Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ / HESTAR MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson EKKI er ósennilegt, að mati Vilhjálms, að sú meinta veirusýking sem nú herjar á íslenska hesta hafi verið í hrossum erlendis án þess að eftir því hafi verið sérstaklega tekið en íslensku hrossin, sem séu veik fyrir slíkum sýkingum, sýni meiri einkenni. „ÉG HELD að flestir eða allir dýra- læknar hefðu greint þessa veiki á svipaðan hátt og þeir dýralæknar sem greindu veikina sem melting- arslen í upphafi," segir Vilhjálmur Svansson, héraðsdýralæknir á Hofsósi, en hann er doktor í veiru- "Væði og af ýmsum talinn sá dýra- læknir hér á landi sem besta mennt- un hefur á sviði veirufræði. Hann telur að sú gagnrýni sem —fram kemur í grein Gunnars Más Gunnarssonar í Morgunblaðinu á laugardag sé ósanngjöm. Hann tel- ur að frekar sé horft í einkenni í öndunarfærum þegar hugað sé að smitandi veirusjúkdómum eins og herpes eða inflúensu og svo aftur kverkeitlabólgu sem sé smitandi bakteríusjúkdómur. * Komin til að vera? Um framhaldið segir Vilhjálmur að sér detti helst í hug að ferlið gæti orðið nokkuð svipað og var þegar upp kom smitandi sveppasýking og sprengin hafi orðið á Norðurlandi í útbreiðslu sveppsins. Þessi veira verði líklega landlæg eins og sveppasýkingin. Hann tekur undir skoðanir annarra dýralækna um að halda þurfi útbreiðslunni í skefjum svo vemda megi útiganginn fyrir Óþreyju farið að gæta meðal hestamanna út af óvissunni Tímafrekt og flókið að fínna óþekktar veirur veikinni því vart megi til þess hugsa hvað ger- ist ef þetta kemst í úti- gangshrossin. Vilhjálmur segir að lystarleysi geti fylgt ýmsir kvillar eins og komið hefur á daginn. Nefndi hann þar garna- flækju, fitulifur og fóst- urlát. Ekki sé vitað á þessari stundu hvort veiran fari í fóstrin en nokkurra daga hiti og átleysi getur orsakað fósturlát. Smittími eftir veik- indi óþekktur Ýmsum spurningum er og verður ekki svarað fyrr Vilhjálmur Svansson að greina hina meintu veiru og þá hvernig hún kemur til með að haga sér. Við veirusýkingu fer ónæmiskerfið alltaf af stað en vel þekkt er að veirur geta komið sér undan ónæmiskerf- inu og gengur viðkom- andi einstaklingur með sjúkdóminn í sér ævi- langt. Sú spurning sem heitast brennur varð- andi hitasóttina er hversu lengi áður veikir hestar geta smitað. Um það er ómögulegt að segja sagði Vilhjálmur og benti á að þeir gætu ósvarað verið smitberar í nokkra daga eftir en tekst veikindi, vikur og jafnvel mánuði. Það færi allt eftir því um hverslags veiru væri að ræða. Hann sagði að lítið hefði verið leitað að veirum í ís- lenskum hrossum. Fundist hafi mótefni fyrir veikum gerðum af herpes-veirum. Hann taldi líklegt að hér væri um að ræða veiru sem væri í hrossum erlendis en einkenni mjög væg og því lítið eða ekki tekið eftir henni þar. Stofninn hér væri veikur eða næmari fyrir og því væru einkenni meira áberandi. Flókið mál og fjölbreytilegt Óþreyju virðist gæta meðal margra hestamanna yfir því að ekki skuli vera búið að finna hvaða veiru er um að ræða. Vilhjálmur sagði að ef veiki er þekkt er hægt að ganga ákveðið til verks við greiningu. Til eru ýmis greininga- kerfi fyrir margar tegundir af vel þekktum veirum og í slíkum tilvik- um taki þetta ekki langan tíma. Ef hins vegar væri um að ræða eitt- hvað nýtt eða óþekkt eins og virð- ist vera nú, þarf að víkka leitina. Jafnvel að einangra og rækta veiruna og skilgreina. Sjá með þvj hvaða flokki veira hún tilheyrir. I slíkum tilfellum þurfi jafnvel að búa til aðferðir til að leita og getur það verið tímafrekt og flókið. Vefjaskoðun eins og komin er í gang á Keldum getur gefið vís- bendingar og þrengt hringin í þeirri útilokunarleit sem virðist í gangi. Vilhjálmur sagðist ekki ef- ast um að fullur gangur væri í að reyna að finna út hvað væri um að ræða. „Þetta er flókið mál og fjöl- breytilegt og alls ekki eins einfalt og margur kann að halda. Tilkoma þessarar veiki kennir okkur hesta- mönnum nauðsyn þess að fara var- lega í samskiptum við hesta og menn erlendis. Við gætum átt von á að fá einhverja smitsjúkdóma til landsins á komandi árum með auknum samgangi en við verðum að prísa okkur sæla meðan við fá- um ekki alvarlegustu smitefnin hingað," sagði Vilhjálmur að end- ingu. Útflutningsbannið fer fljótleg’a að skaða markaðinn MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson ÁHRIFA útflutningsbannsins fer að gæta fljótlega, að mati Gunnars, en hann telur að hátt í 200 hross siiji heima sem annars væru farin úr landi ef allt hefði verið með felldu. „ÞETTA er óvænt vetrarfrí en ekki þó að sama skapi kærkomið," sagði Gunnar Arnarsson hrossaútflytj- andi. Útflutningsbann hefur verið í gildi frá 21. febrúar og taldi Gunnar að ef allt hefði verið með felldu hefðu á þessum 17 dögum líklega verið send úr landi hátt í tvöhundruð hross. Nú væri að koma að þeim tímapunkti að erlendir hrossakaup- endur færu að gera upp hug sinn * hvort þau fyrirhuguðu kaup sem átti að gera muni standast vegna útflutn- ingsbannsins. „Nú er aðalsölutíminn erlendis og stendur hann fram í maí en verulega dofnar yfir sölu í júní og júlí. Hrossa- kaupmenn ytra reyna að selja sem flest hrossanna fyrir þann tíma og vera heldur komnir með ný hross í september þegar aftur lifnar yfir söl- unni á ný. Af þessu má ráða að sú sala sem hugsanlega tapast á næstu vikum eða mánuðum vinnist vart upp,“ segir Gunnar. Gunnar telur tímabært að hags- munaaðilar fari að setja sig niður og reyna að kortleggja stöðuna og ráða fram í hvað næstu mánuðir beri í skauti sér og hvernig skuli bregðast við nýju umhverfi. Hann kvaðst ekki sammála því að betra væri að hefta útbreiðslu veikinnar við höfuðborg- arsvæðið fram á vor. Ekki sé betra að láta veikina fara af stað þegar hrossin eru komin út um alla haga eftirlitslaus og bændur komnir í vor- annir. „Ef á annað borð á að láta þetta fara um allan stofnin þá held ég að best sé að gera það sem fyrst. Ég tel það illskárri kost heldur en að vera með hryssurnar veikar um og eftir köstun og stóðhestana jafnvel líka gagnslausa í girðingunum. Ef ekki verður breyting á næstu vikum er jafnvel hætt við að forsendur landsmótsins fari að bresta. En ég vil hvetja hrossabændur til að fara að undirbúa sig eins vel og kostur að takast á við að hjúki'a sínum hross- um ef veikin berst í stóð þeirra," sagði Gunnar. Aðgát við hey- flutninga ÖLL áhersla af hálfu yfirdýra- læknisembættisins og dýra- lækna er lögð á að hitasóttin breiðist ekki frekar út en orð- ið er. Hefur Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir af þeim sökum beint þeim tilmælum til heyflutningsmanna að þeir fari ekki inn á sýktu svæðin heldur losi heyið í útjaðri hest- húsahverfa og hestamenn sjái sjálfir um að flytja tugguna síðasta spottann. Bílstjórar þvoi bílana strax að losun lokinni og skipti um föt þegar heim er komið. Hall- dór telur brýnt að þetta verði virt í hvívetna því sóttin getur hæglega borist með mönnum eins og komið hefur glögglega í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.