Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 29 LISTIR Blessað barnalán Morgunblaðið/Kristj án MARIA umkringd skjólstæðingum sínum: f.v. Baldur Hjörleifsson, Inga Bára Ragnarsdóttir, Jóna Fanney Svavarsdóttir, Helga Val- borg Steinarsdóttir, Þóra Einarsdóttir, Erika Mist Arnarsdóttir, Ingimar Davíðsson og Rakel Hinriksdóttir. LEIKLIST Lcikfclag Akureyrar f samviniiii við Sinfónfuhljómsveit N o r ö u rl a n d s SÖNGVASEIÐUR Höfundar leikhandrits: Howard Lindsay og Russel Crouse. Höfundur söngtexta: Oscar Hammerstein. Höf- undur tónlistar: Richard Rodgers. Þýðandi: Flosi Olafsson. Utsetjandi: Hákon Leifsson. Leikstjóri: Auður Bjarnadóttir. Tónlistar- og hljóm- sveitarstjórn: Guðmundur OIi Gunn- arsson. Leikmynd og búningar: Messíana Tóinasdóttir. Lýsing: Ingv- ar Björnsson. I hlutverkum barna von Trapps kapteins: Baldur Hjör- leifsson, Erika Mist Arnarsdóttir, Helga Valborg Steinarsdótt ir, Inga Bára Ragnarsdóttir, Ingimar Davíðs- son, Jóna Fanney Svavarsdóttir og Rakel Hinriksdóttir. Laugardagur 7. mars. EINS og sagði í leikdómi um sýn- inguna á Söngvaseið í Samkomu- húsinu á Akureyri eru ungir leik- endur sem fara með hlutverk barna kapteins von Trapps punkturinn yf- ir i-ið í einstaklega skemmtilegri sýningu. En Leikfélagið bætti um betur og hafði aðra frumsýningu á laugardagskvöld þar sem nýr hópur barna fór með hlutverk fimm af sjö börnum kapteinsins frjósama. Jóna Fanney Svavarsdóttir var jafnvel enn meira töfrandi sem elsta dóttirin Lísa og Ingimar Davíðsson jafn traustur sem fyrr sem eldri drengurinn Friðrik. Helga Valborg Steinarsdóttir fór óaðfínnanlega með hlutverk hinnar opinskáu- Birgittu, en hreinskilni hennar fylg- ir að sjálfsögðu töluverður texti þar sem hún verður að koma skoðunum sínum á framfæri. Inga Bára Ragn- arsdóttir var hin hrekkjótta Lovísa sem féll of snemma fyrir góðvild nýju barnfóstrunnar til að koma klækjum sínum í framkvæmd og Rakel Hinriksdóttir var hin þögla Marta, sem eins og nafna sín í Biblí- unni hafði sig lítt í frammi. Þær ásamt yngstu systkinunum, Kurt leiknum af Baldri Hjörleifssyni og Grétu leikinni af Eriku Mist Arn- arsdóttur fylgdust vel með í hópat- riðum og stóðu sig með prýði í þeim atriðum er þeim var gert að láta ljós sitt skína. Það er undrunarefni að hægt sé að ná svo jafnri frammistöðu hjá svo ungum leikurum, en einsdæmi hjá tveimur hópum. Að börnin reyn- ist svo vel undir leikhúsaganum gef- ur til kynna að þau hafí þegar kynnst svipuðum kröfum við tónlist- arnám og sjálfsaginn sem lærist undir slíkum kringumstæðum er jú undirstaða alls listnáms. Það verður gaman að fylgjast með í framtíðinni hvort eitthvert þeirra skýtur aftur upp kollinum á sviði eða í tónleika- sölum. Sveinn Haraldsson Norræna húsið Fjórmenningar á Háskólatónleikum Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 11. mars kl. 12.30, leika þær Eydís Franzdóttir, óbó og enskt horn; Bryndís Pálsdóttir, fiðla; Herdís Jónsdóttir, víóla; og Bryndís Björg- vinsdóttir, selló. Verkin sem flutt verða eru Fantasíukvartett op. 2, fyrir óbó, fíðlu, víólu og selló eftir Benjamin Britten (1913-1976) og Kvartett fyrir enskt horn, fiðlu, víólu og selló eftir Jean Francaix (1912-1997). Fantasíukvartettinn samdi Britten árið 1932 þegar hann var aðeins 19 ára gamall og sýnir verkið mikla hæfileika hins unga tónskálds og mikla þekkingu hans á hljóðfærunum. Jean Francaix lést í október síðastliðnum. Kvartettinn samdi hann árið 1970 og einkennist hann af léttleika, glensi og gríni eins og flest verka hans. Eydís Franzdóttir lauk burtfar- arprófí í óbóleik frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1987 og stundaði framhaldsnám í London. Hún lék um skeið með sam-evrópsku hljóm- sveitinni Acadya, en var svo ráðin 1. óbóleikari tékknesku útvarpshljóm- sveitarinnar í Pilzen í apríl 1992. Eydís hefur komið fram víða um Evrópu og á Islandi. Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík og meistara- gi'áðu frá Julliard-skólanum í New York. Frekara nám stundaði hún hjá próf. Krebbers í Amsterdam, en er nú fastráðin í Sinfóníuhljómsveit Islands. Herdís Jónsdóttir stundaði tón- EYDÍS Franzdóttir, Bryndfs Pálsdóttir, Herdís Jónsdóttir og Bryndís Björgvinsdóttir, flytj- endur á Háskólatónleikunum. listamám sitt á Akureyri, í Reykja- vík og í Þýskalandi. Hún starfaði með „Konzertensamble Salzburg“ í fjögur ár og spilaði með þeim víðs- vegar í Evrópu. Herdís er nú fast- ráðin í Sinfóníuhljómsveit íslands. Bryndís Björgvinsdóttir lauk ein- leikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1987 og stundaði fram- haldsnám í Chicago hjá próf. Karl Fruh og Kim Scholes. Bryndís er fastráðin spllóleikari við Sinfóníu- hljómsveit Islands. Verð aðgöngumiða er 400 kr. Ókeypis fyrir handhafa stúdenta- skírteina. Dagskrá Háskólatónleika má nálgast á vefnum. Slóðin er: http:/Avww.rhi.hi.is/~gunnag/ton- list/tonleikar.html. Hárómantískt píanókvöld TONLIST Listasain íslands PÍANÓTÓNLEIKAR Verk eftir Chopin, Prokofiev, Debussy, Rachmaninoff og Liszt. Þorsteinn Gauti Sigurðsson pianó. Listasafni Islands, sunnudaginn 8. marz kl. 20. ÞRJÚ ár kváðu liðin frá þvi er Þorsteinn Gauti Sigurðsson hélt síðast einleikstónleika í Listasafni Islands. Það lék því ákveðin for- vitni um andrúmsloftið, þegar áheyrendur flykktust inn úr snjó- hríðinni, enda efnisskráin í senn krefjandi og viðmiðunarhæf, þar sem velflest var úr þekktari og vin- sælli handraða sígildra tónbók- mennta, og gilti það ekki sízt um smáverkin sjö eftir Chopin. Það er vissulega ekki vandalaust að ráðast til atlögu við efni, sem býður upp á jafnmiskunnarlausan samanburð á túlkun og hér um ræðir, án þess að hafa það á konsertprógrammi meira eða minna að staðaldri, en Þorsteinn reyndist vandanum vax- inn, og kann það að hafa komið sumum á óvart. Valsarnir Op. 64,2, 69,2 og Op. posth. voru allir ofarlega á vin- sældalista Chopin-unnenda, og lék Þorsteinn þá af tilfinningu, ekki sízt hinn síðasttalda sem kallar á töluvert „gi-and“ spilamennsku, þó að hér sem stundum síðar væru hraðabreytingar í rúbatóum sumar hverjar nokkuð snöggar upp á lagið. Kavatínuhluti Fanta- isie-impromptusins Op. 66 var sömuleiðis svolítið óróleg, en verkið sindraði engu að síður af smitandi fjöri á öðrum stöðum. E.t.v. var það í Noktúrnunni angurværu í Es-dúr sem Þor- steinn sýndi mesta tilfinningadýpt fyrir hlé, þó að litla Prelúdían Op. 25,4 hefði einnig álíka kosti til að bera; voru báðar hrífandi vel leiknar og af syngjandi tilfinn- ingu. Hin tignarlega Pólónesa í As Op. 53 var leikin af smellandi reisn, og þó að hin knúsaða Etýða Op. 25,1 verkaði örlítið stirð, náði virtúósinn að storma með sigur- bros á vör í Etýðu nr. 11 við dá- góðar undirtektir, þó að fremur glamrandi akústík salarins sé ekki hliðholl slaghörpuleik við mikinn styrk, hvað þá á opnum pedal, eins og víða þarf í Chopin. Hin stutta en nístingserfíða 3. Sónata Prokofievs Op. 28 lék í höndunum á Þorsteini Gauta og komst sjóðbullandi frumleiki höf- undar (er sjálfur var mikill píanó- snillingur) vel til skila. Einhver flosmjúkasta ómdýrð sem finna má í seinni tíma pianóverkum kemur fram í Clair de lune Debussys, og birtist hér tónfegurð í leik Þor- steins Gauta sem undirritaður hélt satt að segja ekki að hann ætti til í jafnmiklum mæli. Eini mínusinn var þegar verkið tók á sig meiri hreyfingu, þar sem að ósekju hefði mátt vera aðeins stöðugra tempó; e.t.v. enn ein vísbending um að St- urm-und-Drang skap píanistans mætti að sumra smekk stundum halda ögn betur um beizlið og hugsa í stærri tímaeiningum. I hinni frægu cís-moll prelúdíu Rachmaninoffs var píanistinn á heimavelli, og skartaði verkið ým- ist sálmkenndri ró og tröllauknum ákafa eins og við átti hverju sinni. Lokaatriðin tvö eftir Liszt, Consolation nr. 3 og Trancendental etýða nr. 8, „Die wilde Jagd,“ mynduðu sín á milli sams konar andstæður kyrrðar og æsings; andstæður sem eru inn- tak og eðli hárómantikur, og sem Þorsteini Gauta virðist eftir öllu að dæma í blóð borin. Ríkarður O. Pálsson Ameríka og Amistad KVIKMYJVÐIR Iláskólabfó „Amistad" ★★■/> Leikstjóri: Steven Spielberg. Handrit: David Franzoni. Kvikmyndatöku- stjóri: Janusz Kaminski. Tónlist: John Williams. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Anthony Hopkins, Djimon Hounsou, Matthew McConaughey, Nigel Hawthorne, David Paymer, Pete Postlethwaite, Stellan Skars- gárd. DreamWorks. 1997. NÝJA Steven Spielberg-myndin, „Amistad", er ákaflega fagmannlega gerð í alla staði og átakanleg í lýs- ingu sinni á þrælauppreisn um borð í spænsku þrælaskipi. Við því var að búast frá hendi Spielbergs sem leit- ar hér eins og stundum áður í smiðju eins af sínum uppáhaldsleik- stjórum, David Leans. Báðir sjá söguna í mjög rómantísku ljósi og báðir eru haldnir fullkomnunar- áráttu sem skilar sér í gersamlega hnökralausum vinnubrögðum jafn- vel svo að manni þykir nóg um; myndir þeirra eru svo áferðarfalleg- ar að maður á stundum bágt með að trúa því að í þeim búi alvöru fólk. Báðir hafa einnig lent í nokkrum erfiðleikum með söguefni sitt. Eftir þriggja klukkustunda setu er maður engu nær um hver Arabíu-Lárens var. Eftir tveggja og hálftíma setu er maður miklu meira uppnuminn af forseta Bandaríkjanna, John Quincy Adams, og hinu fullkomna lýðræðis- skipulagi vestra um miðja síðustu öld en lífi og örlögum þrælanna, sem „Amistad" fjallar um. Einhvern veg- inn finnst manni að það séu ekki skilaboðin sem þessi mikla og gríp- andi þrælasaga ætti að færa áhorf- endunum. Spielberg sprettur hér fram sem fullskapaður rómantískur þjóðernissinni af gamla skólanum. Hann myndar Adams eins og ís- lendingar mundu eflaust kvikmynda Jónas Hallgrímsson, ekki sem mann heldur sem minnismerki. Vinnu- brögð Spielbergs eru svo gamaldags að þótt Anthony Hopkins leiki Ad- ams og geri það firnavel sér maður alltaf Spencer Tracy fyrir sér í hlut- verkinu, leikara sem var uppá sitt besta fýrir hálfri öld. Stundum finnst manni að myndin hefði fremur getað heitið Ameríka en Amistad. Ástæðan fyrir því að áherslurnar í myndinni verða á þennan veg er sú að Spielberg legg- ur sig í framkróka við að tengja sögu þrælaskipsins Amistad sögu Bandaríkjanna og hvernig þau hafa mótast og eru að mótast á þessum tíma sem lýðræðisríki og standa mun framar en Evrópuþjóðir eins og t.d. Spánverjar, sem koma auð- vitað mjög við sögu, þar sem 11 ára gamalt stúlkubarn er þjóðhöfðingi og þarf ekki að hafa áhyggjur af þrí- skiptingu í-íkisvaldsins, ef hún þá nokkurntíma skilur hugtakið. Inn í deilurnar um þrælana í Amistad blandast Suðurríkin og þrælastefna þeirra, valdatafl í Washington og dýrðarinnar leit réttsýnna hvítra manna að réttlæti sem hvergi er að finna nema i Bandaríkjunum - undir þeim atriðum fer tónlist John Willi- ams á flug. Spielberg, eins og Lean áður, þarf að feta mjóa stigu á milli hins einstaka og persónulega, sem er saga þrælsins Cinque, og hins al- menna og sögulega, sem er saga þrælaverslunar og saga Bandaríkj- anna, og gæta að hlutföllunum og honum tekst það ekki alltaf. Eins er inntakið gagnrýnivert. Þegar þræll- inn Cinque í lok myndarinnar þakk- ar Quincy Adams með tárin í augun- um er þá ekki hvíti maðurinn enn eina ferðina að gera sig að aðalatriði í mynd um baráttu svertingja? Er hann ekki eina ferðina enn að stela sýningunni eins og það heitir? Verð- ur það ekki full augljóst að ég tali ekki um hrokafullt? Sagan er rakin að miklum hluta í endurliti eftir að uppreisnin hefur átt sér stað, þrælarnir hafa verið fluttir í ameríska höfn og réttarhöld hefjast yfir þeim. Málið er strax stórpólitískt og æðri máttarvöld vinna gegn ungum lögfræðingi sem hugsjónamenn hafa ráðið til þess að reka málið fyrir dómstólunum. I millitíðinni sýnir Spielberg okkur leið þrælanna úr þorpum sínum í Af- ríku á þrælamarkað á Kúbu og þar opinberar hann snilli sína sem sögu- maður. Aðbúnaðurinn um borð í skipunum og lífshættan á leiðinni og hvernig farið er með fólk sem skepnur verður að óði til frelsisins og þrælauppreisnin verður séð í því ljósi sem sigur yfir kúgurum og morðingjum; reisn svarta kynstofns- ins verður ekki barin niður og drep- in. Hver stórleikarinn á fætur öðrum stígur hér á stokk og skilar sínu með ágætum nær án undantekninga. Fremstur fer auðvitað Anthony Hopkins í hlutverki Adams, hins aldna fyrrum . forseta Bandaríkj- anna, sem reynir hvað hann getur að koma hinu mannlega að í minnis- merkinu sem Spielberg reisir hon- um. Þá er leikur hins franska Djimon Hounsou í hlutverki Cinque ákaflega kröftugur með alla áherslu á stolt og frelsisþrá. Matthew McConaughey leikur lögfræðinginn unga með ágætum þótt lonníetturn- ar séu fullhallærislegt stílbragð, Morgan Freeman og Stellan Skars- gárd eru fínir saman sem andstæð- ingar þrælahalds, Nigel Hawthorne er skemmtilega lúpulegur sem ríkj- andi forseti Bandaríkjanna og svo mætti áfram telja. Eftir því sem líður á myndina tek- ur hún á sig æ meiri svip leikinnar sögulegrar heimildarmyndar sem kristallast í lokaræðu Hopkins og ætti að vera til í öllum barnaskólum í Bandaríkjunum. „Amistad" er sannarlega óður til frelsis, réttlætis og bræðralags og kannski mátti bú- ast við að áherslurnar yrðu þessar sem áður er getið. Það stingur í aug- un en eftir allt saman þá er þetta Spielberg-mynd og þar ríkir ævin- týrið ofar öllu. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.