Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 51 Fyrirlestur á frönsku um Baldur og Saxa m INNLENT Kvikmyndasýnmg Alliance Frangaise KVIKMYNDAKLÚBBUR Alli- ance Frangaise að Austurstræti 3 (gengið inn frá Ingólfstorgi) sýnii' miðvikudagskvöldið 11. mars ki. 21 frönsku myndina „L’Amour á mort“ eða Ast til dauða frá 1984 eftir Alain Resnais. Þetta er dramatísk mynd er fjallar um ástina, lífið og dauðann. Efnistök eru ekki ósvipuð og í sum- um mynda Bergmans, stuttir þætt- ir og samtöl sem mynda frum- spekilegar rökræður. Myndin teflir fram tveimur pörum. Símoni sem er fornleifafræðingur og Elisabeth sem er líffræðingur en þau eru yfir sig ástfangin, á fyrstu mánuðum sambúðar og mótmælendaprest- um, hjónunum Judith og Jerome Martignac, sem Símon hefur þekkt lengi. Þegar Símon fær alvarlegt hjartaáfall vaka áleitnar spurning- ar um trúna, dauðann og rétt okk- ar yfir eigin lífi. Alain Resnais er mjög frægur kvikmyndagerðarmaður ekki bara í Frakklandi. Meðal annars gerði hann myndirnar „Hiroshima mon amour“ og „Providence". Myndin er á frönsku og sýnd án texta. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill meðan húsrúm leyfir. JEAN Renaud, prófessor í norræn- um bókmenntum við háskólann í Caen í Normandí, flytur opinberan fyrirlestur miðvikudaginn 11. mars kl. 17.15 í boði heimspekideildar Háskóla íslands í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn verður fluttur á frönsku en íslenskri þýðingu verður dreift til áheyrenda sem þess óska. Fyrirlesturinn nefnist „Le mythe de Baldr ches Saxo Grammaticus" eða Frásögn Saxa málspaka af guð- inum Baldri. í fréttatilkynningu segir: „Saxi málspaki eða Saxo Grammaticus var samtímamaður Snorra Sturlu- sonar og er talinn hafa samið Dana- sögur sínar (Gesta Danorum) um 1200. Hann ritaði á latínu en reiddi sig eigi síður á heimildir á norrænni tungu einkum við samningu þeirra bóka sem fjalla um fyrstu tíð Dan- merkursögunnar. Það vekur athygli að frásögn hans af Baldri og Heði er að flestu leyti frábrugðin því sem lesa má úr ís- lenskum heimildum hvort sem það er kveðskapur eða frásagnir Snorra i Eddu. Hjá Saxa eru Baldur og Höð- ur ekki guðir heldur kappar og ekki bræður heldur keppinautar um hönd sömu konu. Auk þess klæðir Saxi Baldur heldur dökkum htum, and- stætt þeirri mynd sem aðrar heim- ildir draga upp af honum sem best- um allra ása. I fyrirlestri sínum mun próf. Renaud reyna að grafast fyrir um mögulegar ástæður fyrir því að mynd Saxa af Baldri er svo ólík þeirri sem íslenskar heimildir sýna. Til þess mun hann skoða heimildir Saxa, athuga viðhorf hans til efnivið- ar síns og velta því fyrir sér hvort hann hafi byggt á sjálfstæðum dönskum sögnum um guðinn.“ Jean Renaud er forstöðumaður norrænu deildarinnar við Uni- versité de Caen-Basse-Normandie, en hún er ein stærsta deild af því tagi í Frakklandi. Hann skrifaði doktorsritgerð sína um íslenskar fornbókmenntir, nánar tiltekið um Færeyinga sögu og Orkneyinga sögu en hann hefur þýtt þessar sög- ur á frönsku ásamt fleiri fornsögum. Próf. Renaud hefur einnig ritað bækur um norræna goðafræði og tengsl norrænnar menningar við hina keltnesku, auk þess sem hann hefur rannsakað norræn menning- aráhrif á svæðum víkinga í Norm- andí og víðar. Fyrirlesturinn er öllum opinn. TIL SOLU Tæki skipta jafnan öllu! Hve lengi ætla baráttumenn gegn vímuefnum og ofbeldi og fyrir náttúruvernd og jafnrétti að láta sem réttarkerfið skipti ekki máli? Skýrsla um samfélag, sem upplýsir um rétt- arfar hér, fæst í Leshúsi, Bókhlöðustíg 6b, opið kl. 16.00-19.00. YMISLEGT Vefjagigt og síþreyta (Fibromyalgia/Chronic fatigue) Óskað er eftir sjálfboðaliðum í lyfjarannsókn vegna vefjagigtar og síþreytu. Frekari upplýsingargefur Júlíus Valsson, gigt- arlæknir, Gigtarfélagi íslands, sími 553 0760. TILBOÐ/UTBOÐ TIL S 0 L U «< Til sölu til brottflutnings og flutningur á húsi. 11019 Kauptilboð óskast í, til brottflutnings, tvö timbureiningahús með tengibyggingu byggð 1985, sem hafa verið notuð sem kennslu- stofur. Stærð húsanna er samtals 262,5 m2. Brunabótamat er kr. 28.110.000 og fasteignamat er kr. 11.888.000. Húsin geta hentað sem kennsluhúsnæði, veiði- hús, leikskóli, vinnubúðir eða gistiheimili. Tilboð óskast í húsin í einu lagi. Húsin eru stað- sett á lóð Háskóla íslands við Dunhaga 3, Reykjavík. Kaupandi skal fjarlægja húsin af grunni en seljandi sér um aftengingu á lögnum og jöfnun lóðar. 11021 Tilboð óskast í flutning á timburhúsi, 181,5m2 innan lóðar Háskóla íslands. Húsið er við Dunhaga og óskast flutt á steyptan grunn við Hjarðarhaga ásamt tengingum við veitur. Nánari upplýsingar um ofangreindar eignir veit- ir Óskar Ásgeirsson í síma 552 6844 hjá Ríkis- kaupum, Borgartúni 7,105 Reykjavík, þar sem tilboðseyðublöð liggja frammi. Tilboö skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11.00 hinn 12. mars 1998 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. 'Jjjj/RÍKISKAUP Ú t b o & s k / / a árangril BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 552-6844, Bréfasími 562-6739-Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is i A U G LÝ S I ISI G A Útboð á viðgerðum og málun utanhúss Álfaskeið 90—92, Hafnarfirði Húsfélagið Álfaskeiði 90—92 óskar eftir tilboð- um í viðgerðir á útveggjum, gluggum og mál- un utanhúss. Helstu magntölur eru: Endursteypa 45 m2 Múrviögerðir flata 90 m2 Múrviðgerðir kanta 80 m2 Glerskipti 60 m2 Málun steins 1.310 m2 Málun þaks 635 m2 Málun glugga 1.300 Im Verktími þtfr mánuðir, verklok eigi síðar en 1. september 1998. Gögnin verða til sýnis og afhendingar hjá Strendingi ehf., verkfræðiþjónustu, Reykjavík- urvegi 68, Hafnarfirði, gegn 10.000 kr. skila- gjaldi. Afhending frá og með þriðjudeginum 10. mars 1998. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudag- inn 23. mars kl. 11.00. Strendingur ehf. verkfmðiþjónusta • Reykjavlkurvegur6S ■ 220 HafcwfðnJur slml 565-5640 • fax 565-5640 • netfang strendigur@centrum.is KENNSLA Skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigendur Ný námskeið um skóg- og trjárækt fyrir sumar- bústaðaeigendur eru að hefjast í Garðyrkju- skóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Skógrækt og Land- græðslu ríkisins. Um er að ræða eitt námskeið sem er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn verðursunnudaginn 15. mars og síðari hlutinn laugardaginn 4. apríl. Nauðsynlegt er að sækja báða hluta námskeiðs- ins, en þau eru haldin í Garðyrkjuskólanum og standa frá kl. 10.00—16.00 báða dagana. Leiðbeinendur eru sérfræðingar á sviði skóg- og trjáræktar. Nánari upplýsingarfást á skrifstofu Garðyrkju- skólans í síma 483 4340 frá kl. 8.00—16.00 eða hjá endurmenntunastjóra í síma 483 4061. FUIMDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf. Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 11. mars kl. 15.00 á Hótel Loftleiðum. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. VERÐBREFASTOFAN Hjallasókn Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Hjallasafnaðar verður haldinn sunnudaginn 15. mars að lokinni guðsþjónustu sem hefst kl. 11.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál, löglega fram borin, samkvæmt samþykkt- um Hjallasóknar. Sóknarnefnd. jC É I A HQ QT A DC ■ G» L» v3 - * «31 I # \ Hi 1 VKópavogur — Kópavogur Hvert stefnum víð í skólamálum? Sjálfstæðiskvennafélagið Edda helduropinnfund miðvikudaginn 11. mars nk. undir yfirskriftinni: "Hvert stefnum við í skólamálum?" Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20.30 í Hamraborg 1, 3. hæð. Framsögu flytur Helga Sigurjónsdóttir, kennari. Allir velkomnir. Stjórnin. Mikilvægt fundarboð Vi Húsnæðis- og skattanefnd Sjálfstæðisflokksins boðar til almennsfundar miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 17.15 I Valhöll, Háaleitisbraut 1. Fundarefni: Frumvarp um húsnæðismál og skattalagabreytingar samfara þeim. Framsögumenn: Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Gunnar S. Björnsson, byggingarmeistari og Steingrimur Ari Arason, aðstoðar- maður fjármálaráðherra. Fundarstjóri: Þórhallur Jósepsson. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. Rb.1 = 1473108 - 9.O.* □ Hamar 5998031019- III. □ Hlín 5998031019 VI □ EDDA 5998031019 1 - 1 Atkv.gr. til l° KR —konur Fundur mið. 11. mars kl. 20.15. Páskaskreyt- ingar og föndur. Fjölmennið i KR-heimilið. Aðaldeild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30. Gönguhópur kemur í heimsókn. Allar konur velkomnar. Leiðsögumenn Munið erindi Þórhalls Vilmund- arsonar um kenningar hans um uppruna islenskra örnefna I stofu 401 í Iðnskólanum í kvöld. Félag leiðsögumanna. Vetrarfjallamennska íslenski alpaklúbburinn heldur námskeið i vetrarfjallamennsku helgina 14. —15. mars. Á nám- skeiðinu verða undirstöðuatriði varaðandi ferðalög á fjalllendi að vetri til kennd. Uppl. og skráning í símum 557 8697 og 567 1026 (Guðmund- ur) eða í húsnæði [salp., Mörkinni 6, mið. 11 mars kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SÍMI 568-2533 Miðvikudagur 11. mars kl. 20.00: Aðalfundur Ferðafélagsins. Aðalfundurinn verður haldinn í félagsheimilinu í Mörkinni 6. Félagar fjölmennið. Næsta myndakvöld verður miðvikudagskvöldið 18. mars f Mörkinni 6. Efni: Færeyjar og Skotland. Fimmtudagur 12. mars kl. 20.00. Tunglvaka við Hval- eyrarvatn. Létt ganga I kringum vatnið. Brottför frá BSl, austan- megin, og Mörkinni 6. Helgarferð í Tindf jöll 13.—15. mars. Gönguskiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.