Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Yilja taka
upp
Palme-
málið
RÍKISSAKSÓKNARINN í
Svíþjóð hefur ákveðið að fara
fram á, að málið gegn Christer
Pettersson, sem á sínum tíma
var dæmdur en síðan sýknaður
af morðinu á Olof Palme for-
sætisráðherra, verði tekið upp
aftur. Er búist við, að hæsti-
réttur Svíþjóðar skeri úr um
beiðnina á næstu mánuðum. Að
sögn Magnus Nordangards,
talsmanns ríkissaksóknara,
hafa komið fram ný vitni í mál-
inu auk þess sem gömul vitni
hafi komið fram með nýjar
upplýsingar.
Slakað á
við Kúbu
HUGSANLEGT er, að Banda-
ríkjastjórn slaki nokkuð á efna-
hagsþvingunum gagnvart
Kúbu aðþví haft er eftir heim-
ildum á Italíu og Bandaríkjun-
um. Sagði ítalska blaðið La
Repubblica, að bandarískur
stjómarerindreki hefði viður-
kennt í viðræðum við fulltrúa
Páfagarðs, að Bandaríkja-
stjóm hefði árum saman geng-
ið of langt í refsiaðgerðum
gegn Kúbu og kominn tími til
að draga úr þeim.
Fahd
konungur
á sjúkrahús
FAHD, konungur Saudi-Ara-
bíu, var lagður inn á sjúkrahús
í gær vegna sýkingar í gall-
blöðm en hann gekkst undir
gallsteinauppskurð fýrir
nokkmm ámm. Haft er eftir
heimildum, að honum líði vel
og engin ástæða sé til að óttast
um heilsu hans. Fyrir þremur
ámm fékk konungurinn vægt
heilablóðfall og hafði þá
Abdullah, hálfbróðir hans,
landsstjómina með höndum
um stund.
Verkfoll
í Alsír
MEIRA en 100.000 starfsmenn
í véla- og málmiðnaði í Alsír
lögðu niður vinnu í gær í sólar-
hring til að mótmæla uppsögn-
um og lokun verksmiðja. At-
vinnuleysi í Alsír er opinber-
lega 28% en 70% þeirra, sem
hafa vinnu, starfa hjá ríkisfyr-
irtækjum. Em þau flest of-
mönnuð, illa rekin og þungur
baggi á ríkissjóði, sem hefur
orðið að leggja þeim til nærri
700 milljarða ísl. kr. frá 1991.
Fagna morð-
verkum
SPÆNSK dagblöð hafa birt
bréf, sem fangelsaðir félagar í
ETA, aðskilnaðarhreyfingu
Baska, hafa sent frá sér. Þar
fagna þeir nýlegum hryðju-
verkum ETA og hæðast að
þeim, sem vom myrtir, og fjöl-
skyldum þeirra. „Ég drekk í
mig hvert orð um árásina í
Sevilla og nýt þess að sjá þján-
ingar- og skelfingarsvipinn á
fólkinu,“ segir í einu bréfanna,
frá ETA-liða, sem afplánar lífs-
tíðarfangelsi.
Svipmynd úr dönsku kosningabaráttunni
Gamni og alvöru
blandað saman
Danskar stjórnmálaumræður þurfa ekki að
vera leiðinlegar þegar skopskyninu er
hleypt lausu, eins og Sigrún Davíðsdóttir
heyrði á kosningafundi hjá Uffe Ellemann-
Jensen og Holger K. Nielsen.
„ÞAÐ er miklu skemmtilegra á
dönskum kosningafundi en sænsk-
um,“ sagði sænsk blaðakona eftir
að hafa hlustað á Uffe Ellemann-
Jensen, formann Venstre og leið-
toga stjórnarandstöðunnar, rök-
ræða við Holger K. Nielsen, for-
mann Sósíalíska þjóðarflokksins,
um helgina. Danskt skopskyn á
snaran þátt í að lífga upp á kosn-
ingabaráttuna, þótt foi-mennirnir
tveir freistuðust hvergi til að
hlaupa undan alvöra stundarinnar.
Framlag fundargesta var einnig
gott, vel hugsaðar spurningar, lófa-
klapp og húrrahróp, þegar styðja
átti sinn mann. Salurinn í Eystri
gasstöðinni, sem notaður er sem
leikhús, var skreyttur blöðram og
fyrir utan var rúta Ellemann-Jen-
sens, sem hann hefur ferðast um
landið á. Fundurinn á Austurbrú í
Kaupmannahöfn var einn af
nokkmm fundum sem formennimir
tveir hafa rökrætt sín á milli og við
áheyrendur. Og „kjúklingurinn",
sem fylgt hefur Ellemann-Jensen
alla kosningabaráttuna, líkt og höf-
uðandstæðingi hans Poul Nymp
Rasmussen forsætisráðherra, lét
sig heldur ekki vanta og að vanda
ávarpaði Uffe hann sérstaklega,
áheyrendum til óblandinnai-
skemmtunar.
Skattar og velferð
„Við borgum heimsins hæstu
skatta, en fáum við heimsins besta
velferðarkerfi þar á móti?“ spurði
Uffe í inngangsorðum sínum og
svaraði því neitandi. Á sjúkrahús-
unum væm biðlistar, skólamir ekki
nógu góðir og fólk ekki ömggt á
götum úti. Afrakstur skattanna
væri ekki sá sem hann gæti verið.
„Það er hægt að gera hlutina betur
og það getum við gert,“ fullyrti
hann. Hann undirstrikaði mikilvægi
Evrópusamstarfsins fyrir Dani og
stækkun ESB. Einnig reifaði hann
áætlanir Venstre og íhaldsflokks-
ins um skattalækkanir handa hin-
um lægst launuðu, svo þeir misstu
ekki störf sín. Fyrirtækin hefðu til-
hneigingu til að spara við sig lág-
launastörf, því oft væri það metið
sem svo að þau mættu missa sín.
Því væri heppilegt að ríkið kæmi til
móts við þessa hópa, lækkaði á
þeim skattana, svo fyrirtækin gætu
boðið lægri laun án þess að viðkom-
andi missti spón úr aski sínum.
Þótt tölur sýni varla að fólk verði
í auknum mæli ótryggara á götum
úti þá tala bæði stjórnmálamenn og
almenningur iðulega um ofbeldi og
glæpi sem vaxandi vandamál.
Þannig undirstrikaði Ellemann-
Jensen nauðsyn þess að auka lög-
gæslu og herða refsingar, ekki af
því það bætti afbrotamenn eða
héldi þeim frá glæpum, heldur til
að undirstrika að ofbeldi og
skemmdarverk væra ekki liðin. Það
væra mikilvæg skilaboð til annarr-
ar kynslóðar innflytjenda, sem
skildu ekki þjóðfélag án skýrra lína
um hvað væri leyfilegt og hvað
ekki. „Frelsi með ábyrgð á sjálfum
sér og öðram, virðingu fyrir samfé-
laginu og þeim sem minna mega
sín. Þetta hefur verið leiðarljós
Venstre í rúma öld,“ sagði Venstre
leiðtoginn að lokum.
„Draumur Úffa
er martröð"
Holger K. Nielsen gerði harða
hríð að hugmyndum Venstrefor-
mannsins, sem sannarlega ætti sér
draum, en það væri vondur draum-
ur. „Draumur Úffa er martröð,“
fullyrti hann gegn hlátrasköllum
fylgismanna Ellemann-Jensens,
dyggilega studdur húrrahrópum
eigin fylgismanna. Umhverfis-
stefna hægrimanna væri svört,
ekki græn, og þeir vildu auka mis-
mun þegnanna varðandi aðgang að
heilbrigðiskerfinu með því að
styðja einkavæðingu þar. Holger
K. Nielsen dró hvergi úr þeirri
skelfingu, sem hann taldi að rynni
upp ef hægristjórn kæmi til valda.
Ávinningur kjósenda af að styðja
sinn flokk væri hins vegar sá að
auka þrýsting á Nyrap og hnika
honum til vinstri.
Spurningarnar voru margvísleg-
ar og áberandi fáar aulaspurning-
ar. Kjósendur taka kosningar al-
varlega, þótt stjómmálamenn virð-
ist ekki alltaf gera það, og spyrja
út í málin af áhuga og oft á tíðum
af þekkingu. Eldri dömu, vel til
hafðri og með hnausvænan pels sér
við hlið, var heitt í hamsi við Hol-
ger K. Nielsen, sem talaði um hag
ellilífeyrisþega, þótt tillögur hans
gengju allar í þá áttina að arðræna
þá. Þótt Holger benti henni á að
hann vildi einmitt lækka skattana á
þeim ellilífeyrisþegum, sem hefðu
minnst eftirlaunin, var hún ekki
ánægð, heldur undirstrikaði að
þeir sem byggju í eigin húsnæði
mættu berjast við háa fasteigna-
skatta.
Uppskrift frá Úffa
Ungur maður kastaði sér út í
deilur við Ellemann-Jensen vegna
flóttamanna, sakaði hann um að
misfara með tölur, þegar hann full-
yrti að það væri auðveldast að fá
landvistarleyfi í Danmörku af öll-
um Evrópulöndum, en Venstrefor-
maðurinn rökstuddi sitt mál af
Öldungadeild Bandaríkjaþings
Deilt um rannsókn á
kosningaframlögum
Detroit. Morgunblaðið.
RANNSÖKNARNEFND öld-
ungadeildarinnar hefur undan-
fama níu mánuði rannsakað ásak-
anir um að demókratar hafi þegið
ólögleg framlög til kosningabarátt-
unar 1996. Nefndin skilaði loka-
skýrslu fyrr í vikunni, þar sem
Demókrataflokkurinn er sakaður
um að margbrjóta kosningalög-
gjöfina og Bill Clinton Bandaríkja-
forseti er sakaður um að hafa rýrt
virðingu forsetaembættisins með
því að nota það á ósæmilegan hátt
til að hala inn framlög. Varaforset-
inn, A1 Gore, var einnig gagnrýnd-
ur í skýrslunni. Rannsóknin leiddi
hins vegar ekki í ljós nein sönnun-
argögn fyrir hörðustu ásökunum
repúblikana; að kínversk yfirvöld
hefðu veitt fé til kosningabaráttu
demókrata.
Demókratar á annarri skoðun
Minnihluti nefndarinnar, sem
skipaður er Demókrötum, gaf út
sína eigin lokaskýrslu, þar sem nið-
urstöðum meirihlutans er mótmælt
harðlega. Minnihlutinn benti
einnig á að repúblikanar hefðu ekki
viðurkennt að Repúblikanaflokkur-
inn hefði einnig þegið fé frá erlend-
um aðilum, en demókratar neydd-
ust til að skila um þremur milljón-
um dollara á síðasta ári, eftir að í
ljós kom að það fé var fengið frá
erlendum rfldsborgurum. Nokkrir
fyrrverandi starfsmenn og stuðn-
ingsmenn Demókrataflokksins
hafa nú þegar verið ákærðir fyrir
brot á kosningalöggjöfinni.
Þrátt fyrir að brot á kosninga-
löggjöfinni og gríðarleg fjárþörf
stjómmálaflokkanna hér í landi
hafi verið í sviðsljósinu undanfarin
misseri er hins vegar lítið sem
bendir til þess að vilji sé í þinginu
fyrir endurbótum. Frumvarp sem
miðar að því að minnka áhrif fjár-
sterkra aðila á stjórmálaflokka hef-
ur undanfarin ár velkst um á
Bandaríkjaþingi og var nú nýverið
tekið til umræðu í öldungadeild-
inni.
Frumvarpið, sem sem lagt er
fram af repúblikanum John McCa-
in og demókratanum Russel Fein-
gold, leggur til að fijáls og ótak-
mörkuð framlög til stjómmála-
flokka, svokölluð „soft money“-
framlög verði bönnuð, en þau hafa
aukist gríðarlega á undanfómum
árum. Framvarpið naut stuðnings
demókrata, en nú er hins vegar
ljóst að frumvarpið verður ekki að
lögum í bráð, eftir að forystumenn
Repúblikana á þinginu lögðust
gegn afgreiðslu þess, á þeirri for-
sendu að lögin væru andstæð
stjómarskrárákvæðum um mál-
frelsi og myndu draga úr möguleik-
um hagsmunasamtaka til að koma
pólitískum boðskap sínum til skila.
Sterk hagsmunasamtök innan
Repúblikanaflokksins vora and-
stæð framvarpinu, þeirra á meðal
samtök skotvopnaeiganda (NRA)
og Kristilegu samtökin (Christian
Coalition). Stuðningsmenn fram-
varpsins segjast ekki munu gefast
upp og ef marka má orð forystu-
manna demókrata verður málefnið
óspart notað gegn Repúblikana-
flokknum í þingkosningunum í nóv-
ember næstkomandi.
ELLEMANN-Jensen á blaða-
mannafundi í gær.
festu. Kona nokkur, sem sagðist
hafa lifað á lífrænt ræktuðu græn-
meti -í aldarfjórðung, vildi vita
hvaða skoðun Venstre hefði á líf-
rænni ræktun og hver væru áhrif
ESB á möguleika Dana til að
stunda slíka ræktun. Þar lenti leið-
togunum saman, þar sem Ellem-
ann-Jensen sagði Dani geta haldið
sínu striki, óháð ESB, meðan Hol-
ger K. Nielsen sagði Dani ekki
geta bannað skordýraeitur, ef ESB
hefði leyft það.
Hér kom Venstreleiðtoginn því
líka að, að sjálfur snæddi hann
helst vistvænan mat, meðal annars
súrmjólk, sem hann útbyggi sjálfur
úr 1 lítra af ófitusprengdri vist-
vænni mjólk, 1 dl af samskonar
súrmjólk og rjómaskvettu, að sjálf-
sögðu úr vistvænum, ófitusprengd-
um rjóma. Blandan þyrfti svo að
standa á hlýjum stað yfir nótt, „til
dæmis í hlýju flokksstjómarher-
bergi Sósíalíska þjóðarflokksins", -
og þá væri þetta hnossgæti tilbúið.
Áðrar spurningar snerast um
dönsku leyniþjónustuna, sem ný-
lega hefur verið vænd um ólögleg-
ar persónunjósnir, um bíla og bíla-
skatt, sem er methár í Danmörku,
Evrópumálin, umhverfísmál og að-
stæður barnafjölskyldna, en út-
lendingamálin, sem víða virðast
vera kjósendum ofarlega í huga,
bar lítið á góma. Eftir tveggja tíma
látlausar umræður var fundurinn á
enda. Kjósendur gátu snúið heim
eftir fjörlegar og skemmtilegar
umræður, en um leið einnig margs
vísari um stefnuskrár flokka leið-
toganna og helstu stefnumál
þeirra.
Bandarfldn
Mann-
skaðarí
fárviðri
Montgomery. Reuters.
MIKIÐ óveður geisaði í Suður-
ríkjum Bandaríkjanna í gær og
í Miðvesturríkjunum vora
hundrað þúsunda manna án
rafmagns vegna mikils fann-
fergis og snjókomu.
Síðustu þijá daga hefur
gengið á með þramum og eld-
ingum og gífurlegu hvassviðri í
Suðurríkjunum og þar hafa að
minnsta kosti sjö manns beðið
bana. I Miðvesturríkjunum
hafa fjórir týnt lífi í umferðar-
slysum, sem rakin era til veð-
ursins.
í Suðurríkjunum hafa orðið
mikil flóð vegna úrkomunnar
og nokkrir skýstrokkar fóra yf-
ir Flórída en þar kostuðu þeir
42 menn lífið fyrir hálfum mán-
uði. Ekki var þó vitað um nein
dauðsföll þar í gær. í Miðvest-
urríkjunum kom snjókoman öll-
um á óvart og vora ökumenn og
bílar þeirra alls ekki undir hana
búnir. Varð að kalla til björgun-
arsveitir vegna fólks, sem var
fast í bílum sínum, og jafnvel
snjóplógarnir komust lítið
áfram þegar veðrið var verst.