Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.03.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 10. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Ljóska Smáfólk Hvað er það sem þér þykir verst að heyra? „Þú verður heima núna og ert góði seppinn." BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Faðirvorinu breytt Frá Konráði Eyjólfssyni: ALLIR foreldrar sem kennt hafa bömum sínum Faðirvorið hafa upp- lifað hversu örðugt það er að sam- tímis því að baminu er ætlað að læra textann þarf að útskýra fyrir því algjörlega framandi og merk- ingarlausa notkun á þéringum sem það heyrir hvergi annars staðar og em þess utan slíkt torf að fjöldi full- orðinna kann þær ails ekki og getur þar af leiðandi ekki útskýrt þær. Utkoman verður því óhjákvæmilega sú að blessað bamið lærir af sam- viskusemi langa óskiljanlega þulu sem það hefur engan skilning á né tilfinningar til. Þessu vil ég breyta. Það er einlæg ósk mín til okkar nýkjörna biskups, Karls Sigur- björnssonar, að hann beiti sér fyrir þvi að þessi helgasta bæn okkar verði börnum það sem Jesús eflaust ætlaði henni, það er að vera heilagt eintal trúaðra við Guð. Reyndar við- urkenni ég að mér er alfarið óskilj- anlegt hvað íyrir þeim vakti sem töldu sjálfsþéringu eðlilega í bljúgri bæn, samtímis því að þúa Guð, en hafi það þótt tilhlýðilegt einhvem- tímann þá er það fráleitt í dag. Nú er mér það ljóst að fjöldi sálma, trú- arlegra texta og jafnvel þjóðsöngur- inn em orðaðir með sama hætti og að nánast ógjömingur væri að breyta því vegna áhrifa þess á ljóð- stafi, rím og hrynjandi, en það er önnur saga því slíkt fara böm ekki að læra fyrr en lengra er komið til vits og ára og auðveldara er að út- skýra fyrir þeim hvað þama liggur að baki. En Faðirvorið, sem oftast er bæði þeirra fyrsta bæn og helgur inngangur þeirra í trúarsamband við Guð, verða þau að skilja, finna boðskapinn í og geta tileinkað sér. Eflaust er lítil þörf á því að birta hér texta bænarinnar Faðir vor, en til að auðvelda samanburðinn fer ég þess á leit við blaðið að það birti báða textana og þá helst hlið við hlið svo augu manna opnist hversu mikiu aðgengilegri og einlægari textinn verður þó svo að innihald hans breytist ekkert. Það er gefið að þennan texta má orða á fallegri hátt og ég biðla til orðhagra manna að koma með ábendingar í þá átt. Þeim lesendum þessarar greinar sem halda vilja í foma hefð og jafnvel fyrtast við til- lögu mína vil ég benda á hversu ánægjulegar afleiðingar það hefur haft að gefa Islendinga sögumar út með nútíma stafsetningu þrátt fyrir mótmæli margra. Nú sækja hund- ruð ef ekki þúsundir manna nám- skeið í þessum arfi okkar og annar eins fjöldi og fleiri ferðast um landið til að sækja söguslóðir heim. Megi nútíma málfar á Faðirvorinu leiða til sömu endurvakningar á okkar helg- ustu fræðum. KONRÁÐ EYJÓLFSSON, Austurströnd 14, Seltjarnarnesi. Faðir vor, þú sem ert á Faðir, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, himnum, helgist þitt nafn til komi þitt ríki. til komi til ríki. Verði þinn vilji svo á Verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt Gefmérídagmitt brauð ogfyrirgef oss daglega brauð ogfyrirgef vorar skuldir svo sem vér mér syndir mínar eins og og fyrirgefum vorum ég fyrírgef þeim sem gert skuldunautum. hafa á minn hlut. Eigi leið þú oss í freistni Ekki leiða mig í freistni, heldurfrelsa oss frá illu heldur frelsa mig frá illu því að þitt er rddð, þvíþitt erríkið, mátturinn mátturínn og dýrðin að eilífu. og dýrðin að eilífu. Um staðarval tdnlistarhúss Frá Kristni Björnssyni: RÆTT er um stað fyrir tónlistarhús og þá mest nefndir staðir nálægt gamla miðbænum. En þetta er hús sem almenningur mun sækja og ætti því að vera miðsvæðis á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem styst er fyrir sem flesta að sækja það. Þetta mundi spara flestum 4-5 km akstur, dregur því úr umferðaþunga og mengun. Hvar er þá miðsvæði byggðarinn- ar? Ég held að nú sé það nálægt El- liðaárdalnum, t.d. innst í Sogamýri, Fossvogi eða Mjódd. Allt í kringum þessa staði eru fjölmennustu íbúða- hverfin. Gamli miðbærinn er nú orð- inn að afskekktum jaðri eða enda byggðarinnar, og því eru Vesturbær- inn eða Öskjuhh'ðin óheppilegir staðir. Vil ég því benda áhugamönnum á að athuga nú betur möguleika á al- veg nýju staðarvali sem best mundi henta almenningi á höfuðborgar- svæðinu, en það er greinlega í námunda við Elliðaárdalinn sem fyrr greinir. Staður innst í Laugardal hefur líka verið nefndur og er það ekki fjarri lagi. KRISTINN BJÖRNSSON, Espigerði 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.