Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 47« EYJOLFUR SIGURÐSSON Baldur. Hálfbræður hans samfeðra eru Gylfi og Sigþór. Uppeldissystir hans er Þórunn Andrés- dóttir. Hinn 18. maf 1966 kvæntist Eyjólfur Ingu Magnúsdóttur, f. 22.6. 1918. Sonur Ingu er Magnús Ingi- mundarson, f. 19. mars 1945. Útfór Eyjólfs fer fram frá Frfkirkj- unni í Reykjavík í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. + Eyjólfur Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1919. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Eyjólfsson og Þorbjörg Vigfús- dóttir, en frá tveggja ára aldri ólst hann upp á Kolslæk í Borgarfírði hjá Andrési Vigftissyni og Höllu Jónsdóttur. Bræður hans eru Bergur, látinn, Skúli, látinn, Einar, Bragi og Ekki verður sagt að það hafi komið mér á óvart að frétta andlát frænda míns, svo mjög sem heilsu hans hafði hrakað undanfarin miss- eri. Einsýnt hafði verið um nokkurt skeið að hverju stefndi. Dauðinn hefur því komið til hans sem líkn- andi vinur og leyst hann úr viðjum þess sjúkdóms sem ekki var lækn- anlegur. Hann Eyfi var okkur mjög ná- kominn frændi. Hann var uppeldis- sonur ömmu og afa, kom tO þeirra í fóstur að Kolslæk aðeins þriggja ára gamall, en afi var móðurbróðir Eyfa. Það er mér ljóst í minning- unni hversu mjög ömmu og afa var annt um hann. Man ég að oft rifjuðu þau upp stundirnar með Eyfa og hversu hann hefði verið þeim góður sonur. Leyfðu þau mér, litlum snáð- anum, að öðlast hlutdeild í minn- ingu þeirra um hann við leik og störf í uppvextinum. Þessar stundir hafa verið mér einkar hugstæðar nú síðustu daga. Eftir að Eyfi lauk gagnfræða- prófi frá Héraðsskólanum í Reyk- holti árið 1939 gerðist hann vinnu- maður á búinu í Reykholti. Þar vann hann að almennum bústörfum fyrir Reykholtsbændur í nær þrjá áratugi eða allt til 1966, en það ár urðu heilladrjúg þáttaskil í lífi Eyfa. Þá gengu þau í hjónaband hann og Inga Torfhildur Magnúsdóttir frá Ömólfsdal í Þverárhlíð. Þau stofn- uðu heimili i Reykjavík. Eyfi starf- aði fyrst við byggingarvinnu en síð- an í fjöldamörg ár hjá Landsbanka íslands og hafði umsjón með skjala- eyðingu bankans, m.a. eyðingu pen- ingaseðla. Öllum þessum störfum sinnti hann af þeirri einstöku sam- viskusemi sem alla tíð einkenndi TOJiUmJIO OTO flÐ iJÁ’UfD ÍMIDÍUJJWUÍ jióTíL mm StSKlUMIiI • («ft Upplýsingar í s: 551 1247 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sírni 581 3300 Allan sólarhringinn. hann, en grandvarari menn en hann var eru vandfundnir. Það er Ijúft að minnast margra ánægjulegra stunda með þeim Ingu og Eyfa, hvort sem það var við eld- húsborðið heima í Stóra-Ási eða í íbúðinni þeirra notalegu við Skipa- sund. Eyfi hafði gaman af að spyrja frétta. Hann vildi heyra tíðindi frá gömlum heimaslóðum, spyrja fregna af mannlífinu í uppsveitum Borgarfjarðar. Þar hafði hann alið manninn nær allan fyrri hluta ævi sinnar og voru æskuslóðimar hon- um alla tíð mjög kærar. Hann vildi einnig fylgjast með því sem við yngri kynslóðin hefðum fyrir stafni. Það var auðfundið að hann hugsaði til okkar. Okkar síðasta samtal átt- um við nú um jólin. Þrátt fyrir að mjög væri af honum dregið spurði hann af áhuga um hvemig lífið gengi fyrir sig hjá okkur í útland- inu. Sagði svo, eins og í góðlátlegum ábendingartón, að það væri nú best að búa á íslandi. Það er komið að kveðjustund. Ég finn fyrir söknuði í brjósti þegar ég nú sendi frænda mínum hinstu kveðju heim yfir hafið. Finn þó líka fyrir létti yfir því að hann hafi verið leystur frá þrautum sínum. Að leið- arlokum vil ég fyrir hönd mömmu og pabba og systkina minna þakka honum samfylgdina, vináttuna og ekki síst góða skapið sem fylgdi honum alla tíð. Flyt ég Ingu samúð- arkveðjur okkar og bið almættið að varðveita Eyfa frænda og blessa minningu hans. Andrés Magnússon, Brussel. Eiginmaður minn, HALLDÓR BJARNASON, Bolungarvfk, iést sunnudaginn 8. mars. Guðrún Jónsdóttir. Föðursystir mín, SIGRÍÐUR Þ.M. KJERULF, lést fimmtudaginn 5. mars. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 12. mars kl. 10.30. Blóm afþökkuð. Áskell Kjerulf. Til höfunda greina TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgun- blaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgun- blaðsins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili eða að hámarki 6.000 tölvuslögum. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafhframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wor- dPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj. MINNINCAE ÖG TÆKIFÆRISKORT SegÖu hug þinn um leiö og þú lætur gott af þér ■g 562 4400 lei6a Cír MhHMitmm K£J------- Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN ÞÓRÐARSON, Oddagötu 5, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 3. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30. Guðrún Björnsdóttir, Ámi Gunnarsson, Erla Bjömsdóttir, Örn Guðmundsson, Heimir Hannesson, Bjöm Arnarson, Hannes Heimisson, Sigriður Árnadóttir, Auður Þóra Árnadóttir, Sigríður Heimisdóttir, Magnús Heímisson. + SIGURÐUR JÓNSSON bifreiðastjóri, Neðstaleiti 2, Reykjavík, lést í Danmörku sl. föstudag. Aðstandendur. + Móðir mín og systir okkar, SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum, búsett f New York, er látin. Útför hefur farið fram. Tómas ísfeld, Hafnhildur Tómasdóttir, Haraldur Tómasson. + Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR SNORRASONAR frá Stóru Gröf. Þorbjörg Þorbjarnardóttir, Snorri Björn Sigurðsson, Ágústa Eiríksdóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Haraldur Bjargmundsson, Hildur Sigríður Sigurðardóttir, Jóhann Friðriksson, Kristrún Sigurðardóttir, Eva Sigurðardóttir, Haraldur Jón Arason, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR Þ. HÖRGDAL, Skarðshlíð 17, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Hörgdal, Kristfn Óskarsdóttir, Jónína Hörgdal, Helgi Örn Jóhannsson. + Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR BLÖNDAL BROBERG, sem andaðist á sjúkrahúsi í Gautaborg þriðju- daginn 24. febrúar. Carl Joel Broberg, börn, tengdabörn og barnabörn, Sveinbjörg Kjaran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.