Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 25
ERLENT
Meiri snjókoma en elstu menn muna setur samgöngur í Færeyjum úr skorðum
;Yfírgefa
heimili vegna
snjóflóðahættu
Þórshöfn. Morgunblaðið.
YFIR 200 manns hafa neyðst til að
yfirgefa heimili sín í Færeyjum
vegna snjóflóðahættu og hafa mörg
h'til snjóflóð fallið á eyjunum undan-
fama daga. Féll eitt þeirra á íbúðar-
hús en enginn slasaðist. Astæðan er
óvenjumikið fannfergi á eyjunum en
það er meira en elstu menn muna.
Mest er snjóflóðahættan í Klakksvík
og Fuglafirði.
Snjókoman byi-jaði sl. föstudag og
á Iaugardag var snjórinn orðinn
blautur og þungur, sem jók á snjó-
flóðahættuna. Síðdegis á laugardag
féll snjóflóð á hús í Fuglafirði og
þykir það ganga kraftaverki næst að
íbúamir fjórir skyldu komast lífs af
og ómeiddir í þokkabót. Bíll lenti á
húsinu í flóðinu og var svæðið þegar
rýmt. Fjöldi lítilla flóða hefur fallið í
nágrenninu og hafa bændur misst
nokkuð af sauðfé í flóðunum.
Þá urðu um 200 manns í Klakksvík
að yfirgefa heimili sín vegna snjó-
flóðahættu en á síðustu öld féllu
snjóflóð þar, sem kostuðu fjölda
manns lífið. Féllu bæði flóðin 11.
mars, en þann dag fagna Færeying-
ar vorkomunni.
Spáð meiri snjókomu
Snjórinn hefur einnig valdið mikl-
um samgönguerfiðleikum. Ibúar
Viðareiðis, norður af Klakksvik, em
einangraðir en fjöldi snjóflóða hefur
fallið á veginn þangað og eyðilagt
Morgunblaðið/Jens Kristian Vang
SNJÓFLÓÐ féll á þetta íbúðarhús í Fuglafirði í Færeyjum um helgina og þykir mikil mildi að enginn þeirra
sem inni voru skyldi slasast. Bifreið sem stóð fyrir ofan húsið lenti á því og sést til hægri á myndinni.
hann á stórum kafla. Þá er fannferg-
ið svo mikið að vegagerðin gerir ráð
fyrir að marga daga taki að ryðja
vegi á eyjunum.
I gær skiptust á skin og skúrir og
hefur verið þíða, sem eykur á flóða-
hættuna. Þá eru götur, t.d. í Þórs-
höfn, torfærar og hafa strætisvagna-
og leigubílaferðir legið niðri. Hins
vegar er spáð frekari snjókomu er
líður á vikuna og versni veður og
færð kann hún að hafa áhrif á kjör-
sókn í dönsku þingkosningunum,
þar sem Færeyingar velja tvo full-
trúa.
s u BALENO (ZO • SWIFT - • VITARA [
Aflmiklir, rúmgóðir, öruggir og einstaklega
hagkvœmir í rekstri
BALENO
SWIFT
VJTARA
TEGUND: VERÐ:
l,3GL3d 1.140.000 KR.
l,3GL4d 1.265.000 KR.
1,6GLX 4d 1.340.000 KR.
1,6 GLX 4x4 4d 1.495.000 KR.
l,6GLXWAGON 1.445.000 KR.
WAGON 4x4 1.595.000 KR.
TEGUND: VERÐ:
GLS 3d 980.000 KR.
GLX 5d 1.020.000 KR.
TEGUND: VERÐ:
JLX SE 3d 1.580.000 KR.
JLX SE 5d 1.830.000 KR.
DIESEL 5d 2.180.000 KR.
V6 5d 2.390.000 KR.
ALLIR
SUZUKI UlLAR
ERU MEO 2 ÖRYGGIS-
LOFTPÚOUM.
Komdu
og sestu inn!
Sjáðu rýmið og alúðina
við smáatriði.
Skoðaðu verð og
gerðu samanburð.
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Sími 568 51 00.
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slml 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, slml 462 63 00.
Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sfmi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50.
Keflavlk: BG bllakringlan, Gröfinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bllasala Suðurlands, Hrlsmýri 5, slmi 482 37 00.