Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 83 minna sagt út frá fyrirliggjandi gögnum. Mér er þó kunnugt um að til þeirra hluta er farið að nota ákveðið reiknilíkan sem að minnsta kosti mælir skólunum fé með sam- ræmdum hætti - og eftir aðferðum sem öllum er kynnast vilja verða kunnar.“ SÖLVI SVEINSSON Stúdentar sem sleppa sögunni „ÉG ER ekki viss um að breyting- ar á bóknámsbrautum séu nem- endum að öllu leyti til góðs, nema þá þeim sem við upphaf skóla- göngu eru fullvissir um hvað þeir vilja í framtíðinni. Hér er í raun horfið til þess sem var í mennta- skólunum gömlu: Fáar námsbraut- ir í allföstum skorðum með mikilli sérhæfingu, ýmist í tungumálum, samfélagsgreinum eða raungrein- um,“ segir Sölvi Sveinsson skóla- meistari í Fjölbrautaskólanum við Armúla. „Þetta veldur því að torveldara er fyrir nemendur að skipta um braut á námsferlinum því að einungis eitt námsár er sameiginlegt. Þetta veld- ur því líka, að færri nemendur ljúka prófi af tveimur brautum. Enn vil ég nefna, að nemendur á starfs- námsbrautum eiga nú erfiðara um vik að feta sig til stúdentsprófs, sér- staklega ef kennslu í kjamagreinum verður bylt á þá lund að sérstakh- áfangar verði skipulagðir fyrir starfsmenntanám, aðrir en þeir sem bóknámsnemendur taka. Það er raunar sérstakur kapituli og vegur í raun að rótum þess kerfis sem ríkj- andi er í framhaldsskólum landsins, áfangakerftnu, nema miklu meira fé verði varið til kennslunnar. Litlir skólar hafa flotið á því að samkenna kjamagreinar á mörgum brautum. í stómm skólum með fjölbreytt námsframboð hafa menn náð hag- kvæmni í rekstri með því að kenna saman einstaka áfanga á mörgum brautum.“ Grunnnám í tölvufræði og véMt- un er nú flutt í gninnskóla og það er vel, að mati Sölva. Hins vegar telur hann að átök verði um ein- staka áfanga á brautunum. „Ég hygg að fáir munu til dæmis fallast á að menn geti lokið stúdentsprófi með því að læra sagnfræði einung- is 6 kennslustundir á viku í eina önn, svo eitthvað sé nefnt, og vísast munu einhverjir vara við því að stúdentar á mála- og félagsfræði- brautum geti sloppið með jafnlitla stærðfræði og raun ber vitni.“ Sölvi er ánægður með væntanlega samfellu í námi nemenda. skólar/námskeið ÝMISLEGT ■ „Leiðin til velgengni" Kiefjandi námskeið. 5 kvöld einu sinni f viku. ★ Að takast á við lokaðar tilfinningar. ★ Meðvirkni og fíkn er flótti frá innri líðan. ★ Að fel’a grímu hins falska persónuleika. ★ Sköpun allsnækta. Að láta drauma sína rætast. ★ Að halda sér ungum og heilbrigðum. ★ Máttur bæna og hugarorkunnar. Einkatímar f heilun tilfmninga og innra bams. Upplýsingar í símum 553 6677 og 898 8220. ■ Tréskurðarnámskeið Örfá pláss laus í mars og apríl. Hannes Flosason, sími 554 0123. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! MENNTUN Ný skóla- stefna kynnt KYNNINGARRITIÐ „Enn betri skóli,“ er í dreifingu um landið, er það um endurskoðun á aðal- námskrá fyrir grunnskóla og framhaldsskóla. Börn í Laugar- nesskóla sátu fyrir á myndum í því og léku í auglýsingu sem sýnd er í sjónvarpinu. Fengu þau að sjá afraksturinn fyrst af öllum. Björn Bjarnason menntamálaráðherra þakkaði þeim fyrir framlagið. Hann segir að ný skólastefna sé lögð fram til almennrar kynning- ar með ósk um víðtækar umræður og góðar ábendingar og að mið verði tekið af þeim á síðasta stigi námskrárvinnunnar. Morgunblaðið/Þorkell BORN í Laugarnesskóla prýða síður kynningarritsins og eru þau hér ásamt ráðherra að skoða myndirnar. Nýjar bækur • ENSK-íslensk stærðfræðiorða- skrá er afrakstur 20 ára vinnu sem innt hefur verið af hendi af ritstjórn Orðaskrár Islenska stærðfræðafé- lagsins undir forystu Reynis Axels- sonar, dósents í stærðfræði við Há- skóla íslands. I fréttatilkynningu segir að leitast hafi verið við að hafa í bókinni sem flest af þeim stærðfræðilegu orðum og orðasamböndum sem gera má ráð fyrir að notuð séu í skólum landsins, allt frá grunnskóla til háskóla. Bókin er gefin út af íslenska stærðfræðafélaginu í samvinnu við Háskóiaútgáfuna. Hún er 260 blað- síður á lengd og hefur að geyma 8.282 ensk uppflettiorð með ísiensk- um þýðingum, auk íslensk-ensks lyk- ils. Bókin kostar kr. 3.500. Háskóla- útgáfan sér um dreifingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.