Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 48
»48 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRUN JÓNSDÓTTIR BJÖRNSON + Guðrún Jóns- dóttir Björnson fæddist á fsafirði 18. október 1915. Hún andaðist á heimili sínu í Minn- eapolis í Minnesota 6. mars síðstliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Hróbjarts- son, barnakennari á ísafirði, og kona hans, Rannveig Samúelsdóttir. Guðrún ólst upp á Isafirði en fór ung að árum til Dan- merkur, þar sem hún lærði sjúkraþjálfun. Stundaði hún það starf hér heima á árum síðari heimsstyijaldar og síðar í Bandaríkjunum. Guðrún giftist Valdimari Björnssyni 1946 og fluttist með honum til Minnesota, þar sem þau hjón bjuggu alla sína hjú- skapartíð. Valdimar fæddist í , hálfi'slenska þorpinu Minneota 29. ágúst 1906 en foreldrar hans fluttust vestur um haf á unga aldri. Valdimar kom til Is- lands 1942 og starf- aði hér sem blaða- fulltrúi bandarísku hernaðaryfirvald- anna allt til ársins 1946. Eftir heim- komu þeirra hjóna hóf Valdimar störf við útvarp og blað- mennsku í St. Paul í Minnesota. Árið 1950 var Valdimar kosinn fjármálaráð- herra Minnesota fylkis og gegndi því starfi nær óslitið til ársins 1975. Valdimar og Guðrún eignuðust fimm börn, þau eru: Helga Bjarney, f. 1946, Kristín Rannveig, f. 1948, Jón Gunnar, f. 1949, Valdimar Halldór, f. 1952, og María Ingi- björg, f. 1955. Helga Bjarney er búsett í Alabama-fylki en hin systkinin búa öll í Minnesota. titför Guðrúnar fer fram í Minneapolis í dag. Látin er í Minneapolis Guðrún Jónsdóttir Bjömson, stórvinkona mín og mágkona. Andlát hennar kom ættingjum og vinum ekki á óvart, því hún var búin að heyja langt og ei’fítt sjúkdómsstríð. Við hljótum því að gleðjast yfir því, að þrautum hennar er nú lokið, en eft- ir lifa miklar og góðar endurminn- ingar um merka konu og einstak- ♦ íega rausnarlega og góða mann- eskju. Kynni okkar Guðrúnar, eða öllu heldur Gullu eins og hún var jafnan nefnd, hóust er ég kom nýkvæntur til Bandaríkjanna haustið 1953 til að nema bamalækningar við Minnesotaháskóla. Eg var skelfi- lega ungur og óreyndur um þetta leyti og fannst satt að segja, að ég líktist öllu meira væntanlegum sjúklingum mínum en útlærðum lækni. Þá var gott að eiga athvarf hjá Gullu og Valdimari, sem tóku okkur hjónum tveim höndum og innlimuðu okkur í fjölskylduna án tafar. Einhverra hluta vegna náð- um við Gulla vel saman, alveg frá + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við fráfall og jarðarför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, KJARTANS SVEINSSONAR raftæknifræðings, Heiðargerði 3, Reykjavík. Guð blessi ykkur 611. Bergþóra Gunnarsdóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Magnús Jóhannesson, Bergþóra Magnúsdóttir, Jóhannes Magnússon. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfúndar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur íylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. fyrstu stundu og með okkur tókst vinátta, sem aldrei bar skugga á. Sorgir og áhyggjur börðu á dyr er Edda, konan mín, lést af slysfór- um veturinn 1957 og ég var eftir með Huldu, dóttur okkar, þá rétt árs gamla. Þá var gott að eiga Gullu og Valdimar að, sem léttu af mér öllum áhyggjum af daglegu amstri og önnuðust mig og bamið á meðan ég var að ná áttum á nýj- an leik. Síðar kvæntist ég Herdísi, systur Gullu, og urðu tengslin þá enn nánari og samgangur á milli heimilis okkar Heddu í Reykjavík og Gullu og Valdimars og allra bamanna var alla tíð mikill, þótt fjarlægð skildi okkur að. Gestrisni, rausnarskapur og hjálpsemi Gullu og Valdimars í garð allra Islendinga, sem börðu að dyr- um hefúr oft verið tíunduð við önn- ur tækifæri og erfitt að bæta þar nokkra við. Heimsóknir Gullu og Valdimars voru alltaf tilefni til stórra hátíða. Einhvem veginn var það svo, að þegar von var á þeim hjónum til landsins, þótti sjálfsagt að hagræða lífi sínu og tilvera þannig, að hægt væri að vera með þeim öllum stundum og njóta sam- vista með þeim. Jafnvel dagleg störf urðu að lúta í lægra haldi á meðan. Slíkar vora vinsældir þeirra hjóna hér á landi. Mér er sérstaklega minnisstæð og sólarhringsferð til ísafjarðar en þangað var Valdimar boðaður til ræðuhalda. Sól skein í heiði nánast allan sólarhringinn og auðvitað var svefn ekki inni í mynd- inni þann sólarhringinn, til þess voru gleðistundimar of dýrmætar. Gulla var mjög listræn kona og handbragði hennar var við bugðið, enda ekki langt að sækja snilligáf- una, því Jón Hróbjartsson faðir hennar var frábær teiknari og mál- ari eins og kunnugt er. Það er svo margs að minnast í tengslum við Gullu og efni í langan ritbálk, en nú er mál að linni. Eg kveð nú góða vinkonu, þakka henni af heilum hug fyrir frábæra viðkynningu og vináttu og bömum hennar og allri fjölskyldunni sendi ég einlægar kveðjur. Gunnar Biering. KJARTAN SVEINSSON + Kjartan Sveins- son var fæddur á Ásuni í Skaftártungu 30. janúar 1913. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Reykjavík 21. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 3. mars. „Fordæmi er ekki einhver besta leiðin til að hafa áhrif á aðra. Það er eina leiðin.“ (A. Schweitzer) Kjartan Sveinsson var svipsterkur maður með mikla nærveru. Röddin hljómmikil, augun glettin og hand- takið traust. Hann var aðsópsmikill, greindur, listrænn og skemmtilegur. Höfðingi í hátt og lund og höfðingi heim að sækja. Mannvinur mikill en einnig vinur náttúrannar sem hann eyddi drjúgum hluta tómstunda sinna í að rækta og varðveita. Ég var svo heppinn sem ungur drengur að fá að dvelja hjá Kjartani og Beggu frænku minni í nokkrar vikur. Þessarar dvalar minnist ég ætíð með sérstakri ánægju. Hlýja, kærleikur, heilbrigð lífsýn og lífs- gleði einkenndi heimilishaldið hjá þessum samhentu hjónum. Reyndar minnist ég þess ekki að hafa nefnt þau hjónin sitt í hvoru lagi öll þessi ár, svo samrýnd voru þau. Sonur minn Hermann hefur um átta ára skeið búið í næsta húsi við þau heiðurshjón og hefur ekki farið varhluta af góðvild þeirra og frænd- rækni. Kjartan reyndist honum líkt og mér fróðleiksbrunnur og sýndi honum í ríkum mæli eðlislæga hlýju sína og mannkosti. Það er komið að kveðjustund. Höfðinginn í Heiðargerðinu er allur. Elsku Begga, Ragnheiður, ættingjai- og vinir. Við feðgamir og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ragnar Hermannsson. Kjartan Sveinsson skógræktarfrömuður er látinn. Þar féll mikil eik sem í hálfa öld hefur skýlt nýgræðingi í El- liðaárhólmum og verið vemd fyrsta útivistar- skógi hér inni í byggð- inni. Við Kjartan störf- uðum saman að skóg- ræktarmálum í Reykja- vík í marga áratugi og saman í stjórn Skóg- ræktarfélags Reylga- víkur í tvo. Hann var lærifaðir og leiðbein- andi vegna reynslu sinnar við skógrækt í Elliðaárdal og gróðurvernd í landi borgarinnar. Framsóknarmaður í eiginlegri merk- ingu orðsins en langt á undan mörg- um samflokksmönnum sínum í skiln- ingi á sambúð lands og fjárbúskapar og hefur alla tíð bent á nauðsyn þess að beit búfjár sé stýrt innan girðinga í stað þess að girða okkur hin inni og hleypa búfénaði á land okkar í tötr- um og naga í undir þess. Honum þótti undarlegar umræður um mat á umhverfisáhrifum og um umhverfisspjöll raflína meðan „madömurnar" fá að eyða og breyta landinu án nokkurs mats. „Er mað- urinn og hans verk ekki hluti af nátt- úrunni?" Það var gott og gaman að vera með Kjartani. Hávær og glað- vær var hann og góður sögumaður með einstæða kímnigáfu. Eg þakka skjólið og verndina og allar góðu stundirnar og bið Bergþóra vinkonu okkar guðs blessunar og fjölskyldu Kjartans allri. „Og frækornið smáa varð feiknastórt tré, þar fá mátti lífs- ins í stormunum hlé.“ (V. Briem.) Þorvaldur S. Þorvaldsson. Okkur er í huga tómleiki og mikill söknuður eftir að við fréttum að Kjartan okkar uppáhaldsfrændi og góður vinur hefði fallið frá. Kjartan var ljúfmenni og þrátt fyrir að veik- indi hafa hrjáð hann var stutt í gam- ansemina. Móttökumar í Heiðar- KARL MAGNÚSSON + Karl Magnússon fæddist í Vík í Mýrdal 25. september 1924. Hann andaðist á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur aðfara- nótt þriðjudags 24. febrúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Laugameskirkju 3. mars. Við kveðjum í dag kæran vin til margra ára, Karl Magnússon. Karl var af Skaftfellskum ættum og hafði flesta þá kosti, sem við kunnum vel að meta hjá góðum Skaftfellingum. Það má segja að bæði erfðaeinkenni og góðar uppeldisaðstæður hafi endur- speglast í hans prúða fasi og dugnaði i öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Það var á stríðsárunum 1943, sem fjölskylda mín bregður búi á Breiða- bólsstað á Síðu við andlát föður míns og flytur tO Reykjavíkur á Grettis- götu 57. Það voru mikil umskipti fyrir ung- an dreng að flytjast úr sveitasælunni inn í miðja Reykjavík stríðsáranna með þeim hættum og vissri spillingu, sem fylgdi Hernáminu. Það var gjarnan talað um skuggahverfið fyr- ir norðan Laugaveginn, en þaðan á ég margar björtustu minningar mín- ar næstu árin. Lindargatan lætur ekki mikið yfir sér en var þó opin og skemmtileg gata rétt hjá sjónum. Þar bjó Karl á þessum árum, með foreldram og bræðrum. Á efri hæð- inni bjó Runólfur móðurbróðir hans og Sveinbjörg kona hans og dóttir, mikið ágætis fólk. Húsið Lindargata 52 var tvflyft bárajárnshús á steyptum kjallara, sem Magnús faðir Karls hafði þá ný- lega keypt. Móðirin Halldóra stjórn- aði öllu innanhúss af mikilli reisn og myndarskap. Hún var ljúf við dreng- ina sína og vini þeirra og ekkert var of gott fyrir þá. Ásgeir var elstur og var við nám í menntaskóla og háskóla. Karl var næstur, við nám í gagnfræðaskóla og vélstjóraskólanum. Jón Reynir sá yngsti í menntaskóla og háskóla. Magnús var húsasmiður og vann við sitt fag. Hann var hinn góði heimilisfaðir, yfirvegaður og gaman- samur, mætti í hádegismatinn á virðulegum amerískum bíl R-508 módel 1929. Handan við götuna voru ekta Skaftfellingar í húsvarðarhúsi Sláturfélags Suðurlands, þau Tóta og Halli og sonur þeirra Jónas, nú læknir og vísindamaður. Við Jón Reynir og Jónas eram jafnaldrar og tóku þeir mig sveitadrenginn í fóstur og björguðu sálarheill minni og varð ég daglegur gestur á Lindargötunni næstu árin, eða þar til við lukum stúdentsprófí árið 1951. Við litum_ mikið upp til eldri bræðranna Ásgeirs og Karls, sem báðir hafa nú kvatt okkur allt of snemma. Karl var þessi rólegi trausti drengur, hjálpsamur, lítið stríðinn og góð fyrirmynd ungum dreng. Hann átti eftir að tengjast fjölskyldu minni nánar, er hann kvæntist Stellu mágkonu Snori-a Páls, elsta bróður míns, mikilli ágæt- is konu og kærri vinkonu okkar. Stella og Kalli eignuðust tvær dæt- ur, Dóru og Sólveigu, sem hafa erft það besta frá báðum foreldrum. Að leiðarlokum, kærar þakkir fyr- ir uppeldið og Guðs blessun fylgi öll- um þínum afkomendum. Guðmundur Snorrason. Mig langar fyrir hönd fjölskyldu minnar að minnast Karls Magnús- sonar sem ég hef þekkt frá minni fyrstu tíð. Þegar samferðafólk okkar hverfur og safnast til feðra sinna fer ætíð svo að ákveðið brot af sjálfum okkur sem eftir stöndum hverfur með. Alveg frá mínum fyrstu æskuminningum minnist ég þessa sterka, trausta ná- granna míns í næsta húsi við mitt æskuheimili á Rauðalæknum. Eru þeir atburðir ansi margir sem greyiptii- era í barnsminni mitt tengdir honum Kalla. Minnist ég þess er við guttarnir í götunni eign- uðumst vönduð og fín hjól, þegar hjólin vora orðin tveggja þriggja ára gömul kom fram galli í þeim, stellið brotnaði á versta stað þannig að þau urðu ónothæf. Þetta olli okkur mikl- um vonbrigðum og leitaði ég ráða hjá nágranna mínum hvað væri hægt að gera, honum leist nú ekki allt of vel á þetta en vildi samt reyna hvort ekki væri hægt að redda þessa. Dag- inn eftir kallar hann í mig og biður mig að finna sig. Tjáir hann mér að hann sé búinn að lagfæra þetta en tekur samt fram að þetta geti farið aftur. Hjólið er enn til staðar not- hæft austur í sveitum tæpum þrjátíu árum síðar og bilaði þetta aldrei. Hjól vina minna fóru í viðgerð annað og varð þetta viðvarandi vandamál hjá þeim alla tíð. Annað er það sem ég mun aldrei gleyma. Átti ég mér þann draum til skamms tíma að geta fetað í fótspor þeirra hjóna gagnvart mínum börn- um eins og þau uppfylltu gagnvart sínum dætram og það er unaðsreitur fjölskyldunnar upp við Hafravatn. Eg var svo lánsamur að oftar en ekki buðu þau mér að dvelja þar með fjöl- skyldunni við störf og leik. Af nógu var að taka fýrir mig og æskuvin- konu mína hana Sollu, heillaði vatnið og affallið úr því okkar mikið og fór- um við þangað stundum að veiða. Undum við okkur vel við að fara út á vatnið á forláta árabát sem bústaðn- um fylgdi og var okkur treyst fyrir því að fara á honum. Má nærri geta að þetta var mikið ævintýri fyrir okkur ungu krakkana. Kalli var mikill bókamaður, vel les-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.