Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 49 gerðinu voru ætíð konunglegar og þau hjónin tóku öllum opnum örmum sem glöggt mátti sjá þegar Kjartan naut sólarstundar á fógrum sumar- degi, því þá kom fólk úr næstu hús- um og skeggræddi um málefni líð- andi stundar og þáði um leið góð ráð um garðrækt. Við vottum Berþóru og fjölskyldu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jórn'na og Albert Þór og Fanný. Þegar ég byrjaði að starfa hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur árið 1950, var Kjartan Sveinsson einn af fyrstu félagsmönnunum sem ég kynntist. Hann var mikill áhugamað- ur um skógrækt og minnist ég þess að á fundum þurfti hann oft að tjá hug sinn um hvað honum fannst margir fara illa með landið. Kjartan vann lengst hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Hann var mikill hvatamaður að því að Raf- magnsveitan hóf skógrækt í Elliða- árdal 1951 og var hann þar driffjöðr- in við gróðursetningu og hirðingu gróðursins alla tíð. Margar ferðir fórum við um dalinn til að huga að gróðri og hafði hann ákveðnar skoð- anir um það hvar og hvað skyldi gert. Fyrir nokkrum árum heiðraði Rafmagnsveitan hann með því að setja þar fallegan stein og bekk sem þakklæti fyrir hans störf þar. Kjartan var ákaflega tryggur og einlægur vinur og kom oft til mín í vinnuna til að ræða áhugamál sitt og voru það ánægjulegar stundir. Kjartan var mörg ár í stjórn Skóg- ræktarfélagsins og lagði þar alltaf gott til mála og var ánægjulegt að starfa með honum. Kjartan var ungur á Laugarvatns- skóla og stundaði þar sund og aðrar íþróttir og var hann vel á sig kominn. Hann sagði mér einu sinni að hann hefði veðjað við félaga sinn um að hann gæti synt yfir ölfusá. Hann sannaði þetta fyrir honum og synti yfir ána en það hafa víst fáir leikið eftir. Þetta sýnir kjark hans og hug- rekki. Við hjónin kveðjum góðan vin og sendum fjölskyldu hans hugheilar sainúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Vilhjálmur Sigtryggsson. inn og náttúrunni unni hann ætlð. Minnist ég þess hvað ég var hugfang- inn af því að hann skyldi eiga jeppa sem hann notaði til ferðalaga með fé- lögum sínum og fjölskyldu þegar dæturnar voru yngri. Ekki minnkaði glampinn í augum mínum þegai- hann og fleiri keyptu fyrstu Range Rover jeppana sem fluttir voru til landsins í byrjun 8. áratugarins. Hagleiksmaður var hann mikill til smíða enda vita þeir sem til þekkja að Skaftfellingar eru miklir völundar til handa og hugar. Fyrir utan það að aðstoða mig ungan drenginn við lausn vandamála þá smíðaði hann forláta gripi úr járni og tré sem vinir og vandamenn eiga, munu þeir verða til vitnis um hagleik og listræna hæfileika hans um ókomna framtíð. Ég tel hann hafa öðlast mikla hamingju, hvort heldur er í einkalífi eða starfi og kannski er galdurinn á bak við það hversu heiðarlegur og samviskusamur maður hann var. Hversu ríkur hann var, hversu inni- lega ánægður og glaður hann var að eiga sína fjölskyldu að. Mikil var gleði hans og hamingja þegar fyrsta barnabarnið leit dagsins ljós fyrir rúmum tíu árum. Ég veit að eftir- væntingin var mikil hjá þeim hjónum í hvert skipti sem þeim fjölgaði, alls urðu barnabömin fjögur og auðnað- ist honum að eignast nafna og eina drenginn í fjölskyldunni enn sem komið er. Sinnti hann öllum þessum börnum af mikilli natni. Kæri vinur, það er komið að kveðjustund. Við fjölskyldan þökk- um þér fyrir ógleymanlega sam- fylgd. Við óskum þér Guðs blessun- ar. Megi ljós og kærleikur lýsa þér leiðina. Elsku Stella mín, dætur og fjölskyldur ykkar. Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu og eins að minningin um góðan eiginmann, föð- ur og afa mildi sorgina. Far þú í friði kæri vinur. Sigurjón Ásgeirsson og fjölskylda. Taflfélag Reykjavíkur Islandsmeistari SKAK Félagsheimili Hellis í Mjódd ÍSLANDSFLUGSDEILDIN Seinni hluti 7.-9. nóvember. TR sigrar í Islandsflugsdeildinni TAFLFÉLAG Reykjavíkur sigraði af miklu öryggi í Islandsflugsdeild- inni, sem er efsta deildin í deilda- keppni Skáksambands Islands. Síð- ustu þrjár umferðirnar voru tefldar um helgina. TR hafði tryggt sér ör- ugga forystu eftir fyrri hlutann í haust. Forskotið á helsta keppinaut- inn, Taflfélagið Helli, var 5Vz vinn- ingur. TR hafði þá hlotið 29 vinn- inga af 32 og því var beðið af eftir- væntingu eftir viðureign TR og Hellis í fímmtu umferð. Þá var sig- urganga TR loksins stöðvuð og Hellir fór með sigur af hólmi, hlaut fimm vinninga gegn þremur vinn- ingum TR. Hellir hafði því náð að minnka forskotið í 3’A vinning og um leið að hleypa smá spennu í keppnina. Hellir mætti síðan B-sveit TR í sjöttu umferð, sem hafði tekið stakkaskiptum frá því í fyrri hluta keppninnar og státaði nú af tveimur erlendum stórmeisturum á efstu borðum. Eftir nauman sigur Hellis jókst munurinn á milli fyrsta og annars sætis aftur í 5 vinninga og ljóst var að TR hafði tryggt sér sig- urinn. í síðustu umferð unnu bæði Hellir og TR stórsigur, 6V2 gegn lVz. TR sigraði Taflfélag Kópavogs og Hellh’ sigraði Taflfélag Garðabæjai’, sem hafði fengið erlendan meistara til liðs við sig. Það dugði þó Garðbæ- ingum skammt því þeir náðu ekki að vinna sig upp úr áttunda sætinu og tefla því í 2. deild í haust. Það er athyglisvert að Hellir var eina félagið sem vann alla andstæð- inga sína. Eigi að síður lendir Hellir í 2. sæti í íslandsflugsdeildinni, því í sveitakeppni í skák tíðkast almennt að telja vinningana en ekki unnar viðureignir. Hellir hefur tvö ár í röð verið með sterkasta liðið á pappírn- um, en þó ekki tekist að hnekkja veldi TR. Helsta breytingin á lokai’öð lið- anna í fyrstu deild frá fyrri hlutan- um var sú, að B-sveit TR færðist úr fimmta sæti í það þriðja. Skákfélag Akureyrar, sem tefldi við báðar TR sveitirnar í seinni hlutanum, féll hins vegar úr þriðja sæti í það fimmta. I 2. deild urðu úrslit þau að B- sveit Hellis vann öruggan sigur, hlaut 31 vinning af 42. I öðru sæti varð Tafldeild Bolungarvíkur með 26 vinninga. Sigur Hellis var því ör- uggur, enda hafði liðið verið í for- ystu í deildinni frá fyrstu umferð. B- sveit Hellis teflir því í 1. deild í haust. C-sveit Skákfélags Akureyr- ar lenti í áttunda og neðsta sæti í 2. deild og flyst því í 3. deild. Skákfélag Reykjanesbæjar sigraði í 3. deild, hlaut 31 vinning af 42. Fé- lagið hafði fimm vinninga forskot á næsta keppinaut, Skákfélag Selfoss og nágrennis, sem hlaut 26 vinninga. B-sveit Taflfélags Garðabæjar lenti í neðsta sæti og flyst því í 4. deild. Úrslit í 4. deild urðu sem hér seg- ir: 1. Taflfélag Seltjarnarness 1114 v. 2. Hellir E-sveit 10 v. Morgunblaðið/Golli. SEX úr meistaraliði TR ásamt forráðamönnum og fulltrúa styrktaraðila. Sitjandi frá vinstri: Arnar E. Gunnarsson, Bergsteinn Einarsson og Jón Viktor Gunnarsson. Standandi frá vinstri: Rfkharður Sveinsson, formaður TR, Torfi Leósson liðsstjóri, Þorsteinn Þorsteinsson, Þröstur Þórhallsson, Margeir Pétursson og Sigfús Sigfússon, markaðsstjóri Islandsflugs. 1. Anand, Indlandi 714 v. 2. Shirov, Spáni 7 v. 3. -4. Kasparov og Kramnik, Rússlandi 6V2 v. 5. Svidler, Rússlandi 5!4 v. 6. ívantsjúk, Úkrjúnu 4'/2 v. 7. Topalov, Búlgaríu 3!4 v. I gær tefldu saman þeir Topalov og Ivantsjúk, Kramnik og Anand, Shirov og Kasparov. Svidler sat hjá og hefur lokið sínum skákum. Þröstur hraðskákmeistari Þröstur Þórhallsson varð hrað- skákmeistari íslands á sunnudag- inn. Nokkrir erlendir keppendur á Reykjavíkurskákmótinu voru með, en sá hæsti þeirra lenti í sjötta sæti. Nánar verður fjallað um mótið í næsta skákþætti. Reykjavíkurskákmótið hefst í dag Fyrsta umferð 18. Reykjavíkur- skákmótsins verður tefld í kvöld og hefst taflið kl. 17. Það er Taflfélag Reykjavíkur sem stendur fyrir mót> inu að þessu sinni og fer það fram í félagsheimili þess að Faxafeni 12. Keppendur eru á milli 60 og 70, þar af 20 stórmeistarar. Mótið er fyrsti liðurinn í nýrri hrinu nor- rænu VISA-bikarkeppninnar. Stigahæsti keppandinn er Ivan Sokolov frá Bosníu. Það má búast við afar spennandi keppni á mótinu. Að þessu sinni eru færri íslenskir stórmeistarar með en á síðustu mótum og verður spennandi að sjá hvort okkar fulltrúum tekst að blanda sér í toppbaráttuna. Stiga- hæsti íslendingurinn er Hannes Hlífar Stefánsson, en hann hefur náð frábærum árangri á Reykjavík- urskákmótum og er nýkominn frá móti í Frakklandi þar sem hann stóð sig vel. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson Peildakeppni S.í. 1997-8. Fyrsta deild Nr Félag 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Vinn. Röð 1 Sf. Hafnarfjaröar - A 4“ 24 4 3 0 4 3b 4 6 2 7 19 7 2Tf. Hellir-A 5VÚ 6.1 7/4 8 454 3 53 654 6 3954 2 3 Sf. Akureyrar - A 5Mb 5' • 4 1 3% 7 354 8 24 154 4 25 5 4TR-A 7 4 8 6 6 7 8 1 3 2 6 3 654 8 4454 1 5TR-B 4“ 544 6 3 7 5 1 354 2 654 3 2854 5 /6 Tf. Garðabæjar - A 2% 3 0 4 2V4 b 2% 8 454 7 4 1 l’A3 1754 8 7 Tf. Hólmavíkur 254 2 33 2 4 5é 354 6 554 8 6 1 2754 4 8 Tf. Kópavogs - A 4 1 4S Va5 5’/26 454 3 2’/27 1’/z4 2254 6 Deildakeppni S.í. 1997-8. Önnurdeild Nr Félag 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Vinn. Röö 1 TR-C 1’/*e 3 2 3 3 254 3 4 5 3% 6 1’/,7 19 s 2 UMSE-A 54' 3 1 VAe 354 3 3Vz 4 254 5 354 6 18 6 3 Td. Bolungarvíkur 5 6 17 3 1 254 2 6 8 4% 4 4 3 6% 2 4 Sf. Akureyrar - C 1 8 16 154 7 354 1 254 2 154 3 1é 12 8 5 Sf. Akureyrar - B 5“ 254 8 3é 2 7 2 1 354 2 2 3 20 4 6 Tf. Akraness - A 1 3 54 31 2“ 1 7 254 1 254 3 17 7 7Tf. Hellir-B 554 3 5 3 4% 4 4 5 5é 254 8 4Vz 1 31 1 8 TR-D 4’/21 3’/* 3 4’/* 3 4 6 03 354 7 5 4 25 3 Deildakeppni S.í. 1997-8. Þriðja deild Nr Félag 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Vinn. Röð 1 Ss. Austurlands 5 8 3 2 354 3 354 4 4 5 3é 4 7 26 2 2 Sf. Selfoss og nágr. 354 7 3 1 5 8 4 3 4 4 4k 2’/26 26 3 3 UMSE-B 1’/26 3’/27 254 1 2 2 3’/28 3 4 2’/25 1854 5 4 TR-G 54 5 - 0 6 4 7 254 1 2 2 3 3 2“ 14 7 5 Tf. Hellir- C 554 4 4 3 254 6 254 1 2 1 2 2 3’/23 22 4 6 Sf. Reykianesbaejar 454 6 6 4 354 5 454 8 6 7 3 1 3’/22 31 1 7 Tf. Vestmannaeyja 254 2 2% 3 2 4 354 6 08 4’/28 2 1 17 6 8 Tf. Garðabæiar - B 1 1 2b 14 154 6 2’/23 154 1 4 4 1654 8 3. TR E-sveit 8!4 v. 4. TK B-sveit 6 v. Seltimingar færast upp í 3. deild. Deildakeppnin fór nú í fyrsta sinn fram í húsakynnum Taflfélagsins Hellis og tókst í alla staði vel. Fjöl- margir lögðu hönd á plóginn til að keppnin tækist sem best og ber ekki síst að þakka öruggri skákstjórn þeirra Ólafs Ásgrímssonai- og Jóns Rögnvaldssonar. Þá kunnu skák- menn vel að meta það framtak Skáksambandsins að standa fyrir sölu íslenskra skákbóka meðan keppnin stóð yfir. Anand efstur fyrir síðustu umferð í Linares Það urðu talsverð umskipti á of- urmótinu í Linares á sunnudaginn, þegar Anand náði forystunni af Aleksei Shirov. Anand vann Topalov en Shirov tapaði fyrir Rússanum Peter Svidler. Tveir stigahæstu skákmenn heims tefldu innbyrðis. Kaspai’ov gerði sitt tíunda jafntefli á mótinu, er honum tókst ekki að yfir- buga Kramnik með hvítu mönnun- um. Staðan fyrir síðustu umferðina í gærkvöldi var þessi: ■m Vilja samanburð við laun annarra MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar þar sem segir m.a.: „Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar haldinn 7. mars 1998 kl. 13, á Grettisgötu 89, skorar á borgaryfirvöld að standa við þau fýrirheit sem felast í bókun 6 um samanburð launa starfsmanna borg- arinnar við laun starfsmanna ann- aiTa sveitarfélaga og ríkisins í kjarasamningi." Ennfremur skorar fundurinn á stjórnvöld að standa vörð um þann sjálfsagða rétt hvers Islendings að njóta nauðsynlegrar heilbrigðis- þjónustu án tillits til efnahags. Fjárhagsvanda heilbrigðiskerfisins megi ekki undir neinum ki’ingum- stæðum velta yfir á sjúklinga og aðra þá sem þurfi á þessari þjón- ustu að halda. Jafnframt varar fundurinn við að framkomið frumvarp um breytingar á húsnæðislögum verði keyrt í gegn um þingið á vordögum án nauðsyn- legrar umræðu. Fundurinn fagnar ákvörðun ASÍ og BSRB um samráð í þessu mikilsverða máli. PQ lím og fúpeftii Stórhöfða 17, við GuIIinbrú, sími 567 4844 4%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.