Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Máttur samhjálpar í dagvist fatlaðra DVÖL í dagvist fatl- aðra er ekki bara hús, Ijós og hiti, hún er samfélag skilnings og mannvirðingar, ef vel tekst til. Mannvirðingu fylgir kurteisi, háttvísi og alúð og er sá fjár- sjóður innan heilbrigð- > isþjónustunnar sem ekki verður settur á fjárlög og aldrei nægi- lega metinn og virtur, hún gefur hávaðalaust styrk og kraft þeim er henni mæta. Setjum okkur í spor einstaklings er hefur orðið fyrir heilsufarslegu áfalli er skert hefur möguleika hans til tjáningar og athafna, býr einn, eða dvelur langtímum einn á heimili sínu og á ekki von á neinu er brjóti upp hans löngu stundir, í fjötrum og einveru. Hinsvegar að eiga von á brosandi manni að ' morgni sem ekur honum ásamt fé- lögum í dagvist fatlaðra, þar sem honum er vel tekið og hann fínnur sig skipa sinn sess í hópnum, þar sem samkennd og samhjálp liggur í loftinu. Eftir góðan morgunverð taka við áhugamál hvers og eins, tafl, spil, ýmiskonar handverk, söngur, léttar æfingar og sund, í samhjálp og glöðum hóp. Lundin léttist og líðanin verður öll önnur og betri. Að vinnudegi loknum er viðkomandi sáttur við að fara aft- ► ur heim, í öryggi um áframhald- andi samverustundir með félögum sínum. Það hefur ekki verið gerð könnun, svo mér sé kunnugt, um fjölda þeirra sem líkt er ástatt hjá og mannin- um sem dæmið sýnir, en þeir eru eflaust fleiri en margur mundi ætla, og ekki síst þeir sem orðið hafa fyrir alvarlegum hjarta- og heilaáföllum um eða eftir miðjan aldur og margir fatlast af hin- um ýmsu og ólíkustu áföllum. Mörgum Steinunn Finnbogadóttir þessara einstaklinga getur dagvist rejmst sem akkeri í þungum sjó. Einn góður maður sem dvaldi mörg ár í dagvistinni í Hátúni 12 gat þess í blaðaviðtali að sér væri dagvistin vin í eyðimörkinni. Það er reynslan á liðnum árum að mörgum hafí dagvistin verið mikil stoð og gleðigjafi. Einn lýsti því svo að þessi möguleiki, að komast í dagvist, hefði komið til sín eins og brú yfir stórfljót og gjörbreytt lífsviðhorfi til bjartari og betri daga, með öðrum orðum sagði hann: Eg eygði veg. Þetta er máttur samhjálpar í dagvist fatl- aðra. En ekkert gerist af sjálfu sér. Það þarf að vaka yfir því að eng- inn finni sig afskiptan og lítt gef- andi. I raun erum við öll bæði gef- endur og þiggjendur, aðeins mis- munandi í stakk búin hverju sinni. Ég bæði undraðist og dáðist að því hvað fólkið í dagvistinni gat gefið hvað öðru með gamansemi, sam- vinnu og vingjarnlegu spjalli. Enda er hvers manns bros og hlýja gjöf til næsta manns. Ékki vil ég draga úr gildi þeirr- ar líkamlegu þjálfunar sem veitt er í dagvistinni, að ekki sé talað Markmið þeirrar for- ustusveitar Sjálfsbjarg- ar sem stóð að stofnun dagvistar fyrir fatlaða, segir Steinunn Finn- bogaddttir, var að veita þeim öryggi, gott og glatt samfélag og starf við hæfi. um hina faglegu meðferð og fram- komu alla sem veitt er í sjúkra- þjálfuninni Stjá í Hátúni, en vek athygli á hinum vinsamlegu sam- skiptum og samhjálp fólksins, söngnum, glaðværu spjalli, sem er ómetanlegur þáttur til að dreifa huganum og bæta þannig andlega og líkamlega líðan. Markmið þeirrar forustusveitar Sjálfsbjargar sem stóð að stofnun dagvistar fyrir fatlaða var að veita þeim öryggi, gott og glatt samfé- lag og starf við hæfi. Þessi að- staða átti að styrkja sjálfsmyndina sem gerðist af sjálfu sér með því að finna sig þátttakanda meðal jafningja og góðvina. Það er ánægjulegt að á þeim tíma taldi þetta ágæta fólk að sér hefði tek- ist ætlunarverkið. Þessi góða framvinda í dagvistinni byggðist og byggist fyrst og fremst á við- horfi, mannvirðingu og hæfni starfsfólksins. Þegar ég nefni starfsfólkið og mikilvægi góðrar framkomu, þá minnist ég þess að hafa heyrt í út- varpi fyrir skömmu, þar sem læknislærður maður, að ég taldi, var spurður hvort hann teldi mun á möguleikum tveggja lærðra lækna til að lækna sjúkling sinn. Báðir hefðu sömu menntun og úr sama skóla. Annar læknirinn væri kurteis og alúðlegur í framkomu við sjúklinginn, en hinn læknirinn væri kaldur og fráhrindandi. Svar- ið var að kurteisi og alúðleg fram- koma byggði upp traust sem væri mikilvægt til nálægðar samvinnu og því meiri möguleikar á árangri í lækningu. Hroka og kuldalegri framkomu hafa margir mætt í öllum starf- stéttum og því mun erfitt að breyta. En hver einstaklingur með slíka eiginleika er slysast til starfa innan heilbrigðisþjónustunnar er dýr í öllum skilningi, en dýrastur þeim mörgu sem hann veldur ómældum sársauka. Ég undirstrika að mannvirðing, háttvísi og hlýja er mikill fjársjóð- ur innan heilbrigðisþjónustunnar. Sá sjóður ber ávöxt í ríkum mæli og okkur ber að meta gildi hans. Góðar byggingar, vísindi, tækni og menntun er mikils virði og mér er meira en ljóst mikilvægi góðrar menntunar, en vil vekja athygli á hinum örlagaríku þáttum mann- lífsins, það er að mannvirðing, * Sýningin er öllum opin og stendur til föstudagsins 27. mars. Sýningin er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8:00-18:00 virka daga og kl. 8:00-12:00 laugardaga. INtogtittMtaMfe Nú gefst tækifæri til að skoða búnað þremenninganna sem gengu á Suðurpólinn, á sýningu sem sett hefur verið upp í anddyri Morgunbiaðshússins í Kringlunni 1. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sonur hans Haraldur örn Ólafsson lögfræðingur og Ingþór Bjarnason sálfræðingur gengu á skíðum í 51 dag á Suðurskautslandinu og drógu á eftir sér þunga sleða með öllum búnaði og nauðsynjum. Göngugarparnir náðu takmarki sínu á nýársdag og voru þá búnir að leggja að baki 1.100 kílómetra í 20-30 gráðu frosti. Á sýningunnl má sjá tjald þeirra félaga, sleða, fatnað, mataráhöld og ýmsa persónulega muni og á Ijósmyndum má skyggnast inn í baráttu suðurskautsfaranna við óblíða náttúru. mannkostir og kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Allt sem ég segi hér er aðeins í ljósi minna eigin skoðana og reynslu af dagvist fatlaðra, og nið- urstaða mín er: Dvöl í dagvist dregur úr ein- angrun, eykur sjálfsöryggi og bæt- ir andlega líðan. Gefur möguleika til ýmiskonar afþreyingar og starfs. Slítur fólk ekki úr tengslum við fjölskylduna og heimilið. Gefur nauðsynlega vernd sem ekki gæfist nema með sólarhrings- dvöl á stofnunum í mörgum tilfell- um, eða að einstakir fjölskyldu- meðlimir væru bundnir heima. Ég tel dagvist fatlaðra farsæla lausn fyrir þá fjölmörgu sem henn- ar þurfa að njóta, sem og fjölskyld- ur þeirra, sem vilja vernda en verða að vera fjarri vegna vinnu sinnar. Slíka lausn má ekki skerða, heldur auka og efla. Þó Sjálfsbjörg kanni nýjar þjón- ustuleiðir og fari út á aðrar brautir treysti ég því að sú græna grein hennar, dagvistin sem búið var að rækta í 17 ár, fólni ekki og visni af þeim sökum. Ósk mín er sú að sá hlekkur sem dagvist fatlaðra er í störfum Sjálfs- bjargar bresti ekki en reynist traustur og Sjálfsbjörg fylgi sama gæfa og hingað til. Það sakar ekki að hugsa með þakklæti og virðingu til þeirra sem byggðu Sjálfsbjörg upp af mannúð, djörfung og hug- sjónareldi. Okkur sem notið höfum og njóta munum, ber að vernda eldinn, eignast nýjar hugsjónir og vinna að þeim af heilindum og bera þannig kyndla frumherjanna og merki Sjálfsbjargar með reisn. Einkunnarorð mín eru: Mann- virðing og mannkostir. Höfundur er fyrrverandi borgar- fulltrúi og forstöðumaður Dagvistar Sjálfsbjargar. Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nybylavegi 12, sími 554 4433 LJOSMYNDIR Ármúla 38 • sími 588-7644 Gunnar Leifur Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.