífgjöfina og hefur ítrekað reynt að komast í samband við þá til að þakka þeim, en hefur ekki haft er- indi sem erfiði fyrr en á allra síð- ustu dögum. „ Alltaf þegar apríl- mánuður nálgast heftir komið upp í mér löngun til að hafa upp á þessum mönnum og þakka þeim. En ég hafði týnt miðanum sem ég skrifaði á nafnið á skipinu og hafði ekki heldur nöfn mannanna, svo það var heldur erfítt um vik. Á umliðnum árum hef ég þrisvar sinnum sent bréf til samtaka sjó- manna á íslandi til þess að grennslast fyrir um þá en aldrei fengið svör,“ segir hann. Nýverið skrifaði hann svo borg- arstjóranum í Reykjavík og í fram- haldi af því birti Morgunblaðið bréf frá Kristínu Árnadóttur, að- stoðarkonu borgarstjóra, þar sem óskað var eftir upplýsingum um sjómennina sem voru á Gulltoppi í túrnum afdrifaríka. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Tveir skipverjar, þeir Guðmundur Guð- mundsson og Gísli Einarsson, hafa þegar sett sig í samband við Hend- erson, auk þess sem Halldór Hall- dórsson, sonur Halldórs Gíslason- ar, skipsljóra á Gulltoppi, hefur sent honum bréf og mynd af Gull- toppi. Henderson hefur einnig rit- að þakkarbréf til skipstjórans. Sjálfur er Halldór skipstjóri á nítugasta og níunda aldursári og dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þó að árin séu orðin þetta mörg og sjón og heyrn farin að daprast, man hann vel eftir því þegar hann sá björgunarbátinn, skammt frá þar sem þeir voru að toga á Eld- eyjarbanka, um 45 sjómflur suð- vestur af Reykjanesi. „Þarna var bátur með 33 mönnum og það var hörmung að sjá þá, þeir voru orðn- ir svo kaldir og slæptir,“ segir Halldór. „Við reyndum auðvitað að hlúa að þeim á allan mögulegan hátt. Maður vorkenndi mest þeim sem höfðu verið niðri að kynda og höfðu því verið mjög léttklæddir í hitanum." Skipbrotsmennirnir voru fegnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.