Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI/BJÖRGUNARSTORF
Þrír björgunarsveitarmannanna gengu til byggða
Hefðum ekki getað
gengið lengra
Morgunblaðið/Kristján
GUNNAR Garðarsson og Jón Ingi Sveinsson fara yfír staðsetningartæki á einum vélsleðanna
sem notaðir voru við leitina.
Kristbjörn Stefán Marinó
Arngrímsson Gunnarsson Ólason
Slæmt að geta
ekki látið vita
af okkur
ÞRIR af björgunarsveitarmönnun-
um átta, Stefán Gunnarsson, Mar-
inó Olason og Kristbjöm Arngríms-
son, gengu til byggða í gærmorgun,
eftir að hafa hafst við með félögum
sínum fímm í snjóhúsi frá því um
miðjan sunnudag.
Stefán sagði að gangan til byggða
hafi verið ansi erfið og að þeir félag-
ar hafi ekki haft orku til að fara
mikið lengra. Hann sagði hópinn
hafa lent í vitlausu veðri en þó ekki
verið í neinni hættu. „Við tókum þá
ákvörðun um miðjan dag á sunnu-
dag að byggja okkur snjóhús og
koma okkur fyrir enda þá orðið vit-
laust veður. Okkur þótti verst að
geta ekki látið vita af okkur en átt-
um ekki von á að hafin yrði leit fyrr
en í morgun (gærmorgun).“
Stefán sagði að sæmilega hafi far-
ið um þá félaga í snjóhúsinu og
menn hafi haft vélsleðahjálmana á
höfðinu og barið sér til hita.
„Vélsleðamir voru allir steinfrosnir
og við náðum ekki að koma síman-
um sem við höfðum meðferðis í
samband. Því var ákveðið að við
færam þrír af stað fótgangandi til
byggða, þar sem við vorum best
skóaðir. Við þóttumst líka vita að
okkar yrði leitað hinum megin í
firðinum. Ferðin tók um 6 klukku-
stundir og við vorum mjög glaðir
þegar við loks sáum til byggða en
við komum hingað í Stóradal um kl.
13. Gangan var mjög erfið en við
reyndum að halda okkar striki og
stoppuðum lítið, þar sem veðrið var
nokkuð skaplegt.“
Ákvað að hafa húsið opið
Abúendumir á Stóradal, Jóhann
Jónsson og Heiðrún Ámadóttir,
voru á leið á fund þegar þau sáu til
þremenningana koma gangandi til
byggða. Þau fóru til móts við þá og
tóku upp í bifreið sína og óku þeim
heim í bæ. Heiðrún sagði þá hafa
komið niður Hvassafellsdal og því
trúlega verið í vari inn af honum.
„Ég fann það á mér að verið væri
að leita vitlausu megin í firðinum og
ákvað því að hafa húsið opið á með-
an við færam á fundinn, ef einhver
þyrfti að komast inn. Strákarnir
voru hraustir og hressir þegar við
keyrðum fram á þá. Þetta eru ekki
neinir cola-drengir og þeir hafa
greinilega drukkið mikið af alís-
lenskri kúamjólk í gegnum tíðina,"
sagði Heiðrún.
Marinó Ólason sagði að vélsleð-
amir hafi allir orðið ógangfærir á
sama tíma á sunnudag. „Við reynd-
um að koma þeim í gang og notuð-
um m.a. ísexi til að berja snjó úr
húddinu en það gekk ekki. Þá var
veðrið líka farið að versna og við
fórum því að byggja snjóhús í
kringum sleðana."
Lærdómsrík lífsreynsla
Kristbjörn Arngrímsson sagði
gönguna til byggða hafa verið gífur-
lega erfiða og hann sagðist ekki
hafa haft orku til að fara lengra.
Hann sagði hópinn ekki hafa haft
mikið af mat meðferðis og að allar
stórsteikumar hafi verið settar í bíl-
ana í Laugafelli en það hafi ekki
komið að sök.
Þremenningarnir höfðu verið á
fótum frá því á sunnudagsmorgun
og sögðu að gott yrði að komast í
rúmið og hvílast. Sú varð þó ekki
raunin með Stefán því hann ákvað
að fara með snjóbíl sem fór frá
Öxnadalsheiði eftir Kaldbaksdal til
móts við félaga sína að Nýjabæjar-
fjalli í gærkvöld. Hann var vel á sig
kominn og reyndastur þeima
þriggja sem gengu til byggða. Fé-
lagamir voru sammála um að hafa
lært ýmislegt af þessari lífreynslu.
Dalvíkingamir tóku ekki þátt í
stóra æfingu Landsbjargar inni á
hálendinu, heldur voru á eigin veg-
um.
Atvinnumálanefnd Akureyrar
— Styrkveitingar
Atvinnumálanefnd Akureyrar veitir tvisvar á ári styrki til
einstaklinga og fyrirtækja á Akureyri sem vinna að atvinnu-
skapandi verkefnum. Styrkir til einstakra verkefna geta
numið allt að 50% af áætluðum kostnaði við framkvæmd
hvers verkefnis. Hámarks styrkupphæð er kr. 400.000.
Styrkirnir eru fyrst og fremst ætlaðir smærri rekstraraðilum.
Umsækjendur verða að fullnægja skilyrðum
atvinnumálanefndar um nýsköpunargildi verkefnisins, auk
þess að leggja fram skýrar upplýsingar um viðskipta-
hugmynd, vöruþróun, markaðssetningu, rekstraráætlun og
íjármögnun.
Umsóknareyðublöð liggja fyrir á Atvinnumalaskrifstofu,
Strandgötu 29, sími 462 1701.
Umsóknarfrestur er til 31. mars nk.
Morgunblaðið/RAX
BJÖRGUNARSVEITARMENN úr Reykjavík taka til búnað sinn eftir
komuna til Akureyrar með flugvél Landhelgisgæslunnar á tíunda tím-
anum í gærkvöldi.
Glórulaust
veður
• •
á Oxiia-
dalsheiði
TILKYNNT var um þrjá
árekstra á Öxnadalsheiði til
lögreglu á Akureyri síðdegis í
gær, en afar slæmt verður var
á heiðinni. Ekki urðu slys á
fólki í þessu óhöppum, sam-
kvæmt upplýsingum frá varð-
stjóra lögreglunnar.
Öxnadalsheiði var lokuð
síðdegis í gær vegna veðurs,
en mjög slæmt verður var á
heiðinni, 8 vindstig og mjög
blint, þótt ekki væri um mik-
inn snjó að ræða. Samkvæmt
upplýsingum frá vegaeftirliti
Vegagerðarinnar á Akureyri
var glórulaust veður á heið-
inni seinni part dags, einkum í
Bakkaselsbrekkunni, og biðu
þó nokkrir bílar beggja vegna
eftir að komast yfír. Vega-
gerðarmenn vora í starthol-
unum, en biðu átekta með
mokstur fram eftir degi eða
þar til lægði.
fþrótta- og
tómstundaráð
Tillaga um
styrk til Skot-
félagsins
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Akureyrar hefur lagt til að
gerður verði samningur við
Skotfélag Akureyrar um upp-
byggingarstyrk. Upphæð
styrksins verði fjórar milljón-
ir króna og yrði hann greidd-
ur með jöfnum greiðslum á
áranum 1999 til 2002. Lagt er
til að samningurinn verði með
svipuðu sniði og sambærileg-
ur samningur sem gerður var
við Hestamannafélagið Létti
um uppbyggingu á Melgerðis-
melum, en þeim samningi lýk-
ur á þessu ári.
Skotfélag Akureyrar hefur
verið að byggja upp félags-
svæði sitt, en fyrir liggur
framkvæmdaáætlun að upp-
hæð 5,6 milljónir króna. Bæj-
arstjóm Akureyrar hefur
samþykkt að vísa þessu erindi
til gerðar fjárhagsáætlunar
fyrir árið 1999.
Akureyrar-
heimasíða
OPNUÐ hefur verið Akureyr-
ar-heimasíða á Netinu en þar
eru öll helstu fyrirtæki bæjar-
ins og þeir sem veita þjónustu
af ýmsu tagi á einum stað.
Upplýsingar um hvert fyrir-
tæki er að finna á bak við
hverja skráningu á nokkurs
konar sér heimasíðum. Einnig
er öllum þeim sem skoða síð-
una boðinn ókeypis aðgangur
að smáauglýsingasíðu þar
sem hver og einn getur skráð
það sem viðkomandi hefur til
sölu eða óskar eftir að kaupa.
Loks má nefna að þess helsta
er getið sem er á döfinni
hveiju sinni auk brandara-
síðu.
Skráning fyrirtækja stend-
ur enn yfir og geta þeir sem
vilja vera með haft samband
við Birgi Torfason vilji þeir
vera með. Slóðin að síðunni
er; http:www.islandia.is/akur-
eyri/